NT - 07.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 11
Mánudagur 7. maí 1984 10 Féll ríkisstjórnin sjálf ofan í fjárlagagatid sitt? ■ Tveirstraumarhafaöðrum fremur sett svip sinn á íslenskt stjórnmálalíf síðustu dagana fylling fjárlagagatsins fræga og mikil samþjöppun launastétta með heitstrenginum um harða baráttu til að rétta hlut sinn á næstu haustdögum. Báðir þessir straumar bera með sér vísi að því sem við eigurn í vændum og vitna um stefnu þeirra breytinga sem eru að verða á íslensku þjóðfélagi og hljóta að vekja uggog umhugs- un hjá félgshyggjufólki. Þjóðfélagsmótunin á fjórða áratugnum Það er alkunna, að innviðir íslenska þjóðfélagsins mótuð- ust skýrar og mest á fjórða áratugi þessarar aldar. Þá voru meginlínurnar lagðar að því samfélagi sem við höfum búið við, þótt ýmsum breytingum hafi tekið. Þann áratug réðu sterkustu félagshyggjuöfl í stjórnmálunum ferðinni og mótuðu þjóðfélagsgerðina mjög í anda frjálslyndrar fé- lagshyggju með samborgara- legri ábyrgð og efnahagsjöfnun að leiðarljósi. Þá var grunnur lagður að almannatryggingum, launajöfnuði og framleiðslu- og söluskipulagi landbúnaðar sem síðan hefur dugað bænd- um og bæjarfólki bæði vel og lengi, þótt stöðnun í stakknum sé nú að líkindum orðin of mikil. En í þessa þjóðfélagsgerð vantaði ýmsa þá stuðla sem einkaframtak og gróðaöfl höfðu lengi átt í gömlum og grónum auðhyggjuþjóðfé- lögum vesturlanda. Þar voru t.a.m. ekki skilyrði fyrir ríkt fólk til þess að lifa eingöngu af arði peninganna sinna án telj- andi vinnu, og fáni hlutafélags- ins - þessa tákns auðráða yfir manngildi - var ekki við efsta hún. Þessa hafa ötulir gróða- hyggjumenn jafnan saknað í íslensku þjóðfélagsgerðinni og haft hug á því að bæta úr. Það hefur þeim að nokkru tekist í ýmsum áföngum á síðustu þremur áratugum, en munu þó telja allt of skammt gengið enn. Þeir og samtök þeirra - Sjálfstæðisflokkurinn - hafa gert ýmis tilhlaup í þessa átt með misgóðum árangri. Stærsta áhlaupið á félags- hyggjuþjóðfélagið á fyrri árum gerði „viðreisnarstjórnin" svonefnda, á sjöunda áratugn- um. Sterk vogarstöng í hönd- um þeirra afla var styrjöldin og hernám landsins. Félags- hyggjuöfl klóruðu ofurlítið í bakkann á áttunda áratugnum, en þau misstu hemil á verð- bólgunni og stofnuðu með því félagshyggjuárangri þessa ára- tugar í beinan voða, og virðast nú hafa orðið að fórna honum sérhyggjuöflum að verulegu leyti fyrir lækkun verðbólgu, og er þó ekki séð enn hvernig sá leikur endar. Sú hætta vofir yfir að þessi dýra fórn verði að litlu, verðbólgan rísi úr ösk- unni en félagshyggjufórnin verði ekki aftur heimt að sinni. Það skuggalegasta við verð- bólgubaráttuna þessi missirin er það, hve skefjalaust einka- gróðaöflin og flokkur þeirra notar hana til þess að breyta þjóðfélaginu í sína óskamynd og hve vel sú barátta gengur. Það er fyrst og fremst ófyrir- leitni þessara afla að kenna, og siðblindu í eigin barmi stjórn- arherra að kenna, að árangri verðbólgunnar er nú stefnt í beinan voða á komandi hausti, svo sem yfirbragð nýliðins 1. maí sýnir glögglega. eftir Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra Friðuðu miðin Tilkoma fjárlagagatsins svonefnda og fylling þess, sem ■ „En ekki voru menn risnir frá saraningaborði, er fjánnála- ráðherra tilkynnti að tveggja milljarða gat væri á bestu fjár- lögum aldarinnar. Hótað var nýjum sköttum, niðurskurði félagsþjónustu og öðru illu. Loks hefur verið fyllt í gatið ineð niðurskurði félagsþjón- ustu og erlendum stórlán- tökum, sem stjórnin hafði áður afneitað með heilögum heit- strengingum.