NT - 07.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 26
Vandaðarvörur-Vægtverð Djúpsteikingarpottur kr. 4452.- Djúpsteikingarpottur kr. 2458.- Grill kr. 3970.- $ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900-38903 Varið vítakast Alf reðs varð afdrifaríkt Schwabing náði sigri og Grosswallstadt varð Þýskalandsmeistari - Frá Gísla Á Gunnlaugssyni íþrótta- fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Vífaskot Alfreðs Gíslasonar, sem varið var rúmri einni mínútu fyrir leikslok í leik Tusem Essen og Schwabing réð úrslitum 1. deild v1' þýska handboltans. Schwabing skor aði úr hraðaupphlaupi og tryggð sigur. Þar með tapaði Essen af Þýska landsmeistaratitlinum í handknatt leik, því Grosswallstadt sigrað Gummersbach 18-16 í hörkuleik. Ess en varð því í öðru sæti deildarinnar Alfreð Gíslason lék vel í áðurnefnd um leik, skoraði grimmt úr lang skotum og vítaköstum, en mistökin lokin reyndust afdrifarík. I þessum tveimur leikjum áttust við fjögur efstu lið Búndeslígunar. Ess- en og Grosswallstadt voru jöfn með 38 stig fyrir þessa síðustu leiki lið- anna, en 19 mörkum hagstæðara markahlutfall. Essen dugði því að vinna í sínum leik til að verða meist- ari, hvort sem Grosswallstadt ynni eður ei. Báðir leikirnir reyndust hörku- spennandi og úrslitin ekki ráðin fyrr en rétt undir lok leikjanna. í leik Essen og Schwabing var talsverð taugaspenna í leikmönnum beggja liða. Fyrir bæði liðin skipti leikurinn miklu máli. Schwabing kemst í Evrópukeppni haldi liði þriðja sætinu og Essen vildi auðvitað hreppa titilinn. Staða í hálfleik í þessurn leik var 7-6 Essen í hag og í upphafi síðari hálfleiks fór heldur betur að keyra fram úr hófi, kappið á leikmönnum liðanna. Skv. vestur þýsku sjónvarps- stöðinni ZDF sem sýndi frá báðum leikjum í gærkveldi, misstu dómaram- ir nokkuð tökin á leiknum og kom það þó fremur niður á leikmönnum Schwabing en leikmönnum Essen. Á tímabili í síðari hálfleik léku einungis þrír menn í liði Schwabing á móti sex leikmönum Essen. Samt tókst leikmönnum Essen ekki að nýta sér það til að auka forskot sitt. Þetta var harður leikur og varnir liðanna sterkar,markverðir vörðu vel. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 11-11. Þá kom það í hlut Alfreðs okkar Gíslasonar að taka vítakast fyrirEssen. Alfreð hafði átt ljómandi leik skorað falleg mörk, hvorutveggja úr vítaköstum eða með þrumuskotum, langt utan af vellinum. En í þetta sinn brást Alfreð bogalistin og markvörðurinn varði frá honum. Knötturinn barst út á völlinn og leikmenn Schwabing náðu knettinum og fengu vítakast þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Úr því var skorað og staðan 12-11. Leikmenn Essen brotnuðu gjörsam- lega og Schwabing náði að bæta við þrettánda markinu fyrir leikslok, og sigruðu 13-11. Þetta tap gat þó samt sem áður dugað til meistaratitils, tapaði Gross- wallstadt gegn Gummersbach. Hell’s Angels með í flutningi Ólympíueldsins! ■ Ólympíueldurinn frægi er vænt- anlegur til New York, frá heimalandi sínu Grikklandi, í dag. Á morgun hefst síðan flutningur eldsins í gegn- um Bandaríkin þver og endilöng og ekki verður hætt fyrr en í Los Angeles 28. júlí, þá hefjast Ólympíu- leikarnir formlega. Samfara flutningi eldsins í gegnum Bandaríkin, verður safnað fé til æskulýðsstarfs í Bandaríkjunum og til styrktar Ólympíuleikum fatlaðra. Þessi fjársöfnun sætir mikilli gagnrýni í Grikklandi, heimalandi Ólympíu- leikanna, og telja menn þar, að verið sé að nota Ólympíutáknið í auglýs- ingaskyni og sem söluvöru. Meðal þeirra fyrstu sem fá þann heiður að hlaupa með eldinn eru barnabörn gömlu Ólympíu sigurveg- aranna hér á árum áður, þeirra Jim Thorpe og Jesse Owens. Thorpe var sigursæll á leikunum 1912, en Jesse Owens vann fjögur gull í Berlín 