NT - 06.05.1984, Blaðsíða 22

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 22
Úr árbókum Hollywood- bæjar önnur grein ■ Hneykslismál þau sem sagt var frá hér í síðustu viku áttu eftir að reynast Holly wood - og amerískri kvikmyndagerð - dýr. Þjóðin dáði og elskaði stjörnurnar sínar jafn mikið og fyrrum, en vissi nú að oft var flagð undir fögru skinni. Olive Thomas og Mabel Normand höfðu reynst vera eiturlyfja- neytendur, Mary Miles Minter var ekki sú bláeyga jómfrú sem ætlast hafði verið til, trúðleikarinn Fatty Arbuckle var nauðgari og morðingi. Siða- postularnir sem fóru hamförum gegn lifnaðarhátt- um í Hollywood náðu nú eyrum fleiri en fyrr, kvikmyndamógúlarnir óttuðust að of safaríkar uppljóstranir um líf stjarnanna myndu fæla fólk úr bíóhúsunum, og eftir sætu þeir - gjaldþrota. Þeir ' gripu til sinna ráða. Sunnudagur 6. maí 1984 22 OUBLE SPtE "immm D Ssxmrks fy ClAtA SIIIRIIVE RERMfW AMOUNT-ARTCRAFT PICTUR.E* ■ Mary Miles Minter dáist að plakati með mynd Wally Reid meðan allt lék í lyndi hjá þeim báðum. Skömmu seinna var hún fallinn í gleymsku og dá, hann dáinn af neyslu kóka- íns og morfíns. But ah, my foes, and oh, my friends - It gives a lovely light! Kertin brunnu glatt. íburð- urinn og glæsileikinn í lífi stjarnanna jókst sífellt, jafn- framt því sem Hays reyndi að þvo af hvíta tjaldinu allan óamerískan ósóma. Ekki varð Chaplin til að liðsinna honum en kvennamál þessa fremsta trúðleikara allra tíma voru mjög í sviðsljósinu á þriðja áratugnum. Chaplin gekk fyrst í hjónaband 1918 en entist ekki lengi. Brúðurin var barn- ung stúlka sem Chaplin hafði gert barn, Mildred hét hún og mun hafa verið fremur illa gefin. Meðal annars lét hún MGM-mógúlinn Mayer ginna sig til kvikmyndaleiks þar sem fyrst og fremst var gert út á frægð eiginmannsins. Chaplin réðst að Mayer fyrir utan veit- ingahús vegna þessa máls en var sleginn snaggaralega niður. Pegar barn þeirra hjóna fædd- ist ógurlega vanskapað og dó eftir þrjá daga var fátt eftir til að halda hjónabandinu saman. Barn þetta, drengur, var graf- inn undir legsteini er á var letrað: „Litla músin“. En Chaplin lærði ekki neitt. Hann var heltekinn brókarsótt og hreifst ekki síst af mjög ungum stúlkum. Par á meðal var Lilli- ta McMurray (Lolita) sem Chaplin sá fyrst er hún var sjö ára. Hnátan var skemmtileg og Chaplin fylgdist grannt með uppvexti hennar og hafði Arið 1922 var einn helsti aðstoðarmaður hins alræmda Warren G. Harding Banda- ríkjaforseta fenginn til Holly- wood og gerður að formanni nýrra samtaka - Motion Pict- ures Producers & Distributors of America. Maður þessi hét Will H. Hays og raunverulegt hlutverk hans var að vera eins konar yfirsiðameistari Holly- wood. Hann ákvað hvað mátti og hvað ekki í bíómyndum, njósnaði um líferni stjarnanna og var fljótur að gera mógúl- unum viðvart ef einhver fór yfir velsæmisstrikið. Raunar var Hays illa til þessa hlutverks fallinn. Seinna kom í Ijós að hann var ósmeykur við að þiggja mútur, en engu að síður hafði starfsemi hans mikil áhrif í Hollywood. Meðal annars sá hann til þess að amerískar bíómyndir voru „hreinsaðar". Hér eftir mátti ekkert sýna sem gæti ofboðið siðferðis- kennd tíu ára barns. Þrátt fyrir allt höfðu margar amerískar myndir hreint ekki farið í