NT


NT - 06.05.1984, Síða 6

NT - 06.05.1984, Síða 6
Sunnudagur 6. maí 1984 6 krókur Bjórútsala farmannsins -erþettaekki ólöglegt? ■ Hvernig er það með sterk-' an bjór sem fluttur er til lands- ins er það leyfilegt samkvæmt landslögum að selja svoleiðis bjór. Hér í hverfinu er maður sem er á millilandaskipum og ég hef sannanir fyrir því að hann selur bjórkassa sem hann flytur með sér heim. Ég hélt að hér væri bannað að selja sterkt öl og mér finnst það stinga nokkuð í stúf að svo eru hér menn sem komast upp með það að reka nánast einkaút-1 sölur á slíkum varningi. Er þetta ekki óleyfilegt. Að mínu. áliti er bjórinn eitt hættuleg- asta vímuefnið af því að hann er svo lúmskur og mér finnst að við borgararmr ættum að taka höndum saman gegn þess- um vágesti. Þittaðgera uppviðþig ■ Menn verða víst seint á eitt sáttir um hvort bjór er góður eða slæmur. Um hitt verður ekki deilt að samkvæmt ís- lenskum lögum, nánar tiltekið áfengislögum frá 1969, er eng- um nema ríkisstjórninni heim- ilt að flytja til landsins áfenga drykki eða áfengisvökva, hverju nafni sem þeir nefnast. Áfengir teljast þeir vera ef vínandi fer upp fyrir 2,25% að rúmmáli. Það er jafnframt ljóst að samkvæmt áfengislögunum er öðrum en lyfsölum, læknum og veitingamönnum er hafa vínveitingaleyfi, fyrir utan Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, óheimilt að selja áfengi. Pað leyfi þeirra er jafn- fram háð ákveðnum skilyrð- um. Það er því fullkomlega ljóst að athæfi það er þú lýsir í bréfi þínu er algjörlega ólög- legt. Jafnframt því að vera ólöglegt er slík sala refsiverð og varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi. Ef brot er marg- ítrekað eða að öðru leyti stórfellt, skal auk sekta beita fangelsi. Þess er að lokum rétt að geta að gera skal ólöglega innflutt áfengi upptækt til ríkissjóðs. Að þessu athuguðu er það þitt að gera upp við þig, hvort þú sem löghlýðinn borg- ari, telur samkvæmt sannfær- ingu þinni rétt, að kæra þennan mann til ríkissaksóknara sem kveður á um rannsókn málsins. Þó svo að spurning þín sé ekki um það beinlínis, langar mig lítils háttar að víkja að sölu áfengs bjórs í fríhöfninni. Sú sala styðst við reglugerð. Það er hins vegar gildandi réttur hér á landi að ef reglu- gerðir brjóta í bága við sett lög skuli þær víkja. Þegar til skýrra. ákvæða áfengislaga, um að óheimilt sé að flytja til landsins öl, sem hafi að innihalda meira en 2,25% af vínanda að rúm- máli, er litið vaknar sú spurn- ing hvort þessi sala á áfengum bjór í fríhöfninni sé lögleg. Um það verður ekki fleira sagt hér, enda verður tæpast úr því skorið nema af dómstólum þessa lands. Að lokum þakka ég þér bréfið og vona að þú sért nokkurs vísari. Skakkt númer,-háir reikningar ■ Ég er orðin ákaflega þreytt á því að borga að mínu áliti alltof háa símreikninga og mig langaði til að bera undir ykkur vandamál í því sambandi. Þannig er mál með vexti að það kemur mjög oft fyrir að þegar ég hringi fæ ég skakkt númer og ég er alveg klár á því að ég hef hringt í rétt númer. Þetta virðist koma mest fyrir þegar mikið álag er á símanum og manní finnst það óforsvar- anlegt að maður verði að greiða fyrir mistök sem maður á enga sök á. Ég er viss um að hluti þeirra símtala sem ég er látin greiða eru símtöl sem ég hef ekki valið sjálf. Þessu virð- ist slá einhvern veginn saman. hjá þeim þarna á símanum. Er þetta hægt að láta fólk greiða fyrir svona lagað. Utan