NT - 06.05.1984, Blaðsíða 21

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 21
að smakka aðeins á mannfólk- inu þurfa líka að eyða stórfé í skaðabætur. Sérlega þeir 300 sem verða valdir að því að fólk þarf að leggjast á sjúkrahús í lengri eða skemmri tíma ár- lega. Nú vill þingið enn auka kostnaðinn á hinum þraut- píndu hundaeigendum og hef- ur lagt til að menn verði frant- vegis að kaupa sérstök hunda- leyfi. Þessi tillaga verður tekin fyrir í haust. Milljarður er kannski ekki svo mikið þegar athugað er hversu mikið fæst í rauninni fyrir hann. Hundar hér í land- inu eru 360-400 þúsund talsins. I landi sent er meira en helnt- ingi minna en ísland. Ansi margir á ferkílómetra og um- talsvert fleiri en ungabörn. Mikill matur fæst líka fyrir það fé sem fer í dýraíóður. Allt slíkt er mjög ódýrt, svo ódýrt að ntargir ellilífeyrisþeg- ar geta ekki leyft sér annan mat en þann. Þetta er líka vítamín og steinefnabættur matur svo engum ætti að verða meint afhonum. Reyndarmið- aður við þarfir hunda og katta en þarfir manna eru kannski ekki svo ólíkar. Tonnin ófögru Verst er hvað kemur mikið af öllum þessum góða mat ómelt niður af blessuðum hundunum. Fleiri tonn árlega sem þeir láta „snyrtilega" frá sér. Aðallega á gangstéttir, hjólabrautir, götur og í skemmtigarðana. Danir eru óskaplega þrifin þjóð. En svo mikil er ást þeirra á blessuðum dýrununt að engum dettur í hug að finna að því þó hunda- skítur þeki öll gólf, í matvöru- búðunum, á veitingahúsunum og inni á heimilunum. Það var íslensk kona sem kvartaði eftir snjóaveturinn mikla. Hvcrt lagið af snjó lagðist ofan á annað, jafn óðum og lag kom af hundaskít. Þegar tók að vora fyllast götur af undarlegri leðju og í sólskini lagðist daunn yfir bæinn. Danir létu sem ekkert væri. Engum finnst neitt athuga- vert við það að þurfa að hreinsa í kring um húsið sitt vikulega, sópa saman snyrti- legum leifunt af hundamat sent búið er að nota einu sinni, upp í skoflu og síðan í öskutunn- una. Allir hafa í huga gleðina miklu sem fylgir dýrunum. Hvernig halda menn til dæmis að nágranni okkar gæti lifað ef hann hefði ekki hundana sína tvo? Af mikilli umhyggju kem- ur hann þeim fyrir á hverjum degi í gömlum, stórum barna- vagni. Vefur urn þá þykku ullarteppi, sumar jafnt sem vetur, og fer síðan í langa göngutúra. Litlu skinnin kíkja forvitnislega út úr vagninum og horfa á eiganda sinn mildum augum. - DS. ir eru líka miklu fleiri og ekki nærri því eins mikils virtir. Vont fólk úti í Kristjáníu hefur fundið upp á því að kalla þessi grey Gatnamót (Gadekryds). Nafnið hefur fest við þá þó eigendurnir séu ekki hrifnir. Aðalbornu dýrin eru flest einlit eða fallega flekkótt. Gatnamótin eru hins vegar hvort tveggja, eða öllu heldur hvorugt. Þeir eru margir afar þunnhærðir. Og þá kemur í ljós a sjálfur feldurinn er gjarn- an af einum lit en hárin af öðrum. Grár feldur með brún- um hárum er til dæmis mjög vinsæl blanda. Margir sjá svip með hundun- um og eigendum þeirra. Eig- endur Gatnamótanna eru oft álíka þunnhærðir, gráir og reyttir og hundarnir þeirra, segja þessir menn. Og það er ekki fyrir það þrætandi að oft sést sami uppgjafa svipurinn í augum eigandans og þessa van- virta vinar hans. Til að auka svipinn eru hundarnir líka oft klæddir í stíl við eigandann, eða