“ Um starfsemi íslenskra aðalverktaka svör utanríkisráðherra við spurningum þingmanna Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna ■ Þann 23. janúar s.l. lögðu þingmenn Alþýðuflokks og Itandalags jafnaðarmanna fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá utanríkisráðherra um starfsemi íslenskra aðalverktaka á Kefla- víkurflugvelli. í greinagerð þingmannanna var tekið fram, að fyrirspurnin er komin fram til að varpa Ijósi á starfsemi og fjármál fyrirtækisins, þannig að fordómalausar umræður reistar á staðreyndum geti farið fram um íslenska aðalverktaka. Fyrir helgi lagði Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra fram umbeðna skýrslu og er þar svarað þeim 17 spurningum, sem þingmennirnir óskuðu svara við. Til að gefa lesendum sínum kost á þessum upplýsing- um, birtum við á NT spurn- ingarnar og svör utanríkisráð- herra. Hverjir eru eignaraðilar í íslenskum aðalverktökum, ann- að hvort beint eða í gegnum önnur félög, og í hvaða hlut- föllum? íslenskir aðalverktakar er sam- eignarfélag þriggja aðila: Sameinaðra verktaka hf.' (hlut- hafar 147) (sjá fskj. nr.5) 50% Regins hf. (eign Sambands ísl. samvinnufélaga) 25% Ríkissjóðs 25% Eignarfjárstaða íslenskra aðal- verktaka og matsverð varan- legra rekstrarfjármuna í árslok 1982 - a) húseignir, b) bifreiðar, c) aðrar eignir? í árslok 1982 nam eigið fé félagsins 226 624 þús. kr. a) Húseignir voru bókfærðar á 64 048 þús. kr., en það eru efnisflutningabifreiðar, steypu- bifreiðar, festi- og tengivagnar, mannflutninga- og sendibifreið- ar. c) Aðrir bókfærðir varanlegir rekstrarfjármunir eru vinnuvél- arogstærri tæki 18 108 þús. kr., og áhöld, verkfæri og innbú 4 313 þús. kr. Hvernig hefur húseignin Höfðabakki 9 verið fjármögnuð og hvaða starfsemi fer þar fram? Húseignirnar að Höfðabakka 9 eru helminga eign félagsins á móti Sameinuðum verktökum h.f. Þeir hafa greitt sinn helming hvor af byggingarkostnaði allt frá árinu 1968. Félagið hefur engin lán tekið vegna byggingarframkvæmda á þessum 15 árum. Heildarvelta Islenskra aðal- verktaka árín 1980, 1981 og 1982? Heildarvelta félagsins var sem hér segir (í þús. kr.). Ár Heildarvelta 198(5 84IÖ5 1981 127968 1982 371994 Arlegur hagnaður fyrirtækis- ins árin 1980, 1981 og 1982 og hvernig honum hefur verið ráð- stafað? Hverjar tekjur íslenska ríkis- ins hafa veríð og eignaaukning hjá íslenskum aðalverktökum s.l. ár og hvernig það hefur verið fært í ríkisbókhaldi? Þar sem félagið er sameignar- félag og jafnframt því sjálfstæð- ur skattaðili, teljast tekjur þess hjá sameignarfélaginu sjálfu, en ekki sem tekjur eignaraðila. Aftur á móti má úthluta eigend- um árlega af höfuðstóli félagsins í samræmi við niðurlag 1. tl. 55. gr. laga um tekjuskatt og eign- arskatt nr. 75)1981. Reikningar félagsins fyrir árið 1983 liggja ekki fyrir. Úthlutun til ríkis- sjóðs á árinu 1983 vegna ársins 1982 nam alls 5.000 þús. kr. innborgaður hluti til ríkissjóðs er færður í A-hluta ríkisreikn- ings á tekjuliðinn „Sameignir ríkissjóðs“. Hluti ríkissjóðs í eignaaukn- ingu félagsins á árinu 1982 á mann 27 761 þús. króna. Þar af eru 16682 þús. króna bókfærðar endurmatshækkanir vegna al- mennra verðhækkana milli ár- anna 1981 og 1982. Mismunur- inn 11 079 þús. krónur kemur úr rekstri félagsins. Hlutur ríkis- sjóðs í eignaaukningu er ekki færður í ríkisbókhaldi. Stofnfjárframlag íslcnska ríkisins og verðmæti eignarhluta þess í árslok 1982? Stofnfjárframlag ríkissjóðs hefur staðið óbreytt í