NT - 06.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 4
Sunnudagur 6. maí 1984 4 „Einhver kerfistregða, “ segir Ragnar Kjartansson, myndhöggvari ■ „Stóðið“ hans Ragnars Kjartanssonar er orðið fótfúið eftir langvarandi umhirðuleysi á útigangi sínum. (NT-mynd Róbert) ■ „Jón Sigurðsson er verst farinn og svo stytturnar við stjórnarráðið, en þessar myndir eru orðnar fimmtíu ára gamlar og þaðan af eldri. Já, sjálfur þjóðardýrlingurinn er að eyðileggjast hjá okkur. Ættum við ekki að hafa blómakransinn minni á 17. júní og reyna að gera við hann.“ Það er Ragnar Kjartansson, myndhöggvari, sem þetta segir en hann hefur fyllt flokk þess fólks sem á undanförnum árum hefur gengið fram fyrir skjöldu til þess að fá útilistaverk í Reykjavík lagfærð, áður en það er um seinan. Auk Jóns Sigurðssonar á Austurvelli ber þjóðskáldið Jonas í Hljómskálagarðinum líka ummerki þess að um hann hafa vindar nætt sem lítt eiga skylt við þá þýðu vinda sem anda úr „suðrinu sæla.“ En fleiri listaverk eru í hættu en þau gömlu. Þeirra á meðal er myndin „Stóð“ við Hringbraut, sem Ragnar Kjartansson sjálfur gerði og var myndin sett þarna upp árið 1968. Hvað segir þú um ástand hennar.? „Þessi mynd er úr epoxy- kvarzi og blandan er þannig að myndin þolir ekki vei sveigju. Fæturnir á hestunum eru mjóir og veður og vindar hafa gert í þá sprungur, auk þess sem unglingar brugðu sér á bak myndinni, einkum þegar hún varný. Húnernúillafarin. Ég hef lagt tii að hún verði steypt í brons, en ella verði hún fjarlægð af stallinum. Því miður veit ég ekki hvort nokkur hreyfing er á þessu máli. Jú, það eru mjög mörg önnur listaverk í stórhættu og illa farin. Til dæmis má nefna mynd eftir Jóhann Eyfells við Kjarvalsstaði. Bæði við, ýmsir myndlistarmenn og minnihlutafólk úr borgarráði hafa reynt að koma skrið á málið en það gerist ekkert. Þetta er einhver kerfistregða. „Þeir hjá „Burleyfield Art Casting" sem er stórt fyrirtæki í Bretlandi sem verslar við okkur hérlendis fyrir milljónir, eru tilbúnir að senda hingað viðgerðamann um leið og eftir þvíverðuróskað. Eneinsogég segi, - það er ekkert gert. Nú er vor og tilvalið að hreyfa þessu máli að nýju. Það eru síðustu forvöð.“ Þjóðardýrling• arnir illa á sig komnir ■ „Stórskipin" í reykvísku umferðinn, „liðvagnarnir“ sem S.V.R. og S.V.K. voru að reyna hér á dögunum eru nú horfin yfir hafíð til verksmiðj- anna sem lánuðu þá. Við frétt- um af fundi niðri á Kirkjusandi þar sem forstjóri S.V.R, Sveinn Björnsson og þeir bíl- stjórar hans sem mesta reynslu fengu af akstri vagnana hugð- ust bera saman bækur sínar og fórum og hittum þá að máli. Volvóinn var þegar farinn en Bensinn beið þess að vera skip- að um borð í flutuingaskip. „Margir héldu víst að við værum búnir að eignast vagn- ana og festa þá í leiðakerfinu, meira að segja sumir í borgar- ráði“, sagði Sveinn Björnsson forstjóri og hló. „En vonandi hafa flestir þó vitað að þetta var bara tilraun. Við vildum sjá hvernig svona vagnar reyndust fjárhagslega og hvernig þeir nýttust á hinum ýmsu leiðum. Þess