NT - 07.05.1984, Blaðsíða 20

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 20
Í1 \' Mánudagur 7. maí 1984 20 u i Útlönd Sovéskir borgarar Vita ekki að land þeirra á í styrjöld ■ Undanfarna daga og vikur hafa fréttastofur heimsins ausið frá sér fréttum um stórsókn sovéska hersins og afganskra leppa í Pansjerdal. Miklu liði er beitt og stórvirk stríðstæki í lofti og á landi spúa eldi og eimyrju yfir þorp og búðir léttvopnaðra skæruliða. Útvarp og sjónvarp í Kabúl flytja fréttir af stórsigrum stjórnarhers- ins og sagt er að gengið sé milli bols og höfuðs á skæruliðum. Þeir hafa beðið mikið afhroð og aftur og aftur er skýrt frá að stjórnarherínn hafí ásamt sovéskum ráðgjöfum náð öllum dalnum á sitt vald. En frelsissveitirnar þrauka, svo að áfram er hægt að vinna á þeim hernaðarsigra. í Afganistan er 100-200 þús- und manna sovéskt herlið og ber það hita og þunga af átökun- um við skæruliða. Nú skyldi maður ætla að það þætti frétt- næmt í Sovétríkjunum að skæruliðar séu hraktir frá hinum hernaðarlega mikilvæga Pan- sjerdal og miklir sigrar unnir. En það er öðru nær. Á sama tíma og fréttaskeytin um miklar orrustur streyma út úr fjarritum fjölmiðla víða um heim sýnir sjónvarpið í Moskvu fréttaþátt frá Afganistan sem sýnir að vorið er komið í Kabúl og borgarbúar undirbúa hátíðar- höld vegna sex ára afmælis aprílbyltingarinnar. Þulurinn skýrir frá átökum hins gamla og nýja tíma í landinu. Þó er ekki sýndur nokkur maður með vopn í hönd, en er þó nóg af þeim í aðeins nokkurra kílómetra fjar- lægð frá borginni. Áhersla er lögð á að afganskar konur séu að fella andlitsslæð- urnar. Sýndar eru gamlar konur pakkaðar inn í föt frá hvirfli niður fyrir tær og sér ekki í þær nema augun. Hins vegar eru sýndar ungar stúlkur í buxum og skyrtum á leið í skóla. Nokkrum dögum síðar koma einu sovésku fréttirnar um her- hlaupið í Pansjerdal. í tuttugu línum í Pravda er sagt frá því að afganska öryggisþjónustan hafi upplýst, að ró og öryggi sé nú aftur í dalnum eftir að stjórnin hafi gert gangskör að því að koma ástandinu þar í eðlilegt horf. Ekki orð um að Sovét- menn hafi komið þar nærri, né hvað það felur í sér að færa ástandið í eðlilegt horf. Einu upplýsingarnar sem sov- éskir borgarar geta fengið um átökin í Afganistan er að finna í blaði hersins, Rauðu stjörn- unni. En jafnvel þar er forðast að skrifa um sjálft stríðið. Ef farið er gegnum öll tölublöð Rauðu stjörnunnar síðustu tvo mánuði kemur í Ijós að herinn veigrar sér við að láta neitt uppi ■ Sovéskir hermenn í Kabúl. Almenningur í heimalandi þeirra veit ekki að þeir eiga í styrjöld. ■ Kraftmikil vélbyssa sem skæruliðar hafa tekið herfangi. um athafnir sínar í Afganistan. Þótt á annað hundrað þúsund her- manna sé í landinu og hafi þar mikið fyrir stafni, segir blað hersins ekki annað en að þar sé tak- markaður fjöldi hermanna sem gæti öryggis afganskrar alþýðu og verji hana og vemdi fyrir hermdarverkamönnum sem koma erlendis frá. Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson Siðferðið Hernaðaraðgerðum er aldrei lýst. Þá sjaldan að minnst er á hlutverk sovésku hermannanna í Afganistan, er sagt að þeir séu að gera jarðsprengjur óvirkar til að forða alþýðunni frá að meiða sig á þeim, að vernda flugvelli og sitthvað í þeim dúr. Hið eina sem gæti bent til að sovésku strákarnir séu í styrjöld, er þegar minnst er lauslega á að þeir séu að vinna erfitt verk. Ástæðan til þess að Rauða stjarnan er yfirleitt að minnast á Afganistan er auðvitað að það er hlutverk blaðsins að halda uppi baráttuþreki og góðu sið- gæði meðal hermannanna. Fyrr og síðar hefur einfaldasta og besta leiðin til þess verið að lýsa hetjudáðum hermanna á víg- velli. En það er erfitt þar sem ekki er viðurkennt að sovéski herinn eigi í neinu stríði og ekki ■ Afganskir skæruliðar hrósa sigri yfir sovéskrí herþyrlu, sem þeir hafa grandað. má skrifa um það sem raunveru- lega fer fram eða um hlutverk hersins í Afganistan. Allur sá fjöldi sovéskra borg- ara, sem ekki les Rauðu stjörn- una eða tekur eftir stopulum smáfréttum í Pravda um veru sovéska hersins í Afganistan, hefur ekki hugmynd um að þar geisar stríð og enn síður að þjóð þeirra sé þátttakandi í því. Að minnsta kosti tekur því ekki að tala um slíkt. Ekki liggur Ijóst fyrir, með vissu, hve margir sovéskir her- menn hafa fallið eða særst í Afganistan en þeir munu á bilinu milli 5 og 10 þúsund. Þegar þess er gætt að íbúar Sovétríkjanna eru 270 milljónir er mannfallið ekki meira en svo að það er tæpast tilefni til að upp rísi fjöldahreyfingar á móti stríðinu. Sérstaklega þegar tek- ið er tillit til þess að sovéskir fjölmiðlar hafa aldrei minnst á eitt einasta dauðsfall þar í landi. Trúir þegnar Sovéskir þegnar sýna stjórn- völdum mikinn stuðning og traust hvað varðar utanríkis- stefnu þeirra. Flestir Sovétmenn álíta að afskiptin af málefnum í Afgan- istan séu nauðsynleg. Ekki af þeirri ástæðu, sem stjórnvöld halda fram, að verið sé að vernda byltinguna þar í landi, heldur vegna hins að í Sovét- ríkjunum er það talin heilög skylda stjórnvalda að vernda landamæri ríkisins. Allt síðan Hitler réðst inn yfir sovésku landamærin í júní 1941 hefur það verið almenn skoðun og krafa bæði almennings og stjórnenda Sovétríkjanna að tryggja verði landamærin með Japanir græða Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 1000 milljarða ísl. króna Japanir. Japönsk yfirvöld segjast einnig vilja auka innflutning á þróaðri tækni frá öðrum löndum og auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í japönsk- um fyrirtækjum. Þrátt fyrir aukinn útflutning og mikinn hagnað japanskra fyrirtækja jókst fjöldi atvinnu- leysingja í Japan nokkuð á síðasta ári. Atvinnuleysingjum hefur fjölgað um 70 þúsund manns frá því í mars á síðasta ári. Þeir eru nú um 1,78 mill- jónir talsins eða 3,1%. At- vinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali um 2,7% sem er 0,2% aukning frá árinu þar á undan. Þetta mun vera mesti fjöldi atvinnuleysingja í Japan frá stríðslokum. Tokíó-Keutcr. ■ Efnahagur Japana hefur sjaldan verið blómlegri. Á fjárhagsárinu 1983 til 1984, sem lauk í mars síðastliðnum, var vöruskiptajöfnuður Japana hagstæður um 34 milljarða Bandaríkjadala (um þúsund milljarðar íslenskra króna) og verðbólga var hverfandi. Samkvæmt tölum sem jap- anska forsætisráðuneytið birti fyrir skömmu var verðbólga á liðnu ári aðeins 2,4%. Þetta er minnsta verðbólga í Japan í 24 ár. Japönsk yfirvöld segja að minnkandi verðbólga í Japan nú stafi m.a. af lækkun olíu- verðs, hækkun japanska