NT - 06.05.1984, Blaðsíða 19

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 19
 Ég hef ekkert annað en orðin M „Ríkisútvarpið á Akureyri, gjörðu svo vel“. „Erþað Jónas Jónasson útvarpsstjóri, já komdu sæll og blessaður. “ „Já blessaður sjálfur og til hamingju með nýja blaðið. Það getur nú satt að segja verið býsna sársaukafullt að byrja og það verður enginn óbarinn í upphafi, þið verðið vafalaust að standast það að þola alls konar aðkast. “ „ Við tökum það nú ekki nærri okkur“ (það gætir samvinnuanda í rödd blaða- manns). „Annars er það þannig með mig að ég ernú kominn á þann aldur, skalégsegja þér, að ég er alltaf hundóánægður með það sem éggeri. Éggeri mér þær kröfur að þetta verði alltaf svolítið skárra næst sem ég er að fást við“. „Þú verður nú samt að viðurkenna það Jónas að kvöldgestir þfnir á föstu- dagskvöldum hafa stytt mörgum stundir og þér hefur oft tekist meistaralega upp. “ „Já, já ég get ekki kvartað en það héldu nú samt allir að ég væri að verða vitlaus þegar ég byrjaði að veifa þessari hugmynd að lengja dagskrána á föstu- dagskvöldum og fara með samtal inn í nóttina. Menn geispuðu mikið yfir þessu. En svo hefur þetta svona smá komið. Upphaflega setti ég mér það markmið að ég skyldi halda þessu áfram þangað til fólk vildi sjálft koma f þáttinn og það rættist nú í fyrsta skipti í vor. Nú er þessu markmiði náð og þar með lýkur þessum þáttum. Annars ætti ég ekki að vera að blaðra þetta við þig, ég er svo mikið ífjölmiðlum sjálfur vinnu minnar vegna. “ „Svona, svona Jónas minn“ (Blm. orðinn enn samvinnuþýðari en áður) „Hvernig er það með þig nú ert þú að opna fólk íþessum þáttum þínum, ertu opinn sjálfur?“ „Já ég held það og ég byrja ævinlega á því að reyna að vera opinskár viðgesti mína þegar við röbbum saman áður en þátturinn byrjar. Annars hef ég verið skammaður fyrir það að vera of mikið að blanda mér í samræðurnar eða taka of mikinn þátt í þeim. Ég held að það hafi verið hún Jóhanna Kristjónsdóttir sem er nú náfrænka mfn og hund geðvond út í mig fyrir það hversu leiðinlegur útvarpsmaður ég ér. Hún skammaði mig mjög fyrir kvöldgestina. Annars held égaðég hafi sjálfur sloppið við það að vera sjálfurmikið til umræðu en ég lít þannig á að svona þáttur þar sem rætt er um eitthvað meira en bara veðrið og vindinn krefjist þess að ég taki þátt í umræðunni. “ „Fyrir hverja er þessi þáttur“? „Ja, við þessarí spurningu er aðeins eitt svar: Fyrir þá sem vaka. Ég hef reynt að fá til mín fólk sem er dálítið þekkt og hefur náð árangri og síðan hef ég beðið það að segja frá því hvað þessi árangur hefur gefið því, og hvað hann hafi kostað. “ „Er það tilfellið Jónas að þú hafir fengið fólk til að tjá sig um hluti í þessum þáttum þínum sem hafi síðan orðið til þess að til meiríháttar uppgjörs hafi komið milli þessara sömu einstakl- inga“? „Nei ekki held ég það en hitt má vera að sumir hafi haft gott af því að koma sem kvöldgestir til mín, og skoða svo- lítið sjálfa sig. Það er að verða svolítið landlægur misskilnigur að ég sé eins og einhvers konar grenjaskytta að skjóta á tófuna. Ekkert afþví sem þarna kemur fram á að koma fólki á óvart. Ég hef aldrei dulið það að ég á undirbúnings- viðræður við fólkið sem fram kemur. Það veit um hvað verður rætt áður en spjallið byrjar. “ „Þetta með myrkrið hefur verið til umræðu. Ert þú myrkfælinn maður Jónas?