NT - 07.05.1984, Blaðsíða 21

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 21
 nv j IlL Útlönd Kórea: Páfinn boðar fyrirgefningu En stúdentar krefjast lýðræðis notað heimsókn páfa til mikilla mótmælaaðgerða. Fyrir helgina tóku um 10 þúsund háskólastúdentar við sex háskóla þátt í mótmælum gegn stjórn- völdum. Þeir kröfðust meira lýðræðis. Stúdentar hafa mótmælt á hverju ári frá 1960 þegar blóðug stúdentauppreisn neyddi Syngman Ree, fyrsta forseta Suður Kóreu frá völdum. Á sunudag er páfi var á leið í höfuðdómkirkju Seoulborgar hljóp 22 ára gamall stúdent út úr mannþyrping- uni meðfram götunni sem páfi ók um í skotheldum bíl og hleypti nokkrum skotum af skammbyssu í átt að fara- tækinu. Hann var þegar yfirbugaður af öryggisvörðum. í ljós kom að maðurinn var með leikfangabyssu úr plasti sem ekki var hægt að hleypa skoturn úr, en hvellhetturnar höfðu hátt þegar þær sprungu. Páfa brá greinilega við árásina en brátt breiddist bros yfir andlit hans og ferðinni var haldið áfram,. Það hefur vakið talsverða undrun að stúdentinum hafi tekist að komast í skotfæri við páfann, því gríðarmiklar öryggisráðstafanir eru gerðar vegna komu lians. Páfi mun fara frá Suður-Kóreu í dag og halda til Nýju Guineu. ■ Eftir heim- sókn sína til Suður-Kóreu heldurpáfmn til Papua Nýju- Gíneu en þang- að mun hann koma þann 7. maí. Kaþólikar þar eru þegar farnir að undir- búa heimsókn páfans. Hér sést hvar kaþólskir pílagrímar þar í landi ganga með kross á leið sinni til Hagen- tinds en þangað er páfinn vænt- anlegur. Þegar göngunni lýkur munu píla- grímarnir hafa lagt 2.500 km. að baki sér. Símamynd - POLOFOTO Seul - Reuter ■ Heimsókn Jóhannes Páls páfa ann- ars til Suður-Kóreu gengur samkvæmt áætlun. St.l föstudag heimsótti hann Kwangju- borg, en þar var gerð upp- reisn gegn stjórnvöldum fyrir fjórum árum. Uppreisnin var barin niður með hervaldi og fjöldi manns lét lífið. í Kwangju hitti páfinn ættingja 189 manna sem féllu í uppreisninni. Hann boðaði þeim fyrirgefningu og við sama tækifæri sagði hann við hóp nýrra kaþólika, sem átti að fara að skýra, að þeir yrðu að fyrirgefa þeim sem hefðu syndgað gegn þeim. Þáheimsótti páfi holdsveikrahæli. Háskólastúdentar í Suður-Kóreu hafa ■ Meira en 300 unglingar voru teknir í vörslu lögreglunnar vegna mótmæla fvrir utan Frelsissafnið í Kaupmannahöfn. Um 1000 unglingar tóku þátt í mótmælunum. Þeir mótmæltu því sem þeir kölluðu menningarheimsvaldastefnu (kulturim- perialisma). Unglingarnir skvettu málningu á húsveggi og máluðu vígorð. Þeir voru handjárnaðir og fluttir í bflum til lögreglustöðva víðsvegar um Kaupmannahöfn. Unglingarnir sögðu að mótmælin hefðu verið upphaflð að tíu daga kjötkveðjuhátíð. Beint úr réttarsalnum í „Svanavatnið“ London-Keutcr. ■ Kúbönsk ballettdansmær var sektuð um 50 sterlingspund fyrir að stela úr verslun í London á laugardag. Úr réttar- salnum fór hún beint í leikhúsið til að taka létt spor og svífa um sviðið í Svanavatninu og missté sig þar hvergi. Ballerínan, sem er í menning- arfgrðalagi Kúbanska þjóð- ballettsins í Bretlandi, viður- kenndi fyrir réttinum að hafa hnuplað fötum, skartgripum og sælgæti í verslun s.l. föstudag. Flugvellinum í Meistaravík verður lokað ■ Flugvellinum í Meist- aravík á Norðaustur- strönd Grænlands verður lokað um næstu áramót. Ekki verður hægt að halda tlugvellinum opnum lengur þar sem fjárveiting- ar til reksturs hans hafa verið skornar niður. Sjó- leiðin til Meistaravíkur lokast stundum árum sam- an vegna ísa. Danskir vísindamenn eru mjög óhressir með þessa ákvörðun og halda því fram að það torveldi mjög allar rannsóknir á norðaustur Grænlandi að loka flugvellinum, því að frá Meistaravík er farið alla meiriháttar rannsókn- arleiðangra til norðaustur svæðanna. Eftir lokun flugvallarins í Meistaravík verður erfitt að koma við olíuleit við Jameson Land eins og fyrirhugað er. Það er danska Flugmál- astofnunin sem rekur völl- inn fyrir herinn, Græn- landsmálaráðuneytið og atvinnuráðuneytið. Árleg fjárframlög til flugvallar- ins nema 11. millj. danskra króna, þar af greiðir landvarnaráðu- neytið 3.6 millj. kr. Hugmyndir hafa komið fram um að loka flugvell- inum yfir vetrarmánuðina en hafa hann opinn á sumrin en það mun vart mögulegt þar sem halda ■ Flugvöllurinn í Meist- aravík er mikilvægur fyrir alla rannsóknarleiðangra sem fara til norðaustur- hluta Grænlands. verður flugbrautunum við allt árið ef þær eiga ekki að eyðileggjast. í árfara 15 rannsóknar- leiðangrar til norðaustur Grænlands og 10-12 þeirra munu fara um flug- völlin í Meistaravík. í Danmerkurhöfn sem er mun norðar en Meistara- vík er malarflugbraut, sem lögð var til bráðabirgða og ef til vill mun vera hægt að lagfæra hana eitt hvað. Wtt ^STURfi ,fí;0 nlfS B .(rD 0 “ - Póstsendum um land allt JJ , TAUOGTÖLU^. löÍLim opnað vefnaöarvöruversfun í porti JL — hússins Verið velkomin TAXJ OG TÖLUR JL - ix.rnnu l IrinHbruul 121 Hc-ykjuvík Sími 23075 -5 l' :V •V>* ODYRAR BÓKAHILLUR fáanlegar úr eik og teak ogfuru Stærd: Hæd 190 cm Dýpt 26 cm Breidd 60 cm Breidd 90 cm Breidd 120 cm Húsgagnadeild Jon Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Citroén CX 2500 dísel ’82 8 manna Til sölu einstaklega fallegt eintak af þessum vinsæla feröabíl. Topp bíll. Upplýsingar í síma 18129 eftir kl. 19.00. LATIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐ Tökum aö okkur aö þétta sprungur i steinvegjum, lögum alkaliskemmdir, þettum og ryöverjum gömul bárujérnsþök. Sprungu- K —- Upplýsingar i simum ^ (91) 66709 & 24579 þétting Höfum háþróuö amerisk þéttiefni frá RPM 11 ára reynsla á efnunum hér á landi. Gerum föst verötilboö yöur aö kostnaöarlausu án skuldbindinga af yðar hálfu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.