NT - 18.05.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. maí 1984 3
Hæstiréttur úrskurðar
nauðgarann í varðhald
■ Hæstiréttur hefur úrskurðað að maður
sá sem játaði á sig að hafa nauðgað ungri
stúlku við Hverfisgötu um síðustu helgi,
skuli sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtu-
dagsins 13. júní. Eins og kunnugt er úr-
skurðaði Sakadómur Reykjavíkur. að mað-
urinn yrði ekki hnepptur í gæsluvarðhald.
Úrskurður Sakadóms um geðrannsókn var
hins vegar staðfestur.
Forsendur dóms Hæstaréttar voru m.a.
þær að þó varnaraðilinn hefði að vísu bæði
fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins og fyrir
dómi gengist við þeim brotum sem rann-
sóknin á hendur honum beindist að, og
rannsókn málsins sé komin nokkuð áleiðis
sé ýmislegt ókannað, sem þurfi frekari
rannsóknar við. Þar á meðal þarf til að
koma sakbending sérstaklega vegna brotsins
sem talið var framið við Hverfisgötu 102A
og 104. Samprófa þarf aðila við vitni og
kanna þarf feril hans næstu kiukkustundir
áður en hann framdi brot þau sem hann
hefur játað.
Rannsóknin er þess eðlis að mati Hæsta-
réttar að héraðsdómari hefði átt að hneppa
manninn í gæsluvarðhald. Á það er að líta
að varnaraðili var leystur úr haldi þegar eftir
uppsögu úrskurðar Sakadóms. Gæsluvarð-
haldsvist nú kæmi því nu ekki að sama gagni
og gæsluvarðhaldsvist sem héraðsdómari
hefði dæmt manninn að sæta. Allt um það
telur Hæstiréttur að dæma eigi varnaraðila
að kröfu ákæruvalds til gæsluvarðhaldsvist-
ar.
Hæstaréttardómarar voru Ármann
Snævarr, Sigurgeir Jónsson og Halldór Por-
björnsson. Halldór skilaði sératkvæði þar
sem þar hann taldi að staðfesta ætti úrskurð
héraðsdómara, þar sem ekki verði séð að
varnaraðili hafi möguleika á að torvelda
rannsókn málsins. Þá sé ekki fært að ráða í
það nú hvaða refsing varnaraðila kann að
verða dæmt ef til kemur, þannig að hægt sé
að dæma eftir þeirri grein laga sem kveður
á um að gæsluvarðhaldi skuli beita ef ætla
megi að brot varði a.m.k. 2ja ára fangelsi.
■K ■ NT-mvnd Róbert
Vegalaus
páfagauk-
ur leitar
skjóls á NT
■ Þessi hvíti páfagaukur bankaði á glugga
myndasafns NT í gær. Hvort gauksi var að
sækja um vinnu skal ósagt látið, en hann
fékk góðar móttökur og dvelur nú í góðu
yfirlæti á ritstjórn NT og belgir sig út af
fuglakorni.
Eigandi páfagauksins getur því vitjað hans
á ritstjórn NT.
SEM SETJA
NISSAN
CHERRY
Á TOPPINN
Nýtt lagasaf n
loks komið út
-kostar fimm þúsund krónur innbundið
■ Vinnslu nýs lagasafns er nú rétt aðIjúka
í prentsmiðju og búist er við að safnið komi
út í næstu viku. Raunar hefur 125 eintökum
þegar verið komið í gegnum bókbandsvélar
og búið er að dreifa þeim til laganema við
Háskóla íslands.
„Safnið er ekki eins margar blaðsíður og
það síðasta sem gefið var út þó að það sé
rnilli 20 og 30% efnismeira. Nú er letrið
bæði smærra og þéttara,“ sagði Friðrik
Ólafsson, ritstjóri lagasafnsins, í samtali við
NT.
Lagasafnið er í rauninni á síðasta snúningi
því að lögum samkvæmt mega ekki líða
meira en 10 ár milli útkomu lagasafna og
helst á það að koma út með minna millibili,
en það síðasta kom út fyrir 10 árum og
einum mánuði, eða í apríl 1974. Friðrik
sagði að í sjálfu sér hefði safnið verið tilbúið
fyrir nokkuð löngu, hins vegar hefði verið
tekin ákvörðun um að setja það allt inn á
tölvur og það hefði tafið útgáfuna en myndi
auðvelda mjög gerð lagasafna í framtíðinni.
Safnið, sem er f tveimur bindum, mun
kosta rúmar 5 þúsund krónur í skinnbandi
en verður væntanlega þúsund krónum ódýr-
ara óbundið.
MEST SELDI JAPANSKI BILLINN I EVRÚPU
• Útvarp • 6 ára ryðvarnarábyrgð
• Öryggisbelti fyrir fimm manns, hönnuð inn í • Hlif yfir farangursrými sem má fjarlægja
vandaða innréttinguna með einu handtaki
• Upphituð framsæti • Litað gler
• Quartz klukka • Halogenljós
• Þriggja hraða þrælöflug miðstöð • Hliðarrúður að aftan í þriggja dyra Cherry
• Tvískipt aftursæti sem má leggja niður má opna með tökkum á milli framsætanna
annað eða bæði • Barnalæsingum i 5 dyra Cherry er stjórnað
• Framhjóladrif úr framsætum
• 5 gíra kassi eða sjálfskipting • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli
• 83 hestafla vél, 1500 cc með yfirliggjandi knastás • Rúmgott hanskahólf
• Tveir útispeglar, stillanlegir innan frá • Ljós i farangursrými
• Sígarettukveikjari • Stillanleg stýrishæð
• Blástur á hliðarrúður • Spegill i sólhlif
• Þriggja hraða þurrkur með stillanlegum • Tvö handhæg geymsluhólf i farangursrými
biðtíma, 6—12 sekúndur fyrir smáhluti
• Rafmagnsupphituð afturrúða, með þurrku og • 2ja ára ábyrgð
rúðusprautu • Allir eldri bílar teknir upp i nýja
• Skuthurð og bensinlok eru opnanleg • Frábær kjör.
úr ökumannssæti
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.
Reykjavík:
Þrjátíu sól-
arárekstrar
■ Mjög mikið var um umferðaróhöpp í Reykjavík í
gær. Þegar NT hafði samband við Slysarannsóknar-
deild lögreglunnar í Reykjavík um kl. 18.00 í gær hafði
lögreglan þurft að sinna yfir 30 árekstrum, flestum að
vísu smávægilegum, en í a.m.k. 3 tilfellum varð slys á
fólki.
Lögreglan sagði þetta dæmigert ástand á fyrstu
sólardögum sumarsins, og raunar skella yfirleitt á
slysaöldur þegar birtir til eftir dimmviðri.