yens- ins gagnvart Bandaríkjadal og stöðugu verðlagi í þjónustu- greinum. Forstjóri áætlunarstofnunar efnahagsins í Japan, Toshio Komoto, sagði í gær að það yrði að gera ráðstafanir til að hækka gengi japanska yensins enn frekar og auka eftirspurn á innanlandsmarkaði til þess að minnka hinn ótrúlega hag- stæða vöruskiptajöfnuð því áð annars væri hætta á því að viðskiptalönd Japana gripu til innflutningshafta og annarra verndaraðgerða til að minnka innflutning á japönskum vörum. Japanir hafa að undanförnu verið undir miklum þrýstingi erlendis frá að auka innflutn- ing á vörum frá öðrum löndum en í Japan hafa um langt árabil verið í gildi alls konar innflutn- ingshöft auk þess sem háir tollar hafa gert samkeppnis- stöðu erlendra vörutegunda á Japansmarkaði mjög slæma. Japanska ríkisstjórnin til- kynnti fyrir helgi niðurfellingu innflutningshafta á ýmsum vörutegundum og mikla lækk- un tolla um leið og hún sagði frá því hvað vöruskiptajöfnuð- urinn hefði verið hagstæður á síðasta ári. Þannig vonast Jap- anir til að geta dregið úr gagn- rýni á hina miklu verðmæta- aukningu útflutnings síns, sem annars gæti leitt til meiri inn- flutningstakmarkana í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Tollar verða strax lækkaðir eða felldir niður á 60 vöruteg- undum, þar af 31 tegund af landbúnaðarvöru, en Japanir flytja einmitt mikið inn af land- búnaðarvörum frá öðrum löndum. Ríkisstjórnin sagði að fleiri vörutegundir myndu fljótlega fylgja í kjölfarið. Hún hefur gefið út lista yfir 1200 vörutegundir sem fyrirhugað er að lækka eða fella tolla af á næstu tveimur árum. Sérstaka athygli vekur að ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir japanska þingið tillögu að lögum um niðurfellingu ríkiseinokunar á tóbaksverslun. Erlent tóbak var aðeins um 1,8% af heildar tóbaksnotkun Japana á síðasta ári og tóbaksinnflytjendur í Bandaríkjunum hugsa sér nú gott til glóðarinnar ef Japanir gefa innflutning á tóbaki frjáls- an enda er tóbak meðal þeirra vörutegunda sem Bandaríkja- menn geta framleitt ódýrar en öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Oft er stríðsrekstri Sovétríkj- anna líkt saman við stríð Banda- ríkjanna í Víetnam. í báðum tilfellum eiga stórveldi í höggi við skæruliða sem þeim tekst ekki að korria á kné. En að einu leyti er ekki hægt að líkja þess- um hernaðarátökum saman. Fréttir og myndasýningar af stríðinu í Víetnam voru inni í hvers manns stofu í Bandaríkj- unum og almenningsálitið sner- ist gegn stríðsrekstrinum af slík- um krafti að hernaðarsigur kom ekki til greina. Svona ástand getur ekki skapast í Sovétríkj- unum. Jafnvel þótt styrjöldin gegn skæruliðunum eigi eftir að standa lengi enn og sovéskir hermenn bíði afhroð og þótt stjórnvöld skýrðu opinberlega frá sprengjuárásum á afgönsk þorp og eyðileggingu uppskeru, myndi það varla verða til að breyta því almenningsáliti, að það sé ekkert athugavert við aðgerðir hersins í Afganistan, í náinni framtíð. Ef Rauða stjarnan skýrði heiðarlega frá því að afganskar skæruliðasveit- ir hafi ráðist á sovéskar landa- mærastöðvar, eins og þær hafa gert, myndi almenningsálitið þegar í stað heimta að herstyrk- ur Sovétríkjanna í Afganistan yrði aukinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.