NT - 30.04.1984, Blaðsíða 13

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 13
olíukreppunni um miðjan 8. áratuginn. En frjálshyggju- stjórnin undir forsæti Reagans hefur brotið þessa venju eins og aðrar. í fyrsta skipti fer ekki saman aukinn hagvöxtur og minni halli. Þrátt fyrir mikil loforð í þá átt, samanber fyrri dálkinn á töflunni annars stað- ar á síðunni, hefur hallinn aukist verulega og á eftir að aukast enn. Skattastefnan Ein helsta ástæða þessarar þróunar er auðvitað fjáraust- urinn í hermálin. Samkvæmt áætlun Reagan stjórnarinnar á að eyða 49% hærri upphæð í hermál (á föstu verðlagi) á næstu finrm árurn. en á síðustu fimm árum. Á árunum 1983 til 1988 verður vísitölufjölskyld- an í Bandaríkjunum að búast við að þurfa greiða um 600.000 krónur í aðeins hermál. íslendingar eru blessunar- lega lausir' við fjáraustur í hermál og því ættum við ekki að hafa svo ýkjamiklar áhyggj- ur af frjálshyggjumönnunum okkar á þessu sviði. En annað er það, sem gæti valdið okkur meiri áhyggjum. Hér er átt við stefnu þeirra í skattamálum. Frjálshyggjumenn hafa þá stefnu að létta byrði af há- tekjumönnum og leggja hana þess í stað á þá, sem minna eiga undir sér. Þessi stefna hefur verið sérstaklega áhrifa- mikil í Bandaríkjunum í tíð ■ Ronald Reagan borðar þessa dagana með prjónum og skoðar sig um í grafhýsum í Kína. Það hefur löngum þótt skynsamlegt að beina athygli almennings að utanríkismálum, þegar illa gengur heima fyrir. Breytingar á sköttum milli áranna Tekjuhópur 1982 og 1984 Skattabreyting Hlutfall allra 10.000 ogminna + 24% skattgreiðanda 32.2% 10-15.000 + 7% 14.7% 15-20.000 + 2% 12.1% 20-30.000 0 18.9% 30-50.000 - 1% 15.2% 50-100.000 - 3% 4.0% 100-200.000 - 8% 0.7% 200.000+ - 15% 0.2% Ath.: Skattar hafa hækkað mest hjá þeim tekjuminnstu og því meir sem tekjurnar eru minni. Á hinnbóginn hafa þeir efnuðustu fengið mestu skattalækkunina. Reagans sem forseta. Sést þessi staðhæfing ef til vill best að þeirri töflu, sem er birt hér annars staðar á síðunni. Há- tekjumennirnir eða þau 20% launþega, sem hafa 600 þúsund eða meira í árstekjur fá allir skattaafslátt hjá Reagan með- an lágtekjufólkið fær að borga fyrir hernaðarútgjöldin. Skattaheimspekin Auðvitað eru þessar breyt- ingar Reagans á skattakerfinu ekki byggðar á grimmd og vonsku. Áð baki þeirra liggur hugmyndakerfi og það er ef til Mánudagur 30. apríl 1984 í3 vill það, sem við íslendingar höfum mesta ástæðu til að óttast. Hugmynd frjálshyggju- manna er sú. að því nteira svigrúm sem hinir ríku hafi til að auðgast, því meiru komi þeir í verk. Þannig á framtak þeirra að tryggja framfarir, sem verður síðan öðrum til góðs. Þetta er svo sem ágætis fræðikenning, en hún stenst ein- faldlega ekki í raunveruleikan- um. Staðreyndin hefur orðið sú, að þrátt fyrir hagvöxt hefur atvinnuleysi haldist. Hinir efnanreiri hafa þannig tekið til Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. sín þann bata, sem hcíur orðið á bandarísku hagkerfi að undanförnu án þess að láta nokku renna til hinna minni máttar. Hungurraðirnar bera þess gleggst merki í þessu landi hunangs og mjólkur. Áskorun til útvarpsins ■ Fyrsti maí, hátíðisdagur verkalýðshreyfingarinn- ar, verður sögulegur í ár. I gegnum áhrif sín í Varúð, varúð Ljóst er, að kenningar frjáls- hyggjumanna hafa fyrir löngu híotið hljómgrunn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins. Spurningin