bókum félagsins frá árinu 1967, þá að upphæð 8.5 millj. g.kr., eða nú 85 þús. kr. Framreiknað til ársloka 1982 með verðbreytingastuðli ríkisskatt- stjóra nemur stofnfjárframlagið 6 221 þús. kr. Verðmæti eign- arhluta ríkissjóðs í árslok 1982 nam 56 656 þús. kr. að stofnfé meðtöldu. Hversu miklum gjaldeyri ís- lenskir aðalverktakar hafa skil- að inn s.l. 5 ár, hversu háar gjaldeyrisyfirfærslur þeir hafa fengið vegna innflutningsskrif- stofu fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og hvernig háttað hefur verið skilagrein til bankanna: Hvort íslenskir aðalverktakar hafl fengið umboðslaun og ef svo er, hver þau hafa verið s.l. 5 ár og hvernig háttað hefur verið skilagrein til banka? Félagið hefur engin umboðs- laun fengið. Hverjir viðskiptabankar fyrirtækisins eru og hver var hlutfallsleg skipting innstæðna í þeim bönkum í árslok 1981 og 1982? Verðmæti tollfrjáls innflutn- ings íslenskra aðalverktaka s.l. þrjú ár, sem heimilaður hefur verið af varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins vegna eftir- farandi: a) varnarliðsfram- kvæmda, sem unnar eru á grundvelli verktaksamninga við varnarliðið; b) annars innflutn- ings sem ekki er skráður á ákveðna verksamninga? Innflutningur félagsins (í þús. kr.) i árin 1981,1982 og 1983 vegna a) verktakasamninga; b) annars innflutnines: Ár_____________ a)verksamninga 1981 .........kr. 23 061 1982 .........kr. 54 206 1983 .........kr. 240.058 Varðandi a) ber að hafa í huga, að innflutningur vegna verksamninga getur spannað tvö eða jafnvel þrjú ár. Upphæð umsaminna efnis- kaupa samkvæmt verktaka- samningum fyrir sama tímabil milli íslenskra aðalverktaka og varnarliðsins: Umsamin efniskaup vegna verksamninga voru á sama tíma: 1981 ...........$ 8 346 522 1982 ............$ 12 258 059 1983 ...........$ 9 289 371 Árlegur hagnaður félagsins eftir skatta og ráðstöfun hans var sem hér segir (þús. kr.): Ár Haenaður Lagt í varasjóð Yfirfært til næsta árs 1980 5 056 3 019 2 037 1981 3 533 2.555 978 1982 53 984 27 617 26 367 Nær öll bankaviðskipti félagsins eru við Landsbanka íslands, en félagið átti innstæðu í öllum hinum bönkunum og í þremur sparisjóðum. Hlutfallsleg skipting innstæðna í þeim var sem hér greinir: í árslok 1981 1982 Landsbanki íslands ...........................53.6% 70.0% Samvinnubanki íslands hf......................18.5% 9.5% Iðnaðarbanki íslands hf.......................11.3% 5.8% Verslunarbanki íslands hf...................... 6.0% 5.1% Aðrir bankar .................................. 6.8% 3.0% Sparisjóður Keflavíkur......................... 3.2% 6.3% Aðrir sparisjóðir.............................. 0.6% 0.3% Gjaldeyrisskil íslenskra aðalverktaka s.f. árin 1978-1983 hafa verið sem hér segir: 1978 . . . 7...................................USD 14 831 466 1979 ..........................................USD 8 416 639 !980 .............................................. USD 12 106 708 1981 ..............................................USD 13.273 250 1982 ..............................................USD 26 456 540 1983 ..............................................USD 27 930.798 Gjaldeyrisnotkun sömu ár vegna reksturs innkaupaskrifstofu: 1978 .................................................USD 285 185 1979 .................................................USD 377 742 1980 .................................................USD 371.767 1981 .................................................USD 292 986 1982 .................................................USD 293 