NT - 18.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 11
Minningarhljómleikar um Dorriét Kavanna: Tveir af fremstu söngvur um landsins saman á sviði ■ Tveir af fremstu söngvur- um íslendinga, þeir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jó- hannsson, munu syngja saman í fyrsta skipti á minningartón- leikum um Dorriét Kavanna, eiginkonu Kristjáns, sem lést í vetur, í Háskólabíói á morgun, laugardag, og í Skemmunni á Akureyri á sunnudaginn. Jafn- framt mun syngja á hljómleik- unum sópransöngkonan Ant- onella Pianezzola við undirleik eiginmanns síns Maurizio Bar- bacini, sem líka leikur undir hjá Kristjáni, en Jónas Ingi- mundarson leikur undir söng Kristins. Állir fyrrgreindir að- ilar koma fram án endurgjalds og mun ágóðinn af hljómleik- unum renna óskiptur í minn- ingarsjóð um Dorriét Kav- anna, óperusöngkonu, sem lést í vetur. „Það er tvennt sem vakir fyrir okkur með stofnun þessa sjóðs. í fyrsta lagi viljum við heiðra þessa frábæru söng- konu, sem unni fslandi kannski meira en Islendingar yfirleitt, og svo viljum við styrkja unga íslenska söngvara til náms er- lendis - nógu myndarlega til þess að þeir komist í læri hjá bestu kennurum úti í heimi en það kostar peninga," sagði Valur Arnþórsson, einn þeirra félaga Dorriét, sem gekkst fyr- ir stofnun sjóðsins, á blaða- mannafundi í vikunni. „Þetta verður myndarlegasti sjóður af þessu tagi á íslandi“, sagði Kristján Jóhannsson, sem einnig var á blaðamanna- fundinum. „Það vita allir sem numið hafa söng erlendis, að það er mjög dýrt. Og við vitum líka að hér hafa verið mikil efni sem ekki hafa komist til náms erlendis eða hafa neyðst til að hrökklast frá námi áður en þeir hafa fengið það út úr því sem hægt er að fá. Sá sem þennan styrk hlýtur mun ekki þurfa að óttast slíkt,“ sagði Kristján. Hann sagði jafnframt að á- kveðið væri að gera miklar kröfur til styrkþeganna. Hald- in yrði sérstök keppni með dómnefnd, sem skipuð yrði valinkunnum tónlistar- mönnum. „í>að verður tekið tillit til alls, sönghæfileika, útlits og sviðsframkomu. Þctta verða að vera söngvarar sem eiga möguleika á að ná heims- klassa," sagði Kristján. Um efnisskrá hljómleikanna var ekki búið að ákveða annað en það, að Kristján og Anton- iella myndu syngja saman dú- etta úr Tosca og Madam Butt- erfly. Flugleiðir, Sambandið, KEA og Bókaklúbburinn Ver- öld hafa styrkt stofnun Minn- ingarsjóðs Dorriét Kavanna. ■ Kristján, Kristinn og Antonella ásamt Barbacini, sem verður undirleikari á hljómleikunum ásamt Jónasi Ingimundarsyni. NT-mynd Ari. Mótettukórinn í Kristskirkiu ■ „Þegar ég byrjaði með þennan kór voru menn mjög svartsýnir á bjartsýnina í mér, töldu útilokað að finna fólk sem stæðist þær miklu kröfur sem ég gerði,“ sagði Hörður Áskelsson stjórnandi Mótettu- kórs Hallgrímskirkju í stuttu spjalli við NT, en vortónleikar kórsins verða í Kristskirkju í Landakoti á sunnudaginn kl. 17.00. Þar með lýkur öðru starfsári kórsins. Kröfurnar , eru m.a. að fólk skal vera undir fertugu og kunna nótna- lestur og undirstöðuatriði raddbeitingar. Efnisskráin er viðamikil og forvitnileg. Fyrst skal nefna mótettuna Jesu meina Freude eftir Johan Sebastian Bach, Te deum eftir Benjamin Britten, sem líklega hefur ekki verið flutt hérlendis áður. Einnig verða fluttar mótettur eftir Hassler, Kuhnau og Poulec og sálmalög í útsetningum Jóns Nordál, Þorkels Sigurbjörns- sonar og Jóns Hlöðvers Áskelssonar og fluttir verða kaflar úr Biblíuljóðum Dvoráks. „Ég hef oft verið spurður þessarar spurni ngar og ég veit ekki enn hvernig á að svara henni