NT - 06.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 12
APABROÐIR fcu/ct/i a/ (t fpimtu u/ti kont ö/fit/rt f if/yjt ikapf f-mM pör, nokkuð skrýtinn peyja ann- ars vegar og svona „normal" strák hins vegar. Peir rugluðu saman reitum og þetta var ákaf- lega skemmtileg bók. Ef ég á að nefna það sem ég las mér til skemmtunar af ís- lendingasögunum, þá var það „Grettissaga" og „Finnboga- saga ramma.“ Já, og svo var það bókaflokk- ur sem hét „Bláu sögurnar.“ Ég man að ég las margar bækur úr þeim flokki, „Percival Keene“ held ég að ein þeirra hafi heitið og „Sendiboði keisarans" önnur. Sem krakki las maður svo líka „Kárabækurnar“ eftir Stefán Júlíusson og líka er mér minnisstæð sagan „Strákur á kúskinnsskóm." Petta las ég „Uppáhaldsbókin mín í bemsku var Bláskjár" - segir Sigurlaug Bjarnadóttir ■ Percival Keene , - „Bláu bóka“ drengurinn hans Marryat, sem fór á sjóinn. ■ „Beverly Gray“ bækumar eftír Blank Clarie voru a.m.k. tíu talsins ■ „Benna“ bækumar eftir W.E. Johns. Fluggarpurinn brunaði og þeitra var beðið með jafn mildlli eftírvæntingu og sjálfra jólanna. heimsenda á milli og leystí hveija sakamálaráðgátuna á eftír annarri. ■ „Tarsan“. Sá sem bara gat öskrað eins og hann! k •X ■ „Sigga Vigga“ og „Pollyanna“ voru dálæti telpnanna sem söfnuðu „Rauðu bókunum.“ CAPTAIN W.E.JOHNS r ÍV TARZAN : ■ „Hönnu“ bækurnar höfðuðu til röskra stúlkna sem buðu öllum erfiðleikum byrginn. ■ Manstu eftir „Bláu bókunum" og „Rauðu bókunum" eða eftir „Benna bókunum“ og bókunum um „Beverly Gray“? Já, og þeim Flemming og Kvikk? Ef þú ert að komast upp á fimmtugsaldurinn muntu alveg áreiðanlega kannast vel við þœr, en sértu milli tvítugs og þrítugs eu likumar miklu minni. Þóerþað hugsanlegt að þá þrítugu rámi í „Beverfy Gray,“ því einhvem tíma var byrjað að gefa þessar vinsælu stúlknabækur út aftur. En þá voru þær komnar í harða „Las Katrínu, ef ég þurfti að gráta -segir Guðrún Helgadóttir, alþingismaður ■ „Þetta var nú ekkert ægilega mikið bókasafn, sem var heima.“ sagði Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, þegar við Iðgðum spuminguna fyrír hana. „En ég man að ég var alveg bamung, þegar ég las „Strandakirkju" eftir Eiínborgu Lárusdóttur og líka var ég ekki gómul þegar ég las „Heiðu“ eftir Jóhónnu Spyri. Stefán Jónsson las maður auð vitað og svo „Nonnabækumar.“ „Nei, þessar „seríubækur," eins og „Benna“ og „Beverly Gray“ las ég aldrei af einhverj- um ástæðum, þótt þetta væri mikið lesið á þessum tíma. Ég sótti mikið bókasafnið í Hafnar- firði og þar var Magnús minn Ásgeirsson, bókavörður. Hann stjórnaði því hvað ég las og benti mér ekkert á svoleiðis bækur. Ég held að ég hafi ekki leitt hugann mikið að því hvað var skrifað fyrir krakka á þess- um árum, það var ekki fyrr en ég eignaðist sjálf börn. Ég var á þessum árum eins og flestir krakkar, alæta á bækur og vant- aði alltaf eitthvað að lesa. samkeppni við grfurlegt framboð bama og unglingabóka og af þeim stafaði ekki sami undraljóminn og „í dentíð." Við rifjum hér upp hitt og þetta um blessaðar gömlu „seríurnar" sem þeir lásu ráðsettu forstjórarnir og deildarstjórarnir og allir þeir sem aldurs vegna eru komnir í þann launaflokk sem þeir