NT - 06.05.1984, Blaðsíða 23

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 23
Sunnudagur 6. maí 1984 23 *L ■ Chaplin naut alla tíð félagskapar kvenna. Hér stendur hann á milli Gloríu Swanson (t.v.) og Marion Davies. ■ Will Hays kom til Hollywood til að hreinsa til. Sjálfur hafði hann ekki alls kostar hreint mjöl í pokahorninu. Hays til sögunnar og gengu þannig frá hnútum að ekki nema örlítið sýnishorn af org- íunum komst í bíóhús Amer- íku. Það nægði þó til þess að kunnugir engdust af forvitni. Hvað hafði raunverulega geng- ið á? Sagt var að fyrir eina senu hefði Stroheim látið flytja inn konu nokkra frá Vín, sérfræð- ing í sadisma, og í The Wedd- ing March „léku“ atvinnuhór- ur af ýmsum stærðum og gerðum. Myndir Stroheims fjölluðu flestar á yfirborðinu um hnignun siðferðis í keisara- dæminu Austurríki-Ungverja- landi, en hugmyndirnar voru yfirleitt hans eigin. í einni veislusenu kaus hann að bjóða upp á eggjandi Síamstvíbura! Margir kílómetrar eyðilagðir Þetta gekk auðvitað ekki til lengdar. Mógúlunum varð starsýnt á öfuguggaskapinn í kvikmyndum Stroheim og átt- uðu sig ekki á því að þrátt fyrir allt voru þær stórmerkilegt bíó, eiginlega rannsóknir á hluta mannlegs eðlis þó Hays og hans nótar vildu ekki viður- kenna að Guðs Eigin þjóð ætti til nokkuð af því sem Stroheim sýndi. Irving Thalberg og Lo- uie Mayer hjá MGM létu með- al annars eyðileggja marga kílómetra af filmum sem Stro- heim hafði tekið fyrir mynd sína Greed. The Queen Kelly var aldrei kláruð af sömu ástæðu. Stroheim hefndi sín með fyrrnefndri eyðslusemi og þó sumar mynda hans - sér í lagi The Merry Widow-slægju rækilega í gegn fyrirgáfu móg- úlarnir honum ekki. Að lokum báru litlu mennirnir við stjórn- völinn hærri hlut yfir þessum ofsafengna snillingi. „Holly- wood drap mig,“ sagði Stro- heim síðar. Nú er hans kannski helst minnst fyrir að hafa leikið hlútverk þjónsins í kvikmynd- inni The Sunset Boulevard, þar sem Hollywood skoðaði fortíð sína. Með eitt aðalhlut- verkið í þeirri mynd fór gömul prímadonna frá þriðja ára- tugnum: Gloria Swanson. Swanson var á sinn hátt jafn öfgafull í lífsnautn sinni og Stroheim, og það var hún sem minntist hinnar týndu tíðar með orðunum: „Ah, the parti- es we had in those days...“ sitthvað í huga. Hún var 16 ára þegar hann tók hana í ból sitt og hún varð fljótt barns- hafandi. Chaplin sá þann kost vænstan að giftast henni og gerði það 1924. En það var maðkur í mys- unni. Móðir Litu var kona ákveðin og hafði snemma fundið peningalykt af aðdá- anda dóttur sinnar. Lita hafði beinlínis verið alin upp til þess að giftast Chaplin og hann, grunlaus, gekk í gildruna. Þær mæðgur voru heldur lélegir pappírar og þegar Chaplin komst loks að því hvers kyns var var það um seinan. McMurray ættin var komin inn á gafl til hans og varð ekki þokað nema með miklum fjár- austri eftir subbuleg skilnaðar- réttarhöld 1927. Þetta mál fékk svo á Chaplin að eftir það var bíóflækingurinn hans jafnan með litað hár. Exotiskar veislur Kynferðislíf stjarnanna varð æ vinsælla fréttaefni í blöðum og var sjaldan hugsað um frið- helgi einkalífsins í