1936. Þá mun hin 91 árs gamla Abel Kiviat, sem vann silfurverðlaun í Stokkhólmi 1912, einnig ætla að skokka með eldinn svo sem eins og einn kílómetra í New York. Yngsti hlauparinn með eldinn verð- ur 8 ára gömul stúlka, en reynt er að hafa hlauparana úr sem flestum stigum þjóðfélagsins og á sem ólíkust- um aldri. Meðal þeirra sem flytja eldinn þegar nær dregur Los Angeles, verður félagi úr mótorhjólaklíkunni illskeyttu, Hell’s Angles. Alls verða hlaupararnir 4000. Hlaupið verður í gegn um 33 ríki Bandaríkjanna og 41 af stærstu borgum landsins. Eins og áður segir lýkur þessu ferðalagi Ól- ympíuleldsins 28. júlí í Los Angeles, á setningardegi leikanna, eftir 15000 kílómetra ferðalag um Bandaríkin. Prost sigraði Ghent belgískur bikarmeistari ■ Mútumálið margfræga, sem upp kom í Belgíu í vor, sagði heldur betur til sín í leik Stand- ard Liege og Ghent, í úrslitum belgísku bikarkeppninnar á laugardag. Fimm landsliðs- menn, sem eru fastamenn í liði Standard, gátu ekki leikið með í leiknum þar sem þeir eru í leik- banni, vegna mútumálsins. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 0-0 og þurfti því að fram- lengja leikinn. Á 93. mínútu skoraði Cees Schapendonck fyr- ir Ghent og þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar skoraði Ghent annað mark til að tryggja sér 2-0 sigur í leiknum, og belgíska bikarmeistara- titilinn í knattspyrnu 1984. KAbikar- meistari ■ KA varð meistari í Bikar- keppni Knattspyrnuráðs Akur- eyrar á laugardag, er liði sigraði Þór 1-0 í úrslitaleik. Steingrímur Birgisson skoraði sigurmark KA 10 mínútum fyrir leikslok. Mikil harka var í leiknum, og kom það niður á knattspyrnunni sem sýnd var. Ormond látinn ■ Willie Ormond, sem var framkvæmdastjóri skoska landsliðsins í knattspyrnu í Heimsmeistarakeppninni í V- Þýskalandi árið 1974 lést aðfar- arnótt laugardags, 59 ára að aldri. KRvann ■ KR sigraði Ármann í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu á laugardaginn, 2-1 ■ Frakkinn Alain Prost, sigraði í Grand Prix kappakstrinum í San Marínó í gær. Prost hafði forystu frá upphafi til enda og kom í mark á tímanum 1:36:54. Annar varð Rene Arnoux frá Frakklandi og þriðji ítalinn Elio De Angelis. Michael Alobreto, sem sigraði í Belgíu fyrir viku, byrjaði vel en vélarbilun kom í veg fyrir að hann Mánudagur 7. maí 1984 26 ■ Alfreð Gíslasyni og fé- lögum í Tusem Essen tókst ekki að ná þýska meistaratitl- inum í handbolta, það munaði litlu. I hálfleik þar var einnig eins marks munur fyrir heimaliðið. Grosswall- stadt leiddi með 8-7. En í fyrri hluta síðari hálfleiks náði Grosswallstadt að sýna algjöran klassaleik og komst yfir 13-7. Þar með töldu flestir að meistaratitillinn væri í höfn en þá datt liðið niður á slakan leikkafla og þegar 2mínúturvoru til leiksloka varstaðan 17-16 fyrir Grosswallstadt og allt gat gerst. En á síðustu mínútuni náði þeir með harðfylgi að verjast sóknar- lotum Gummersbach og skora síðasta mark leiksins, 18-16 urðu því loka- tölur og Grosswallstadt Þýskalands- meistari. Essen situr eftir með sárt ennið en gengi liðsins að undanförnu á keppnistímabilinu hefur samt verið með því móti að óska má Alfreð Gíslasyni og félögum hans til haming- ju með frábæran árangur. Alfreð hefur sjálfur staðið sig mjög vel í vetur og sömu sögu er reyndar að segja að Sigurði Sveinssyni, hinum íslendingnum hér í Bundesligunni. Lið hans Lemgo er nú nær öruggt með fall í aðra deild. gerði einhverjar rósir. Keke Rosberg 'frá Finnlandi þurfti að hætta eftir aðeins 3 hringi. Staða efstu manna í heimsmeistara- keppninni er nú þessi: stig 1. Alain Prost Frakklandi 24 2. Derek Warwick Bretlandi 13 3. -4. Rene Arnoux Frakklandi 10 3.-4. Elio De Angelis Ítalíu 10

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.