yfirleitt munu nokkru sinni komast sakir aldurs. Pá stafaði roðinn í kinnunum enn af ævintýrum og hollri útivist, en ekki æðaþrengslum og þurri húð og ljóminn í augunum var einlæg eftirvænting, og þurfti þá ekki tvöfaldan viskýsjúss til þess að laða hann fram. Hver man ekki ótal ferðir í bæinn fyrir jólin, þessa rannsóknar og áætlunarleiðangra, þar sem það var ákveðið hvernig verja skyldi peningunum sem safnað hafði verið með miklum erfiðismunum og voru geymdir til Þorláksmessu í krukku eða pappakassa. Þau voru ekki fá börnin á árunum fyrir 1950 sem biðu í ofvæni eftir nýju bókinni með „Beverly Gray“ og „Benna". Þær voru hver annarri meir spennandi. Flugmaðurinn Benni lenti í öllum þeim ævintýrum sem nokkurn dreng gat yfirleitt dreymt um að lenda í og hann lagði leið sína víða. „Benni í Ástralíu,“ „Benni í Áfríku,“ já sá piltur dó nú ekki ráðalaus. Stalla hans var „Beverly Gray“ og það var nú ekki aldeilis tíðindalaust í kring um hana. Bæði rötuðu þau í veg fyrir harðsnúinn glæpalýð, - Benni í vinnunni, en Beverlý Gray fremur í sumarleyfum sínum og jólaleyfum. En henni tókst að koma ýmsu í verk fyrir það. Náttúrlega var henni ekki jafn naumt skammtaður tími síðar, eftir að hún gerðist blaðamaður í síðari parti seríunnar. Annars voru þau Benni og Beverly Gray á ýmsan hátt keimlíic því merkisfólki sem leysti þau af hólmi í nýjum seríum, sem nokkru yngri lesendur munu kannast við. Þeir „Frank og Jói“ hún Hanna í „Hönnubókunum“ og söguhetjurnar í „Ævintýrabókunum“ voru líka gædd sérstökum hæfileikum til starfa á sviði rannsóknarlögreglumennsku og höfðu sömu náttúruna til þess að sleppa heil á húfu úr hverjum háska. En vel á minnst. Spurðu pabba karlinn um „Klóa“ og „Daníel djarfa" og vittu hvort hann kippist ekki við og réttir úr bakinu í skyndilegri draumsýn. Eins ætti að koma fjarlægur bjarmi í augun á mömmu yfir eídavélinni ef þú minnir hana á bækumar „Stjarna vísar veginn“ og „Pollyönnu“ og „Rebekku frá Sunnulæk.“ ■ Guðrún Helgadóttir: „Myndir af spunakonum á þröngum götum...“ Ef ég ætti að nefna einhverjar uppáhaldsbækur, þá dettur mér fyrst í hug bók eftir hann Þor- stein Jósefsson sem ég man ekki lengur hvað heitir fyrir það. Þetta var einhver ferðabók frá Sviss og ég var mjög upptekin af þessu. í bókinni var mikið af myndum og ég var mjög heilluð. Ég man enn eftir myndum af spunakonum úti á þröngum göt- um og þetta vakti með mér óskaplega rómantískar tilfinn- ingar. Svo man ég líka enn eftir einni bók. Ég las þá bók alltaf ef ég þurfti að gráta, en það var „Katrín“ eftir Sally Salminen. Hún var til heima og ég las hana ef ég þurfti að fá verulega mikla útrás. Plássið var ekki mikið eða privataðstaða til þess að láta sér líða illa, en það var tilvalin afsökun, ef maður var að les „Katrínu.“ Mér hefur alltaf verið ákaf- lega hlýtt til Álandseyja og Sally Salminen síðan.“ „Ég hélt mikið upp á bækur Ármanns Kr.“ - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra „Ég man eftir því að ég las cur Armanns Kr. ■ »»fc _ bækun Einarssonar á þessum árum og hélt mikið upp á þær, einkum margar persónumar þar,“ sagði Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra. „Svo voru famar að koma á þessum árum alls konar ævintýrasógur um geimvísindi og þær las ég líka, - „Tom Swift" minnir mig að söguhetjan hafi heitid. Nú, Ssvo voru það vintýrabækumar“ eftir Blyton, - þær las ég auðvitað. En svo las ég líka nokkuð í íslendingasögunum og þar fann maður sér sínar hetjur, einkum Gunnar á Hlíðarenda. Ég var mikið á Vopnafirði á heimili afa míns og ömmu í æsku og þau áttu mikið safn íslenskra bóka og í því grúskaði ég talsvert. Ég lærði mjög snemma að lesa og var læs fimm ára. Kennslubæk- urnar voru þá „Litla gula hænan“ og „Gagn og gaman," eins og hjá flestum. En ekki get ég sagt að ég hafi fest ást á einhverri sérstakri barnabók um það leyti, sem mér er minnis- stæð. Helst væri að nefna bækurnar hans Ármanns Kr. sem ég las dálítið eldri og gat um áðan.“ ■u Nú eru þau bráðum orðin afarog ömmur sem söfnuðu „Benna bókunum“ og „Beverly Gray" Hvað lásu stjóni' málamennimir okkar a sokkabandsárunum? N hvaða ."fi*!" upf> •eft" f Halda í hvert sklptl. Mikínn ^urfum á að | hafa raunverulegar bækur «!rí^*ef8ibó,u“®fn8 wð lásum okki?tí| áSMiuíS’ baekumar sem l>ær skólabækur s'Sfku °f sída' allar segnum,8umarokkurbTá,nLí-ðui^ að hrælast í fleiri og flelri 4kur, blöðíS 8ðrar ekkL Siðan W háðum n^ra stlóríínfif 09 8vo Aamvegis. \ Srípa út úr bóK1i&á,ama?na <*kar að I bókunumsínum,bækumars«nhA^rrar a* ^8*11 Jamfsámmm" wonefhda b»?,^l/ás“,á"sokki|- [ hftr em sy6r “• ** rel - og ■ Halldór Ásgrímsson: „Þar fann maður sér sínar hetjur...“ „Bombí Bitt“ og „Finnbogasaga ramrna" Davíð Oddsson, borgarstjóri, rifjar upp lesefni æskuáranna ■ „Þvímiðurermaðurhættur að lesa núna jafn mikið og maður gerði á þeim tíma,“ segir Davíð Oddsson, meðan hann lætur hugann hvarfla aftur til æskuáranna. „Nú er þetta mest orðið skýrslur og plógg. Þetta er því veruleg afturför. Kannske er það sem maður saknar mest frá æskuárunum er að geta ekki lengur gleypt í sig eina eða tvær bækur á kvóldi, eins og þá. Nú er óldin önnur. Nú, en frá æskuárunum man ég eftir bók sem hét „Bombí Bitt.“ Hana las ég aftur og aftur og ég held að hún sé enn til á heimilinu. Ætli sonur minni eigi hana ekki núna. Þessi bók var i um svolítið sérkennileg stráka- svona á yngstu árunum. Eins og flestir las ég líka „Ævintýrabækurnar." Þetta voru bækur sem voru fljótlesn- ar, létt og skemmtileg ævintýri og ég sé að sonur minn hefur verið að lesa þær líka. Svo voru það „Nonnabæk- urnar“, sem ég las alveg upp til agna. Þetta voru mjög þrosk- andi bækur og ég hef litið í þær síðan. Frá æskuárunum man ég enn eftir myndinni þar sem móðir Nonna stendur í fjörunni og hann er að hverfa út í heim. Þetta er auðvitað alveg stórkost- legt drama í því samgönguleysi sem þá var. Nonni var þá aðeins tólf ára eins og maður sjálfur var þá, svo maður skildi þetta svo vel, þótt annars væru það „Ég komst yfir ástarsögur Cavlings á tólf mánuðum" - segir Sigríður Dúna, alþingismaður ■ Davíð Oddsson: „Nú er þetta mest orðið skýrslur og plögg...“ ævintýrin helst að.