felur með mannlegan breiskleika en nú var tekið fyrir allt nautnalíf á hvíta tjaldinu. Með tilkomu Hays fengu amerískar myndir endanlega það gelda, hræsnis- fulla yfirbragð sem ekki fór að skína gegnum fyrr en nú á síðustu áratugum. Og afleiðingarnar urðu fleiri. Eitt fyrsta verk Hays var að taka saman lista yfir kvik- myndastjörnur sem væru „vafasamar" siðferðislega og á þessum lista lentu 119 stjörnur, stórar sem smáar. Listinn var lagður fyrir bíó- mógúlana og þeir losuðu sig í skyndingu við þetta fólk. Reyndar hafði listinn strax í upphafi öfug áhrif. Efstur á honum var enginn annar en Wallace Reid, ein bjartasta stjarna Paramount. Reid var góðkunnur fyrir að leika ung, djörf og hraustleg karlmenni en nú hafði Hays uppgötvað að hann var forfallinn morfín- ( sjúklingur og geymdi kókaín í verðlaunabikar á arinhillunni lieima hjá sér. Stórmógúllinn yfir Paramount, Adolph Zukor, reyndi að malda í móinn því hann taldi sig ekki hafa efni á að missa Reid. „Pað myndi kosta okkur tvær milljónir dollara!" emjaði Zakor, en hinir mógúlarnir sönnuðu þá að enginn er ann- ars bróðir í leik og laumuðu fréttinni um eiturlyfjaneyslu Reids í blöðin. Honum var í skyndingu komið fyrir á heilsu- hæli en málið varð að miklu hneyksli. Það náði svo hámarki þegar Reid gaf upp öndina í janúar 1923. Hvorki skrokkur hans né sál höfðu þolað álagið þegar burt var tekið kókaín og morfín. Fyrsta aðgerðin til að koma í veg fyrir hneyksli í Hollywood varð þannig í sjálfu sér að hneyksli og lofaði það ekki góðu um framhaldið. „The Jazz Age“ Enda gerðust stjörnurnar ekki hótinu siðprúðari en þær höfðu verið áður en Will Hays kom í bæinn. Nú var runnin upp „The Jazz Age“ og vita- skuld tóku stjarnmennin í Hollywood þátt í þeirri ærðu veislugleði. Þau reyndu samt cftir megni að fara á bak við mógúlana og varðhund þeirra en það kom ekki í veg fyrir orðróm um ótrúlegar svall- veislur á afskekktum stöðum, veislur sem máske enduðu með því að gestir stungu sér aílsber- ir til sunds í kampavínslaug. Eiturlyfjaneytendurnir létu dauða Wally Reid heldur ekki1 á sig fá og „Greifinn" hélt uppteknum hætti. „Greifinn" var leikari, engin stjarna en virtur og virðulegur og kunnur' fyrir að þekkja svo undur góð ráð gegn timburmönnum. Fyrsti skammturinn af duftinu hans var ókeypis en hina síðari þurfti að borga dýru verði. Það var „Greifinn" sem hafði kom- ið Mabel Normand og Wally Reid á bragðið og meðal nýrri viðskiptavina hans voru þrjár efnilegar leikkonur. Barbara La Marr var kölluð „of falleg" og hún virtist ákveðin í að tæma alla þá bikara sem hún festi hendur á. Það tókst. 1926 dó hún af ofneyslu alls konar eiturlyfja, tæplega þrítug. Reynt var að venja Ölmu Ru- bens af þessum ósið en hún var of langt leidd og dó 1931, orðin skar. Juanita Hansen lifði á hinn bóginn af endurhæfingu og einbeitti sér eftir það að herferð gegn eiturlyfjum. Sú herferð varárangurslítil. Kvið- lingur Ednu St. Vincent Millay mátti sín meira, og varð eins konar stefnuyfirlýsing stjarn- anna í Hollywood: My candle burns at both ends; It will not last the night; ■ Rudolph Valentino og Nazimova í myndinni Camille - hún sá honum fyrir tveimur eiginkon um en báðar voru hriéiari af henni...

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.