NT - 07.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 13
LlL' Mánudagur 7. maí 1984 13 ÞAD ER KUNST AD KLÆDA SIG ísam- ræmi við til- efnið! ■ Ekki mátti á milli sjá hvor þeirra fékk meira lof fyrir klæðaburðinn Morgan Fairchild (t.v.) eða Michele Lee (t.h.) og er hann þó vægast sagt ólíkur. Reynd- ar verður að taka fram, að myndirnar voru teknar við tvö ólík tækifæri. Morgan Fairchild var viðstödd góðgerðaleik í körfubolta í Beverly Hills og klæddi sig náttúrlega í samræmi við tilefnið. Henni þótti við eiga að vera í rosastórum ljósbláum jakka með bleiku ívafi, bleiku pínupilsi og stutt- buxum í sama lit. Og þar sem fótkuldi er óhollur, var hún í bleik- og bláröndótt- um legghlífum við og nátt- úrlega með kálfslappir, eins og tískan býður. Michele Lee, sem þekkt er fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttunum Knots Landing þurfti hins vegar að finna sér viðeigandi klæðnað til að bera við verðlaunaaf- hendingu í Santa Monica. Hennar búningur er líka fjölskrúðugur og margsam- ansettur, en þótti helst minna á þann klæðnað sem Vesturlandabúar ímynda sér að konur olíufursta beri í kvennabúrum þeirra. Hafi einhverjir lesendur Spegils- ins áhuga á að líkja eftir þessum fatnaði, virðist það vera fremur auðvelt, en það sem setur punktinn fyrir i-ið á honum, er pallíettu- saumurinn, sem víða bregður fyrir á honum. LOKSINS!!! „Kálgarðsbörnin" ■ Síðastliðinn vetur flugu fréttir um heiminn með elding- arhraða um nýjasta aeðið, sem gripið hefur um sig í Banda- ríkjunum, og reyndar síðar um allan heim. Á markað kom ný tegund af brúðum, sem þótti hafa margt nýstárlegt sér til ágætis. Engar tvær þeirra eru eins, og var það eitt og sér nokkuð gott. En annað vakti þó enn meiri at- hygli og áhuga fólks á því að koma höndum yfir þessa dýr- gripi. Brúðurnar mátti ætt- leiða! Það leiddi til þess að eigendurnir bundust þeim sér- stökum tilfinningaböndum og undanfarna mánuði hefur eng- inn verið maður með mönnum, sem ekki hefur átt a.m.k. eitt „kálgarðsbarn“, en svo hafa brúður þessar verið nefndar. Kvað svo rammt að eftirsókn- inni, að fólk vílaði ekki fyrir sér löng ferðalög, jafnvel yfir Atlantshafið, ef það mætti verða til þess að það gæti klófest eins og eitt slíkt „barn“. Nú þurfa íslendingar ekki að fara í löng ferðalög til að verða sér úti um slíkt „barn“ til ættleiðingar. Það nægir að bregða sér í leikfangaverslun- ina K. Einarsson við Laugaveg i Reykjavík og tryggja sér eintak. Ekki dregur það úr spenningnum, að þegar festl eru kaup á „kálgarðsbarni", veit kaupandinn ekkert hvers konar bam hann hreppir fyrr en viðskiptin eru um garð gengin. Þau koma nefnilega í innsigluðum blómkálshöfðum, sem engin leið er að gera sér grein fyrir hvað innihalda, fyrr en innsiglið er rofið. Og þeim fylgir auðvitað ættleið- ingarskjal, eins og vera ber um munaðarlaus „kálgarðsbörn“. ■ Michele Lee (t.h.) flnnst þessi klæðnaður hæfa við verðlauna- veitingar, en Morgan Fairchild cr búin að finna hinn eina og sanna búning til að mæta í á körfuboltaleiki!

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.