NT - 18.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 13
Fóstudagur 18. maí1984 13 Utvarp - Rás I og II - laugardagur kl. 00.50-03. A næturvaktinni - Hafið blað og blýant við hendina! ■ Báðar rásir útvarpsins eru samtengdar á miðnætti á laug- ardagskvöldi, svo fólk um allt land getur hlustað á „Á nætur- vaktinni", sem stjórnað er af Kristínu Björgu Þorsteinsdótt- ur. Hún byrjaði með þáttinn fyrir áramót og hefur haft hann um hverja helgi síðan. Þátturinn er tveggja tíma langur (þegar veðurfregnir eru frádregnar) svo margar plötur þarf að velja til að skemmta næturhröfnunum. Enda sagð- ist Kristín vera með þetta verk- efni í höfðinu meira og minna alla vikuna. - Ég vinn á Sjónvarpinu - á lista- og skemmtideild, sagði Kristín Björg, þegar við á NT hringdum til hennar til að spyrja hana um þáttinn Á næturvakt- inni. En hún sagðist þurfa að eyða miklum tíma í að leita að plötum í plötusafni útvarpsis og einnig á Rás 2, og svo vinn ég þetta mikið heima á laugar- dögum. - Ég bendi fólki á að hafa við hendina blað og blýant, þegar það hlustar á næturút- varpið, því að ég ætla að prófa að vera með uppskriftir að smáréttum, sem gott er að hressa sig á á næturvaktinni, en annars er þetta léttur mús- íkþáttur, eins og þeir vita, sem hafa hlustað. - í>ví miður get ég lítið ans- að í símann þessa tvo tíma, en það er oft hringt, og sérstak- lega utan af landi, því að þarna eru báðar rásir útvarpsins sam- tengdar, svo að þetta heyrist um allt land. - Ertu ekki neitt einmana svona á nóttunni? -Nei, nei, það er alltaf eitthvað af fólki hérna, a.m.k. einn góður tæknimaður. Ég er svo kominn í háttinn svona um kl. 4, en mér gengur vanalega erfiðlega að sofna. Maður er svo spenntur að það er ómögu- legt áð koma sér í ró, ég fer stundum að prjóna þegar ég kem heim - svei mér þá, sagði Kristín og hló dátt. Nú þegar veðrið fer að vera betra og bjart er á nóttunni hugsa ég að ég fari að fá mér næturgöngu eftir næturvaktina. ■ Kristín Björg Þorsteins- dóttir NT-mynd Árni Sæberg BOTERO ;H"Nlg -ONSTAD KUNSTSENrER HOVIKODÐEN 6. UARS ■ t3. APfHI. 1960 ■ Frá heimilislífi Quinn-hjónanna: Sam læknir, tengdamamma hans og eiginkonan Molly. Sjónvarp laugardag kl. 20.35: í blíðu og stríðu Útvarp laugardag kl. 20.40: Á slóðum Johns Steinbeck aldri (27 ára), en frægð vann ■ Haustið 1983 voru í ís- lenska sjónvarsþættir. sem kallaðir voru „í blíðu og stríðu", Á ensku heita þættirnir „It Takes Two“. Nú fáum við meira að sjá um heimilislífið hjá Quinn-hjón- unum og þeirra fólki. Þetta er bandarískur gamanmynda- flokkur og á að gerast í Chi- cago. Dr. Sam Quinn, sem er yfirlæknir skurðlækningadeild- ar á stórum spítala, er leikinn af Richard Crenna, en Molly konu hans leikur Patty Duke Astin. Lækninum þótti það gott hjá konu sinni þegar hún fór að stunda framhaldsnám við háskóla, er börnin stálpuð- ust, en allt í einu er hún komin með lögmannspróf og komin í embætti sem saksóknari - allt- af önnum kafin og má ekkert vera að því að hugsa um heim- ilis- og hjónalífið. Lækninum þótti þetta súrt í brotið, en tengdamamma hans bjargaði þó hlutunum við á heimilinu, eldaði mat og leit til með unglingunum, sem auðvitað höfðu við sín vandamál að stríða. Læknirinn Sam og lögmaðurinn MollyQuinn og heimilislíf þeirra Tengdamamman er leikin af frægri grínleikkonu, Billie Bird, dótturina Lisu leikur Helen Hunt, Anthony Edwards leikur soninn Andy og Richard McKenzie leikur vin Sams læknis, Walter Chai- ken, sálfræðing við sama sjúkrahús og Sam vinnur við. ■ Anna Svorradóttir er hlustendum að góðu kunn. Hún hefur farið víða um heim og segir skemmtilega frá því sem fyrir augu ber. Nú ætlar hún að segja frá ferðalagi um Kaliforníu, og nefnir frásögn- ina „Á slóðum Johns Stein- beck."' John Steinbeck rithöfundur fékk Nóbelsverðlaun í bók- menntum 1962. Hann fæddist í Salinas í Kaliforníu 27. febr. árið 1902. Fyrstu bækur hans komu út er hann var á þrítugs- hann sér fyrst fyrir alvöru með Tortilla Flat (Kátir voru karlar) 1935. Bækur hans hafa komið út margar á íslensku, svo sem Kátir voru karlar, Þrúgur reiðinnar. Mýs og menn o.fl. o.fl. í Salinas og Monterey og annars staðar á heimáslóðum Steinbecks í Kaliforníu er margt sem minnir á hann og hans er enn minnst þar. Um það fáum við að heyra í frásögn Önnu Snorradóttur. ■ Anna Snorradóttir -seinni bíómyndin á laugardagskvöldið ■ Seinni myndin á laugar- dagskvöldið segir frá konum í Kína. Petta er saga tveggja leikkvenna, sem bindast ungar vináttuböndum og þola lengi saman súrt og sætt. Þarna segir frá ungri konu, sem hrekst undan tengdafólki sínu og leit- ar hælis hjá leikflokki, sem ferðast um. Þar eignast hún vinkonu sem reynist henni vel. Síðar verða þær viðskila, en eftir byltinguna 1949 liggja leiðir þeirra saman á ný. Aðalhlutverk eru í höndum Xie Fang, Cao Yindi og Li Wei. Þýðandi er Ragnar Bald- ursson. Sjónvarp laugardag kl. 22.40: Tvær leikkonur ■ Xie Fang og Cao Yindi í hlutverkum sínum. Laugardagur 19. