NT - 06.05.1984, Blaðsíða 18

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 18
IU' » Erum ekki hættir“ ■ Frá því að hljómsveitin EGÓ var stofnuð hafa orðið þar ótal mannabreytingar, fjöldi manna komið og farið. Einn hefur þó alltaf verið með, fyrir utan Bubba sjálfan, og það er bróðir hans Bergþór. Bergþór, eða Beggi eins og flestir kalla hann er gítarleikari hljómsveitarinnar og núorðið annar aðallagasmiður. Hann hefur farið stöðugt vaxandi sem slíkur og á nýju plötu EGÓ nær hann loks að blómstra. Eg náði tali af honum heima hjá honum. - Hefur ekki verið nóg að gera hjá þér undanfarið, þú hefur bæði verið að taka upp plötu með EGÓ og Ikarusi? „Jú, það er satt, þetta er búið að vera djöfull mikil vinna“. - Hvað voruð þið lengi að gera EGÓ-plötuna? „Það tók 120 tíma. Það er ekki mikið. Ekki miðað við að við áttum 140 tíma. í samn- ingnum við Steina var gert ráð fyrir 100 tímum fyrir fyrstu plötuna, 120 fyrir aðra og 140 fyrir þá þriðju." - Hvernig finnst þér hafa tekist? „Þéssi plata er afgerandi best, bæði sándlega og efnis- lega.“ - Hvað heldurðu að ráði því? „Kannski það að við höfum þroskast á þessum tíma pg þetta hafi komið út úr því. Ég tel mig eiga minn þátt í músík- inni, og hef þróast með henni allan þennan tíma.“ - Hvernig komstu upphaf- lega inn í bransann? „Ég hafði lítið spilað áður en ég byrjaði með EGÓ. Ég hafði að vísu glamrað í skólahljóm- sveitum. Ég og Kiddi kunningi minn sem svo fór í Fræbbb- lana ákváðum að stofna grúppu, töluðum við Þorleif bassaleikara (núí Frökkunum) og byrjuðum að æfa. Þegar Bubbi var rekinn eða fór úr Utangarðsmönnum kom hann með Tolla á æfingu hjá okkur og bauð mér og Þorleifi til liðs við sig. Þarna var upprunalega EGÖið komið, og síðan bætt- ust Jói Mótorhead og Ragnar Sig. við. - Af hverju hættu Jói og Þorleifur svo? „Músfkin var að breytast. Hún var upphaflega keyrslu- rokk, og Jói var stökk í því, vildi bara spila það. Hann var látinn hætta, frekar en að við hinir yrðum áfram í keyrslu- rokkinu. Það var margt sem spilaði inn í þegar Þorleifur fór. Það gengu um það margar kjafta- sögur, en engin þeirra sönn. Við fengum svo Magnús Stef. í bandið, æfðum í þrjá daga og komum fram á hljóm- leikum á Lækjartorgi vegna Rokks í Reykjavík. Þann sama dag, um kvöldið, fórum við beint í Hljóðrita að taka upp fyrstu plötuna." - Nú urðu Stórir strákar og Móðir mjög vinsæl lög af þeirri plötu. Var það planið, að gera. vinsæl lög? „Það var tilviljun, þetta átti ekki að verða neitt svona. Við vorum miklu grófari áður en við fórum í stúdíóið, og það var pródúséringin sem skipti öllu máli í þessu sambandi. Tómas Tómasson, pródúsent- inn á plötunni átti mikinn þátt í að gera lögin poppaðri. Ég vil taka fram að Bubbi á lagið Stórir strákar aleinn." - Hvenær fórst þú að semja? „Ég fór ekki að semja heilar melódíur fyrr en seinna. Fyrst var það þannig að Bubbi kom með lög sem við útsettum." - Síðan kemur nýja platan og þar eigið þið Rúnar allt efni nema texta, svo að segja. „Upphaflega var EGÓið stofnað til að koma músík Bubba á framfæri. Síðan breyttist það á i mynd, og svo tökum við við á nýju plötunni. Egóið var búið að vera tiltölu- lega óvirkt í 14-15 mánuði, allt frá því I mynd kom út. Á þessu tímabili hefur Bubbi gert þrjár sólóplötur, og við Rúnar höfum samið lög. Við komum svo með fullt prógram inn í stúdíó- ið.“ - Hefur sólóferill Bubba komið niður á grúppunni? „Hann hefur heft ákveðið aktívítet sem hefði átt að vera hjá EGÓ. En það er ýmislegt fleira sem hefur spilað inn í. Það er með ólíkindum hvað Bubbi hefur sent frá sér og samt haldið þessum standard, sem verið hefur á efni hans. Síðan eru það trommara- vandræðin, sem hafafylgtokk- ur frá byrjun. Það er eiginlega það sem var verst. Á síðasta ári vorum við nýbúnir að fara Skandinavíutúr þegar Jökull hætti. Þá kom Magnús Stef- ánsson inn til að hægt væri að spila, en það gekk ekki alveg upp. Svo fengum við Ásgeir Óskarsson og höfum verið mjög ánægðir með hann, en hann hefur bara svo mikið annað að gera.