er hins vegar hvort þessi hljómgrunn- ur nái út í raðir hins óbreytta stuðningsmanns tlokksins. Ekki verður nægilega mikil áhersla lögð á, að þessir kjós- endur geri sér grein fyrir, að hinn umbótasinnaði Sjálf- stæðisflokkur. sem var mótað- ur af þeim Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni er nú horfinn. Hann hvarf þegarþeir frjálshyggjumenn Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sófusson tóku við stjórnartaumunum í flokknum og þeir frjálshyggju- menn Albert Guðmundsson og Geir Haarde við fjármálum ríkisins. Vilji hinir fjölmörgu frjáls- lyndú og umbótasinnúðu stuóningsmenn Sjálfstæðis- flokksins forðast þá þróun. sem hefur átt sér stað í Banda- Dagsbrún, hefur Alþýðubandalaginu tekist að koma í veg fyrir að Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, fái tækifæri til að koma fram fyrir hönd samtaka sinna á fjölmennustu hátíðarsamkomu verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík á morgun. Þess í stað fær forsetinn að tala á Austfjörðum, en Alþýðubandalagsmenn taka við í Reykjavík. Þessi einstæði atburður er enn alvarlegri fyrir þær sakir, að dagskrá hátíðarhaldanna í Reykjavík verður útvarpað um land allt. Landsmenn missa þannig af boðskap forsetans á morgun, sem verður að telj ast slæmt út af tveimur veigamiklum ástæðum. í fyrsta lagi hefur Ásmundur Stefánsson ekki haft nægilega góðan aðgang að nútíma fjölmiðli og því hefði verið æskilegt að leyfa þjóðinni að hlusta á skoðanir forseta ASÍ um stöðuna í dag og þá þróun, sem hann telur líklega í nánustu framtíð. í öðru lagi hlýtur að teljast slæmt, að sá boðskapur sem þjóðin fær á morgun á öldumm ljósvakans, mun verða einskis virði árás á núverandi ríkisstjórn landsins og innantómt lof um ágæti alþýðubanda- lagsmanna í baráttunni á móti vondu auðvaldsmönn- ríkjunum að undanförnu og gæti átt sér stað hér á landi, er þeim bent á að snúa sér eitt- hvað annað er til frjáls- hyggjuflokksins í leit að afli, sem tekur fullt tillit til íslensk- ar einkenna þjóðfélags okkar. MÓL unum. Ekki er að vænta neinna raunhæfra skoðana um það, sem máli skiptir, þ.e. framtíðina. NT skorar því hér með á ríkisútvarpið, að bregðast ekki þeirri hefð, að útvarpa ræðu forseta ASÍ beint á þessum mesta hátíðisdegi íslenskrar verkalýðs hreyfingar. Hvort forsetinn talar í Reykjavík eða á Neskaupstað skiptir hér engu. ið uppi af landsmönnum. Þrátt fyrir að gjaldið sé tekið óbeint af okkur, endar reikningurinn fyrir hin ýmsu rekstrar- og fjárfestingaútgjöld bankans óhjákvæmilega hjá hinum al- menna borgara. Það hlýtur því að vera sanngjörn krafa, að hagnaður bankans renni til samneyslunnar, a.m.k. að ein- hverju leyti. Nýlega hefur ver- ið lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Seðlabanka íslands og er þar gert ráð fýrir slíkri tilfærslu, svo og auknu eftirliti með starfsemi bankans. NT styður þetta frumvarp, sem var samið af bankamálanefnd- inni frægu, og hvetur forráða- menn Seðlabankans til að gera slíkt hið sama. Þeir hljóta manna best að gera sér grein fyrir, að Seðlabankinn er orðin ein óvinsælasta stofnun lands- ins og slíkt má ekki viðgangast öllu lengur. Þjóðin þarf nauð- synlega á Seðlabanka að halda og engin stofnun getur gegnt hlutverki sínu vel meðan svo neikvæðar öldur leika um hana og raun ber vitni. Þögli meirihlut- inn svívirtur Önnur „stofnun", sem er engu minna áberandi í