vegna töldum við ná- kvæmlega farþegana sem komu inn á ýmsum tímum dagsins og þetta er reynsla sem gott verður að byggja á í framtíðinni við ákvarðanir. Við erum með nýtt leiðakerfi í undirbúningi, sem m.a. felur í sér að teknar verða upp hraðferðir frá Mjóddinni í Breiðholti og ýmsar aðrar um- bætur, sem eiga að leiða til fækkunarskiptinga milli vagna um 50%. Um þessa reynslu er það annars að segja að vagnarnir henta best á greiðum, fjölförn- um leiðum, þar sem hægt er að halda uppi góðum meðalhraða: Slíkt tel ég skilyrði þess að þeir eigi rétt á sér í flotanum okkar. Þannig reyndust þeir miklu hagkvæmari á leið 13 sem er þung hraðleið en t.d. leið 3 þar sem talsvert er um króka og beygjur. Sú leið er líka of létt hvað snertir farþegafjölda. En nú erum við sem sagt að ræða málið og von er á greinargerð um vagnana innan tíðar. Ef þessir vagnar yrðu teknir í fasta notkun hér, þá mundi það kosta ýmsar tilfæringar. Þeir komast enn ekki inn á verkstæðið okkar (þriðjungur stendur útúr!) og auk þess þyrfti að gera ýmsar lagfæring- ar á aðstöðu við biðstöðvar.“ Gaman að prófa þetta En hvað segja bílstjórar sjálfir? Þórhallur Haildórsson, bílstjóri á leið 3: „Nei, vagninn hentar ekki vel fyrir leið 3. En það var samt ákaflega gaman að prófa þessi tæki og ef til vill koma þeir til greina í nýja leiðakerfinu. Helsti gallinn sem ég varð var við reyndist sá að þurft hefði sjónvarpsskerm hjá bílstjóra, til þess að sjá afturdyrnar. Þær sér maður alls ekki í beygju, þótt að vísu sé öryggisloki við þær, svo þær opnast ef fólk er í tröppunni. En það var um að gera að reyna þessa bíla, - þeir hafa marga kosti.“ Ekki alltaf nógu stór Að endingu snerum við okk- ur til Karls Árnasonar, for- stöðumanns S.V.K. en þeir í Kópavogi reyndu Mercedes Benz vagninn á sínum leiðum: „Vagninn gerði lukku og dró áreiðanlega að sér farþega þennan tíma,“ sagði Karl. „En hvort þetta er það sem koma skal veit ég ekki. Vagninn reyndist of lítill hjá okkur á sumum tímum dagsins, t.d. kl. 8-9 á morgnana og þá varð að senda aukavagn með. Vagninn tók rúmlega 120 farþega, en í þessum ferðum voru far- þegarnir um 160. Nú er verið að athuga þessi mál og ég býst við að niður- staðan verði sú að við fjölgum heldur ferðunum á næstunni. En ég tek fram að vagninn reyndist mjög lipur og stóð sig í alla staði ágætlega. Við drögum okkar reynslu af þessu í framtíðinni, því alltaferu að- stæður að breytast.“ „Drógu að sér farþegaþennan tíma“ - spjallað við S. V.R. og S. V.K. menn um „stórskip“ umferðarinnar ■ Bogagöngin í „Bensanuin" ■ S.V.R. menn við Merc- edes Benz „liðvagninn,“ sem er 17.5 metrar á lengd. Það eru vagnstjórar þeir sem lengsta reynslu hafa af vögnunum sem þarna standa ásamt Sveini Björnssyni, forstjóra og Gunn- ari Guðjónssyni, eftirlits- manni. Frá vinstri: Kristinn Bjarnason, Guðmundur Sigur- jónsson, Jónas Engilbertsson, Þórhallur Halldórsson, Gunn- ar Guðjónsson, Sveinn Björns- son og Pétur Franzson. (Tímamynd Árni) (Tímamynd: Árni)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.