dag- skrár vildi ég bara koma því á framfæri að mér finnst þetta góð hugmynd að hafa svona þjónustu eins og þið eruð með varðandi lögfræðileg vanda- mál. Meira af þessu. Sannanir vandfengnar ■ í upphafi langar mig fyrir hönd NT að þakka góð orð og hlýjan hug í garð blaðsins og þjónustunnar, sem ég vona að þú og aðrir eigi eftir að notfæra ykkur sem mest. En víkjum að spurningu þinni. Það er alltaf hvimleitt að fá samband við vitlaus síma- númer, ég tala nú ekki um ef maður er viss um að hafa hringt í rétt númer. Víst þætti manni eðlilegt að þurfa ekki að borga fyrir samtöl við sím- anúmer sem maður hefur ekki valið. En hér koma strax erfið- leikar í ljós. Hvernig getum við sýnt fram á hversu oft við höfum fengið samband við skakkt númer og jafnframt að við höfum ekki í ógáti valið það sjálf? Hér dugir ekki okkar eigin vitnisburður, hversu heiðvirð sem við erum, og ekki heldur vitnisburður fjölskyldu okkar. Tæpast færum við út í það að fá óviðkomandi aðila til að fylgjast með öllum okkar hringingum til að votta þau skipti, sem í flestum tilfellum eru sem betur fer færri en hin, sem við fáum samband við númer sem við höfum ekki valið. Þaðerþvíljóst að hversu slæmt sem okkur þykir það þá eru talsverðir erfiðíeikar á því að sanna að við höfum rétt fyrir okkur. En hér með er ekki öll sagan sögð. Samkvæmt lögum um fjarskipti frá 1941 hefur ríkið einkarétt á hvers konar fjar- skiptum, þar á meðal síma- þjónustu, á íslandi og íslensku yfírráðasvæði. Póst- og síma- málastofnunin fer með þennan einkarétt þess og getur veitt einstaklingum rétt til afnota af síma. Um þessi afnot, rekstur og viðhald og fleira er ráðherra heimilt að setja reglugerð, sem hann og hefur gert. Þar kemur meðal annars fram að Póst- og símamálastofnunin tekur ekki neina ábyrgð á afleiðingum þess, ef mistðk eiga sér stað við afgreiðslu símtala, hvort sem þau eru af völdum starfs- manna, línubilana eða af öðrum orsökum. Ef hins vegar þetta á sér stað vegna bilunar í símanum cg það verður Jóhann Rétur Sveinsson svarar spurningum lesenda um lögfræ&ileg málefni óþarfa dráttr.r á viðgerð sím- ans má krcfjast endurgreiðslu á afnotagjaldinu í hlutfalli við þann tíina, er síminn er ónot- hæfur, svo fremi að sam- bandsslitin séu meira en 10 sólarhringar á ári. Það verður því samkvæmt þessu að kveða svo ramt að þessum mistökum að síminn sé ónothæfur. Það er því hætt við að við verðum hér eftir sem hingað til að borga okkar afnotagjöld og gera okkur ánægð með að HAFA ÞRÁTT FYRIR ALLT SÍMA. Pá\\ Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda Við erum alltafað fjarlægjast hvort annað ■ Ég er einstæður faðir og dóttir mín er að verða sjö ára og vandamál mitt er það að ég veit ekki hvernig best er að ná til hennar eða að hæna hana að mér. Mér finnst eins og við séum alltaf að fjarlægjast hvort annað og stundum þekki ég hana ekki lengur fyrir sama barnið. Móðir hennar gifti sig skömmu eftir að við skildum að skiptum og ég er hræddur um að hún hafi ekki alltaf vandað mér kveðjurnar í eyru barnsins. Alla vega finnst mér að þegar ég tek hana til mín þá vilji hún stoppa sem allra minnst og oft fer hún að tala um það hvernig það sé heima hjá þeim og hvað þau séu að gera skemmtilegt. Þó að fjár- hagurinn sé ekki alltaf í sem bestu lagi þá hef ég reynt að gera allt sem ég hef getað fyrir hana og ég keypti ýmislegt dót fyrir hana sem er hér í sérher- bergi sem hún