þannig að allir séu með á nótunum,“ sagði Hörður, þegar hann var spurð- ur hvað væri mótetta og hvers vegna kórinn héti Mótettukór. „En mismunurinn á mótettu annars vegar og kantötu hins vegar er nokkuð augljós, þar sem mótetta er fyrst og fremst kórverk, en í kantötum leika einsöngvarar stór hlutverk. Sálmalag er hins vegar ekki mótetta, mótettan er viðameiri og flóknari í sniðum." ■ Það er 14 ára stúlka, Stein- unn Þorsteinsdóttir sem fer með einsöngshluverk í Te Deum Brittens, en trúr breskri hefð samdi hann verkið fyrir drengjarödd. Steinunn er ekki alveg ókunn söng og sviði því hún hefur áður komið fram í Litla sótaranum eftir Britten hjá íslensku óperunni. „Ég hefði auðvitað getað fengið þjálfaðan sópran til að syngja einsöngshlutverkið," sagði Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandinn, Hörður Áskelsson er lengst til vinstri. NT-mynd Ari Hörður, „en ég valdi þennan kostinn enda finnst mér hann standa verkinu nær.“ í Biblíuljóðum Dvoráks syngur einsöng 28 ára gamall Þjóðverji, Andreas Schmidt barýtón. Þrátt fyrir ungan aldur hefir Schmidt nú verið ráðinn við óperuna í Berlín og hann hefur unnið til margra verðlauna. Schmidt er nem- andi Dietrich Fischer Diskau, eins fjölhæfasta söngvara sam- tímans og Diskau hefur látið falla mörg og stór orð um þennan nemanda sinn og sumir eru farnir að tala um hann sem væntanlegan arftaka Diskaus," sagði Hörður Áskelsson. Auk þeirra einsöngvara sem nú hafa verið nefndir kemur frain í einsöngshlutverki söng- konan Ásdís Kristmundsdótt- ir. Aðgöngumiðar verða seldir í ístóni, í Hallgrímskirkju og við innganginn og kosta 200 krónur. Félagsskírteini List- vinafélags Hallgrímskirkju gilda sem aðgöngumiðar og verða tekin frá sæti fy rir félags- menn þar til 10 mínútum fyrir tónleika. Sinfóní- aná Akur- eyri -ogheldursíðan áframítónleikför um Mið-Norður- land ■ Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika á Akureyri í kvöld kl. 21.00 í íþróttaskemm- unni. Á efnisskránni eru „klassíska" sinfóní- an eftir Sergei Proko- fév, Píanókonsert nr. 26 í D-dúr, K.537, „Krýningarkonsertinn" eftir W.A.Mozart, og Fantasía fyrir píanó, kór og hljómsveit op.80 eftir L.v. Beethoven. Einleikari á píanó verður hinn hcimsfrægi Austurríkismaður, Jörg Demus, en einsöngvar- ar Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Þuríður Baldursdóttir, Michael Clarke, Sigurður Björnsson, og Knútur Ottestedt. Fram koma Passíukórinn á Akur- eyri, kirkjukór Akur- eyrar og félagar úr karlakórnum Geysi. Kórstjóri er Roar Kvam en stjórnandi á tónleikunum verður Páll P. Pálsson. Að Ólöfu Kolbrúnu og Sig- urði Björnssyni undan skildum, eru allir ein- söngvararnir frá Akur- eyri. Annað kvöld kl. 21.00 leikur svo hljóm- sveitin á Ólafsfirði, á sunnudag kl. 15.00 .á Laugum í S-Þingeyjar- sýslu, og kl 21.00 á Húsavík. Á mánudag- inn kl. 21.00 verða tón- leikar á Siglufirði og á þriðjudag kl. 21.00 á Sauðárkróki. Á öllum þessum tón- leikum verður sama efnisskráin; Forleikur að óperuni Brottnámið úr kvennabúrinu, og aría úr sömu óperu, All- eluja úr Exultate jubi- late, ítalska sinfónían eftir Mendelsohn,- I. þáttur úr sellókonsert eftir Boccerini, Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þ.ór- arinsson, Lindin eftir Eyþór Stefánsson. Gígjan eftir Sigfús Ein- arsson og Klassíska sin- fónían eftir Prókofév. Einsöngvari verður Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og einleikari á selló Pétur Þorvalds- son. Stjórnandi á tón- leikunum verður Páll P. Pálsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.