NT - 30.04.1984, Blaðsíða 16

NT - 30.04.1984, Blaðsíða 16
V í 1 f íl íVjqe OC w(ia’».wV Mánudagur 30. apríl 1984 ’ 16 LlL Útvavp — Sjónvarp ■ Ólalur Byron Guðmunds- son talar um daginn og veginn í kvöld. Frá kolum yfirí hitaveitu - þvotta* brettum í þvottavélar meðal efna, sem rætt er um í Deginum og veginum ■ Þátturinn Um daginn og veginn mun vera jal'ngamall Ríkisútvarpinu. Þar hafa löngum komið fram karlar og konur af öllum stiguni þjöðfé- lagsins og rætt hin margvísleg- ustu málefni. Þrátt fyrir háan aldur virðist þátturinn síungur og alltaf eiga sér trygga hlust- endur. Flytjandi þáttarins að þessu sinni er Ólafur Byron Guðmundsson. „Eg fjalla á víðum grundvelli um dægurmál og sígild mál", segir Ólafur okkur. Hann segist hefja þáttinn á því að fara 45 ár aftur í tímann, eða til upphafs síöari heimsstyrjaldar, ræða um hvcrnig umhorfs var í Reykja- vík á þeint tíma o.s.frv. Ut frá því ræðir hann uni umferðar- mál, ekki bara í Reykjavík, heldur almennt, og ýms vanda- mál þeim santfara. Þá tekur hann til umræðu lífsgæðakapp- hlaup, jafnréttismál og misrétti ýmiss konar, og ýmislegt annað drepur hann á. Ólafur Byron hefur oft komið frant i útvarpi á undanförnunt 3-4 árum og flutt þar smásögur eítir konu sína. Sigrúnu Schnei- der. Sjónvarp kl. 22.10: Ognarríki Hitlers hófst með „Nótt kólíbrífuglanna“ ■ 30. júní 1934hófstsúógnar- öld, sem kennd er við Hitlers- tímann, í Þýskalandi með „nött hinna löngu hníía". í dögun þess örlagaríka dags, tæpu ári eftir að nasistar komust til valda, laumaðist hljóðlega röð af Mcrcedes Benz bílum upp að snyrtilegu hóteli, sem stóð á vatnsbakka í Bayern. Nú skyldi hcfjast handa um að útrýma óvinum nýja ríkisins, sem standa skyldi í 1000 ár. „Nótt kólibrífuglanna", en undir því dulnefni gekk þessi aðgerð, var hafin. Hitler tók sjálfur þátt í aó- gerðunt á hótelinu, en þar gisti Ernst Röhm, foringi fjögurra milljóna brúnstakka í herbergi nr. 31. Hitler skipaði svo fyrir aö þessi fyrrum félagi hans og samstarfsmaður skyldi handtek- inn. Sakargiftir voru landráð. Einn af öðrum voru foringjar brún- stakkanna færðir í fangelsi og fangabúðir, sem nú voru sem óðast að komast í gagnið. Á næstu klukkustundum var nán- ustu fylgismönnum svo hundr- uðum skipti stillt fyrir framan aftökusveit. Margir þeirra hróp- uðu enn „Heil Hitler",þegar skothríðin buldi á þeim. Frá þessum atburðum erskýrt í heimildamynd frá breska sjón- varpinu, scm sýnd verður í kvöld kl. 22.10. Þýöandi er Gylfi Pálsson. ■ Hitler gekk sjálfur fram með oddi og egg við útrýminguna á brúnstökkunum. ■ Eftir langan og erfiðan vetur, þegar fölk hefur orðið að stilla ferðum sínum í hóf, er skiljanlegt að komi ferðafiðringur i það, þegar götur eru orðnar auðar og greiðfærar. En það má ekki láta góða veðrið og vorskapið hlaupa með sig í gönur. “Asatími“ undir Vor í umferdinni stjórn Tryggva Jakobssonar ■ Á dagskrá Rásar 2 kl. 17.00 í dag er umferðarþátturinn Asa- tími undir stjórn Tryggva Jak- obssonar. Segja má að nafnið á þáttinn sé vel valið með tilliti .til tímasetningar hans, því að þá er svo sannarlega „asatími" í um- íerðinni. „Ég ætla að hafa vorið að aðalþema þáttarins," segir Tryggvi okkur aðspurður. „Eg ætla að spjalla um á alla enda og kanta ýmislegt, sem snertir um- ferð á vorin, bæði hér í bænum og eins úti á landi." Varðandi umferðina innan borgarinnar kvaðst Tryggvi væntanlega ræða m.a. um hrað- an akstur, en sumir virðast bregðast svipað við vorkomunni og kýrnar, þegar þeim er hleypt út úr fjósinu. Úti á landi fylgja þó öllu fremur önnur vandkvæði í untferðinni vorkomunni, s.s. vatnavextir. ástand vega er oft varhugavert, sums staðar kunna enn að vera snjóruðningar o.s.frv. Þá kvað Tryggvi mjög líklegt að hann ræddi sitthvað um fjall- vegi og til stæði að fá einhvern til viðtals um vorakstur á fjöllum, en á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um ferðir fólks, sem farið er að brölta um ófærar slóðir of snemma á vorin og hafa margir áhyggjur af því. IW.l'iB-ma Rekstrar- vandi landsbyggð- arskólanna meðal viðfangsefna þáttarins „Skyggnst um á skólahlaði“ ■ Á dagskrá útvarps kl. 22.35 í kvöld er þátturinn Skyggnst um á skólahlaði í umsjón Krist- ínar H. Tryggvadóttur. Að þessu sinni kynnir h ún starfsemi fræðsluskrifstofá og fræðslu- stjóra og ræðir við Sturlu Krist- jánsson, fræðslustjóra á Norðurlandi eystra, í því sam- bandi. í fyrri þáttum sínum segist Kristín hafa verið að fjalla