getur leikið sér í. Hún er þó sjaldnast þar þegar ég hef hana og mér finnst ég vera orðinn svo óör- uggur að fá hana hingað og stundum veit ég ekkert hvernig ég á að haga mér þegar hún er hér. Ég veit að ég get ekki boðið henni upp á það sama og hún fær heima hjá móður sinni enda eru þau mjög vel efnuð á íslenskan mælikvarða og fara oft til útlanda á ári. Mér hefur stundum dottið í hug að.bjóða henni í eitthvert ferðalag t.d. til lands sem ég vann einu sinni í en þar er mjög margt um að vera fyrir krakka. Vandamálið er bara það að ég er óviss um hvort að henni mundi líka það og að hvort það mundi ganga. Ég hef líka sagt við sjálfan mig að peningar séu ekki allt og samband föður og dóttur þurfi ekki að kosta peninga. Hvað segja læknar um svona vanda- mál og hvað ber mér að gera? Kæri einstæði faðir Næst síðasta línan í bréfi þínu, er í raun lykilinn að þínu eigin svari. Peningar eru ekki allt og samband föður og dótt- ur þarf ekki að kosta peninga. Ef þú ætlar þér í fjárhagslega samkeppni um hylli dóttur þinnar, heyrist mér að þú þyrftir sennilega að vinna stóra vinninginn í happdrætti eða kvænast einhverri ríkri. Hvor- ugt er þó heillavænlegt ef þú ert að hugsa um heill dóttur þinnar. Skilnaður er alltaf erf- iður og oft sársaukafullur, en oft verða börnin þau sem sær- ast mest. Því miður fer það alltof oft svo, að foreldrar reyna að „kaupa“ börnin eftir skilnað með gjöfum eða pen- ingum. Ekki er það heldur óþekkt fyrirbæri að foreldrar tali niðrandi um hinn aðilann í návist barna. Þessi samkeppni um hylli barnsins eykur aðeins á innri togstreitu barnsins, sem kannski ann báðum foreldrum jafnmikið og skilur ekki hvað veldur skilnaði þeirra. Það er vafalaust mjög erfitt að geta ekki sjálfur boðið barni sínu upp á jafn mikið fjárhags- lega séð og móðir þess. Samt sem áður er það ekki leiðin að hjarta barnsins þegar upp er staðið. Börn hafa jú gaman af gjöfum og utanlandsferðum, en besta gjöfin er þó að finna að einhver elskar mann eins og maður er og að sá hinn sami komi til dyranna eins og hann er klæddur. Börn falla kannski fyrir mútum um stundarsakir en fjárhagslegt öryggi getur aldrei komið í staðinn fyrir tilfinn- ingalegt öryggi. Láttu dóttur þína finna að þú annt henni, að þú skiljir hana og virðir. Sýndu henni áhuga, hlustaðu á hana og spurðu hana hvað. hún vilji gera. Reyndu að miðla henni af þinni reynslu og hjálpaðu henni til þess að skilja, að þú og móðir hennar séu ekki erkióvinir, sem eru að reyna að berjast í gegnum hana. Reyndu að setja þig í hennar spor og spurðu sjálfan þig hvernig þú vildir, að þinn faðir væri við þig í þessari aðstöðu. Börn þurfa á hlýju, blíðu, umhyggju og skilningi að halda, en þau verða líka að vita sín mörk. Þau verða því að fá leiðbeinandi hendur full- orðinna. En foreldrarnir verða líka að vita sín eigin mörk og þú þarft að vera óhræddur við að vera þú sjálfur innan þíns heimilis í návist dóttur þinnar. Þú verður að gera þér grein fyrir, að þú hefur sjálfan þig að bjóða upp á en ekki dýrar utanlandsferðir. Hinn full- komni faðir hefur ekki ennþá fundist og því skyldir þú ekki vera eins góður faðir eða jafn- vel betri faðir en ég eða hinir, sem hafa hætt sér út á þá hálu braut sem fylgir föðurhlutverk- inu og öllum þess skyldum og ábyrgð. Gangi þér vel, þakka bréfið. Þinn Páll Eiríksson Alvara líf s Umsjón: Örn Árnason

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.