“ Inudagur 6. maí 1984 1 8 - Af hverju hætti Jökull? „Skadinavíutúrinn var mikið álag, eins og dæmin sanna. Það er erfitt að fara svona túr. Þó að menn séu nafn hérna þá er maður að byrja frá grunni þarna úti. Hann var líka að fara út í íbúðakaup, átti von á barni með konu sinni og sneri bara aftur til Isafjarðar." - Hvernig fór Skandinavíu- túrinn annars? „Mjög vel. Það komu tilboð um hljómleikaferðir og útgáfu- fyrirtæki buðu samning. Norska Dagbladet sagði: EGÓ var det store overra- skelset. En þetta var dýr ferð, við komum út með 200.000 kr. kostnað. Við gátum ekki tekið tilboðum um plötusamning m.a. vegna þess að við vorum samningsbundinir við Steinar. Við hefðum í rauninni átt að vera farnir út í aðra ferð, og nú til bæði Skandinavíu og Þýskalands ef utanlandsferð Bubba hefði ekki komið til.“ - Framtíðin? „Við höldum áfram að starfa og það verður fyllt upp í bandið. Enn sem komið er er ekkert ákveðið hvort Bubbi verður með eða ekki. í hvaða formi hljómsveitin mun starfa er ekki ákveðið." - Verðiði áfram hjá Stein- um? „Við erum búnir með samn- inginn hjá Steinum og það er ekkert ákveðið hvað við gerum. Við erum reyndar búnir að fá tilboð frá bæði Steinari og fleiri útgáfufyrirtækjum. Sambúðin við Steinar hefur verið svona upp og niður. Hún var góð fyrst, en svo komu leiðindamál inn í þetta. Steinar var búinn að bjóða okkur að fara út, og taka plötu upp þar, en það voru ákvæði í þeim samning sem við sættum okk- ur ekki við, og við töldum okkur ekki geta gengið að þessu. Upp úr því fór svo að versna sambúðin." - Hyggstuhaldaáframmeð Ikarusi? „Ikarus er mjög óráðið dæmi. Þetta var aldrei hugsað sem hljómsveit með fastri liðs- skipan, heldur sem prójekt sem menn mundu verða í eftir fíling hverju sinni. Þetta er búið að vera mjög skemmti- við Morthens í um foríl hans í rokkinu Beggi úti í glugga heima hjá sér. Tímamynd Sverrir legt, en ég á ekki von á að vera með í fleiri íkarus-prójektum. Það hefur reyndar ýmislegt valdið mér vonbrigðum í sambandi við íkarus, en þessi nýja piata er mjög sérstök og skemmtileg að því leyti að allir syngja á henni. Það gefur plötunni mikla vídd. Það semja líka allir lög.“ - Svoviðsnúumokkuraftur að EGÓinu, hafið þið hugsað ykkur að halda áfram á svipuð- um slóðum í músík? „Við Rúnar teljum að við séum að nálgast það sem við ætlum okkur. Við erum ekki komnir þangað, en nýja platan gefur hugmynd um hvert við stefnum. Á nýju plötunni finnst mér gott hvað platan er litið óverdöbbuð, sem gefur góðan fíling. Aftur á móti þá var í mynd allt of mikið unnin, ætli menn lendi ekki oft í þeim punkti að ætla sér að fíníséra of mikið. Svona eftir á að hyggja þá er Breyttir tímar að mörgu leyti betri plata en í mynd, en nálgast þó ekki það sem nýja platan er. Það er kannski það að við höfum haft betri tíma fyrir nýju plötuna." - Eitthvað að lokum? „Ég ætla bara að vona það að þeir sem kaupa nýju plöt- una hafi gaman af henni. Og þeir sem ekki kaupa hana líka. Við erum ekki hættir." Oháði vinsældalistinn V Olympia Rafeindaritvélar í takt við tímann Hraði, nákvœmni og nýjasta tœkni við skrifstofustörfm. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst, hagkvœmni og hljóðlátan vinnustað. Prenttijólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjórnað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. Report 18.500,- Compact 20.900,- KJARAIM ARMULI 22 - REYKJAVlK - SÍMI 83022 ■ The Smiths hertaka annað sætið á ný, John Cale kemst í fimmta sætið með nýja plötu, The The, Dave Ball úr Soft Cell og Television Personalities komast inn á lista. Þessar eru helstu breytingarnar frá fyrri viku, Dance Soci- ety er enn í efsta sæti. Og þannig lítur listinn út þessa vikuna: 1. (1) Heaven is Waiting...................................Dance Society 2. (2) The Smiths.............................................The Smiths 3. (3) Making History...............................Linton Kwesi Johnson 4. (7) Three of a Perfect Pair..............................King Crimson 5. (-) Caribbian Sunset...........................................JohnCale 6. (8) Johnny Yes No.....................................Cabaret Voitaire 7. (9) Head Over Heels....................................Coctaeu Twins 8. (-) Soul Mining..................................................TheThe 9. (-) Strict Tempo...............................................DaveBall 10. (- The Pinted Word..............................Television Personalities

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.