NT - 06.05.1984, Blaðsíða 15

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. maí 1984 15 Leiðsögumaður okkar í þriggja tíma rútuferð um Hels- inki hafi söguna mjög á hrað- bergi. Helsinki úir og grúir af minnismerkjum. Við Manner- heimgötu situr Mannerheim markskálkur keikur á hesti sín- um og virðir fyrir sér umferð- ina. Þegar reisa á nýtt minnis- merki rísa háværar deilur um útlit þess í blöðum, sagði leið- sögumaðurinn. Hún benti okk- ur á minnismerki um Paasikivi forvera Kekkonens í embætti Finnlandsforseta sem ber vitni nýjum straumum í högg- myndalist, frakkastíllinn hefur runnið sitt skeið á enda. Minnismerkið um Paasikivi er svartur marmarastvalningur og við hliðina á honum rís annað marmarastykki nærfellt spor- öskjulaga. Þegar þetta verk var í smíðum risu miklar deilur um það hvort minnismerki ættu að líkjast þeim sem þau eiga að minna á eða ekki. Brandari komst á kreik vegna Paasikivi minnismerkisins, tveir Finnar áttu leið fram hjá því og annar sagði við hinn: Paasikivi er nú auðþekktur, en mig minnti að frúin hefði verið miklu grennri." En þá fyrst urðu þessar deil- ur um stefnu í minnismerkja- gerð heiftarlegar, þegar þar- lendri listakonu var falið að gera minnismerki um þjóðar- dýrling Finna tónskáldið Jean Sibelius. Minnismerkið var til- búið 1967, þegar 10 ár voru liðin frá dauða hans. En þegar það var afhjúpað var þar eng- inn Sibelius, heldur geysi mik- ið röravirki, skúlptúr, sem menn áttuðu sig ekki strax á hvað hafði með tónskáldið að gera. Og til að setja niður deilurnar varð listakonan að móta brjóstmynd af Sibeliusi og koma fyrir á kletti við minnismerki. Undirritaður er hiklaust þeirrar skoðunar að Sibeliusar- minnismerkið sé með fegurstu verkum sinnar tegundar sem hann hefur augum litið. En líklega þarf að heimsækja það oft til að læra að meta það til fulls. Þaðersíbreytilegt, vetur- inn hleður utan á það klaka- dröngum, á sumrin bregða sól- argeislarnir á leik í því vindur- inn „improvíscrar" á það hin fegurstu tónverk. Verkið er jafnt fyrir auga sem eyra. Mér varð hugsað til Jónasar Hallgrímssonar, sem stendur í Hljómskálagarðinum í spansk- grænum frakka, engum til yndis. Sáfrægifinnski arki- tektúr f áðurnefndri ferð um Hels- inki og síðar þegar við vorum lóðsuð um hina gömlu höfuð- borg Finnlands, Turku, öðru nafni Ábo komumst við að raun um að það sem Finnum er mest í mun að kynna fyrir erlendum gestum er arkitekt- úrinn. Eins og sögufróðir vita, var Helsingfors gerð að höfuðborg Finnlands snemma á síðustu öld að undirlagi Alexanders 1. Rússakeisara, sem hafði þá hrifsað til sín yfirráð yfir land- inu úr höndum Svía. Keisarinn áleit það brýnt að bvggja nýja höfuðborg í stað Ábo, sem hann áleit of mengaða sænsk- um áhrifum. Keisarinn réð í þjónustu sína þýskan arkitekt, Carl Ludvig Engel að nafni og ævistarf hans setur mikinn svip á miðborg Helsingfors, hann hefur teiknað dómkirkjuna og grísk orþódox kirkjuna, senats torgið og margar byggingar í húsaröðinni við höfnina, næst miðbænum,þar sem m.a.s. standa ráðhúsið, forsetahöllin og fleiri svipmiklar byggingar. Raunar kom það einnig ( hlut Engels að teikna hluta Ábo upp á nýtt eftir að eldur hafði Finnum til mikillar hrellingar. Reynsla undirritaðs var sú að mjög erfitt væri að nota sænsku á götum