“ sem athyglin dróst ■ „Lísa í Undralandi11 var bókin sem ég las aftur og aftur þegar ég var bam,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður, þegar hún hafði áttað sig á þessari óvæntu spumingu. Hún hafði nefnilega veríð á fundi um Fiskveiðasjóð og óneitanlega var þetta umræðuefni af óðrum toga. „En ég hélt líka mjög mikið upp á „Ævintýrabækurnar“ og „Dularfullu bækurnar“ svo- nefndu. Svo las ég líka „Möttu Maju“. Safnaði ég „Möttu Maju“ bókunum? Ég man það nú ekki, því við vorum fjórar systurnar og ekki alltaf ljóst hver átti hvað. Ég man líka eftir Þessar bækur voru í seríum sem „Bókfellsútgáfan" gaf út og nefndust „Bláu bækurnar" (fyrir drengina) og „Rauður bækurnar“ (fyrir stúlkurnar - auðvitað). Þær veittu bókaútgáfu „Norðra“ sem var guðfaðir þeirra „Benna“ og „Beverly Gray“ nokkra samkeppni, - svo fremi að unglingamir söfnuðu þá ekki bæði „Beverly Gray“ og „Rauðu bókunum“ eða bæði „Bláu bókunum“ og „Bennabókunum. Það var vissulega mjög algengt. Meðal „Bláu bókanna“ voru auk „Klóa“ og „Daníels djarfa“ sögurnar „Percival Keene", „Jón miðskipsmaður,“ og „Gunnar og leynifélagið“ og er þá hvergi nærri allt talið. Meðal „Rauðu bókanna“ voru auk „Pollyönnu“ og „Rebekku frá Sunnulæk“ „Siggu Viggu“ bækurnar. Efni bláu og rauðu bókanna var í nokkuð öðrum anda en milli spjalda á „Benna“ og „Beverly Gray“ og sumt sómabækur, svo sem bækur Marryats kapteins meðal „Bláu bókanna.“ „Pollyanna“ og stúlkurnar í „Rauðu bókunum“ voru hins vegar dæmi um stúlkur sem báru af öðrum um glaðlyndi og hugrekki og fleiri eftirsóknarverða mannkosti. Já, spurðu gömlu hjónin bara. Þau muna áreiðanlega eftir því þegar Beverly Gray lenti í höndum tataranna, þegar Pollyanna fékk hækjurnar á tombólunni og eftir frænkum Rebekku á Sunnulæk, þeim Miröndu og Jönu. Já, og ástin gleymdist ekki heldur. Mamma man hve hún skildi vel hvað Sigga Vigga var skotin í Greger frænda frá Stokkhólmi. Til allrar hamingju fékk sú ást farsælan endi í „Sigga Vigga trúlofast." En ekki er hægt að gleyma þeim allra vinsælasta, - honum „Tarsan.“ í gamla daga segir sagan að drengirnir hafi farið á bak við skúr og niður í fjöru til þess að æfa sig á „Tarsan“ öskrinu, sem þeir heyrðu í „Gamla bíói.“ En ekki viljum við nú ráðleggja neinum að biðja pabba að reyna að rifja það upp, - a.m.k. ekki innanhúss. Mér þótti þetta ekki mjög spennandi til lengdar. Og ferðasögum öllum þótti mér mjög gaman að og ætlaði mér að gerast landkönnuður. Ég varð óskaplega spæld þegar ég komst að því að það var búið að finna öll lönd í heiminum. Ég veit ekki hvort eitthvað af þessu hafði áhrif á mig fremur öðru. En annars tel ég að allt sem maður les hafi áhrif á mann. Einkum það sem maður les á unglingsárunum og fram til tuttugu ára aldurs, því út frá því tekur maður ýmsar mikilvægar ákvarðanir.“ „Beverly Gray“. Mér fannst þetta voðalega spennandi, því bækurnar voru um nokkrar ung- ar konur sem bjuggu í New York og lifðu spennandi lífi í sjálfstæðu starfi. Þær bjuggu þarna á Broadway og alltaf nóg að gerast. Nei, ég held að ég hafi aldrei ætlað mér að feta í fótspor „Beverly Gray“ að öðru leyti en því að fá mér sjálfstætt • starf. Ég las líka þjóðsögur Jóns Árnasonar sem barn og var örugglega langt undir tíu ára aldri þegar ég byrjaði að fletta í þeim. Jú, og svo voru það ástar- sögurnar sem ég las þegar ég var ■ Sigríður Dúna: „Ungar konur í New York, sem lifðu