282 1983 ...................................Tölur ekki fyrirliggjandi. Skilagrein um gjaldeyrisviðskipti fyrirtækisins er send Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti. Mánudagur 7. maí 1984 11 Ll tekið hefur tvo mánuði með óhugnanlegu írafári, er tákn- ræn raunasaga sem orðin er að ískyggilegu tveggja bakka veðri. í upphafi þessarar stjórnar- setu höfðu sérgróðaöflin sem um fram allt vilja breyta félags- hyggjuþjóðfélaginu enga bið- lund og kunnu sér ekkert hóf í valdakæti sinni. Með ráðherra- valdi var þegar farið að losa um hnúta og taka smáspretti á skeiðvelli einkagróða og hluta- félaga. Stjórnvöld kröfðust sparsemi af „litla manninum" en ekki sjálfum sér, sýndu ekkert fordæmi nema síður væri. Launafólkið í landinu - einnig láglaunafólkið, sem mest var krafist af - tók byrð- arnar á sig með meira jafnaðar- geði en dæmi eru um áður. Það sýndi skilning á verðbólgu- Eftirgjöf rikisins s.l. 3 ár (fært fram til verðlags í dag) á tollum og aðflutningsgjöldum af vélum, tækjum og búnaði vegna verktakastarfsemi við Keflavík- urflugvöll. Innflutningur á ökutækjum íslenskra aðalverktaka. Ár Fjöldi Tollar og aðfl.gjöld vandanum. Samningarnir eftir áramótin gáfu ríkisstjórninni beinlínis grænt ljós, en jafn- framt var ætlast til að noíckuð kæmi á móti og treysta mætti yfirlýsingum um trausta fjár- hagsstjórn. En ekki voru menn risnir frá samningaborði, er fjár- málaráðherra tilkynnti að tveggja milljarða gat væri á bestu fjárlögum aldarinnar. Hótað var nýjum sköttum, niðurskurði félagsþjónustu og öðruillu. Loks hefur veriðfyllt í gatið með niðurskurði félags- þjónustu og erlendum stórlán- tökum, sem stjórnin hafði áður afneitað með heilögum heit- strengingum. Það lá þó auðvit- að í augum uppi, að það væri lífakkeri stjórnarinnar og verðbólgubaráttunnar að vernda gildi samninganna, virða traustið sem þjóðin sýndi með þeim og gera allt sem unnt væri til að afstýra haust- veðrum. Þar sem launafólkið hafði óneitanlega fórnað miklu fyrir verðbólguhjöðnun, svo að varla mátti meira af henni krefjast, lá beint við hverri siðvæddri ríkisstjórn að leita á önnur mið í fyllingu fjárlaga- gatsins - og þau voru til en friðuð. Dýrir milliliðir í f jármiðlun Með efnahagsaðgerðum og lækkun launa hafði geysilegt fjármagn verið flutt frá launa- fólki til „atvinnuveganna" eins og kallað var. Slíkt gat auðvit- að verið nauðsynlegt í neyð og afleiðingum óðaverðbólgu. En gallinn var sá, að þetta höfðu sérgróðaöflin annast, og þau urðu milliliðir sem tóku til sín bróðurpartinn áf þessari til- færslu. Þetta er nú komið á daginn. Stórhlutafélög hafa grætt hundruð milljóna, verslun, sérgróðafyrirtæki og einstakiingar hafa makað krókinn. fram kemur að bókfært virði vinnuvéla og stærri tækja í árslok 1982 er 18 108 þús. kr. Hvort yfirvöld hafa kannað hvort innflutningur tækja, véla eða varahluta hvers konar, sem ekki eru skráð á ákveðna verk- takasamninga, séu í samræmi við raunverulega þörf íslenskra aðalverktaka? Yfirvöld hafa ekki kannað sérstaklega rekstrarþörf fyrir- tækisins fyrir ofangreindan inn- flutning. Fyrirtækið hefur með höndum umfangsmikla og fjöl- þætta starfsemi, eins og áður hefur komið fram, sem kallar á mismunandi mikla notkun tækja eftir eðli verkefna. Fyrir- tækið verður að vera í stakk 1981 . 13 1982 . 19 1983 . 22 2.222.438 3.355.730 4.249.944 Framreikinstuðull Núvirðikr. 2.6399 1.7167 1.0000 Upplýsingar frá íslenskum aðalverktökum hafa verið born- ar saman við upplýsingar frá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Upp- hæð tolla og aðflutningsgjalda er þinglýst sem veðband á öku- tækinu. 