NT - 06.05.1984, Blaðsíða 20

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 20
Er Danmörk að fara íhundana? HUND- URINN KOMINN í STAD BARNSINS > • f Texti: Dóra Stefánsdóttir Myndir: Nanna Biichert Sunnudagur 6. mai 1984 20 ■ íslensk vinkona mín sem búið hefur í Dan- mörku í mörg ár á gamlan bolabít. Sá er kominn að fótum fram og neyðist hún líklega til að láta aflífa hann fljótlega. Maðurinn hennar, Dani, spurði hana eitt sinn að því hvers vegna hún fengi sér ekki íslenskan hund þegar Boli gamli dæi Drottni sínum. „Jamen dog“ sagði hún hneyksluð. „Det ville være dyrplageri“. Fyrir mig nýkomna að heim- an var þessi setning lýsandi fyrir ástandið í hundamálum hjá hinni dönsku þjóð. Hundar hafa öðlast hér annað hlutverk en þeir hafa heima á ísa köldu landi. Áhyggjufullir menn eru farnir að tala um að þjóðin sé að fara í hundana. Mannfólkinu hér í landi er tekið að fækka að því er mörg- um finnst ískyggilega. Eftir hundrað ár verður þjóðin minni en helmingurinn af því sem hún er núna. Ráðist er á konur í blöðum, útvarpi og sjónvarpi fyrir það að þær gefi sér ekki tíma til að eiga börn. Þær hafa varið sig með því að þær hefðu ekki efni á því eða aðstæður til þess. Þörfin til að vagga iítilli veru í örmum sér virðist hins vegar ekki hafa minnkað. Og þá koma gæludýrin til sögunnar. Flestirfásérhunda. Hundarnir öðlast síðan sama sess á heim- ilunum og börn hafa á íslandi. „Kom til mor“ heyrist oft úti á götum þegar konunarnar hropa á hundana sína. Svo þegar hundurinn kemur er hjalað lengi við hann, hann ýmist ávítaður fyrir að fara burtu eða honum hrósað fyrir að koma aftur. Honum er bent á að „mamma“ hafi haft af honum miklar áhyggjur. Hann verði að vera þægur og góður annars verði „mamma“ leið. Sé hann ekki því stærri er hann síðan gjarnan tekinn í fangið og borinn heim. Langar og margar hillur kjörbúðanna eru fullar af dýra- fóðri. Hunda og kattamatur í dósum tekur mest pláss. Reist hafa verið fjölmörg hunda- gæsluhús þar sem hægt er að koma hundunum í fóstur með- an eigandinn fer í frí. Það eru til hundasjúkrahús, bæði fyrir andleg og líkamleg veikindi, hundauppeldisstöðvar og sér- stakir dýrakirkjugarðar. Gífurleg fjölbreytni Þeir eru af öllum stærðum, gerðum og litum. Þeir minnstu varla stærri en nýgotnir kett- lingar. Sá stærsti sem ég hef séð er Sankti Bernharðs „hvolpur“ sem dönsk hjón eiga. Á jóladag stóð hann og sleikti andlit gestanna sem sátu í öðrum enda stofunnar og dinglaði vingjarnlega rófunni á meðan. Svo kröftuglega að kúlurnar hrundu af jólatrénu sem stóð í hinum enda stofunn- ar. Eigjendur hunda af aðals- ættum eru afar hreyknir af „börnunum" sínum. Sheffer- ar, Labradorar og Bolabítar ganga um við hlið eigenda sinna. Bæði hundur og maður með merkissvip. Blendingarn- ■ Þægilegt hundalíf. Eigandinn hefur búið sér til eða keypt sér stakan kassa á hjólið sitt fyrir vin sinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.