NT - 06.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 16
Sunnudagur 6. maí 1984 1 6 GYÐJAN Elektra sem enginn vill eiga ■ Útsendari Helgarblaösins var á rölti vestur í Háskóla og rakst þar á bifreið á einum ganginum. Nú er það svo að bíla geyma menn mest megnis utanhúss eða þá í hæsta lagi í bílskúrum þannig að þessi staðreynd ein og sér varð til þess að vekja forvitni hins alsjáandi auga NT. Framan á bílnum má lesa í gljáandi stáli orðin „Elektra van“ og gefur það til kynna að farartækið hljóti að hafa einhver dularfull tengsl við grísku goðfræðina eða þá að hér væri um að ræða enn eitt dæmi um galdra nútíma tæknifræði þar sem rafurmagni er skotið í alia mögulega og ómögulega hluti og þeim gefín líf og spenna. Ekki gat útsendari vor og sögumaður komið fyrir sig hvort hin gríska Elektra hefði verið bílandi en þar sem vinur okkar stendur við vagninn í þönkum sínum er hendi lögð á öxl hans, ögn föðurlega. Hér er kominn Gísli Jónsson prófessor sem reynist vera eins konar faðir eða skulum við segja uppeldisfaðir vagnsins. Gísli leysti greiðlega úr fjölda mörgum spurningum sem fyrir hann voru lagðar og það kom upp úr kafinu að um vagninn hefur verið fjaðrafok engu minna en meðal hinna grísku goða á meðan þeirra naut við. mál og eftir því sem hann hefði hlerað yrði svar Rafmagnsveit- unnar ekki jákvætt. „Þetta er til háborinnar skammar", sagði Gísli í sam- tali við NT. „í fyrsta lagi að stofnun eins og Rafmagnsveita Reykjavíkur skuli ekki virða okkur viðlits og svara ekki bréfi sem þeim var sent fyrir rúmu hálfu ári og í öðru lagi fluttan hingað heim. „Þegar ég var búinn að prófa bílinn eins og ég taldi nauðsynlegt, skilaði ég honum af mér þar sem illar tungur voru að bera það upp á mig að ég væri bara að nota hann í eigin þágu. Erlendis er það þannig að rafmagnsveitur eru einmitt þeir aðilar sem helst hafa tekið slíka bíla til notkunar í tilraunaskyni og Vagninn er sum sé raf- magnsbíll í eigu Háskólans sem menn hafa verið að gera prófanir á með það fyrir augum hvort slík tæki mundu henta við íslenskar aðstæður. Skil ekki áhugaleysi stjórnvaida „Þetta er duglegasti bíll í snjó sem ég hef ekið og hann hefur ýmsa kosti fram yfir bensín og disel bíla. Ég skil því ekki áhugaleysi stjórnvalda á þessum bíl og öllu sem hon- um viðkemur. Prófunum mín- um á bílnum lauk sl. haust og þá hafði ég haft hann til einka- nota um nokkurt skeið og okkur hér í háskólanum fannst þá tími til kominn að bíllinn yrði prófaður sem atvinnubíll. Okkur fannst að Rafmagns- veita Reykjavíkur væri þar kjörinn aðiii og höfðum sam- band við þá í september sl. og óskuðum eftir samstarfi við þá um að þeir prófuðu bílinn. í bréfi sem við skrifuðum Raf- magnsveitunni fórum við fram á þetta samstarf en þeir hafa ekki ennþá virt okkur viðlits og ekki svarað bréfinu þrátt fyrir ótal fyrirspurnir af okkar hálfu og nú eru rúmir sjö mánuðir síðan þeir fengu bréfið. Þetta hefur haft þær afleiðingar að bíllinn er búinn að standa hér inni í allan vetur og þetta er til háborinnar skammar. “ Þannig fórust Gísla Jónssyni orð er við ræddum við hann um tilraunabílinn sem Háskólinn keypti og hefur haft til rannsóknar við íslenskar aðstæður. Gísli er prófessor í Verkfræði- og raunvísinda- deild og notaði bílinn m.a. sem heimilisbíl í rannsóknar- skyni. Hann hefur nú skrifað skýrslu um þessar athuganir þar sem hann lýsir bæði kost- um og göllum þessa merkilega farartækis sem stungið er í samband við rafmagn að kvöldi ogstendur þá full hlaðið og tilbúið til notkunar að morgni. Rafmagnsbíllinn senr er af Subaru gerð var keyptur frá Texas í Bandaríkjunum en þar hafði honum verið breytt í rafmagnsbíl í tilraunaskyni. Vonir stóðu til að hægt væri að prófa bílinn við mismunandi aðstæður á íslandi og nýta þá umframorku sem hér er á rafmagni að næturlagi til að hlaða rafgeyma hans. Til háborinnar skammar Gísli sagði að Rafmagns- veita Reykjavíkur væri búin að draga þá háskólamenn