“ „Nei ekki lengur en ég var það sem drengur. Ég gerði þetta nú svona í bríaríi að biðja menn að passa sig á myrkrinu í lok þáttanna og ég tók eftir því að menn sperrtu eyrun við þessu. Mér fannst allt í einu í öllu þessu myrkri sem við búum við að það værí fyllsta ástæða til að biðja menn um að fara varlega í myrkrinu. Annað var það nú ekki en þetta hefur vakið athygli og þess vegna held ég áfram að biðja fólk að passa sig á myrkrínu. “ „Ertu trúaður Jónas?" Ég vildi að ég væri trúaðri en ég er, ég er sjálfsagt að leita eins og við öll erum að gera. Sumir eru alltaf að leita að lífshamingjunni eins og þú veist. Það var einn góður maður sem sagði við mig einhvern tímann að lífshamingjan væri þar sem við hættum að leita hennar. “ „Hver ertu Jónas?“ „Já, nú notarðu mfna eigin spurningu og fara nú vopnin að snúast í höndum mér. Þetta er vond spurning þó að ég noti hana oft. Ég hef líka alltaf viður- kennt að hún væri vond en hefur þó þann kost að maður verður að setjast niður og fara að velta því fyrir sér hver maður í rauninni er. Ég er starfsmaður útvarps, ég er fjölmiðlamaður eins og það heitir núna, sem er eitt voðalegt orð. Ég er útvarpsmaður og hef ævin- lega reynt að gera svolítið betur á morgun. Égerósköp venjulegurmaður, einrænn frekar og ekki vinamargur, en þeir vinir sem ég á eru mér mjög góðir og eru mér mikils virði. Éggeri fastlega ráð fyrir því að það sé mér sjálfum að kenna að ég á ekki fleiri vini. Ég er þó vinur dætra minna og sérlegur vinur konunnar minnar. Mér leiðist eiginlega aldrei, já ég held að það sé rétt. Ég hef verið heppinn,ég heffengið að kynnast atburðum og fólki og á í minnisbók minni mörg góð nöfn. Ég er letidýr, örugglega einn latasti maður sem ég þekki og elska aðgera ekki neitt en kem þó ýmsu í verk". „Nú hefur stundum verið sagt að útvarpsþættir þínir væru væmnir. Er það rétt að þínu mati?“ „Ja hvað er væmni, ég er ekki viss um hvað það í rauninni er. Ef þú talar við einhvern af ákveðinni einlægni þá verð- ur oft stutt f eitthvað sem kalla mætti væmni. Er það væmni að tala um lamb sem leitar móður sinnar með jarmi og það berst til þín með golunni ? Og hættir það að vera væmið þegar lambið er orðið þátttakandi í sviðaveislu? Ég hef- yndi af póesíu og fallegum orðum. Ég er einnig svolítið rómantískur. Ég heyrí og skynja orð sem tegund af tónlist og ef til vill sem hluta aflitum í málverki. Ef þú ætlar að ná í útvarp hughrifum eða stemmningu sem þú upplifir og hefur ekki mynd til að sýna, hvorki til að sýna litina sem eru í loftinu eða fuglana sem láta vindinn halda sér uppi, þá verður þú að nota orð til að lýsa þessari stemmningu. Ég hef ckkert annað en orðin og mér er ekki sama hver þau eru“. „Ætli við látum ekki þessi orð þín verða lokaorðin hjá okkur. Kærarþakk- ir fyrir spjallið Jónas og passaðu þig á, nei annars, vertu blessaður". „Blessaður sjálfur og gangi ykkur allt f haginn á NT“. Jónas Jónasson í símanum Meiriháttar lög úr samnefndri kvikmynd Footloose nefmst ny safnplata með lögum úr samnefndri kvikmynd sem Háskólabíó mun frumsýna innan skamms. Á Footloose plötunni eru 9 meiriháttar lög og hafa 4 þeirra nú þegar komist inná Topp 40 bandaríska popplistans. Eru það lögin Footloose með Kenny Loggins sem komst á toppinn, Dancing in the Sheets með Shalamar, Let's í. Hear it for the Boy með Deniece Williams og Hold- ing out For a Hero með Bonnie Tyler. Footloose \ er engin smá safnplata \ og það er sérlega vitur- I legt að tryggja sér / eintak í tíma. E3E ... SIMI 45800 POSTKROFUSÍMI 11620 Sunnudagur 6. maí 1984 19

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.