þjóðfélaginu í dag, er verkalýðshreyfingin. Því miður hafa flokksstjórn- mál sett of mikið mark á hreyfinguna og endurspeglast þau jafnvel í skipulagi 1. maí hátíðarhaldanna, sem fara fram á morgun. Alþýðubandalagið hefur leynt og Ijóst gert sitt ýtrasta til að nota hreyfinguna sem vopn í baráttunni gegn núverandi ríkisstjórn landsins. í stjórnar- andstöðu hefur flokkurinn reyndar árum saman stundað þessa iðju, og ber að harma það. Þar sem raunsæismaður- inn Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur ekki reynst nægilega leiðitamur í þessum áróðri, hefur flokkurinn greinilega tekið þá ákvörðun að reyna að útiloka Ásmund sem mest frá sviðsljósinu og hegna honum þannig fyrir þrjóskuna. Á morgun munu landsmenn allir verða áþreifanlega varir við ofríki Alþýðubandalagsins og hefnd þess gagnvart Ás- mundi. í gegnum lepp sinn í verkalýðshreyfingunni, Dagsbrún, stendur Alþýðu- bandalagið fyrir, að sjálfur forseti ASÍ fær ekki að tala á helstu hátíðarsamkomu verka- lýðshreyfingarinnar. Þess í stað er hann sendur út á land og það nægilega langt í burtu að ríkisútvarpið nái varla að útvarpa ræðu forsetans. Það þarf ekki að taka fram hve mikil hneisa þetta er. Ás- mundur Stefánsson nýtur nokkuð almennrar og víðtækr- ar virðingar innan verkalýðs- hreyfingarinnar og þá einnig meðal þeirra, sem fjöl- mennastir eru innan hreyfing- arinnar, þ.e. hins óvirka meiri- hluta. Þetta fólk gerir sér grein fyrir, að Ásmundur barðist fyrir og fékk samninga, sem voru í raun algjört hámark miðað við það svigrúm, sem fyrir hendi var. Og nú á að ' hegna Ásmundi fyrir að hafa .ekki sprengt launasamninga, efnahagsstefnuna og þá ríkis- stjórnina. Gegn þessu ofríki Alþýðubandalagsins á hinn al- menni launamaður ekki nema eitt svar: Að gleyma aldrei þessum 1. maí degi, láta þetta vera sér víti til varnaðar og rísa upp til að taka meiri þátt í störfum verkalýðshreyfingar- innar í framtíðinni. Einokun Alþýðubandalagsins má ekki viðgangast öllu lengur. Dregið úr landbúnaðar- framleiðslunni ■ Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem lauk á Akureyri í gærkvöldi, kom fram mjög sterkur vilji til að ýta enn betur á eftir nauðsynlegum endurbótum á núverandi landbúnaðarstefnu. Fram- sóknarflokkurinn hefur reyndar á síðustu árum staðið að veigamiklum lagfæringum á landbúnaðar- stefnunni, en því miður hefur það verk unnist of hægt. Flokkurinn hefur löngum orðið fyrir ófyrirleitnum árásum frá skilningslitlum andstæðingum íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þessir áróðursmenn hafa hins vegar algjörlega vanrækt að líta á þá skynsem- ishlið málsins, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft að leiðarljósi, þ.e. þá röskun, sem samdráttur í landbúnaði kemur óhjákvæmilega til með að hafa. Eigi að draga skipulega úr hinni hefðbundnu land- búnaðarframleiðslu á næstu fimm árum, eins og Steingrímur Hermannsson lagði til á aðalfundinum, verður að gæta þess að nauðsynlegt jafnvægi haldist áfram í byggðum landsins. NT tekur því undir þær hugmyndir formanns Framsóknarflokksins, að sam- hliða samdrætti í hefðbundinni landbúnaðarfram- leiðslu verði unnið skipulega að uppbyggingu nýrra búgreina, svo dregið verði sem mest úr röskuninni. Samvinna og jafnvægi í byggðum landsins er forsenda þess, að Islendingar þrífist í þessu stóra og hrjóstruga landi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.