spennandi lífi þrettán ára, sögurnar hans Cavling. En það gekk yfir á svo sem tólf mánuðum, minnir mig. ■ „Þaðvarnúekkiannaðeins bókaflóð og í dag, þegar ég var að alast upp vestur í Vigur,“ sagði Sigurlaug Bjamadóttir fyrrum alþingismaður, þegar við spurðum hana um lesefni hennar og systkina hennar, þegar þau voru bóm. „Það á kannske einkum við um bama og unglingabækur, enda þá ekki komið í tísku að skipa kynslóðunum niður á bása eins og nú: fyrír bóm, fyrir unglinga, fyrir fullorðna. Eg held að góðar og vel skrifaðar bækur eigi alltaf eríndi til bama, þótt þær séu ekki skrifaðar sérstaklega fyrir bóm. En hvað um það. Við krakkamir heima hðfðum alltaf nóg að lesa. Maður lá i þjóðsögum Jóns Ámasonar, ævintýrum Andersens, Grimmsævintýmm og auðvitað iásum við upp úr skinni bækur Siguibjamar Sveinssonar, Bemskuna og Geisla, sem hafa að geyma margar skemmtilegar sógur og minningar, hollar bómum sem fullorðnum. Þegar við stálpuðumst voru til dæmis bækur Jóns Trausta í miklu uppáhaldi hjáokkur, ekki hvað síst „Góðir stofnar" og „Sögur frá Skaftáreldum,“ sem voru í senn skemmtilestur og sögulegur fróðleikur. Þetta las maður aftur og aftur: „Veisluna á Grund“, „Önnu á Stóru Borg“, „Söngva-Borgu“ og fleira. Líka var „Borgarættin" eftir Gunnar Gunnarsson í miklum metum. Svo voru það nú „Önnu Fíu“ bækurnar og bækur Margit Ravn sem voru feikna vinsælar og.svo einstaka ósviknir reyfarar, eins og „Leynifélagið“ og „Ósýnilegi maðurinn“, - „Guo Vadis““ var sér á parti. Auðvitað voru líka ljóð gömlu góðskáldanna við hönd- ina. Ég hafði alltaf sérstakar mætur á Steingrími Thorsteins- syni og minnist margra sunnu- dagsmorgna, þegar við fengum að lúra fram eftir með ljóðabók Streingíms. „Grettisljóð" Matt- híasar Jochumsonar þótti okkur stórkostleg og „Þyrnar“ Þor- steins Erlingssonar, að ó- gleymdum Hannesi Hafstein. Það er skrýtið að ég man ekki sérstaklega eftir Jónasi Hall- grímssyni, nema auðvitað í skólaljóðunum, sem við lærðum svo til spjaldanna á milli. Það var mikið til heima af tímaritum, gömlum og nýjum. Ég man eftir mörgu bráð- skemmtilegu efni í gömlu Ið- unni, sem var vinsæl hjá okkur krökkunum, sömuleiðis gamli „Óðinn“. „Eimreiðin" var oft skemmtileg og stundum var gluggað í „Ægi“ og „Frey“. Dýravinurinn (seinna Dýra- verndarinn) tímarit gefið út af ■ -Sigilrlaug Bjarnadóttir: „Quo Vadis“ var sér á parti “ Tryggva Gunnarssyni að mig minnir, bundið inn í þykka bók, var skoðaður og lesinn í tætlur. Og ekki má ég gleyma gamla „Frem“, sem var danskt t ímarit, myndskreytt, sem var til í nokkrum árgöngum og við undum okkur löngum við að skoða. Lærðum um leið okkar fyrstu dönsku. Ef ég ætti að nefna einhverja sérstaka uppáhaldsbók, frá minni bernsku þá yrði líklega „Bláskjár“ fyrir valinu, skemmtileg og spennandi barnabók sem við heima eign- uðumst reyndar aldrei, en feng- um lánaða ég held á hverju einasta ári í lestrarfélagi Ögur- hrepps. Líka er mér sérstaklega hugstæð og ógleymanleg smá- sagan „Fyrirgefningin“ eftir Einar H. Kvaran, sem falleg og átakanleg saga. Jú, maður hafði nóg að lesa sem barn og unglingur - og nógan tíma í ró og næði.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.