NT - 07.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 16
 Mánudagur 7. maí 1984 16 lil Útvarp — — Sjónvarp Sjónvarp kl. 20.40: HEILSUUNDIR - lækning eða leyndardómur ■ Hér á íslandi þekkir fólk vel hve leirböð geta verið heilnæm, og þau hafa tíðkast hér um áratugi sem lækning við gigt o.fl. einkum á Heilsuhælinu í Hveragerði. Nú sýnir sjónvarpið okkur kanadíska heimildamynd, þar sem segir að slík leirböð hafi þekkst í meira en 2000 ár! í kynningu á myndinni segir: í meira en 2000 ár hefur fólk leitað sér lækninga á gigt og öðrum kvillum með böðum í laugum eða leirböðum, og oft með góðum árangri. I myndinni er vitjað nokkurra kunnra heilsulinda og fjallað um lækn- ingamátt þeirra. Þýðandi og þulur er Jón O. Edwald. Sagt er að sl. árhafi 43.000 manns komi til Dax í Frakklandi til að baða sig í séstakri Dax-leðju. Hún þykir hafa góð áhrif á gigtsjúk- dóma. Sýnt verður frá þessum leðjuböðum í myndinni. Einnig verður sýnt frá heilsulindum í Myoban í Japan og hinum sjóð- andi sandi þar, frá Bath í Englandi og öðrum frægum stöðum A rólegu nótunum: Arnþrúður fjallar um einmanaleikann Tveir ánægðir í leirbaði ■ A Rás 2 milli kl. 15.00-16.00 verður Arnþrúður Karlsdóttir með þátt sinn „Á rólegu nótun- um“. Arnþrúður sagði okkur hjá NT að þessi þáttur væri aðallega hugsaður sem músíkþáttur, en hún tæki alltaf fyrir eitthvert sérstakt efni. - Einmanaleikinn er efnið, sem ég tek fyrir í dag, sagði Arnþrúður. Ég hef hugsað mér að fá sérfræðing til þess að segja okkur hvað einmanaleiki í raun og veru er, og ég fæ gott fólk til að ræða málið. - Hinn sérfróði aðili, sem kemur fram í þættinum ræðir um einmanaleikann og sam- skipti við annað fólk, en hið ótrúlegasta fólk getur verið einmana. Ef til vill verður hlust- endum gefið tækifæri til að slá á þráðinn og koma með fyrir- spurnir í þessari beinu útsend- ingu í síma 38503, en það verður tilkynnt um leið og þátturinn byrjar. ■ Arnþrúður Karlsdóttir Tónlistina sagðist Arnþrúður hafa valið með einmanaleikann í huga. Sem sagt - efnið er í tengslum við tónlistina, sagði Arnþrúður að lokum. Signý Pálsdóttir hefur llutt okkur KOTRU-þætti sína í vetur Utvarpkl. 11.30: Kotra frá RÚVAK - endurtekinn frá sunnudagskvöldi Þór og Páll ræða um jarðskjálfta -aðallega Skagafjarð- ar-skjálftana ’63 ■ Marga góða þætti höfum við fengið „að norðan" í vetur, og má þar nefna KOTRU-þætt- ina sem Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á Akureyri, hefur flutt í vetur á sunnudagskvöld- um og endurteknir hafa svo verið á mánudagsmorgnum. Signý les vanalega eitthvað úr Spámanninum eftir Kahil Gibr- an í þýðingu Gunnars Dal, og er lesturinn oft inngangur að efni því sem hún tekur fyrir í hverj- um þætti. ■ I Vísindarásinni í dag ræðir Pór Jakobsson við Pál Halldórs- son um áhrif jarðskjálfta á íslandi. Páll sagði, að þeir félagar tækju fyrir áhrif jarðskjálfta og hvernig þeir finnast. - Ég tek dæmi af Skagafjarð- ar-jarðskjálftunum 1963, ogsíð- an ræði ég svona almennt um það hvernig áhrif jarðskjálfta berast hér á landi miðað við önnur lönd, sagði Páll, er blaða- maður spurði hann um efni Vísindarásarinnar. - Pór talar þarna við mig um það, sem ég hef aðallega verið með í athugun að undanförnu en ég hef verið að rannsaka Sjónvarp kl. 21.40: Kuská hvítflibbann ■ Á jólum 1981 var sýnt í sjónvarpinu leikrit eftir Davíð Oddsson „Kusk á hvítflibb- ann“. Leikstjóri var Andrés Indriðason. Núætlarsjónvarp- ið að endursýna það í kvöld kl. 21.40. f kynningu á sjónvarps- leikritinu segir: Eiríkur er ung- ur og framsækinn maður í góðri stöðu. Atvikin haga því þannig að á hann fellur grunur um eiturlyfjabrask og verður hann að sæta gæsluvarðhaldi meðan málið er í rannsókn. Leikendur eru: Árni Ibsen, Elfa Gísladóttir, Póra Frið- riksdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Ragnheiður Arnardóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Jóhanna ■ Árni Ibsen, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Arnar- dóttir og Sigurður Sigurjónsson í hiutverkum í „Kusk á hvítflibb- ann“ Norðfjörð, Borgar Garðars- son, Gunnar Rafn Guðjóns- son, Steindór Hjörleifsson og Róbert Arnfinnsson. ■ Þór Jakobsson veðurfræð- ingur Skagajarðarskjálftana 1963. Petta er mikill jarðskjálfti, sem mældist um það bil 7 stig á Richter, og