öfugt. Hundar í peysum í fjölbreytt- um litum eru það algeng sjón að enginn lítur upp. Frakka- klæddir hundar vekja ennþá athygli, sérstaklega ef þeir eru með húfur í stíl við frakkana. Fallega hnýtt slaufa í björtum lit í ennishárum er hins vegar ■ Beðið eftir „mömmu. Margir hundar eru skildir eftir daglangt einir heima í íbúðunum meðan „foreldrarnir“ eru að vinna. Grimmar sálir skilja hundana meira að segja stundum eftir úti á svölum, hvernig sem viðrar. afar sár og hrópaði á eftir henni, „Hvað er þetta mann- eskja sérðu ekki að hundurinn er blindur“. Hún þóttist hins vegar ekkert hafa séð og bar því við að hundurinn hefði ekki verið með hvítan staf. Hversu leitt sem eigandan- um þykir það verða hundarnir hins vegar fyrr eða seinna að láta undan í baráttunni við dauðann. Eftir þau sorglegu tímamót er hundurinn auðvit- að grafinn með mikilli viðhöfn. Þeir sem eru svo lánsamir að eiga garð ætla honum vitanlega stað í skjólbestu lautinni eða við uppháhalds tréð. Aðrir leita á náðir dýrakirkjugarð- anna. Hér í Kaupmannahöfn er flestir hundar grafnir í dýra- kirkjugarðinum á Amager. Þangað kemur síðan fjöldi fólks á hverjum degi til að leggja blóm á leiði sinna látnu ástvina, rétt eins og menn gera á íslandi. Þar er reyndar fólk í gröfunum en ekki hundar. Dýrir í rekstri Danir stynja stundum yfir' því opinberlega hvað þeir séu fátækir. En þegar skoðaðar eru tölur yfir það hvað hund- arnir kosta þjóðina kemur best í ljós að þeir eru með ríkustu þjóðum heims. Talið er að tveir til þrír milljarðar fari ár hvert í gælu dýrin. Þetta eru vitaskuld danskir milljarðar sem eru þrisvar sinnum verðmætari en íslenskir. Hundarnir kosta lík- lega að minnsta kosti helming- inn af þessu. Maturinn er vita- skuld stærsti liðurinn, síðan kemur læknishjálp, kaup á dýrunum því hin aðalbornu kosta offjár, og tryggingar. Þeir 10 þúsund eigendur hunda sem láta það eftir sér hvert ár ■ Hann brosir breitt konunni í barns stað. sá doppótti. Er kominn stuttklipptu ■ Einasti staðurinn á stóru svæði sem var hreinn. Ekki svo mikið sem agnarlítið hundasparð. Leiðið hans Jimmy. Með áletrun á latínu, marmarasúlum og mynd. Eigandinn hefur lagt rósir við. alltof algeng til að vekja minnstu athygli. Spennur með glitrandi steinum ná hins vegar stundum augum manna. Veikindi og dauði Það þykir nærri því jafnast við mannsmorð að aflífa hund bara af því að hann er veikur. Eigandinn reynir að hjúkra honum fram í andlátið, með hjálp dýralæknis ef þörf krefur. Eigandinn telur ekki eftir sér að breyta lífi sínu svo það henti hinum lasna hundi betur. Vinkona heimilisins getur til dæmis ekki komið í heimsókn vegna hundsins síns. Hann er svo gamall og lasinn að hann getur ekki gengið hér upp stigana. Hann er of þungur til að bera hann og alls ekki kemur til greina að skilja hann eftir einan heima til að skreppa á bæi. Skilningsleysi annarra á þessu þykir undarleg, ef ekki dónaleg. Slíkt sýndi íslensk stúlka á dögunum á eftirminni- legan hátt. Hún kom hjólandi eftir einum af mörgum hjóla- stígum borgarinnar. Á miðjum stígnum stóð ráðvilltur hundur sem greinilega vissi ekki í hvern fótinn hann átti að stíga. Stúlkan krækti fyrir hann og hélt ótrauð áfram leiðar sinnar. Eigandi hundsins varð

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.