5.867.014 5.760.782 4.249.944 Alls: 15.877.740 bjannars Alls 8 412 13 008 40 788 31 473 67 214 280 846 Um tolla og aðflutningsgjöld af vélum, tækjum og búnaði umfram það sem að ofan greinir er það að segja að nær ógjörn- ingur er að svara spurningunni til hlítar nema með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Fara þyrfti í gegnum þúsundir skjala og tína þessa liði sérstaklega út. Þá má benda á að ekki kemur skýrt fram í spurningunni hvað átt er við með búnaði. Til frek- ari upplýsinga vísast til c) liðar svars við spurningu 2 þar sem búið að sinna ólíkum verkel um með stuttum fyrirvai Verður því að telja, að það best fært um að meta þess þarfir með hliðsjón af verkef um og rekstri. Hvernig háttað er eftirl með innflutningi samkvæmt gr. 6. tl. fylgiskjals með varna samningi mOli íslands 1 Bandaríkjanna og hverjar ha veríð tollatekjur íslenskra ríki ins af þeim innflutningi? Varnarliðinu er samkvæmt tl. 8. gr. viðbætis við varna samninginn heimilað að flyt inn á varnarsvæðið tollfrjáls; varning til nota fyrir varnarlið menn og skyldulið þeirra. Stuti eftir komu varnarliðsins var se á stofn verslun með tollfrjálsa varning (núverandi Navy Ex hange). Skoða varð því ákvæi 6. tl. 8. greinar í Ijósi breytti aðstæðna varðandi einstak hluti, sem varnarliðsmen Vettvangur T Á stórgróðri og skýrri grein sem birtist eftir „Skugga" í NT í gær eru sýnd Ijós dæmi um þetta, og m.a. bent á hvernig ríka fólkið hafi fitnað síðustu missirin, og sjáist það á því m.a. að kaupmáttur launa hafi lækkað um 20% en einkaneysl- an ekki nema um 6%. Það er ömurlegt að allt skuli nú benda til þess að verðbólgustríðið hafi kostað það að flytja stór- fellt fjármagn frá hinum fá- tæku til hinna ríku - að gera hina efnalitlu fátækari en hina ríku auðugri - af því að þessar aðgerðir önnuðust erindrekar einkauðhyggjunnar en ekki félagshyggjunnar, og með þessum aðförum er nú verið að misbjóða og svívirða þá samúð sem þjóðin sýndi baráttu gegn verðbólgu. Að sjálfsögðu var það ský- laus skylda ríkisstjórnar sem hafði nokkurt vit og sóma- kennd í kolli við þessar aðstæð- ur að leita fyllingar í gat sitt nú hjá þessum milliliðum sem hirt höfðu óhóflega mikið af fjár- magnsflutningunum til at- vinnuveganna. Þar komu auð- vitað til greina hátekjuskattur og aðrir gróðaskattar svo og margt fleira. En þetta var ekki snert, af því að varðstaðan um þennan skerf var örugg. í þess stað var klippt af félagsþjón- ustunni og tekin ný erlend stórlán, jafnvel þótt stjórnin dytti með því ofan í kjaftinn á sjálfri sér. Dregurað gamalli ályktun Yfirlýsingin um fjárlagagat- ið í kjölfar samninganna, og viðurkenning ráðherra á því, að það stafaði að verulegu leyti af vanreikningi við gerð fjárlaga á síðasta ári, jafngilti í raun játningu um fölsun fjár- laga, líklega í því skyni að fá betri kjarasamninga. Þetta og aðfarirnar við tyllmgu tjárlaga- gatsins hafa nú stórspillt við- horfi þjóðarinnar til verð- bólgubaráttunnar, og stutt mjög að því, hve herörin sern launastéttirnar skáru upp 1. maí var gustmikil og oddhvöss. Því hvarflar sú spurning að manni, hvort farið hafi fyrir stjórninni eins og drengnum í dalnum. að hún hafi í raun og veru fallið sjálf niður um fjár- lagagatið sitt þar sem ókindin situr. Það kernur ekki í ljós fyrr en með hausti eða vetri. Slíkt slys gæti þó ekki orðið mörgum fagnaðarefni eins og nú horfir, þótt margt sé að stjórnarfarinu. Afleiðingarnar gætu orðið