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnlr. 7.25 Leikfiml. Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Jón Isleifsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Hrímgrund. Útvarp barnanna. Stjórnandi: Sigríður Eyþórsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Listalíf Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp -Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurlekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn mannlegi máttur“ eftir Graham Greene III. þáttur: „Brúðkaup og dauði“ Leikgerð: Bernd Lau. Þýð- andi: Ingibjörg Þ. Stephensen. Leikstjóri: Arni Ibsen. Leikendur: Helgi Skúlason, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Er- lingur Gíslason, Helgi Björnsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Steindór Hjörleifsson, Sólveig Pálsdóttir, Karl Guö- mundsson, Sigurjóna Sverrisdótt- ir, Jóhanna Norðfjörð, Randver Þorláksson, Jón S. Gunnarsson, Gísli Guðmundsson, Þorsteinn Gunnarsson og Jóhann Sigurðar- son. (III. þátturveröurendurtekinn, föstudaginn 25. þ.m. kl. 21.35). 17.00 Fréttlr á ensku. 17.10 Sfðdeglstónleikar. 18.00 Miðaftann f garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Guðs reiði". Útvarpsþættir eftir Matthías Johannessen. III. hluti: „Vax, kopar og hold". Stjórn- andi: Sveinn Einarsson. Flytjendur auk hans: Þorsteinn Gunnarsson, Borgar Garðarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pétur Einarsson og Guðmundur Magnússon, sem er sögumaður. 20.00 Unglr pennar 20.10 Góð barnabók Umsjónarmað- ur. Guðbjörg Þórisdóttir. 20.40 „Á slóðum John Steinbecks" Anna Snorradóttir segir frá. 21.15 Á sveitalinunni Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum i Reykjadal (RÚVAK). 22.00 Þrár stuttar smásögur eftir Garðar Baldvinsson „I gini Ijónsins", „Orð" og „Spor í snjónum". Höfundur les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marleinsson. 23.05 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir. DagSkrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.03.00. Laugardagur 19. maí 24.00-00.50 Listapopp (endurtek- inn þáttur frá Rás 1) Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Stjórn- andi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. sjonvarp Laugardagur 19. maí 13.15 Enska bikarkeppnin Úrslita- leikur Everton og Watford. Bein útsending frá Wembleyleikvangi í Lundúnum. 16.00 Hlé íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 16.30 Enska knattspyrnan 18.10 Húsið á sléttunni Vegir ást- arinnar I Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ing- imarsson. 18.5 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.55 í bliðu og stríðu 1: þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur, framhald fyrri þátta um lækninn Sam (Richard Crenna) og lög- manninn Molly Ouinn (Patty Duke Astin) i Chicago og fjölskyldulif þeirra. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.05 Þegar ritsiminn var lagður vestur (Western Union) Banda- rískur vestri frá 1941 gerður eftir sögu Zane Greys. Leikstjóri Fritz Lang. Aðalhlutverk: Randolph Scott, Robert Young, Dean Jagger og Virginina Gilmore. Flokkur símamanna, sem er að leggja ritsimalínu fráOmaha í Nesbraska til Salt Lake City i Utah, lendir i ýmsum ævintýrum og útistöðum við bófa og indíána. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.40 Tvær leikkonur Kínversk biómynd. Leikstjóri Xie Jin. Aðal- hlutverk: Xie Fang, Cao Yindi og Li Wei. Saga tveggja leikkvenna sem bindast ungar vináttuböndurn og þola lengi saman súrt og sæt. Síðar skilur leiðir í tvennum skiln- ingi en eftir byltinguna ber fundum þeirra saman á ný. Þýðandi Ragn- ar Baldursson. 00.30 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.