NT - 06.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 2
Allt fyrir fjölskylduna, föðurlandið og fjöl- skyldufyrirtækið „Buffallinn“ er mikill vinnu- þjarkur og því er líklegt að ekki skorti hann efnalega vel- gengni. í Vietnam er það talin auðlegð að eiga buffal, en enginn nýtur góðs af þeirri auðlegð nema fjölskylda eig- andans. Heima fyrir skortir ekki á athafnasemi „buffalsins“, svo fremi að verkefnin séu honum að skapi. Hann spjarar sig vel sem eigandi eða rekstrarstjóri bifreiðaverkstæðis, bygginga- fyrirtækis eða stóreigna. Þar sem hann er í senn handlaginn og vel gefinn, gæti hann líka orðið góður skurðlæknir. En allra best ætti við hann að starfa að jarðyrkju eða land- búnaðarmálum. Hann ætti ekki að vera í sölumennsku eða við opinbera þjónustu. í>að er vegna þess hve hann á erfitt með að lynda við annað fólk. Ekki ætti hann heldur að vinna störf sem krefjast mikilla ferðalaga. Slíkt raskar innra jafnvægi hans og ógnar heilsu hans. Konan sem fædd er á ári „buffalsins" kann hvergi betur við sig en heima hjá sér. Hún er hin fullkomna húsmóðir og ágætur gestgjafi. Hún er kona sem oftar en ekki er í síðbux- um. Því miður rekur „buffallinn“ sig oft á það að þeir sem næstir honum standa skilja hann ekki. Þótt hann sé þrár og kreddufastur þykir honum ein- læglega vænt um fjölskylduna og hann er stoltur af börnum sínum. En hann krefst af þeim fullkominnar hlýðni og elur þau upp við aga. Hann er herrann og orð hans lög! En til endurgjalds vil! hann fórna öllu fyrir fjölskylduna. Fyrir „buffalnum“ er ástin varla annað en ánægjulegur og sjálfsagður hlutur. Hann getur verið blíður, einlægur og nær- ■ Nú höfum við kynnst ýmsu um „rottuna“ og það er „buffallinn“ sem næstur verður fyrir okkur í austrænu stjörnu- spekinni. Þannig mun næsta ár verða ár „huffalsins", þar sem nú, -1984,- er ár „rottunnar,“ eins og við minntumst á síðast. . Sagt er um „buffalinn“ að hér sé kominn maðurinn, sem mest metur „fjölskylduna, föðurlandið og fjölskyldufyrirtækið." Hann er rósamur og þolin- móður, hægur og nákvæmur, og fer helst eftir handbókinni, - þ.e. þannig er yfirborðið. Undir yfirborðinu dylst svo maður, sem er bæði frumlegur í eðli og vel gefinn. Hann hefur óbilandi og sannfærandi sjálfstraust, og er það grund- völlurinn að velgengni hans. „Buffallinn" er gefinn fyrir íhugun, og er það ef til vill orsök þess hve hann sækist eftir að vera einn. Hann heldur sér fast við þær hugsjónir sem hann hefur bundist tryggðum við og getur orðið ofstæki- smaður. Oft getur „buffallinn" hneigst til ýmissa fordóma og er það orsök þess að hann sætir gjarna gagnrýni. Þrátt fyrir það hve rólegur hann sýnist er geð „buffalsins" oft heitt og stundum ofsafeng- ið. Þótt hann sýnist innhverfur og hlédrægur getur hann þó verið ótrúlega mælskur ef þörf gerist. Reiðiköst hans eru jafn óttaleg og þau eru sjaldgæf. Best er að reyna ekki að hindra för hans, því þá kann hann að gerast hættuiegur. Munum að þótt bufflar séu hæglátar skepnur þá eru þær þrjóskar og vilja ekki láta abbast upp á sig. Hann hlífir engum sem það gerir. „Buffallinn“ er leið- togi meðal manna og ekkert fær stöðvað hann. Hann er á móti öllum ný- jungum. Því fyllir hann flokk þeirra sem skammast út í nútíma málaralist, nútíma tónlist, nýju tískuna og síð- hærða karlmenn. Slíkt umber hann allra síst í sinni fjöl- skyldu. „Buffallinn" veit allt best og vill öllu ráða. Fjölskyldan (í víðum skilningi) er meginatriði ■ Hið kínverska tákn fyrir „buffalinn“ í allri hans tilveru. En íhalds- semi hans verður til þess að hann líður engar breytingar eða endurnýjun. Konur undir merki „buffalsins" munu alltaf baka laufabrauð fyrir jólin og klæðast á þann hátt sem til er af þeim ætlast. Sá sem býst við einhverjum fruntlegum upp- átækjum af þeirra hálfu getur beðið til eilífðarnóns án ár- angurs. Merki áranna 1930-1984 ■ Til glöggvunar rekjum við hér merki áranna 1930-1984. Hvert merki kemur fram tólfta hvert ár og því er auðvelt að reikna fram eða aftur fyrir þennan lista. Munum að vanalega er mestur partur janúarmánaðar helgaður merki ársins á undan. 1930 Hesturinn 1931 Geitin 1932 Apinr. 1933 Haninn 1934 Hundurinn 1935 Svínið 1936 Rottan 1937 Buffallinn 1938 Tigrísdýrið 1939 Kötturinn 1940 Drekinn 1941 Snákurinn 1942 Hesturinn 1943 Geitin 1944 Apinn 1945 Haninn 1946 Hundurinn 1947 Svínið 1948 Rottan 1949 Buffallinn 1950 Tígrisdýrið 1951 Kötturinn 1952 Drekinn 1953 Snákurinn 1954 Hesturinn 1955 Geitin 1956 Apinn 1957 Haninn 1958 Hundurinn 1959 Svínið 1960 Rottan 1961 Buffallinn 1962 Tígrisdýrið 1963 Kötturinn 1964 Drekinn 1965 Snákurinn 1966 Hesturinn 1967 Geitin 1968 Apinn 1969 Haninn 1970 Hundurinn 1971 Svínið 1972 Rottan 1973 Buffallinn 1974 Tígrisdýrið 1975 Kötturinn 1976 Drekinn 1977 Snákurinn 1978 Hesturinn 1979 Geitin 1980 Apinn 1981 Haninn 1982 Hundurinn 1983Svínið 1984 Rottan

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.