NT - 18.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 18. maí 1984 8 LLL_______Vettvangur_ AD LIDNUM VETRI ■ í mörg ár ætlaði útvarpið 5 mínútur á viku í fræðsluþátt bænda. Þetta var einskonar óskalagaþáttur þeirra. Þar var svarað spurningum frá bænd- um sjálfum. Þær komu frá mörgum og vörðuðu ennþá fleiri. Efni og flutningur var ókeypis fyrir útvarpið, sjó- menn fengu álíka þátt - sem var vel notaður líka - a.m.k. þegar Ásgeir Jakobsson sá um hann. Þó ég hafi aðeins vit á þorski til matar og viti varla á hvorum enda þorsksins haus- inn er - þá held ég að ég og mínir nágrannar höfum sjald- an misst af hvorugum þessara þátta. Síðan lengdist okkar þáttur í 15 mínútur og færðist til. Nýir menn tóku við - spurn- ingar bænda og svör hurfu - þetta varð eins manns þáttur, sem margir misstu af. I haust var svo sporið stigið til fulls og öllum atvinnuþáttum hrært saman í einn allsherjargrjóna- graut - með tilheyrandi hóp vellaunaðra manna sem ekki þekktu lirút frá rollu og trúðu að ýsan væri kellingin þorsksins. Viðhorf þeirra var annað en þeirra gömlu sem flestir höfðu rifið herta þorsk- hausa. Stefna ráðamanna út- varps er að fjölga starfsliði sem mest á þeim bæ. Fyrir ári voru hjú þeirra orðin fleiri en allir bændur á Vestfjörðum og hef- ur stórfjölgað síðan - enda opin leið að „fjölga rásum“ - svo fleiri geti fengið starf við sitt hæfi. Guðsorðið gleymdist Fyrst farið var að búa til þennan grjónagraut - finnst mér athugunarleysi að skella ekki út í hann nokkrum sveskj- um - þar á ég við 18 stk. guðsorðaþætti á viku. Þeir hljóta hreinlega að hafa gleymst - þeirra vegna hefði ekki einu sinni þurft að bæta við manni. Stjórnendurnir hefðu farið létt með að taka þá að sér - alveg frá eigin brjósti. - Sennilega hefði þó Jónína sjálf orðið aðhafa kroppatamn- inguna áfram. Frá sjónarmiði bænda mun það teljast galli á þessu nýja spjalli - að fæstir þeirra hafa ástæður til að vera við útvarp heilan klukkutíma milli 5 og 6 alla virka daga - í veikri von um að gagnlegur rnoli hrjóti af borði húsbændanna. - Auðvit- að er það galli ef þeir sem eiga að fræðast geta ekki hlustað - þó er það bót að flytjendur fá sinn mála greiddan - refjalaust - það er árangur líka. Nú - þessir þættir hafa oftast farið að mestum hluta hjá mínum garði - ýmist fyrir ofan eða neðan. Þó náði ég nokkr- um heilum í vetur - þegar ég var óvinnufær - þó hlustun hafi ekki verið meiri - hef ég fundið að andar þeir sem þar svífa yfir vötnum eru ekki alltaf sömu ættar. Það er t.d. ekki sami andi sem breiðir úr vængjum þegar rætt er um verslun - og sá sem lemur þeim þegar talað er um togara á Vestfjörðum og Norðaustur- landi - að ég tali nú ekki um hvort ær og kýr eru á dagskrá eða rætt um álver og blessun þess að verð hækki á stáli í heiminum. Ég hef alltaf misst af því þegar Páll hefur rætt um útlíutningsbætur á rafmagni til álversins - þær bætur hljóta þó oft að hafa borið á góma ekki síður en á kjöt - sem eru þó ekki nema lítið brot af hinum. Ég hef líka misst af útreikning á því hverju munar fyrir frysti- hús „við ystu sker“ - ef það fengi sitt rafmagn eitt árið á sama verði og ísal. - Jafnvel ■ Halldór Þórðarson á Laugalandi þó sleppt sé mun á forgangs- orku og afgangsorku. „Hefðbundin hækkun“ Þegar ég náði heilum þætti þarna í vetur kom mér margt í hug. Þátturinn hófst á því að foringinn talaði um „hefð- bundna hækkun" á kjöti og