þeim frá- sögnum. Rudolph Valentino, þessi ímynd karlmennskunnar á hvíta tjaldinu, mátti til dæmis þola það að stöðugt væri varp- að fram efasemdum um raun- verulega karlmennsku hans í slúðurdálkunum. Þær árásir áttu rætur að rekja til öfga Valentinos í klæðaburði og andlitsförðunar, sem og þess að báðar eiginkonur hans voru lesbískar. Sú fyrri hét Jean Acker og þau skildu 1922. Seinni konan var Natacha Rambova og þegar þau skildu 1926 var því hátíðlega lýst yfir í réttarsalnum að samfarir þeirra hjóna hefðu engar verið. Ekki skorti þó á sorg kvenna þegar Valentino lést ári síðar. Það þótti athyglisvert að báðar konur Valentinos voru á snærum hinnar dularfullu Öllu Nazimovu en hún var fræg fyrir exótískar veislur sín- ar á heimili sínu við Sunset Boulevard, The Garden of Allah. Nazimova var auðvitað lesbísk og hún hafði tekið að sér að hugga bjánann Mildred þegar Chaplin sneri sér að öðrum konum. Þar fyrir utan var Nazimova leikkona með meiru - hún lék ætíð dularfull- ar, tilfinningaþrungnar konur og fór ekkert að ráði í felur með kenndir sínar. Hún bjó til dæmis til athyglisverða mynd Sena úr einni mynda Stroheims. Látið ykkur ekki til hugar koma ■ Barbara La Marr - stúlkan sem var „of falleg“. að hvíthærðu verurnar sgu kvenkyns. upp úr Salome eftir Oscar Wilde. Sjálf lék hún titilhlut- verkið af ástríðufullri nautn en allir karlleikararnir voru kyn- hverfir - „til heiðurs Wilde!“ Ekki fengu áhugamenn um „afbrigðilegt“ kynlíf Holly- wood-stjarna minna til þess að smjatta á þegar Erich von Stroheim birtist í bænum. Um þetta leyti voru margir fræg- ustu og. bestu kvikmyndaleik- stjórar annarra þjóða lokkaðir til Hollywood, og þar á meðal var Þjóðverjinn „Von“ eins og hann var kallaður. í Holly- wood gerði Stroheim nokkrar glæsilegar myndir og í þeim öllum voru miklar kynsvalls- senur. Raunarfenguáhorfend- ur ekki að sjá nema brot af þeim. Er þessar senur voru teknar upp í stúdíóinu voru allir nema upptökumenn og leikarar lokaðir úti, jafnvel mógúlarnir sjálfir komu að læstum dyrum. Upptökur stóðu oft í 20 tíma samfleytt og til hressingar var boðið upp á kavíar og kampavín. Þegar leikararnir komu loks út í dagsljósið var eins og þeir hefðu eytt dögum í Sódómu, enda var sagt að orgíurnar væru sannarlega enginn þyk- justuleikur. Sumar stúlknanna - sem gjarnan voru aðalsborn- ar Evrópumeyjar - voru alsett- ar svipuförum og með bitmerki á ýmsum stöðum. „Von“ sá hins vegar til þess að allir fengu vel borgað og héldu sér þar af leið'andi saman. Stro- heim, eins og nafn hans var stundum ritað, var ósmeykur við að eyða peningum. Hann gekk jafnt í sjóði Paramount, Universal og MGM, auk þess sem hann hafði aðgang að auðæfum fólks eins og Gloriu Swanson og Joseph Kennedy. Arangurinn af eyðsluseminni var svo sýndur mógúlunum sem fylltust skelfingu er þeir litu þessa óheftu kynferðislegu óra. Mikið af filmu var eyðilagt strax í sýningarsölum stúdíó- anna, og síðan komu menn ■ „Viðbjóðslegi Húninn“ - Erich von Stroheim. Hvað gekk eiginlega á þegar hann tók myndir sínar bak við luktar dyr?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.