NT - 06.05.1984, Blaðsíða 7

NT - 06.05.1984, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. maí 1984 Andskotinn í sjónvarpssal og fleira gott fólk ■ Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmann og leikstjóra er óþarfi að kynna eyjaskeggjum. Við bjölluðum í hann til að forvitnast um hvað hann væri að starfa þessa dagana og kunnugleg rödd hans heyrðist í símanum. „Þetta er símsvari fyrir Ágúst Guðmundsson, ég er væntanlega í sjónvarpinu þessa stundina og þar er síminn 38800. Eins má líka skilja eftir skilaboð eftir að tónninn hefur heyrst.“ Síðan komu sömu orð á útlensku og síðan tónn. „Ha, hum, heyrðu þetta er hérna á NT nei annars við hringjum bara seinna.“ Hefur þú einhvern tíma, lesandi góður, reynt að tala við segulband og það í gegnum síma? Skömmu seinna hringdi Ágúst sjálfur, í okkur, ekki segulbandið, og þá gafst tæki- færi til að rabba við hann, milliliðalaust, ef svo má að orði komast. Hið gullna hlið „Já, ég er að vinna í sjónvarp- inu þessa dagana að undirbún- ingi á sjónvarpsleikriti sem jafnframt á að verða jólaleikrit sjónvarpsins. Hér er um að ræða gamlan kunningja okkar íslendinga, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Menn hafa eiginlega ekki áttað sig á því fýrr að þetta leikrit Davíðs er eins og sniðið fyrir sjónvarp. Við stytt- um að vísu verkið örlítið en að öðru leyti er það eins og það kemur frá skáldinu. Eg sá fljótlega, eftir að ég fór að lesa leikritið, að hér var komið eitt besta sjónvarpsleikrit sem skrifað hefur verið á íslensku. Þaö sem gerir þessa uppfærslu okkar dálítið sérstaka í mínum augum er það að við notum mikið af máluðum leikmynd- um. Eins og þú veist fer kerl- ingin til himnaríkis og allar leikmyndir sem koma fyrir á þeirri löngu leið, svo og í himnaríki, eru málaðar með vatnslitum. Það er í rauninni margt í þessu verki sem erfitt hefur verið að koma fyrir á sviði, það er svo margt furðu- legt sem gerist en sjónvarps- tæknin gerir það að verkum að slík brögð verða miklu einfald- ari þegar filman er annars vegar. Mér dettur t.d. í hug það að koma einni sál í poka og úr honum aftur. Þetta hefur oft verkað dálítið klossað á sviði en verður miklu auðveld- ara þegar sjónvarpsvélarnar eru annars vegar, að ekki sé minnst á syndara sem koma hrapandi af himnum ofan á leið sinni til heljar." Blaða- maður kyngir. Með andskotann á bakinu „Þetta er búinn að vera nokkuð tímafrekur undirbún- ingur en mjög skemmtilegur. Verkið er mannmargt en þar á móti kemur að þetta er allt unnið í sjónvarpssal og er að því leytinu til þægilegra en verk sem meira eða minna eru tekin úti við. Það sem einkum dregur mig að þessu verki eru snilldartök höfundarins og ég verð að segja að þetta er alveg makalaust skemmtilega skrif- að leikrit. Davíð fjallar þarna um trúarleg efni af mátulegri kímni án þess nokkurn tíma að fara yfir strikið. Þetta hefur hann gert af mikilli íþrótt. Við sem unnið höfum að þessu erum alltaf jafn dolfallin yfir ágæti textans. Áherslur verða einnig mjög svipaðar og Davíð gerði ráð fyrir og staðreyndin er sú að oft þegar átt hefur að breyta út af hefur endirinn orðið sá að við höfum snúið aftur til textans eins og hann var upphaflega skrifaður. Hér er að mörgu leyti verið að fjalla um fyrirmyndar hjóna- band sem þó er komið að leiðarlokum. Þau hjónin eru að vísu ansi háð hvort öðru þó að karlinn gefi annað í skyn. Á himnaríkisvöllum segir hann t.d. við kerlu sína: „Skyldi maður ekki fá sér einhverja yngri og rennilegri en þig hróið mitt“ og kerling svarar: „Þú verður víst feginn að fá nöldrið þitt ef ég þekki þig rétt.“ Að þessum orðum sögðurn heyrðust skruðningar að baki leikstjórans. „Heyrðu ég er með andskotann sjálfan á eftir mér. Það er Arnar Jónsson sem hann leikur". Og þar með var Ágúst rokinn og við bíðum spennt til jóla. Lásby mykjudreifarinn og haug- hafið samband við sölumenn okkar, sem veita allar nán- ari upplýsingar. dælan eru ódýrustu tæki sinnar tegundar á markaðnum! Viö hjá Glóbus völdum mykjudreifara og haugdælur frá danska fyrirtækinu Lásby eftir aö hafa aflað tilboða og upplýsinga frá yfir fjörutíu framleiðendum slíkra tækja. Það sem réði úrslitum var þetta: - Lásby-tækin eru mjög vel smíðuð og einföld að allri gerð. - Lásby-mykjudreifarinn er á stórum dráttarvéladekkjum. - Lásby-tækin eru á sérlega hagstæðu verði. - Lásby-tækin hafa reynst frábærlega vel í Danmörku, - t.d. notar þriðji hver danskur bóndi Lásby-mykjudreifara. fismss Gtobuse LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 | Eigum fyrirliggjandi 4000 og 6000 lítra Lásby-mykjudreifara. - Útvegum stærri með stuttum fyrirvara. Eigum einnig til afgreiðslu strax 3m og 3,6m haugdælur með eða án galvaniseringu. Afkastageta 5-8000 lítrar á mínútu. Gott verð, góð greiðslukjör.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.