geigvænlegar. Því miður bendir nú flest til, að aftur dragi til þeirrar rök- réttu ályktunar þess félags- hyggjuflokks sem nú situr við stjórnvöl með auðhyggju-há- körlunum, að sé ekki hægt að standa að efnahagsráðstöfun- um í þjóðfélaginu með Sjálf- stæðisflokknum, því að hann noti sér þær jafnan til þess að hygla sínum eftirlætisbörnum og skara eld á gróðahyggjunni. Það varð ályktun Framsóknar- flokksins eftir fyrsta áhlaup sérgróðaaflanna á félags- hyggjuþjóðfélagið íslenska. En veðurútlitið til vinstri er ekki heldur sérlega léttbrýnt. Félagshyggjufólkið í landinu er tvístrað, og reynslan frá áttunda áratugnum sýnir að það hefur ekki samlyndi til þess að verja þann grundvöll sem það lagði saman að félags- hyggjuþjóðfélagi á fjórða ára- tugnum, hvað þá til þess að byggja ofan á hann hús fram- tíðarinnar. Þanniger þetta nú, hvað sem síðar verður, og þess vegna er hin brýna barátta gegn verðbólgunni núna jafn- 'Yamt afkastamikil vogarstöng sérgróðaaflanna til þess að breyta þjóðfélaginu í óska- mynd sína. Andrés Kristjánsson óskuðu að flytja inn á varnar- svæðið fyrir atbeina pósthúss Bandaríkjanna til eigin afnota. Það varð því fljótlega niður- staða í varnarmálanefnd,, að varnarliðsmönnum væri heimil- að taka á móti tollfrjálsum varningi með bögglapóstsend- ingum, sem háðar væru reglum um hámarksþyngd og stærð, ef um væri að ræða hluti til einka- afnota. Hluti af póstsendingum eru vörur keyptar í gegnum póstverslun (þ.á.m. póstversl- un, sem Navy Exchange rekur). Þeirri reglu hefur verið fylgt af varnarmáladeild, að heimila ekki innflutning tollfrjáls varn- ings til einstaklinga með öðrum hætti, nema um væri að ræða komu í fyrsta sinn til íslands, sbr. 4. tl. 8. greinar. Utanríkisráðherra hafi áform um að breyta fyrirkomulagi verkútboða á vegum varnarliðs- ins og, ef svo er, þá hvernig og hvort það fyrirkomulag verkút- boðs, sem hér ríkir, eigi sér hliðstæður við samsvarandi að- stæður í öðrum löndum og, sé ekki svo, þá hvernig því sé háttað? Upplýsingar um verktaka- starfsemina á Keflavíkurflug- velli, sem lagðar hafa verið fram með þessari skýrslu, gefa yfirlit um mismunandi fram- kvæmdaþörf varnarliðsins og þá sérstöðu, sem verktakar varnarliðsins búa við í dag. Skipta má verkefnum verk- takanna í eftirfarandi þætti: 1. Samningsgerð við varnarliðið 2. Rekstur verktaka- og þjón- ustuaðstöðu 3. Birgðahald 4. Nýjar framkvæmdir 5. Mieiriháttar viðhaldsfram- kvæmdir 6. Almennt viðhald á mann- virkjum Islenskir aðalverktakar hafa með höndum verkefni, er falla undir liði 1-5, en Keflavíkur- verktakar verkefni samkvæmt lið 1 og lið 6 að mestu leyti. Hugmyndir um breytingar á verktakastarfseminni verða að taka mið af framtíðartilhögun ofangreindra þátta, svo og því samkomulagi, sem í gildi er milli íslands og Bandaríkjanna um toll-og skattfrelsi á efni, tækjum og þjónustu. Samskon- ar ákvæði eru í gildi um fram- I kvæmdir Bandaríkjanna í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalags- ins, svo og milli bandalagsríkj- anna innbyrðis varðandi verk- efni, sem greidd eru úr sameigin- legum sjóðum Atlantshafs- bandalagsins. Telja verður, að athuguðu máli, að hvorki sé heppilegt né hagkvæmt að fjölga beinum við- semjendum varnarliðsins frá því sem nú er. Ástæða er hins vegar til þess að opna fyrir þá möguleika, að nýir verktakar hefðu aðstöðu til að taka að sér verkefni í auknum mæli og á sama grundvelli og félögin er tengjast fslenskum aðalverk- tökum og Keflavíkurverk- tökum. Þá er einnig rétt að kanna ítarlega