um ýmsar greinar grunnskólalaga, eða verið að reyna að segja frá því, hvað það er raunverulega, sem er að baki því sem stendur í grunnskólalögunum. Nú er röðin komin að því að kynna starfsemi fræðsluskrifstofa og fræðslustjóra. Fræðsluumdæmi á landinu eru8. Reykjavíkereittumdæmi Reykjanes annað, þá er Suður- landsumdæmi, Áusturlands- umdæmi, Norðurland skiptist í tvö umdæmi. eystra og vestra Vestfirðir eru eitt umdæmi og Vesturland annað. Kristín sagði rekstrarvanda skólanna úti á landsbyggðinni mikið hafa verið til umræðu einkum í vetur, og erfiðleikar þeirra við að standa í skilunt, m.a. fjárhagslega. Hún hyggst því spyrja Sturlu nánar um þann vanda og hvernig á honum standi. Auk þess spjallar hún við hann um almenna námsstjórn, hvernig fræðslu- skrifstofur sinni skólum og al- mennt um starfsemi þeirra. ■ Kristín H. Tryggvadóttir rxðir við Sturlu Kristjánsson, námsstjóra, í þættinum Skyggnst um á skólahlaði. útvarp Mánudagur 30. apríl 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Kristján Björnsson flytur (a.v.d.v.) Á virkum degi - Stefán Jökulsson - Kolbrún Halldórsdóttir - Kristín Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.) 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö-Helgi Porlákssontalar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífaparadansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (3) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar. Stefánsson. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Signýj- ar Pálsdóttur frá sunnudagskvöldi (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Nýtt og nýlegt popp 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (13) 14.30 Miðdegistónleikar Pinchas Zukerman leikur á fiðlu „Ástarsorg" eftir Fritz Kreisler og „Inngang og Rondó capriccioso" eftir Camille Saint-Saéns; Konunglega fílhar- móníusveitin og Sinfóniuhljóm- sveitin i Lundúnum leika með. Stjórnendur: Pinchas Zukerman og Charles MacKerras 14.45 Popphólfið - Sigurður Kristins- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir 16.20 Siðdegistónleikar St. Martin- in-the Fields hljómsveitin leikur balletttónlist eftir Wolfgang Ama- deus Mozart; Neville Marriner stj. / Boris Christoff syngur aríur úr óper- um eftir Verdi og Gluck með hljóm- sveitinni Fílharmóniu; Jerzy Sem- kov stj. / Margaret Price syngur ariur úr óperum eftir Wolfgang Amadeus Mozart með Ensku kammersveitinni; James Lockhart stj. 17.10 Siðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Borgþór S. Kjærnested. 18.00 Visindarásin Þór Jakobsson ræðir við Pál Halldórsson eðlisf ræð- ing um ahrif jarðskjáifta á Isiandi. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál. Sigurður Jónsson talar. 19.40 Um daginn og veginn Ólafur Byron Guðmundsson talar 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. „Endurfundir1 Sigurður Sigurmundsson í Hvitár- holti les erindi eftir Grétar Fells. b. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík Edda Vilborg Guð- mundsdóttir les ur samnefndri bók Ágústar Jósepssonar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu i þýðingu Steingríms Thorsteinssonar (3) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Skyggnst um á skólahlaði Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 23.00 Kammertónlist - Guðmundur Vilhjálmsson kynnir 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 30. apríl 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm- asson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Stjórnandi: Leopold Sveinsson. 15.00-16.00 Á rólegu nótunum Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Laus í rásinni Stjórnandi: Andrés Magnússon. 17.00-18.00 Asatími (umferðarþátt- ur) Stjórnandi: Tryggvi Jakobsson. 19.35 Tommi og Jenni Bandarisk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.15 Ástir á skrifstofunni (Office Romances) Breskt sjónvarpsleikrit eftir William Trevor Leikstjóri: Mary McMurray. Aðalhlutverk: Judy Parfitt, Ray Brooks og Suzanne Burden. Þar sem karlar og konur starfa saman fer ekki hjá því að ástin rugli einhverja í ríminu á vinnustað. Þýðandi Ragna Ragnas. 22.10 Nótt kólibrífuglanna Heimilda- mynd frá breska sjónvarpinu um atburði sem gerðust í Þýskalandi Hitler upp sakir við fyrri félaga sína í stormsveitunum, braut veldi þeirra á bak aftur og lét taka foringja þeirra af lífi. Þýðandi Gylfi Pálsson. 23.10 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.