NT - 07.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 07.05.1984, Blaðsíða 24
■ Johan Cruyff er nú 37 ára að aldri en hefur aldrei verið betri. Holland: Feyenoord tvöfaldur meistari ■ Feyenoord tryggði sér Hollandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með stórsigri á Willem II Tilburg í gær, 5-0 á útivelli. Þar með sigraði Feyenoord tvöfalt í ár, unnu einnig bikarkeppnina. Það voru þeir Houtman (2), Cruyff, Duut og Brard sem gerðu mörkin. Hout- man gerði síðara mark sitt 10 mínútum fyrir leikslok og brutust þá út gífurleg fagn- aðarlæti á áhorfendapöll- unum og fylgismenn Feyen- oord þustu út á leikvöllinn og eftir að leikurinn hafði tafist um nokkrar mínútur af þessum sökum, þá ákvað dómarinn að flauta leikinn af áður en venjulegum leiktíma væri einu sinni lokið. Jolian Cruyff á sjálfsagt mestan heiðurinn af vel- gengni Feyenoord í viku og í útvarpsviðtali var þessi 37 ára knattspyrnusnillingur spurður að því hvort hann ætlaði að endurnýja samning sinn við Feyenoord. Hann svaraði. „Fyrst þarf ég að ákveða hvort ég ætla að halda áfram að leika knattspyrnu. Ef svarið við því er já, þá byrja ég á að hugsa um Feyenoord. Þetta hefur verið erfitt tímabil, en þess virði." Mánudagur 7. maí 1984 24 ■ Frá Gísla Ágústi Gunn- laugssyni í V-Þýskalandi: Ekki lagaðist útlitið hjá Atla Eðvaldssyni og félögum hans í Fortuna Dússeldorf eftir leik liðsins við Werder Bremen um helgina. Dússeldorf hefur geng- ið fádæma illa frá því í lok janúar og leikur liðsins gegn Bremen á heimavelli á laugar- daginn var, var engin undatekn- ing. Þó var það Dússeldorf liðið sem náði forystu í leiknum Atli Eðvaldsson skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 26. mín leiksins. Neubart náði að jafna fyrir Bremen í hálfleik og staðan því 1-1 í hálfleik. Á 52. mínútu kom Neubart Bremen-liðinu yfir og Bremen náði nú algjörum undirtökum í leiknum þrátt fyrir að Fach næði að jafna metin 2-2. Þá náðu Bremcn-piltarnir tveggja marka forystu 4-2 en rétt undir lok leiksins náði Fach enn að skora og minnka muninn í 4-3, Bremen í hag. Það er greinilegt að lið Atla er algjörlega heillum horfið. Meiðsli hafa hrjáð íjölmarga fastamenn, meðal annars Pétur Ormslev. Dússeldorf hefur nú fullkomlega tapað af lestinni til að fá sæti í UEFA keppninni. ■ Atli Eðvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í alllangan tima um helgina fyrir Dússeldorf. Atli skoraði úr vítaspyrnu, en á þessari mynd er hann í uppáhaldsstellingu sinni í knattspyrnuvellinum, að sigra glæsilega í skallaeinvígi. V-Þýskalandsknattspyrnan: Mönchengladbach tapaði óvænt! - og er nú ásamt Bayern að mestu úr leik í toppbaráttunni ■ Frá Gísla Ágústi Gunn- laugssyni í Þýskalandi: Línurnar skýrðust á toppi og botni í v-þýsku Bundesligunni um helgina. Með sigri HSV á Bayern Múnchen má segja að Bayern sé úr leik í baráttunni um meistaratitilinn. Borussia Mönchengladbach tapaöi gegn Bortmund á útivelli 1-4 og alit stefnir í einvígi Stuttgart og Hamburger Sport vcrein, um v-þýska meistaratitilinn. Múnchen og Gladbach eru nú orðin þremur stigum á eftir Stuttgart þegar þrjár umferðir eru eftir og komi ekkert mjög óvænt fyrir í þessum þremur umferðum bendir allt til þess að leikur Hamburger Sport- verein og Stuttgart í Stuttgart 26. maí, verði algjör úrslita- leikur deildarinnar, en einu stigi munar á liðunum. En víkj- um að leikjum helgarinnar. Dortmund-Mönchengladbadi 4-1 Gladbach hafði leikið erfið- an bikarleik gegn Werdér Bremen fyrr í vikunni sem lauk með sigri Gladbach 5-4 Leiks Dortmund og Mönchengla- dbach, sem eru nágrannalið, var beðið með nokkurri spennu: Vitað var að Gladbach mátti ekki tapa stigi í leiknum, ef liðið ætlaði sér að vera með í baráttuni um meistaratitilinn. í fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum í fremur slökum leik. í lið Gladbach vantaði miðherjann Rahn en í hans stað kom gömul kempa, Pinkall, sem ekki hefur leikið með liðinu um nokkurt skeið. Um miðbik fyrri hálfleiks komst Dortmund yfir með markir Rúmenans Raducanu, hann átti hreint frábæran leik á laugardaginn. Var þetta mark gert úr vítaspyrnu. Á 39. mín- útu jafnaði Pinkall fyrir Gladbach. 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur fór af stað eins og sá fyrri endaði. Hvorugt liðið lék sína bestu knattspyrnu, en eftir því sem leið á hálfleikinn var greinilegt að kraftar Gladbach leikmannanna gáfu eftir og Dortmundarliðiö drifið áfram af Raducanu komst sífellt meira inn í myndina. Klotz skoraði 2-1 eftir góða sókn um miðjan síðari hálfleik. Weg- mann og Kaeser bættu síðan við sínu hvoru markinu og lokatölur því 4-1 fyrir Dortmund. Leverkusen - Mannheim 0-1 Með tapi á heimavelli gegn Mannheim, þvert gegn gangi leiksins, má segja að möguleik- ar Leverkusen á að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni hafi orðið úr sögunni, því liðið á mjög erfiða leiki eftir. Sigur gegn Mannheim hefði tryggt liðinu heldur betri stöðu en nú er. Nýliðarnir úr Mann- heini skoruðu úr eina raunveru- lega marktækifæri sínu í öllum leiknum. Frankfurt - Núrnberg 3-1 Tvö af neðstu liðum deildar- innar áttust við í Frankfurt. Núrnberg liðið er með tapi sínu 3-1, fyrsta liðið sem er örugglega fallið í aðra deild. þ.e.a.s. ekki er lengur stærð- fræðilegur möguleiki á að liðið haldi sér uppi. Leikur liðanna þótti frekar lélegur og greinilegt var að þar áttust við tvö lið, taugaspennt, í fallbaráttu. Frankfurt komst yfir strax í 5. mínútu með marki Körpels, fyrirliða liðsins. Staðan í hálf- leik var 1-0 en Núrnberg jafn- aði í upphafi síðari hálfleiks. Síðan skoraði Frankfurt eftir að hafa brennt af vítaspyrnu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.