NT - 18.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 2
Grænmetisverslun ríkisins: Nýju kartöflurnar seldust upp í gær - „Vissum ekki að Hagkaup hefðu áhuga á nýjum kartöflum“ ■ Nýjar kartöflur frá Egypta- landi og ísrael komu á markaö- inn á Reykjavíkursvæðinu í gær. Ekki fengu þó allar versl- anir nýjar kartöflur. Meðal þeirra sem ekki urðu aðnjótandi nýju kartaflanna í gær, voru verslanir Hagkaupa. Gísli Blöndal hjá Hagkaupum sagði í spjalli við NT í gær, að það hefði yfírleitt alltaf tíðkast, bæði hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og Grænmetisverlsun ríkisins, að þegar takmarkað magn væri til af einhverri vörutegund væri skammtað í búðirnar. „En nú er greinilega komin ný úthlutunar- regla“, sagði Gísli. „Og það er sennilega enn eitt dæmið um það, hversu erfítt og vitlaust þetta einokunarsölukerfí er.“ „Við gerðum ekki ráð fyrir að Gísli hefði áhuga“, sagði Gunn- laugur Björnsson hjá Grænmet- isversluninni, þegar við inntum hann eftir ástæðunni fyrir því að Hagkaup fengu engar kartöflur úrþessari sendingu. Gunnlaugur sagði ennfremur að Gísli hefði átt að vita af þess- um kartöflum eins og aðrir. Hins vegar kæmu nýjar kar- töflur í næstu viku aftur og þá ættu Hagkaup að geta fengið eins og aðrir. Nýju kartöflurnarseldust upp hjá Grænmetisversluninni í dag en von er á nýrri sendingu á markaðinn næsta fimmtudag. Verður sú sending mun stærri, eða um 65 tonn. Þær kartöflur koma frá Ítalíu og Spáni en eru eins og ísraelsku og egypsku kartöflurnar sem voru á boð- stólum í dag af uppskeru þessa árs. Beðið eftir útsæði ■ Útsæðiskartöflur voru loks fáanlegar aftur í Grænmetisverslun landbúnaðarins í gær eftir alllangt hlé. Snemma í gærmorgun stóð fólk í langri röð og beið eftir útsæðinu sínu.Ekki reyndist þó vera til nóg handa öllum og urðu sumir að hverfa tómhentir heim aftur. Að sögn Gunnlaugs Björnssonar hjá Grænmetisversl- uninni, er þó von á nýrri sendingu af útsæðiskartöflum í næstu viku og verða þær trúlega seldar á fimmtudag. Gunnlaugur sagði að erfítt væri að áætla eftirspurnina eftir útsæði, nú þegar væri lausasalan orðin um þriðj- ungi meiri en á allri vertíðinni í fyrra. NT-mynd: Sverrir Hver verður skákforseti? ■ Það hefur löngum staðið nokkur styr um forseta Skák- sambands íslands, sem best sést á því hve tíð mannaskipti eru á forsetastólnum. Gunnar Gunnarsson hefur nú gegnt forsetastarfinu um tveggja ára skeið og á aðalfundi, sem hald- inn verður í lok þessa mánað- ar, mun hann ef að líkum lætur sækjast eftir endurkjöri til að sitja þriðja árið. Um hann mun hins vegar ekki ríkja ein- ing meðal skákmanna og nú leita nokkrir úr þeirra hópi logandi ljósi að boðalegum mótframbjóðanda. Tveir hafa verið nefndir til sögunnar, Logi Kristjánsson, sem í ára- tug eða meira hefur verið bæjarstjóri á Neskaupstað en er nú í þann mund að flytjast búferlum til Reykjavíkur, og Þorsteinn Þorsteinsson, vara- formaður Skáksambandsins, en hann þykir hafa gegnt vara- formennskunni með sóma. Hvor- ugur mun hafa gefið endanlegt svar, en sýnt þykir að annar þeirra að minnsta kosti fari fram Friðrik sagði Nei, takk ■ Friðrik Ólafsson skákmað- ur hefur nú eins og alþjóð er kunnugt sótt um starf skrif- stofustjóra Alþingis og telja margir það til marks um að hann vilji þar með hætta að mestu afskiptum af skákinni, að minnsta kosti á alþjóðavett- vangi. Hann mun þó ekki alveg gleymdur úti í hinum stóra heimi þó að hann hafi ekki haft sig mikið í framrni síðan