NT - 06.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 3
gætinn, - en rómantískur verð- ur hann aldrei! Hann tortryggir hástemmd orð, og merki um heitar ástríður leiðast honum. Það hve jarðbundinn hann er í þessum málum er undirrót þess að hann má oft þola vonbrigði í ástum og hjónabandi. Fólk í merki „buffalsins“ mun ekki nokkurn tíma sýna afbrýðisemi vegna maka sína. Aftur á móti kemur gjarna upp afbrýðisemi vegna þess réttar sem það álítur tryggðina vera. Tryggð makans er réttur „buff- alsins" að hans áliti. Þetta fólk er sjálft afar trygglynt, - og þarf raunar ekkert að leggja á sig til þess. Bernska „buffalsins" og unglingsár hans eru venjulega viðburðalítil. Þegar fram á þroskaárin kemur er hætt við örðugleikum í hjónabandinu. Maki hans mun líklega stygg- jast vegna afskiptaleysis hans og leita huggunar annars staðar. Þá skortir „buffalinn“ lagni til þess að koma hlutun- um í samt lag. Líklega mun renna á hann æði, þannig að öll fjölskyldumálin verða að einni rúst. Vinnuhesturinn, og fjölskyldumaðurinn hefur eng- an tíma til þess að greiða úr flækjum sem hann ekki botnar í. A síðasta skeiði æfinnar mun „buffallinn" verða að stríða við mikla erfiðleika. En fái hann unnið bug á þeim mun elli hans verða friðsæl. „Buffallinn" gæti lifað í prýðishjónabandi með „han- anum", - sem við hlið hans fær að vagga öllum skrautfjöðrum sínum athugasemdalaust. Þessar tvær íhalds-sálir munu skilja hvor aðra ágætlega! Allt ætti líka að ganga vel ásamt „rottunni". Ólvuð af aðdáun mun hún verða honum trygg til dauðans. Sama máli „Bufflar“ á flokksforingjastóli ■ „Þessa tvo „buffla" þekkir hver maður úr heinti íslenskra stjórnmála. Báðir hafa þeir valist til forystu í flokki sínum. Slíkt kemur ekki á óvart þegar „buffall" á í hlut: Geir er fæddur 16.12.1925, en Ólafur þann 1.3.1913. Sunnudagur 6. maí 1984 3 gegnir með „snákinn", þótt hann sé ekki nema í meðallagi trygglyndur, mun honum tak- ast að gera sér upp tilfinningar og skoðanir með afbrigðum vel. Hann mun að minnsta kosti aldrei yfirgefa fjölskyldu sína. Líkt og „rottan" heillast „buffallinn" ákaflega af „apan- um.“ Hugmyndaríki og í- myndunarafl „apans" er satt að segja forsenda þess að „buffallinn" fái að komast áfram. En bíðum við. í hjóna- bandi gengi dæmið aldrei upp. Þessir tveir komast aldrei að sömu niðurstöðunni. „Buffallinn" ætti líka að gæta sín á „geitinni," en af öðrum ástæðum. „Geitin" stiklar urn kletta og klungur og vill helst vera á stöðugu randi. Vegna óstöðugleika hennar gæti orðið hinn mesti harm- leikur úr slíku sambandi. Allir vita að ekki er skynsamlegt að hafa „buffal" og „tígrisdýr" saman í húsi. Slík sambúð mun aðeins enda með bardaga. Hann mundi enda með því að tígurinn hlypi burtu eða tortímdist á annan hátt. Þar sem buffallinn er hinn sterkari þessara tveggja mun hann hnoðast á tígrinum og koma honum fyrir. „Buffals" -mamman mun aldr- ei sitja á sátts höfði við „tígris- dýrs"-barnið. Barnið gæti ekki gert annað skynsamlegra en flýja að heiman. Að lokum: Sagt er að „buffall" fæddur að vetri verði hamingjusamari en „buffall" fæddur að sumri til... það er aðeins vegna þess að á vetrum er rninna strit á hrísgrjóna- akrinum. Vesalings sumar- „buffallinn" má búast við að þræla allan ársins hring! Ef „buff- allinn“ er... ... Steingeit: Ekkert grín eða gaman hér! Hann er ekki í heiminn kom- inn til þess að gera að gamni sínu. ... Vatnsberi: Hæglátur „buffall." Hann ber silkihanska utan um klaufirn- ar. ...Fiskur: Ærslafullur þessi! Rotið ykk- ur ekki á afturrúðunni, þegar hann tekur af stað. ... Hrútur: Metnaðargjarn „buffall.“ Gætið ykkar á hornunum. ... Naut: Mjúkur undir tönn. En „buffall" er hann eftir sem áður. ... Tvíburi: Ætla mætti að þetta væri alls enginn „buffall.“ Prýðis- náungi í viðkynningu! ... Krabbi: ... Litli „buffallinn. “ Hann hættir aldrei á að þurfa að sjá árangur af erfiði sínu. ... Ljón: Rótar og bölvar! En hann getur þó brugðið sér út af vegi vanans! ... Meyja: „Buffall“ sem þeir hafa sagað af hornin. Hann væri betri í blómagarðinum en á akrin- um. ... Vog: Félagslyndur „buffall“. Hann veit alltaf hvað gera skal. ... Sporðdreki: Hættulegur „buffall.“ Prjóskur, illvígur og berst uns yfir lýkur. ... Bogmaður: „Buffall“ í besta jafnvægi. Dæmigerðasti „buffallinn“ af þeim öllum, - stundum of dæmigerður. u Aður en þú byrjar að byggja í vor skaltu kynna þér JL bygginga lánin og JL vöruúrvalið Þaö.sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum, J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Pannig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. I BYGGINGAVÖRURl HRINGBRAUT 120: Byggingavoruf 28 600 Goitieppaoeiiö 28 - 603 TirnSurfleiia 28 604 Mainmgarvorur og verkfæri Fl-sar og hreinlæhStæki Solustion Skrilstola Hardviðarsala 28-605 28-430 28-693 28-620 28-604

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.