á asnaeyrunum varðandi þetta ■ Gísli Jónsson prófessor: Stjómvöld hafa ekki sýnt málinu hinn minnsta áhuga. ■ Rafmagnsbðlinn Elektra hefur staðið ónotaður í allan vetur á meðan þeir hjá Raf- magnsveitunni hafa verið að berja saman bréf til að afþakka gott boð. það. að slík stofnun skuli ekki hafa áhuga á því að reynsluaka svona bíl sem hugsanlega gæti leitt til mikils sparnaðar fyrir þjóðarbúið. Ég býst við að nú verði farið út í að fá aðra aðila til að prófa bílinn en ég hefði nú betur kunnað við að fá svar.” Það kom fram í máli Gísla að hann hóf að kynna sér notkun rafmagnsbíla árið 1975 og sótti hann m.a. ráðstefnur þar sem fjallað var um slík farartæki. Arið 1979taldihann að tímabært væri að fá raf- magnsbíl hingað til lands þann- ig að við gætum fengið áþreif- anlega reynslu við þær aðstæð- ur sem hér eru. Eftir mikið basl fékkst leyfi til að fá eftirgefna tolla af bílnum og þá var ráðist í það að fá hann ■ Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveiturstjóri: „Við höfum átt góða samvinnu við Háskóla íslands". því fannst okkur að Rafmagns- veita Reykjavíkur kæmi einna helst til greina þar sem hægt væri að prófa bílinn sem send- ibíl í innanbæjarakstri. Raf- magnsveitur víða um heim telja að það sé heppilegt álag að nýta raforku að næturlagi einmitt til að hlaða farartæki sem þessi. Það má t.d. benda á það að allar stærstu raf- magnsveifur í Bandaríkjunum hafa nú nýlega bundist sam- tökum um að reyna að örva framleiðslu og notkun raf- magnsbíla. Bréfaskriftir ekki sterkasta hlið Rafmagns- sveitunnar Helgarblað NT hafði sam- band við Aðalstein Guð- johnsen, rafmagnsveitustjóra vegna máls þessa og viður- kenndi hann að þeir Raf- magnsveitumenn hefðu verið nokkuð seinir að taka við sér varðandi bréfið frá Háskólan- um en nú með vorinu stæði til að kippa því í liðinn. Aðal- steinn taldi það þeir hjá Raf- magnsveitunni treystu sér ekki til að standa í svona tilraunum en þeir væru ákveðnir í því að svara bréfinu. „Við erum ekki eigendur þeirra bíla sem Rafmagnsveit- an notar heldur eru þeir í eigu Vélamiðstöðvar Reykjavíkur- borgar þannig að það þyrfti að sjálfsögðu að ræða við þá um þetta auk þess sem við fengum bréf frá orkusparnaðarnefnd þannig að það hafa ýmsir aðilar komið inn í þetta máí. Svo er því ekki að leyna að það hafa verið uppi efasemdir varðandi hagkvæmni svona bíla og Sam- band ísl. rafveitna leitaði á sínum tíma til rafveitusam- banda á Norðurlöndum um þetta og fékk þá heldur nei- kvæð svör. Þess má lt'ka geta að ekki liggur fyrir nein loka- skýrsla um tilraunaakstur Gísla Jónssonar á rafmagns- bílnum heldur hefur hann aðe- ins látið frá sér fara eins konar áfangaskýrslu og hún er á dönsku. Það blandast hins veg- ar ekkert inn í okkar ákvörðun og þú mátt líka hafa það eftir mér að við höfum hið ágætasta samband og samvinnu við Há- skóla fslands.“ Varðandi kostnaðinn við rekstur bílsins þá skilst mér að hleðslukostnaðurinn þ.e. sá kostnaður sem fer í að hlaða geymana sé ekki stóra málið heldur mun rafgeymakostnað- urinn vera svo mikill að hann yfirgnæfi hleðslukostnaðinn. Bíllinn mun hafa verið hafður á almennum heimilistaxta í Hafnarfirði til hleðslu að næt- urlagi en mér skilst að Gísla hafi verið boðið að hafa hann á næturhitunartaxta en það hafi þó ekki orðið ofan á. Ríkið kaupir þennan bíl og fær hann Háskólanum til eign- ar og þar eru gerðar á honum ákveðnar tilraunir í mörg ár. Hann var bilaður í langan tíma og það er ekki komin loka- skýrsla um þær tilraunir þannig að ég get vel ímyndað mér að menn hafi vissan fyrirvara á sér varðandi prófanir á þessum bíl. Það má líka bæta því við að bíllinn er ekki hannaður sem rafbíll heldur var honum breytt vestur í Bandaríkjun- um. Ég get hins vegar vel hugsað mér að menn hefðu íhugað prófanir eða tilraunir á bíl sem væri hannaður sem rafbíll, en það er bara allt annað mál,“ sagði Aðalsteinn í lokin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.