NT - 07.05.1984, Blaðsíða 23

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 23
Gunnarvann drengjahlaupið ■ í gær fór fram á svo- kölluðu „Geirsnefi“ við Elliðaár, drengjahlaup Ármanns. AUs voru 16 keppendur í hlaupinu í tveimur flokkum. í flokki 15-20 ára sigraði Gunnar Birgisson ÍR. Hann fékk tímann 10:22,8 mínútur. í þremur næstu sætum voru einnig 1R- ingar. Garðar Sigurðsson hreppti annað sætið, hljóp á 10:26,1 mín., þriðji varð Steinn Jóhannsson á 10:44,0 mín. Fjórði varð Kristján Skúli Ásgeirsson á 11:15,9 mín. FH-ingurinn Ásmundur Sigurðsson varð fimmti, fékk tímann 11:44,6 mínútur. í flokki drengja 14 ára og yngri sigraði Finnbogi Gylfason FH. Finnbogi hljóp á 5:09,5 mín. FH-ing- ar einokuðu þennan flokk í hlaupinu, því þeir röðuðu sér í öll efstu sætin. Björn Pétursson FH varð annar á 5:11,9 mín. Ármann Markússon FH, þriðji á 5:45,9, Auðunn Guð- mundsson FH, fjórði á 5:48,7 mín. og Gunnar Guðmundsson, einnig úr FH, varð fímmti á 5:49,0 mín. í flokki 14 ára og yngri voru hlaupnir 1500 metrar, en í eldri flokknum 3000 metrar. Veino fyrstur ■ Martti Veino frá Finn- landi sigraði örugglega í 10 km. hlaupi á frjálsíþrótta- mótinu í Osló í gær. Annar varð Julian Goater frá Bretlandi og Cor Lam- brecht frá Hollandi varð þriðji. Brassarnir sterkir í körfubolta ■ Brasilíumenn sigruðu í síðasta leiknum af sex við Júgóslava í körfuknattleik um helgina með 103 stigum gegn 74. Þessir leikir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir Olympíuleikana í Los Ángeles í sumar. Lloyd sigraði ■ Chris Evert-Lloyd sigr- aði Andreu Jaeger í úrslita- leik í opnu tennismóti í Suður-Afríku, sem lauk í gær. Evert sigraði með miklum yfírburðum, 6-3 og 6-0. Heimsmet í sjöþraut ■ Sabine Paetz, frá A- Þýskalandi, setti i gær heimsmet í sjöþraut kvenna í frjálsum íþróttum og sló met samlöndu sinnar Ramonu Neubert frá því í júní. Nýja heimsmetið er 6.867 stig. Benfica meistari ■ Benfica Lissabon varð portúgalskur meistari í knattspyrnu annað árið i röð í gær. Liðið gerði þá jafntefli gegn Sporting Lissabon. Juventus enn efst ■ Juventus gerði aðeins jafntefli á heimavelli sínum gegn Avellino, 1-1 um helgina. Það kom þó ekki að sök, því að næstu lið á eftir Juventus, sem er eitt efst í fyrstu deildinni ítölsku, Rom og Fiorentia, gerðu einnig jafntefli. Ju- ventus hefur 43 stig, Roma 39 og Fiorentia 35 stig. Lodz leiðir í Póllandi ■ Widzew Lodz leiðir enn í pólsku fyrstu deild- inni í knattspyrnu, þrátt fyrir að liðið hafí tapað stigi um helgina í leik við LKS Lodz, sem lauk með jafntefli. Helstu keppi- nautar Widzew Lodz, Lech Poznan, unnu Legia War- saw á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Lodz er efst með 32 stig en Poznan fylgir fast á eftir með 31 stig. Metz mætir Monacoí úrslitum ■ Metz tryggði sér sæti í úrslitaleik frönsku bikar- keppninnar með sigri á Nantes í undanúrslitum. Monaco tryggði sér einnig sæti þrátt fyrir tap gegn Toulon, 2-1. Liðið sigraði fyrri leikinn 4-1. Úrslitaleikurinn verður næsta föstudag á Parc Des Princes leikvellinum í París. Egypsk úrslit: ■ Fyrir áhugamenn um egypsku knattspyrnuna eru hér helstu úrslitin um helgina. Ittihadd og Mok- aweloon skildu jöfn, hvort lið gerði eitt mark. Tersana og Mahalla Textile gerðu einnig jafntefli með sömu markaskorun. Menia sigr- aði svo Olympicks, 2-0. Amalek hefur örugga forystu í egypsku fyrstu deildinni, er með 23 stig en Ahli, næsta lið, hefur 17 stig. Kanadaáfram ■ Kanada sigraði brasil- íska kvennalandsliðið í körfuknattleik í gær er liðin léku í forkeppni fyrir Olympíukeppnina í körfu- knattleik kvenna í Los Angeles í sumar. Leiknum