skiiyrði þess að opna aðildarfélög samningsaðila frekar en nú er. Til þess að undirbúa þetta hefur utanríkis- ráðherra ákveðið að koma á fimm manna samstarfsnefnd, sem í eiga sæti tveir fulltrúar Verktakasambands Islands, fulltrúi íslenskra aðalverktaka, fulltrúi ráðuneytisins. Nefnd- inni verði jafnframt falið að inni verði jafnframt falið að kanna fyrirkomulag þessara mála og reynslu 1' öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. VIMIM Málsvari frjálslyndis, samvinnu og féiagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. fslensk málnefnd ■ Því ber að fagna að komið er fram á Alþingi frumvarp til laga um íslenska málnefnd. Frumvarpið er flutt til þess að staðfest verði með lögum sú skipan, sem Ingvar Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, kom á fyrir 4 árum og varð til þess að lyfta málnefndinni úr þeirri lægingu, sem hún hafði lengst af búið við. Ingvar Gíslason beitti sér fyrir stórauknum fjár- veitingum til málnefndarinnar og réð kunnan mál- fræðing, Baldur Jónsson dósent, til þess að sinna sérstaklega íslenskri málnefnd og annarri starfsemi, sem henni tengist. Var Baldur jafnframt leystur frá kennsluskyldu við Háskólann, og skyldi þessi skipan haldast til reynslu í 4 ár. Auk þess vann þáverandi menntamálaráðherra að því að Háskóli íslands legði málnefndinni og annarri starfsemi í tengslum við hana rúmgott húsnæði. Með þessum ráðstöfum hefur tekist að gerbreyta starfsskilyrðum nefndarinnar, og hefur starf henar farið mjög vaxandi undanfarin ár. Það er í fullu samræmi við þá stefnu, sem Ingvar Gíslason markaði í þessu máli, að lögfesta nú starf íslenskrar málnefnd- ar og fela sérstökum prófessor í málfræði forstöðu hennar. íslensk málnefnd gegnir því veigamikla hlutverki að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti. Þ.á.m. vinnur nefndin að lausn ýmissa hagnýtra efna, er varða íslenskt mál, og er til aðstoðar og ráðuneytis um orðaval og nýyrðasmíð, sem telja má eitt hið mikilsverðasta starf í sambandi við þróun íslenskrar tungu og viðgang hennar. Orðabanki í greinargerð fyrir frumvarpinu um íslenska mál- nefnd segir m.a. á þessa leið: „Mikil hreyfing er nú á eflingu orðabanka á Norðurlöndum, og er þá verið að hugsa um tölvutækt safn nýyrða og sérhæfðra orða. íslensk málnefnd hefur samvinnu við þá, sem að þeim málum vinna, en það eru sérstakar stofnanir, aðrar en málnefndirn- ar, og hér á landi hafa verið uppi sterkar raddir um stofnun slíks orðasafns, m.a. í þágu orðanefnda, sem félög og stofnanir hafa komið á fót í ýmsum sérgreinum. Þegar haft er í huga, hvernig málum ér nú komið og hve margþætt starf hvílir á íslenskri málnefnd, má ljóst vera, að löggjöf verður að vera til um hana, hlutverk hennar og starfsemi, og þau lög verður að setja sem allra fyrst. Þess má geta til fróðleiks, að í Noregi voru sett lög um Norsk sprákrád 1971, og bækistöð málnefndanna í Finnlandi, Forskningscen- tralen för de inhemska spráken, var stofnuð með lögum 1976. Háskóli íslands hefur frá öndverðu verið athvarf íslenskrar málnefndar, og einnig nú síðustu árin hefur hann sýnt áhuga og skilning á þeirri þróun, sem orðið hefur, með því að leggja málnefnd og máltölv- un til húsnæði, þar sem skilyrði eru góð til að reka þessa starfsemi í einu lagi. Með þessu frumvarpi, ef að lögum verður, er því einnig verið að treysta samstarf íslenskrar málnefndar og Háskóla íslands“. Fljótlega hlýtur að því að koma, að stofnað verði til orðabanka hér á landi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.