NT - 06.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 8
■ „Já, nú \ar heppnin með manni...“ Hríngurínn með “Benz“ nwrkinu hefur ekkert misst af upprunalegum, dýrðarljóma, þótt hann hafi viiist inn í Vökuportið. (NT-mynd Róbert) * „Nú ættu hjólin að gera farið að snúast“ hugsar hann með sérþessi._____________________ (NT-mynd Róbert) ■ Sá sem þarna kíkir „uppundir“ límúsínuna hefur þegar komið auga á það sem þá félaga vantar. Nú er bara að opna húddið með góðu eða illu, því það er pikkfast. (NT-mynd Róbert) „0, veröld hve valt.,.“ Einu sinni voru þeir bónaðir og kysstir og grátið yfir minnstu rispu ■ Galopnar vélarhlífar gapa á móti okkur eins og ginið á steinblindum fuglsungum í hreiðri sem bíða eftir maðki eða flugu. Hurðir sviptast upp í stinningsvindi á fyrrum gljá- brenndum drossíum, - það mætti ætla að forsetinn stigi út á hverri stundu. En út um dyrnar kemur ekki annað en svalur gustur og móttöku- hljómsveitin er ískur í ryðug-' um lömum, blístur í boginni loftnetsstöng og hringl í örygg- isgleri sem sprungið er í mill- jón parta. En enginn skyldi halda að í þessu þanghafi bifreiðamenn- ingarinnar sé ekkert líf að finna. Hér og þar má skyndi- lega sjá mannsfætur standa undan háöldruðum Land-Ro- ver eða Ford Galaxie og aftur- endinn á enn öðrum stendur upp úr vélarhólfinu á rauðmál- uðum Fiat. „Hingað koma eitt til tvö- hundruð manns á dag og leita sér að varahlutum,“ segir Steinar Gunnsteinsson, einn þriggja eigenda „Vöku“ uppi við Stórhöfða, en hann hefur starfað á þessum stað í tíu ár. „Margir fá hérna hluti sem þá vanhagar um fyrir mjög lítinn pening, einkum ef þeir sjá sjálfir um að ná þeim úr. Við, veitum aðstoð ef um er beðið, en þá hækkar líka verðið.“ Við göngum út fyrir. Þetta er firnamikið port og því er skipt í tvö hólf. í öðrum hluta þess eru svonefndir „geymslu- bílar,“ þ.e. bílar sem teknir eru inn að beiðni hreinsunar- deildar eða lögreglunnar, - eða þá að beiðni lögfræðinga í höfuðborginni. Eigendurnir hafa lent í greiðsluþroti. Pá er stutt út að Smiðshöfða númer eitt, þar sem uppboðin eru haldin. í öðrum hluta portsins eru svo gömlu jálkarnir sem ekki mun úr þessu hlotnast sú virð- ing að verða slegnir nýjum eigenda. Pegar það hefur verið úr þeim selt sem einhver veigur er í munu menn koma og flytja þá til niðurrifs niður í Sindra. „Við flytjum varla færri en 40 bíla á hverjum laugardegi í „Sindraportið," segir Steinar. „Ætli við séum ekki búnir að flytja svo sem þúsund bíla þangað það sem af er þessu ári. Já, bílarnir lenda hingað þegar þeir eru búnir að vera, - eða á aðrar bílapartasölur. Stöku maður hendir bílnum einfaldlega, - fer með hann beint í Sindraportið." Já, þannig fer um síðir fyrir þessum glæsifákum sem menn þrá og metast um. Þessum hræjum sem staflað er hverju ofan á annað, - einu sinni var sparað fyrir þeim, þeir bónaðir og kysstir, grátið yfir hverri rispu....Ó, veröld hve valt og vesalt og fánýtt er glysið þitt allt,“ segir í sálminum. En hann er ekki í svona dapurlegum þönkum pilturinn sem nú kemur á móti okkur. Hann var einmitt að rekast á það sem hann vantaði, - hring- inn með hinu heimskunna merki Mercedes-Benz. Hann hafði komið auga á hvar hring- urinn stóð fremst á húddinu á gömlum jálk, þegar hann keyrði fram hjá „Vöku“-port- inu. Hefur hann kannske áður gert reyfarakaup hér? Já, mikil ósköp. Hann hefur náð hér í hitt og þetta, sem bæði var ódýrara og fékkst kannske ekki í umboðinu þá stundina. Við göngum áfram um port- ið og virðum fyrir okkur grip- ina á þessari merkilegu bíla- sýningu, þar sem aldur sýning- argripanna spannar a.m.k. fimm áratugi. Gamli Chrysler, líklega 1932, er dæmi um það. Merkilegt að hann skuli ekki vera farinn í „Sindraportið." En líklega er skýringin sú að hann er að miklum hluta úr tré og því borgar sig varla og höggva hann í deigluna. En nýir bætast í skörðin í stað þeirra sem fara. Utan girðingar stendur flutningabíll með lotlegum Skoda ofan á þakinu á gömlum Fiat. Eigend-' ur umræddra bílgerða geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Keyrði ekki Konrad Adenauer einmitt ísvona kerru? (NT-mynd Róbert) Hvað eru þeir eiginlega að hugsa hjá „fornbílaklúbbnum?“ M „Cortina“ 1966 og „ Volkswagen“ taka lagið hátt uppi á hljómleikapalli og syngja: „Ó, góða gamla tíð...“ (NT-mynd Róbert)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.