Cam- pomanes frá Filippseyjum felldi hann í forsetakjöri hjá FIDE. Nýlega sendi Compo- manes þeim Karpov og Kaspar- ov, sem heyja munu einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í Sovétríkjunum í haust lista með nöfnum þeirra sem til greina koma við val á yfirdómara einvígisins. Á list- anum var nafn Friðriks Ólafs- sonar, sem þó mun aldrei hafa boðist til að taka dómarastarf- ið að sér. Löngu eftir að listinn var sendur til keppendanna hafði Campomanes samband við Friðrik og spurði hvort hann væri ekki til í að taka starfið að sér ef hann yrði útnefndur. Friðrik mun hafa tekið arftaka sínum í embætti fálega og sagt nei. Til hamingju Haukur! ■ Haukur Morthenshélt vel heppnaða afmælistónleika á sextugsafmælinu í gær. Hér sést hann fyrir framan afmælistert- una ásamt eiginkonu sinni. Það vantar raunar alveg 60 afmæliskerti á tertuna en ætli kappinn hafí ekki bara blásið þeim af. NT-mynd Róbert Gnúpverjar: Fá hitaveit- una ókeypis - því heygæði aukast svo mikið með upphitun á lofti til súgþurrkunar ■ Á vegum hinnar nýstofnuðu hitaveitu Gnúpverja hefur verið reiknað út af sérfræðingum að upphitun á lofti til súgþurrkunar muni skila um 10% auknum hey- gæðum, sem jafngildir um 50 þús. króna verðmæti fyrir hvert meðalbú á ári. Eins og áður hefur komið fram í NT, er áætlað að greiðsla fyrir heita vatnið frá veitunni verði um 50 þús. kr. á ári, að meðaltali. Samkvæmt því líta Gnúpverjar svo á, að þessi hagnaður þeirra af bættum heyj- um (sem m.a. fæst með minni kjarnfóðurkostnaði) komi til með að greiða fyrir þá allan kyndingarkostnaðinn í framtíð- inni, að sögn Guðmars Guð- jónssonar á Stóra-Hofi. í frétt NT um stofnun hita- veitufélags Gnúpverja nýlega, urðu þau mistök að rangt var farið með tölu um stofngjald. Hið rétta er, að komið hafa fram tillögur frá hönnuði veitunnar um að stofngjöld til fjármögnunar hitaveituframkvæmdanna verði 50 þús. krónur á hvert býli (ekki 25 þús. eins og misprentaðist í NT), en þetta hefur enn ekki verið að fullu ákveðið, að sögn Guðmars. Öfrískar konur gætið ykkar: Rauðir hundar ber- ast frá Þýskalandi ■ Rauðir hundar hafa stungið sér niður á einu barnaheimila í Reykjavík, og er talið að veikin hafí borist hingað frá Þýska- landi. Ef þessi faraldur nær að breiðast út gæti hann orðið í landinu í eitt til eitt og hálft ár. I frétt frá landlækni segir að á undanförnum árum hafí mót- efni gegn rauðum hundum verið mælt í blóði u.þ.b. 80% ís- lenskra kvenna og stúlkna á aldrinum 12 til 40 ára á landinu. Allflestum konum sem ekki hafa mótefni hefur verið boðin bólusetning en sumar hafa ekki þegið hana. Fóstri sem verður fyrir smiti vegna rauðra hunda á fyrstu þrem mánuðum með- göngu er veruleg hætta búin. Ollum ófrískum konum sem eru á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu og ekki hafa verið mældar með tilliti til mótefna gegn veikinni er eindregið bent á að hafa samband við næstu heilsugæslustöð, heimilislækni eða Heilsuverndarstöð Reykja- víkur og gangast undir mótefna- mælingu. Leiðrétting ■ Vegna ummæla sem bruna- vörður hafði í samtali við NT á miðvikudag, hafði Baldur Bald- ursson 1. fulltrúi brunavarða sam- band við blaðið og sagði það ekki rétt að yfirmenn Borgarspítala hefðu ekki áhuga á að halda námskeið'fyrir brunaverði. Hins- vegar hefði staðið á viðurkenningu borgaryfir\'alda um að námskeið af þessu tagi yrðu metin til aukinna réttinda og starfsrevnslu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.