NT - 07.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 12
■ Auðvitað er Lisu Edwards um og ó, þegar hún ber kvildndið að munninum, en brátt er bjöm- inn unninn, og viti menn, þetta var ekki sem verst! Mánudagur 7. maí 1984 1 2 Chris Atkins kærir sig ekki um að vera leikfang eldri kvenna í Hollywood! Margar tískubylgjurnar j sín upptök í Hollywood berast síðan þaðan um víða öld. Nýjasta tískan þar er eldri konur eigi vingott við yngri menn. Það þótti áður ;i góð latína að karlinn væri ;ri en konan, en það álit ur breyst svo, að nú þykir last gamaldags, ef fólk er óheppið að viðhalda gamla Leikarinn Chris Atkins hef- ur því þótt hreinn hvalreki á fjörur örvæntingarfullra leik- kvenna, sem þykjast komnar á vafasaman aldur. Chris er orðinn 22ja ára, en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 16. Hann var fenginn til að leika hlutverk elskhuga Sue Ellen í Dallas og síðan hefur hann ekki getað um frjálst höfuð strokið vegna alls kyns tilboða í Hollywood. Hann kann ósköp vel að meta þá athygli, sem kvikmyndaframl- eiðendur sýna honum. En hann kann ekki eins vel að meta þá persónulegu aðdáun, sem grónar og gildar kvik- myndadísir sýna honum. Pær bjóða honum stanslaust í heimsókn og innifalið á yfir- leitt að vera dýrindis kvöld- verður, eða þá - jafnvel enn frekar - morgunverður í rúmið! Chris er ekkert ginnkeyptur fyrir þessum gylliboðum, enda er hann þegar búinn að gera upp hug sinn og finna sína hjartans útvöldu. Hún heitir Cindy Gibb og er 20 ára gömul leikkona á uppleið í Holly- wood. Þau eru búin að vera meira og minna saman í 4 ár og Chris er alveg ákveðinn í því, að hann ætli að giftast Cindy og eiga með henni mörg börn! Sá er einn hængur á þessum áætlunum hans, að í hvert sinn, sem hann hefur minnst á það við Cindy, að nú skyldu þau láta til skarar skríða, bregst hún ókvæða við og seg- ist ekki vera tilbúin til að stíga svo alvarlegt skref. Síðan fer hún í fýlu í nokkra dag og Chris er niðurbrotinn maður. En ekki líður á löngu, þar til allt er aftur fallið í Ijúfa löð á milli þeirra, eða allt þangað til Chris herðir upp hugann að nýju og ber upp bónorðið! Óvenjuleg en árangurs- rík kennslu- aðferð ■ Óneitanlega eru kennsluað- ferðir líffræðikennarans Horace Lucich, sem kennir við gagn- fræðaskóla í San Jose í Kali- forníu óvenjulegar. Hann lætur nemendur sína borða alls kyns lifandi skordýr einu sinni á ári og gefur þeim hærri einkunnir fyrir vikið! Viðurkenningakerfi Lucichser einfalt. Hver sá, sem stingur lifandi skorkvikindi í munninn og heldur því þar í 5 sekúndur, fær 5 punkta aukalega fyrir. Sé skordýrið bitið í tvennt, gildir það 10 punkta, en sá, sem gleypir það fær heila 15 punkta. Hæsta eink- unn er þó gefin fyrir að tyggja kvikindið og gleypa það síðan, 20 punktar. Sumir krakkamir þurfa virki- lega að yfirvinna áunna óbeit á því að taka þátt í þessum leik, en þegar þeir sjá árangurinn á eink- unnablaðinu, þykjast þeir hafa unnið stóran sigur. Röksemdafærsla Lucichs fyrir þessari óvenjulegu kennsluaðferð er sú, að krakkarnir skemmti sér hið besta við þessa iðju, þegar þeir hafa komist upp á lag með hana. Eins segist hann benda þeim á, að skordýrin hafi næring- argildi, mun meira en sumir skyndibitarnir, sem krakkarnir hafa til þessa að mestu nærst á. Og síðast en ekki síst yfirbugi krakkarnir ótta sinn og ógeð á skríðandi, slepjugum smádýrum. Sjálfur segist Lucich neyta lifandi skordýra í meira eða minna mæli að staðaldri. ■Höfrungarnir synda jafnt og stillilega með vin- konu sína á bakinu. ■ Það er hægt að fara á sjóskíðum án þess að láta bát draga sig, það sannar hún Pam- ela fagra Bellwood og sýnir hér á meðfylgjandi mynd. Hún hefur hér beislað tvo höfrunga og stendur á baki þeirra og heldur í beislið. Það má eiginlega segja að hún sé með tvo til reiðar, eins og hestamennirnir segja. Þetta sýningaratriði mátti sjá í Sea World-sjódýrasafninu í San Diego í Bandaríkjunum. Pamela Bellwood leikur í „Dynasty„-þáttunum. Hún leikur persónu sem heitir Claudia Blaisdel, en meira vit- um við ekki um hana, en kannski fáum við bráðum að sjá þessa fegurðardís í íslenska sjónvarpinu, ef svo skyldi fara að Dynasty tæki við af Dallas, eins og sumir tala um. Meðtvo til reiðar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.