NT - 07.05.1984, Blaðsíða 22

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 22
Mánudagur 7. maí 1984 22 Nigería: Eðlileg viðskipti að hefjast á ný Lago* - Rauttr ■ Peningaskiptunum í Niger- íu er nú lokið. Á 12 dögum hafa bankar skipt þrem milljörðum gamalla naira fyrir nýja. Þetta samsvarar um 12 milljörðum ísl. kr. Þeir nairar, sem ekki hefur verið skipt fyrir nýju pen- ingana, eru nú verðlausir og ólöglegt er að hafa þá undir höndum. Fyrir réttum tveim vikum til- kynntu stjórnvöld í Nigeríu að peningaskipti færu fram, landa- mærum var lokað til að koma í veg fyrir peningasmygl til lands- ins og hótað var að skjóta niður allar flugvélar, sem ekki kæmu inn í nigeríska lofthelgi í eðli- legu áætlunarflugi. Peningask- iptin voru gerð til að stemma stigu við spillingu og miklum fjármagnsflótta frá landinu og gera verðlausa peninga, sem menn höfðu komist yfir á ólög- legan hátt og gátu ekki gert grein fyrir. Gífurlegum upp- hæðum var smyglað úr landi þar sem bankar keyptu naira með miklum afföllum. Þeir sitja nú uppi með verðlausan pappír. Á þeim 12 dögum, sem pen- ingaskiptin fóru fram, fékk hver Nigeríubúi að skipta tilteknu magni af gömlu naiörunum í nýja. Bankastarfsmenn hafa unnið sleitulaust alla daga við peningaskiptin, sem sögð eru hafa farið tiltölulega friðsam- lega fram. Bankar eru lokaðir í dag, en verða opnaðir aftur á morgun, þriðjudag. Herstjórnin í Nigeríu mun nú herða mjög eftirlit með fjár- munahræringum einstaklinga og fyrirtækja til að koma í veg fyrir áframhaldandi spillingu. Lögfræöingasamtökin hafa mótmælt þeim ráðagerðum stjórnarinnar að draga þá sem staðnir eru að peningabraski fyrir herdómstóla. En stjórnin situr við sinn keip og ólögleg meðferð fjár verður tekin fyrir af herdómi. ■ Fimm manns fórust og yfir 20 slösuðust þegar þyrla hrapaði á áhorfendasvæði við kappakstursbraut í Ahvenisto í sunnanverðu Finnlandi í gær, sunnudag. Myndin er tekin af flaki þyrlunnar á meðan slökkviliðsmenn voru enn að berjast við eldinn. Símamynd Polfoto. Árásá sovéska menn- ingar- miðstöð R*Hut-R*ut*r ■ öfgasinnaðir múhameðs- trúarmenn lýstu á hendur sér árás á sovéska menningarmið- stöð í Beirut um helgina. Eld- flaug var skotið á bygginguna en slys urðu ekki á fólki. Skömmu síðar hringdi maður í alþjóðafréttastofu í Beirut og sagðist tilheyra her hinnar mú- hameðsku sólarupprásar, sem staðið hafi að eldflaugasending- unni á menningarmiðstöðina. Sagði hann hana svar við glæpa- verkum sovéska hersins í sAfganistan. Tilkynnt var að þetta væri á^eins fyrsta viðvörun. Eftirleið- is mundi verða ráðist á sovéska sendimenn í Líbanon og öðrum múhameðskum löndum ef So- vétríkin láta ekki af villimann- legúpi aðgerðum gegn múham- eðstrúarmönnum í Afganistan. Herrey-bræður unnu Eurovision keppnina, en: „Þeir verða gleymdir efftir sex mánuði,“ segir Stikkan Anderson, Abbaforstjóri ■ Sænsku mormónastrák- arnir, sem unnu Eurovision söngvakeppnina í fyrrakvöld, fá ekki sérlega fagnandi við- tökur þegar þeir koma heim til Svíþjóðar, a.m.k. ekki af stéttarbræðrum sínum í sænska poppheiminum. Þannig var það haft eftir Stikk- an Anderson, guðföður ABBA, í sænsku síðdegis- blöðunum í gær, að hann gefi strákunum í hæsta lagi 6 mán- uði, síðan mun frægð þeirra vera lokið, spáir hann. Á tíu ára afmæli ABBA-sig- ursins unnu Svíar Eurovision söngvakeppnina í annað sinn í fyrrakvöld Fyrir því sáu Herr- ey-bræður frá Gautaborg. Þeir eru allir mormónatrúar og hafa reyndar búið í Los Angeles undanfarin ár. Einn þeirra ■ Mikil gleði ríkti í herbúðum Svía þegar tilkynnt var að The Herreys hafi unnið Eurovisionkeppnina. Símamynd Polfoto mun hafa leikið í Fame-sjón- varpsþáttunum, sem m.a. hafa verið sýndir víða í Evrópu. Að vonum eru margir Svíar í sæluvímu þessa dagana og þeir bræður mjög hreyknir af sigrinum, sem sænsku blöðin segja vera að minnsta kosti 3-4 milljóna virði. Það virðist á hinn bóginn vera