NT - 07.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 3
■ NT skýrði frá því í liðinni viku að þrjú börn hefðu verið tekin með keisaraskurði á 20 tímum á Húsavík. Nú hafa Selfyssingar bætt um betur. Sjúkrahúsið á Selfossi: Þrír keisarar á 11 tímum ■ Þrjú börn voru tekin með keisaraskurði á aðeins ellefu klukkustundum á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn var. Fyrsta barnið var tekið um níuleytið að morgni, annað um miðjan dag og það þriðja rétt eftir kvöldmat. „Ég veit ekki hvort um nokkurt met er að ræða, en þetta er vissulega nokkuð merki- legt. Sérstaklega ef það er haft í huga að undanfarin ár höfum við tekið tólf til fjórtán börn á ári með keisaraskurði, en þarna komu þau þrjú sama daginn“, sagði Daníel Daníelsson, yfirlæknir sjúkrahússins, við, NT. Daníel sagði að í öllum þessum tilfellum hefði það verið séð fyrir að börnin þyrfti að taka með keisaraskurði, en svona hlutir eru alltaf óútreiknanlegir“, sagði Daníel. Hann sagði að bæði mæðrum og börnum heilsaðist vel. Blárefaskinn hækka í verði ■ Meðalverð á blárefaskinnum í Kaup- mannahöfn hefur hækkað um 80-85% frá desemberuppboði og til uppoðs sem þar er nýlokið, miðað við sambærileg gæði í hærri flokkunum, að sögn Jóns R. Björnssonar, hjá SÍL. Þar af sagði hann hækkun hafa verið um 11% frá marsuppboði. Meðalverð fyrir betri flokkana reyndist nú um 1.455 kr., en seld voru um 7.700 blárefaskinn. Meðalverð á um 1.100 shadow-skinnum var 1.536 kr. og hafði ékki hækkað frá síðasta uppboði. Mestur hluti skinnanna á þessu uppboði var í undirflokkum, eða um 24.550 blárefaskinn og um 5.500 shadow og seldust þau 100% að sögn Jóns. Meðalverð á blárefaskinnum í þeim flokkum var 1.215 kr. og af shadow 1.255 kr. fyrir skinnið. Vertíðartilboð Nú ber vel í veiði. snorrabraut 56 sími 135 05 glæsibæ siMi 3 43 50 Ekki barct benjuleg verslun! Utanhússmálnins Olíulímmálning 18 litir ° Ken-Orí notast á alla lárétta og áveðursfleti áður en málað er. (silicon) hentar einnig vel á múrsteinshlaðin hús. PESMA-Oítl hentar vel bæði á nýjan og málaðan stein PERMA-DRI er í sérflokki hvað endingu á þök snertir. Næsta sending Smiðsbúð ** . Smiðsbúð 8, Garðabæ hækkar um 10% simi 91-44300 Greiðslukjör. Sendum í póstkröfu. bregingáme'siar"

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.