lauk 85-83 og tryggði það Kanadastelpunum sæti í 8-liða úrslitum keppninn- ar, sem haldin er á Kúbu. Önnur úrslit í gær urðu þau að Búlgaría burstaði Japan 88-60, Júgóslavía sigraði England 71-46 og Kúba sigraði Mexíkó 82- 51. iFiiu i im Samúel Örn Erlingsson (áb), Björn Leósson, Jón Ólafsson. ■ Fram sigraði Víking í Reykjavíkurmótinu í knattspy rnu í gær, 2-1. Á myndinni sést Ómar Torfason, Víkingi skora úr vítaspymu. NT-mynd Ámi Sæberg Fyrsta alþjóðlega hlaup Zolu Budd: Varð í þriðja sæti Cristiansen vann - Waitz önnur ■ Olympíuvon Breta, Zola Budd sem fædd er í S-Afríku, en er nýbúin, sem kunnugt er, að fá breskan ríkisborgararétt, keppti í fyrsta alþjóðlega hlaup- inu sínu í gær í Ösló. Þetta var 10.000 metra hlaup og hafnaði hið berfætta undra- Maraþonhlaup í Munchen: Keppandi dó! barn íþriðjasæti, áeftirtveimur norskum stúlkum, þeim Ingrid Cristiansen og Gretu Waitz. Cristiansen vann, hljóp á 31:25,2, Waitz fór þetta á 31:28,1, en Budd kom í markið á 31:42,5. Margir komu til að sjá undra- barnið og margir urðu einnig fyrir vonbrigðum. Zola Budd náði Olympíulágmarkinu í 3000 metra hlaupi í sínu fyrsta hlaupi í Bretlandi og sigraði í 1500 metra hlaupi í London fyrir skemmstu og var rétt fyrir ofan Olympíulágmarkið. Að þessu sinni réð hún ekki við andstæðinga sína. ■ 54 ára gamall v-þýskur hlaupari Karl Kreiser, fékk hjartaáfall í Múnchenar-mara- þonhlaupinu í gær. Kreiser hneig niður aðeins 500 metra frá markinu á Olympíuleikvang- inum í Múnchen. Þessi voveif- legi atburður skyggði á allt ann- að í hlaupinu. Annars var þar Karel Lismont, silfurverðlaunahafínn úr maraþonhlaupinu á Olym- píuleikunum í Múnchen árið 1972, sem sigraði í þessu hlaupi. Breskt met í spjótkasti - methafinn keppir við Einar um næstu helgi Meistaramótið í götuhlaupi: Fjórfaldur ÍR-sigur ■ Roland Breadstock nem- andi við háskóla í Dallas í Texas setti um síðustu helgi nýtt breskt met í spjótkasti í frjálsíþrótta- móti í Dallas um síðustu helgi. Breadstock kastaði spjótinu 88,24 metra. Um næstu helgi verður Breadstock meðal keppenda á suð-vesturríkjamótinu, en þar fær hann væntanlega harða keppni því íslandsmethafínn í spjótkasti Einar Vilhjálmsson verður einnig meðal keppenda. Einar er í góðu formi þessa dagana og er til alls líklegur á mótinu. ■ í gær, sunnudag fór fram meistaramót íslands í 25 km götuhlaupi. ÍR-ingar voru sigur- sælir í hlaupinu, fjórir fyrstu menn voru úr ÍR. Alls voru 17 keppendur sem hófu hlaupið, en 10 þeirra luku hlaupinu á löglegan hátt. Sigur- vegari varð Sigfús Jónsson ÍR, hann hljóp á 1:23.59 mínútum, en sá tími er aðeins 48 sekúnd- um frá Islandsmeti í þessarri grein. Steinar Friðgeirsson ÍR varð annar á 1:26.07 mín. og bróðir hans Stefán varð þriðji á 1:34.04 mínútum. Jóhann H. Jóhannsson ÍR varð fjórði, hann fékk tímann 1:34.30 mín- útur. Sundkóngurinn hér á árum áður, Guðmundur Gísla- son Ármanni varð í fimmta sæti á 1:38.00 mínútum. Óskar Jakobsson: Orðinn góður af meiðslunum ■ Óskar Jakobsson kringlu- í Texas 20. maí og þá mun hann kastari, sem nú dvelur við væntanlega keppa að því að ná æfíngar í Bandaríkjunum er Ólympíulágmarki í kringlu- orðinn góður af þeim leiðu bak- kasti. Óskar hefur ekki getað meiðslum sem hafa háð honum keppt á þeim háskólamótum nú um nokkurt skeið. sem fram hafa farið að undan- Óskar er í góðri æfingu um förnu vegna þess að hann lauk þessar mundir og finnur ekki námi sínu í skólanum um síð- fyrir neinum meiðslum í bakinu. ustu áramót. Tækifæri Óskars á Hann mun keppa á miklu móti aðnálágmarkinuerþví20. maí. ■ Óskar Jakobsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.