NT - 06.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 14
1ít Sunnudagur 6. maí 1984 14 Á höttunum ettir finnskrí þjóðarsál „Hvað í ósköpunum getum við svo skrifað um Finnland?" spurðum við hver annan, fjórir þreyttir íslenskir blaðamenn í lok boðsferðar til Helsinki og Ábo á dógunum. Tilgangur boðsfararinnar var opinber heimsókn forsetans, Vigdísar Finnbogadóttur til Finnlands, sem stóð þá fyrir dyrum. Það vantaði ekki að okkur hafði verið tekið með kostum og kynjum og okkur hafði verið sýndur allur hugsanlegur heiður. Við Sigurdór Sigurdórsson á Þjóðviljanum, Jóhanna Krist jónsdóttir á Morgunblaðinu og Guðmundur Árni Stefánsson ritstjóri Alþýðublaðsins höfðum verið leidd fyrir hvert stórmennið á fætur öðru, þar á meðal utanríkisráðherra Finna, og sjálfan Finnlands- forseta, Mauno Koivisto auk fjólda lægra settra manna og kvenna í opinberu lífi. Síðast en ekkisísthafðiokkur verið sýndursáheiðurað vera boðið í finnsktgufubað með fulltrúum úr utanríkisráðuneytinu, háttsettum blaðamönnum, en það er sagt hámark finnskrar gestrisni að bjóða gestum í gufubað. Og nú var komið að okkur að greina lesendum blaða okkar frá reynslu okkar í þessu landi sem kemur glýju í augu svo margra íslendinga þegar á það er minnst. ■ Grísk orþódoxa kirkjan í Helsinki minnir á rússnesk yfirráð og rússnesk áhrif. Um 1% finnsku þjóðarinnar játar grísk orþódoxa trú. Ó okkur auma Sagt er að opinberar heim- sóknir eigi að glæða skilning og vináttu þjóða í millum, helst af öllu stuðla að friði í veröldinni. í því samhengi verðum við blaðamenn allt í einu nauðsynlegastir allra manna. Okkar hlutverk er að miðla skilningnum og vinátt- unni út til hinna óbreyttu, svo að tilstandið nái tilgangi sínum. Mikið er lagt á okkur auma. Áhyggjur okkar stöfuðu af því að okkur þótti sem við hefðum, þrátt fyrir stífa dagskrá heimsóknarinnar ekki séð hið raunverulega Finnland, hvar var finnska þjóðarsálin, höfðum við ekki farið á mis við hana? Dipló- matar og embættismenn eru auðvitað jafngóðir fulltrúar sinnar þjóðarsálar og hverjir aðrir, en kannski helst utan vinnutímans, í vinnunni eru þeir ósköp áþekkir hvar sem er í heiminum. Okkur langaði til að kynnast einhverju sem væri öðru vísi, finnskt og bara finnskt. Hláturinn lengir lífið Svo hafði ráð verið fyrir gert að ég héldi til Sovétríkjanna, nánar tiltekið til Vilnu í Lithá- en að aflokinni boðsferðinni í Finnlandi og fylgdist þar með einvígi skákjöfranna Kaspa- rovs og Smyslovs, sem þá var að renna sitt skeið til enda. Þegar ég yfirgaf ísland hafði ég að vísu ekki fengið vegabréfs- áritun, þrátt fyrir mikla eftir- gangsmuni, en hana átti ég að sækja í sovéska sendiráðið í Helsinki. En engin fékkst árit- unin. Á fimmtudagsmorgni einum og hálfum tíma áður en lestin skyldi leggja af stað var ég staddur í eigin persónu í sendiráðinu, augliti til auglitis við háttsettan og ábúðarmik- inn diplómat og gerði úrslitatil- raun til að fá málið í lag. Ég kvaðst hafa vilyrði frá sovéska sendiráðinu í Reykjavík fyrir því að hér gæti ég fengið áritunina, en sá ábúðarmikli kvað það sig engu skipta. „Við höfum okkar eigin reglur hér í Helsinki,“ sagði hann á bjag- aðri ensku „og þær eru mjög strangar," bætti hann við og orðum sínum til áherslu sló krepptum hnefa í borðið og hló. Ekki hef ég enn komist að niðurstöðu um það hvað kætti svo iund hans, en í flugvélinni á heimleið nokkrum dögum seinna las ég í sænsku blaði að amerískir vísindamenn hefðu uppgötvað að rétt væri sem lengi hefði verið haldið fram að hláturinn lengdi lífið og bætti heilsuna og gilti þá einu hvort