upptökin voru talin í mynni Skagafjarðar. Skjálft- inn fannst svo til um allt land, nema rétt á Suð-Austurlandi, en mest þó báðum megin Skaga- fjarðar og á Skaga. Aðeins verður í þættinum farið út í samanburð við önnur lönd. T.d. berum við saman jarðskjálftann sem nýlega varð íKaliforníuvið Dalvíkurskjálft- ■ Páll Halldórsson eðlisfræð- ingur (NT-mynd Sverrir) ana 1934 sem gerðu mikinn óskunda. Þeir voru svipaðir að styrkleika, - en samt eru þeir ólíkir að ýmsu leyti. T.d. dvín- uðu áhrif Dalvíkurskjálftans miklu hraðar en skjálftans í Kaliforníu. í sömu fjarlægð, t.d. 100 km fjarlægð, fannst Dalvíkur-skjálftinn miklu minna en Kaliforníu-skjálftinn. Þarna kemur til greina mismun- ur á jarðlögum, hvernig bylgj- urnar berast, sagði Páll Hall- dórsson. Mánudagur 7. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Halldóra Þorvarðardóttir flytur (a.v.d.v.). Á virkum degi - Stefán Jökulsson - Kolbrún Halldórsdóttir - Kristín Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Baldvin Þ. Kristjáns- son talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifaparadansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Sig- nýjar Pálsdóttur frá sunnudags- kvöldi (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Lög úr kvikmyndum 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (18). 14.30 Miðdegistónleikar David Ger- ingas og Tatjana Schatz leika á selló og pianó „Sex Ijóð" eftir Jóhannes Brahms. 14.45 Popphólfið - Sigurður Krist- insson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur forleik að óperunni „Belfagor" eftir Ottor- ino Respighi; Lamberto Gardelli stj. / Lev Kuznetsov, Boris Dobrin, Sergej Yavkovenko og Sinfóniu- hljómsveit Moskvuútvarpsins flytja atriði úr „Ágjarna riddaranum", óperu eftir Sergej Rakhmaninoff; Gennady Rozhdestvensky stj. / Leontyne Price syngur með Hljóm- sveit Rómarópérunnar áríu úr óp- erunni „Aidu“ eftir Giuseppe Verdi; Oliviero de Fabritiis stj. / Konung- lega fílharmónfusveitin í Lundún- um leikur „Simpie Symphony" op. 4 eftir Benjamin Britten; Sir Mal- colm Sargent stj. 17.10 Síðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Borgþór S. Kjærnested. 18.00 Vísindarásin 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Dagiegt mál Mörður Arnason talar. 19.40 Um daginn og veginn Sigurð- ur Magnússon fyrrv. blaðafulltrúi talar. 20.00 Löng unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Vatnajökulsleið og Árnakvæði; síðari hluti Sig- urður Kristinsson tekur saman og flytur. b. Tilberi og tilberamóðir Sigríður Schiöth les frásögn úr Grímu. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Nútimatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Ríkisútvarp, grenndarútvarp. Þáttur um skipan útvarpsmála í Svíþjóð. Umsjónarmenn: Ólafur Angantýsson og Þorgeir Olafsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. áir Mánudagur 7. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Stjórn- andi: Leópold Sveinsson 15.00-16.00 Á rólegu nótunum Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Á Norðurslóðum Stjórnandi: Kormákur Bragason. 17.00-18.00 Asatími (umferðarþátt- ur) Stjómendur: Ragnheiður Davíðsdóttir Mánudagur 7. maí 19.35 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsulindir - lækning eða leyndardómur Kanadisk heim- ildamynd. í meira en 2000 ár hefur fólk leitaö sér lækninga á gigt og öörum kvillum með laugum eða leirbööum, oft með góðum árangri. I myndinni er vitjað nokkurra kunnra heilsulinda og fjallaö um lækningamátt þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.40 Kúsk á hvítflibbann. Endur- sýning Sjónvarpsleikrit eftir Davíð Oddsson. Leikstjóri Andrés Ind- riðason. Leikendur: Árni Ibsen, Elfa Gísladóttir, Þóra Friðriksdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Ragnheiður Arnardóttir, Sigurður Sigurjóns- son, Jóhanna Norðfjörð, Borgar Garðarsson, Gunnar Rafn Guð- jónsson, Steindór Hjörleifsson og Róbert Arnfinnsson. Eiríkur er ungur og framsækinn maður í góðri stööu. Atvikin haga því svo að á hann fellur grunur um eitur- lyfjabrask og verður hann að sæta gæsluvarðhaldi meðan málið er rannsakað. Áður sýnt í Sjónvarpinu á jólum 1981. 22.35 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.10 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.