Helsinki jafnvel fékk hann á tilfinninguna að hann væri litinn hornauga ef hann reyndi að spyrja til vegar á því máli. Betur gafst að nota ensku. Finnar hafa brugðist við þeirri einangrun sem tungu- málið setur þeim á mjög skynsamlegan hátt. Þeir leggja nefnilega mikla áherslu á er- lend mál í skólakerfi sínu. Sérhver sem hyggst ljúka há- skólaprófi verður að nema tvö erlend mál. Árangurinn er sá að þeir eru sagðir ein fjöl- tyngdasta þjóð heims. Mættum við íslendingar velta fyrir okk- ur þessu finnska fordæmi. Þrátt fyrir að mér virtist Finnar ræða um granna sína í ■ Forsetahöllin í Helsinki, embættisbústaður Koivistos. Linna um Óþekkta. hermann- inn, en sú saga gerist í vetrar- stríðinu. Og það er e.t.v. til marks um nýja tíma í sam- skiptum Finna og Sovétmanna ap myndin er að hluta kostuð af Sovétmönnum, sem fram undir þetta hafa ekki kært sig um að þetta strfð væri haft í hávegum. Gamlar stríðshetjur eru æfar. „Þessi mynd erfölsun því sem gerðist segja þær. Þessir unglingar sem eru að gera kvikmyndina geta ekki sett sig í okkar spor“. Leik- stjórinn heldur sínu striki og segir að hver kynslóð hljóti að líta söguna sínum augum. Það hafi aldrei staðið til að gera þjóðernissinnaða mynd um finnskar hetjudáðir. Myndin sé gerð af þessum tveim þjóð- um til að sýna fáránleika þess stríðs sem þær háðu af svo ■ Paasikivi t.h. og frú. Feitari en í lifandi lífi lagt hana í rúst, en líklega hefur engin borg í Evrópu brunnið jafnoft til grunna og Ábo. Ekki festist í minni undirrit- aðs öll sú runa af nöfnum arkitekta, sem buldi á eyrum okkar meðan á Finnlandsdvöl- inni stóð. Helsingfors og Ábo úa og grúa af merkilegum byggingum. Frægasta nútíma- verkið í finnskum arkitektúr er án efa Tempelplatskirkjan eða Klettakirkjan eins og hún er gjarna kölluð á íslensku. Erfitt er að lýsa þessu musteri fyrir þeim sem ekki hefur séð. Kirkjan er byggð inn í stór bjarg og sést lítið hið ytra nema hvolfþakið upp úr klett- inum. En þegar gengið er inn í bjargið mætir manna gríðar- stór kirkja sem sprengt hefur verið fyrir. Veggir eru ekki slípaðir, aðeins berir kletta- veggir. I lofti kirkjunnar er 22 kílómetra langur koparþráður vafinn í hringi og hefur þau áhrif að ómögulegt er fyrir þann sem á gólfinu stendur að meta hæðina til lofts. Í kletta- kirkjunni þykir vera besti hljómburður sem um getur í nokkru finnsku húsi og hún því eftirsótt til tónleikahalds. ...og finnsk hönnun Finnsk hönnun er fræg um víða veröld. Finnar leggja gíf- urlegan metnað í vöndun vöru og sameinast gjarna í finnskri hönnun listræn sjónarmið og notagildi. Undirritaður var fræddur á því að fáir hefðu lagt meira af mörkum í þessu skyni, en arkitektinn frægi, Alvar Aalto. Aalto hefði komist að þeirri niðurstöðu að hinu gamla finnska handverki væri hætta búin og því yrði að bjarga, það yrði að halda áfram að lifa á öld fjöldafram- leiðslunnar. Aalto væri hinn stóri hugsuður á bak við finnska hönnun dagsins í dag, hún væri orðin til sem nokkurs konar sáttagjörð milli gamla heimilishandverksins og sjón- armiða fjöldaframleiðslusam- félagsins. Þeir kaldhæðnu segja reynd- ar að skipta megi finnskri fram- leiðslu í þrennt. Draslið sem selt sé til Sovétríkjanna, mið- lungsgæðaframleiðslan sem seld sé innanlands og loks háklassaframleiðslan sem flutt