samdóma álit manna í sænska poppheimin- um, að sigurinn muni ekki duga þeim til neins verulegs framdráttar. Stikkan Ander- son, sem er með voldugri nöfnum í hljómplötuiðnaðin- um í Svíþjóð, segist ekki vera reiðubúinn að „veðja mörgum aurum á þá“ og Björn Skifs, sem sjálfur hefur tvisvar tekið þátt í keppninni, segir það vera „synd að þessi tegund tónlistar“ sé látin kynna Sví- þjóð erlendis. Kína og V-Þýskaland semja um kjarn- orkumál Bonn-Rcuter ■ Li Peng, varaforsætisráð- herra Kína, kom til Bonn í gær. Hann mun dvelja i Vestur- Þýskalandi í 11 daga og ræða við forystumenn þar um efna- hagssamvinnu og sérstaklega um samvinnu á sviði kjarnorku- mála. Búist er við að undirritað- ur verði samningur um að vest- ur-þýsk fyrirtæki fái að gera samninga við Kínverja um að fá að selja þeim tækniþekkingu og kjarnorkuver. Þó munu Þjóðverjar ekki selja Kínverj- um tæki eða efni, sem hægt verður að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. En Þjóðverjar munu fá leyfi til að gera tilboð í byggingu kjarnorkuvera til raf- orkuframleiðslu. Hyggjast Kín- verjar reisa 12 slík orkuver. Reiknað er með að Banda- ríkjamenn muni reisa 10 þeirra, en eftir samningagerðina í Bonn stendur þýskum fyrirtækjum opið að bjóða í byggingu þeirra tveggja sem ekki er búið að semja um. Li mun hitta Khol kanslara að máli n.k. fimmtudag í Stuttgart, en þar mun þá standa yfir landsfundur Kristilega dem- ókrataflokksins. El Salvador: Duarte spáð sigri SanS«lvador-R«uter ■ Mjög mikil kjörsókn var í síðari umferð forsetakosning- anna í E1 Salvador sem fram fór í gær. Þegar kjörstaðir opnuðu voru kjósendur mættir í biðröð- um. Kosningarnar fóru friðsam- lega fram og lítið var um átök í landinu, andstætt því sem var þegar kosið var í fyrri umferð. Jose Napoleon Duarta þykir sigurstranglegur, en hann fékk 43.4% atkvæða í fyrri umferð. Duarte, fyrrum forseti er í flokki Kristilegra demókrata og er frjálslyndur umbótasinni. Höfuðandstæðingur hans er Ro- berto D’Aubuisson, hægri harð- línumaður, fékk 29.7% at- kvæða í fyrri umferð. En þessir tveir keppa einir í síðari um- ferðinni. Bandaríkjamenn draga enga dul á að þeirra vilji er að Duarte verði kosinn. Hægri sinnaðir andstæðingar hans hafa haldið því á lofti í kosningabaráttunni að hann sé leppur Bandaríkja- manna og kalla hann „gringo". Þótt Duarte nái kosningu er engan veginn víst að honum takist að sameina þjóðina. Vin- strisinnaðir skæruliðar munu ekki sætta sig við stjórarforystu hans, fremur en áður og herinn og dauðasveitirnar munu tæpast sætta sig við frjálslynda umbóta- stefnu hans. ■ Ungur Beirutbúi sýnir vilja sinn. Hann mætti á græna svæðinu með skilti sem á stendur „Frið núna“ á arabísku og ensku. Beirut: Skothríð í stað f riðargöngu Beirut-Reuter ■ Friðargöngu, sem halda átti í Beirut í gær, var aflýst vegna stórskotaárása. Vonast var til að þúsundir manna, kristinna og múhameðstrúar mundu taka þátt í göngunni. Hún átti að hefjast við þinghúsið og mein- ingin var að ganga yfir græna svæðið milli Vestur- og Austur Beirut en þar er markalínan miUi stríðandi herja kristinna og múhameðstrúarmanna. Á laugardag og aðfararnótt sunnu- dags féllu að minnsta kosti 20 óbreyttir borgarar og yfir 100 særðust í hörðustu átökum sem orðið hafa í borginni í nokkrar vikur. Aðstandendur friðargöng- unnar sögðu að átökin hafi orð- ið til að koma í veg fyrír að gangan yrði farin. Karami, sem faiið hefur verið að mynda samsteypustjórn helstu stjórnmálaflokka og trú- arhópa, hefur gengið illa að fá leiðtoga nokkurra hópa mú- hameðstrúarmanna til að taka sæti í stjórninni. Þeir setja skil- yrði, sem þykja óaðgengUeg, og mun ekki síður að leita orsaka harðnandi átaka í Beirut því, en að skothríðinni hafi verið beint gegn friðargöngumönnum. Ekki mun reynt að efna til annarar göngu því sú friðarvið- leitni virðist aðeins efla ófríð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.