menn hlæju af innri þörf eða gerðu sér hláturinn upp. Kom mér þá hlátur hins sov- éska í hug. En ekki er að orðlengja það að mér var vísað á dyr og hafði lítinn sóma af viðskiptum mínum við sov- éska. Finnskir vinir mínir höfðu reyndar spáð þessum málalok- um. „Láttu þér ekki detta í hug að þú farir til Litháen," sagði kona nokkur sem var vert okkar í matarboði eitt kvöld. „Þangað er ekki hleypt blaðamönnum." Hún fullyrti við mig að smám saman væri verið að flytja Litháena burt úr landi sínu og dreifa þeim út um Sovétríkin og nú væri svo kom- ið að 80% íbúa landsins væru Rússar og bráðum yrði engin litháísk þjóð til. Eftir að óró- inn byrjaði í Póllandi hefði Litháen verið algerlega lokað land. Og hún bauðst til að éta hanskana sína upp á það að þangað færi ég ekki. Finnland í staðinn Nóg um það. Lestin var farin, hinni „opinberu heim- sókn“ okkar lokið og mínir ágætu ferðafélagar flognir úr landi. Það varð því að ráði að ég dveldist nokkra daga til í Finnlandi og leitaði að þjóðar- sálinni upp á eigin spýtur og með hjálp góðra vina, en léti skrif um skákeinvígi lönd og leið. Ferðamaður í Helsinki rek- ur sig reyndar þegar á ókleyft- an vegg, sem er tungumálið. Pótt því sé mjög gjarna haldið fram að Finnar og íslendingar líkist hverjum öðrum ótrúlega mikið í háttum og viðhorfum er fjarri því að um skyldleika sé að ræða. Enginn veit með vissu hvaðan Finnar eru upp- runnir. í landafræðinni í gamla daga var mér kennt að finnska væri aðeins skyld einu þekktu tungumáli, ungversku. Þetta er rangt. Finnar og Ungverjar eru rúmur helmingur þeirra sem tala svokölluð finnsk-úrg- ísk mál í heiminum, en þeir einu sem mynda sjálfstæð ríki. Samtals tala 22 milljónir manna mál af þessum stofni og fyrir utan þau lönd sem nefnd hafa verið eru finnsk úrgísk mál töluð í Eystrasaltslöndun- um, í norðurhéruðum Skandi- navíu, og norðurhéruðum Sov- étríkjanna, allt austur undir Kyrrahaf. Finnsk úrgískt fólk er þannig dreift yfir gífurlegt landsvæði, en víðast hvar eru mál þess á undanhaldi fyrir rússneskunni. Um þetta má fræðast á stórfróðlegri sýningu sem ætíð stendur uppi í kjall- ara finnska þjóðminjasafnsins, þar sem Finnarnir greina frá þessum frændþjóðum sínum í máli og myndum. Þar segir að enginn viti um uppruna þessa fólks, en líkur bendi til að það hafi í árdaga búið við Volgu- bakka og tvístrast þaðan í ótal áttir í þjóðflutningunum miklu. Fornleifarannsóknir sem nýlega hafa verið gerðar benda til að svo sé, samkvæmt því sem stendur á veggspjöld- um á sýningunni. Lesanda sem hyggur á Finn- landsferð er eindregið bent á að heimsækja þjóðminjasafns- kjallarann við Mannerheims- götu gegnt hinu fræga Finn- landia húsi. Lifandi saga ■ Sibelius minnismerkið Þrátt fyrir, eða kannski vegna óvissunnar um upprun- ann, fær ferðamaður í Finn- landi fljótt á tilfinninguna að sagan sé meira lifandi meðal Finna en flestra annarra. Þeir hafa líka svo sannarlega þurft að berjast fyrir því að fá að helga sér þennan litla skika af hnettinum sem Finnland er. „Rannsóknir sýna að viljinn til að verja föðurlandið er meiri meðal Finna en annarra Evr- ópuþjóða," sagði hershöfðingi nokkur sem messaði yfir okkur blaðamönnum um finnska her- inn og vitnaði til kvæðisins um Svein Dúfu sem hafði gott og hugumstórt hjarta en fremur lélegt höfuð og varðist á brúnni þar til einhverjum Rússa hug- kvæmdist að skjóta hann í hjartað. Með þessu hygg ég að hershöfðinginn hafi verið að gefa til kynna lifandi ættjarðar- ást finnskra ungmenna fremur en andlegt atgervi þeirra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.