sé á vesturlandamarkað, dýra framleiðslu, sem sé í farar- broddi h eiminum hvað gæði snerti. Ekki verður lagður dómur á þessa kenningu hér. Sambúðin við grannana Bæði Koivisto forseti og Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra lögðu þunga áherslu á það við okkur að Finnar ættu Texti og myndir Jón Guðni Kristjánsson ■ Dómkirkjan í Helsinki, eitt þekktasta verk arkitektsins Engel. mikilli grimmd fyrir aðeins fáum áratugum. Allt á yfirborðinu Vikukynni af landi eins og Finnlandi geta víst ekki orðið annað en fjarska yfirborðsleg og líklega fer það mest eftir áhugamálum gestsins sjálfs hvað hann upplifir. Finnar eru frægir fyrir fleira en arkitektúr og hönnun. Tón- listarlíf þar er með meiri blóma en víðast hvar annars staðar, þótt Sibelius hafi ekki sett eina einustu nótu á blað síðustu 30 ár ævinnar hefur hann skilið eftir sig mikinn arf sent hefur verið dyggilega ræktaður. Því miður átti undirritaður þess ekki kost að sækja tónleika þann skamma tíma sem hann dvaldist í landinu. Svipuðu máli gegnir um leikhúslífið. I Helsinki eru mörg leikhús bæði finnsku-og sænsku mælandi. Aðsókn að leikhúsi í Finnlandi er með því mesta sem þekkist, þótt þeir víst taki ekki íslendingum frarn í þeim efnum. Sameiginlegt með Finnum og íslendingum er einnig mikil gróska í áhuga- mannaleiklist. Áhugamanna- leikfélög starfa í flestum byggðarlögum í Finnlandi eins og hérlendis. Undirritaður varð að yfir- gefa landið áður en hann náði því að fá nasasjón af öðru en yfirborðinu,. Finnska þjóðar sálin heldur því áfram að vera honum spennandi ráðgáta. Finnland hefur annað yfir- bragð en hin Norðurlöndin, borgirnar Helsingfors og Turku hafa annan karakter og að undirrituðum fannst meiri og sterkari en aðrar borgir Norðurlanda sem hann hefur heimsótt. Hingað þarf ég að koma aftur og það sern fyrst hugsaði undirritaður með sjálf- um sér þegar tími var kominn til að kveðja og halda heim- leiðis. ■ Þetta sérkennilega listaverk ber fyrir augu í ráðhúsi Helsinki borgar. Risastórir fingur mynda keðju frá gólfi til lofts og speglar í lofti og gólfi gera það að verkum að keðjan virðist óendanieg. ekki í illdeilum við nokkra þjóð, þeir æsktu einskis fremur en friðar sér og öðrum til handa. Hugtakið Finnlandiser- ing bar á góma og báðir svör- uðu á líkan hátt, „menn hafa ekki rétt til að nota nafn lands okkar sem merkimiða á póli- tískar skoðanir sínar í áróðurs- skyni. Það er ekkert til sem hægt er að nefna Finnlandiser- ingu. Finnar búa á milli tveggja gamalla herraþjóða sinna, Svía og Rússa. 6% Finna hafa sænsku að móðurmáli, afkom- endur útdauðrar yfirstéttar. Sænska er skyldunámsgrein í finnskum skólum, mörgum austri og vestri með nokkurri kaldhæðni eiga þeir við þá ríkuleg samskipti, bæði efna- hagsleg og á menningarsvið- inu. Fyrstu árin eftir síðustu heimstyrjöldina voru Finnar neyddir til að greiða Sovét- mönnum háar stríðsskaðabæt- ur og ríkti þá skortur og jafnvel hungur meðal þeirra. Nú hefur dæmið snúist við og viðskipti Finna við stórveldið í austri eru þeim mjög mikilvæg efna- hagslega. En þeir sem tóku þátt í vetrarstríðinu og enn lifa hafa ekkert fyrirgefið. Einn af þekktustu kvikmyndaleik- stjórum Finna vinnur nú að því að kvikmynda sögu Vaino

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.