NT - 18.05.1984, Blaðsíða 15
mlegan
níta -
)ók Guinness!
■ Alklæðnaður úr lifandi
býflugum. Hver vildi vera í
sporum stúlkunnar á
5l toppnum?
Föstudagur 18. maí 1884' 15
■ Jane Fonda er önnum kafin sem fyrr, en það sem rekur hana áfram er viljinn til að hjálpa manni
sínum við að bjarga heiminum.
Jane Fonda undir
býr nú elliárin
- og stuðlar um leið að betri heimi!
■ Jane Fonda hefur löngum
þótt gott fréttaefni, enda hefur
hún ekki alltaf farið troðnar
slóðir. Hún er nú orðin 46 ára
og finnst sjálfri hún standa á
íímamótum.
Það hefur vakið nokkra at-
hygli, að þó að hún sé alltaf
meira og minna viðriðin kvik-
myndir, beinir hún nú kröftum
sínum í æ ríkara mæli að
rekstri líkamsræktarfyrirtækis
síns, „Workout“. Það stækkar
jafnt og þétt í sniðum, og er nú
svo komið að það er með á
sínum snærum 3 líkamsræktar-
stöðvar, bókaútgáfu, og útgáfu
á myndsegulböndum og
hljómplötum. Og allt er þetta
skráð eign Baráttunnar fyrir
efnahagslegu lýðræði (Campa-
ign for Economic Democracy).
- Ég geri mér grein fyrir
því, að þegar aldurinn færist
yfir get ég ekki gert mér vonir
um að vinna fyrir eins háum
launum og ég hef gert hingað
til. Ég hef séð hvernig fer fyrir
leikkonum í Hollywood, þegar
þær eldast, þá er lítil sem engin
þörf fyrir þær. Þess vegna ætla
ég að skipta mér meira af
rekstri „Workout“,segir Jane.
Jane Fonda segir það reynd-
ar vera markmið lífs síns nú að
styðja við bakið á manni
sínum, Tom Hayden, í póli-
tískri baráttu hans. - Hann er sá
maður, sem öllum öðrum
fremur hér í landi er fulltrúi
fyrir ákveðna skoðun á því
hvernig heimurinn ætti að vera
og hefur verið þeirri skoðun
trúr allt frá því hann varð
fullorðinn. Hann álítur, að
venjulegt fólk geti haft áhrif á
framvindu sögunnar, ef það er
vel upplýst og vel skipulagt,
segir hún og bætir við að hún
styðji mann sinn af öllu hjarta,
fjárhagslega, tilfinningalega,
algerlega!
Þó að Jane sé í auknum mæli
að snúa sér að fyrirtækjarekstri
og hafi nú á prjónunum nýja
bók, sem á frummálinu hefur
hlotið nafnið „Women Cóming
Of Age“ og fjallar um miðaldra
fólk, er hún enn önnum kafin
sem leikkona. Nú nýlega var
frumsýnd ný sjónvarpsmynd
með henni í Bandaríkjunum,
„The Dollmaker“. Hún á
marga leiksigra að baki, en
þykir vænst um myndina
Heimkoman, sem fjallar um
bandaríska hermenn, sem
snúa heim úr Víetnam-stríð-
inu. Hún fékk Óskarsverðlaun
fyrir þá mynd, en segir það
ekki vera meginástæðuna til
þess að hún hefur svo mikið
dálæti á henni, heldur hitt, að
hún sjálf hafi svo mikið verið
viðriðin þetta stríð, þá menn,
sem börðust í því og kvenfólk-
ið þeirra.
Onnur eftirlætismynd henn-
ar er Þeir skjóta hesta, er það
ekki? en fyrir þá mynd var hún
tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Sú mynd var gerð á því fræga
árið 1968, sem var mikið tíma-
mótaár fyrir marga, „alla“,
segir Jane. Tveim árum síðar
lék hún í myndinni Klute, sem
hún fékk Óskarsverðlaunin
öðru sinni fyrir, en við lá að
hún léki ekki í! „Ég grátbað
leikstjórann, Alan Pakula, að
reka mig frá henni. Alltaf,
þegar ég fæ hlutverk, sem mér
finnst merkilegt,eréghandviss
um að einhver önnur leikkona
geti farið betur með það. En
enn vitlgusarj hef ég stundum
verið þegar ég hef hafnað hlut-
verkum. T.d. var mér boðið
hlutverkið, sem Julie Christie
fór með í Dr. Zhivago, og ég
afþakkaði það pent!“ segir
Jane.
Jane Fonda verður greini-
lega ekki iðjulaus næstu árin.