NT - 06.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 10
 Sunnudagur 6. maí 1984 10 LlL Ljósbr ot ■ Frú Guðrún Kaldal. ■ Steinn Stelnarr skáld. ■ Arnór Árnason, Hvammi í Laxárdal. ■ Jón Kaldal fæddist 24. ágúst 1896 í Stóradal í Austur Húnavatnssýslu, sonur hjón- anna Jóns Jónssonar, bónda í Stóradal, og Ingibjargar Gísladóttur. Jón missti ungur báða foreldra sína, bróður og ástvini. Hann kynntist Ijósm- yndun fyrst í sveitinni 10—11 ára hjá frænda sínum og ljósmyndara Jóni Pálma Jónssyni. Kaldal hændist mjög að þessum frænda sínum og hef- ur það sennilega orðið kveikjan að öllu því sem eftir kom. Fluttist hann til Reykj- avíkur 15 ára gamall og bjó fyrst á Bókhlöðustíg. Eftir komuna til Reykjavíkur tók Jón sér eftirnafnið Kaldal. Hann fór síðan í gagnfræða- skólann á Akureyri. Eftir skólavistina fékk Kaldal vinnu hjá Carl Ólafssyni ljósmyndara sem hafði numið í Kaupmannahöfn, ákaflega vandvirkur og nákvæmur maður. Líkaði Kaldal vel vistin þar og lærði mikið af því að vinna með Carl Ólafs- syni. Kaldal sigldi til Kaup- mannahafnar hinn fyrsta sumardag árið 1918 til að læra rneira í listinni. Eftir nokkra leit og eftirgrennslan í Kaupmannahöfn, komst Kaldal að hjá góðum ljós- myndara og var þar um hríð. Bauðst honum síðan vinna hjá konunglegum ljósmynd- ara, Elfelt að nafni. Hann var frægur um Norðurlönd öll og fremstur Dana á þessum árum. Jón Kaldal gat sér mikla frægð sem íþróttamaður, keppti í' hlaupum og vann þar niarga sigra. Hann var Dan- merkurmeistari í nokkur ár og setti líka mörg íslandsmet í ýmsurn greinum, sem stóðu í áratugi. Þá keppti hann fyrir Dani á Ólympíuleikun- um 1920. Hjá fyrrnefndum Elfelt vann sem aðstoðarmaður Svíi nokkur að nafni Johnsson og bundust Kaldal og hann mikl- um vináttuböndum. Johns- son þessi var mikið fyrir það að vinna á nóttunni til að enginn væri að hnýsast í vinnubrögð hans. Kaldal var sá eini sem mátti vera með honum þessar nætur og fylgj- ast með og læra. Eitt leynd- armál í ljósmynduninni hélt þó Johnsson í, þar til stuttu áður en Kaldal skyldi sigla heim til íslands, að hann segir Kaldal það með því skilyrði að Kaldal segi engum frá því. Stóð Kaldal við það. Síðar sagði Kaldal að Johns- son hefði verið snjallasti ljósmyndarinn sem hann hefði kynnst um ævina og af honum hefði hann mest lært af öllum. Er Kaldal kom heim árið 1925 eftir námið stofnaði hann ljósmyndastofu að Laugavegi 11 og rak hana óslitið í unt það bil 50 ár. Kaldal var fljótt rómaður fyr- ir snilldar portrett sín. Kaldal hugsaði um manninn bak við grímuna til að ná viðkomandi karakter nógu vel, lék sér með Ijós og skugga og vann hnitmiðað að því að full- komna verk sín. Kaldal notaði alltaf sama gamla stóra linsurokkinn sinn, hann þurfti ekki annað. Listamaður sá um afganginn. Sannaði hann það að mynda- vélin skiptir ekki svo miklu máli, það er listamannsaugað sem er bak við hana sem ræður. Kaldal sýndi myndir sínar hér heima og var boðið oft að sýna á erlendri grund. Hann hlaut verðlaunapeninga, gull, silfur og brons, og mikið lof fyrir. Kaldal var hógvær maður, lítt gefinn fyrir veraldlegan munað, þroskuð sál og Ijúf- menni hið mesta. Hjá honum á stofunni vann kona hans Guðrún Kaldal og var nánasti samstarfsmaður hans í 30 ár. Þau eignuðust þrjú börn, Jón, Dagmar og Ingibjörgu. Bjó fjölskyldan í fallegu húsi inni við Laugarásveg. Er Kaldal lést 30. október 1981 var hann búinn að skila mjög merku og góðu ævistarfi. Hafðu þökk fyrir Kaldal. Umsjón Árni Sæberg ■ Stúlkumynd. ■ Finnur Jonsson listmálari.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.