mjólk. Forstjóri ísals var til kvaddur að ræða málið og gerði orð hans að sínum. - Ætli geti verið að þessir gáfu- menn sem ekkert eiga undir sól og regni eða fiski í sjó - hafi ekki - fengið sína „hefðbundnu hækkun" á kaupi 4 sinnum á ári - síðan bleian var endan- lega tekin af þeim. - Næst kom maður sem mér skildist að fengi laun greidd fyrir meinta1 vinnu við endurskoðun vísi- tölugrundvallar. Ekki fór hann, frekar en aðrir viðstadd- ir, leynt með andúð sína á „fikti við vísitöluna“ en svo nefndu þeir niðurgreiðslur á kjöti og mjólk. Þessi skoðun mannsins var í samræmi við nýja kjarasamninga ASÍ þar sem prósentureglan er ótrufluð - við hana er ekki „fiktað". Þar gildir einráð sú regla að ef nauðsynjar hækka í verði skuli bætt við kaup manna eftir efnum og ástæðum. - Þannig að sá sem áður átti fæstum krónum að ráða til matarkaupa fengi sem næst umræddri hækkun - en við kaup hærra launaðra manna yrði bætt því fleiri krónum - sem þeir hefðu áður haft meira - til umfram notkunar. Þá komum við að þeirri spurningu hverjum niðurgreiðslur séu í óhag. Ég minnist stór fyrirsagnar á forsíðu Tímans fyrir nokkr- um árum. Þar var reiknað út hvað tiltekin hækkun smjörs hefði gilt í krónum - fyrir alla launþega í landinu - það var mikið hærri tala en nam niður- greiðslu upphæðinni - og mis- muninn taldi blaðið vísitölu- svindl. Við skulum gefa okkur að báðar tölurnar hafi verið rétt reiknaðar.Hver sky.ldi það vera sem hefði fengið þennan mikla mun ef vísitalan hefði ekki verið greidd niður. - Mér sýnist ljóst að ekki hefðu það verið Sóknarkonur Aðalheiðar - eða aðrir í lægstu launaflokk- unum. Fyrir þá sem þar eru - mun einu gilda hvort smjör og skyr er greitt niður eða kaup hækkað sem því nemur. Eins og sagði áðan efa ég ekki á þarna missti einhver spón úr aski eða var sýnd veiði - en ekki gefin. - Við verðum að leita annað en í lægstu launa- flokkana. Ef smjör og skyr hefði átt að hækka um 100 krónur - þá kemur dæmið þannig út að sá sem hefur 5 föld laun láglaunamanns hefur misst af 400 krónum við „vísi- tölufiktið". - Því að varla hefði hann farið að smyrja 5 sinnum þykkra á brauðið sitt eða eta 5 sinnum meira skyr en hann gerði fyrir hækkun - 100 krónur hefðu nægt honum til að éta sama magn og áður. Hagsmunir hálaunamanna Niðurgreiðslur eru því að- eins í óhag þeim sem hafa margföld laun láglaunamanns- | ins - þær koma í veg fyrir að J þeir græði eins mikið á verð- bólgunni. Þessi viðbrögð eru því skiljanleg - það rennur öllum blóðið til skyldunnar. Þeir sem taka laun fyrir að koma eigin skoðunum á fram- færi í fréttum og útvarpsþátt- um hafa ekki rætt þessa hlið málsins. Það er hagur annarra en láglaunafólks sem þessir menn bera fyrir brjósti - hvorki þeir sem semja um prósentuhækkun á laun eða ræða þessi mál í útvarpi og blöðum. Það er hagur þeirra betur launuðu sem á hug þeirra allan - því eru þeir á móti niðurgreiðslum á nauðsynja- vörum en hafa eldlegan áhuga á að koma Spánarferðum inn í vísitölu - Spánarferðir má gjarnan nota í táknrænni merkingu. Ég held að það hafi verið Skúli á Ljótunnarstöðum sem benti á réttmæti þess að reikna út eðlilegar þarfir heim- ilis af venjulegum mat og öðrum nauðsynjum og binda vísitölu þar við. Þá hefðu flug- fargjöld - brennivín og önnur aukaþjónusta við Miðjarðar- ' haf ekki áhrif á afkomu frysti- húsa á íslandi. Ég hef ekki heyrt aðra nefna þannig vísi- tölu - enda ekki von - svona skoðanir taka ekki mið af há- launamönnum. Eitt atriði í þessum þætti Páls var að bera verð dilkakjöts eftir hækkun saman við útsöluverð á svína- kjöti. Auðvitað er það hagur versl- unar að svína og fuglakjöt verði framleitt í stað dilka- kjöts. - Verslun græðir ekki krónu á því sem dilkar éta á fjöllum en hún fær sínar pró- sentur af hverju kg. sem svín og fuglar éta - það gæti verið skýring á því að fjármálaráð- herrann okkar sagði í útvarpi að fólk ætti að færa neysluna frá dilkakjöti yfir á svína og fuglakjöt - auk þess mun álagning á því og fleiru- vera frjálsara en á mjólk og dilka- kjöti. Andinn reiðubúinn en holdið veikt Jafnan kemur mér annar í hug er ég heyri fjármálaráð- herrans getið. Hann veit að ekki nægir að andinn sé reiðu- búinn ef holdið er veikt og samkvæmt því stjórnar hann. T.d. innheimtir hann háan skatt af kókómjólk en lækkar skatt á kókinu til að beina neyslu barna og unglinga í hollari farveg. Einhverjir töldu torntgrki á að innheimta þetta hjá kaupendum langt aftur í tímann. Ég veit ekki betur en sami ráðherra hafi sagt við menn sem komu til hans með úttroðinn pung af söluskatti sem þeir höfðu innheimt um leið og þeir seldu börnum ein- hverja aðgöngumiða. - „Takið þessa skjóðu frá mér og skilið aftur hverjum peningi til barna Jakob Jónsson: Fræðslan um friðarins menn er besta friðarfræðslan ■ Hvað hefir lífið kennt mér um stríð og frið? Ég hefi aldrei á vígvelli verið. En ég hefi haft kynni af styrjöldum og afleið- ingum þeirra. Frá bernskuárum man ég heimsstyrjöldina fyrri. Frá Kanada og íslandi hina síðari. Yfir Atlantshafið fórum við hjónin á styrjaldartímum með 5 lítil börn með skipi, sem skömmu síðar lá hafsbotni. í stríðslokin ferðaðist ég um Norðurlönd, og síðar til Þýska- lands og Frakklands., Ég hefi farið undir og í gegnum Berlín- armúrinn, og setið við hlið dómara við yfirheyrslur yfir flóttamönnum í Vestur- Þýskalandi. Og síðar smeygð- um við Þóra okkur gegnum alvopnaðan hóp hermanria inn í hina fornu Jerúsalem. Þessi frásögn segir ekki mikið. En hún felur m.a. í sér kynni sálusorgarans af fjöl- breyttu mannlífi á styrjaldar árum. Hún merkir, að ég og mínir jafnaldrar höfum verið vottar að sorg og kvíða, von- brigðum og ótta, eyðing og deyðing. Stríð er andleg misþyrming, engu síður en líkamlegt dráp. Hermennskan er þrælahald, þar sem einstaklingurinn er háður ofurvaldi ókunnra stjórnanda, sem teljast eiga líf hans. En stríðssagan geymir marg- ar myndir af fórnfýsi, kærleika, samhjálp. Og ég hefi þekkt marga hermenn. Enginn þeirra hataði „óvinina". En hann varð að drepa. Það sýnir að með manninum býr þrá til bróður- kærleika, - löngun til friðar og vináttu. - Og það er þessi þrá, sem friðarhreyfingarnar eru að reyna að virkja. Menn tala í þessu sambandi um áhrif kristindómsins. Sem barn man ég eftir því, að faðir minn ræddi í predikunum um það sem fjarstæðu, er kristnir menn bærust á banaspjótum. Kristnir menn heyja stríð, en kristin trú er andstæða við styrjöld. Kristin trú felst þó ekki að- eins í því að læra faðirvorið og fjallræðuna, heldur tiléinka sér lífsstefnu þá, sem birtist í frumkristninni. Og upprisa Krists, - páskarnir - eru and- svar við lífsþrá mannkyns, sem stóð andspænis eyðingu sköp- unarverksins, eins og vér ger- um í dag, því að á Krists dögurn var andlegt líf Miðjarð- arhafslandanna þrungið spennu, og nienn áttu von á heimsslitum þá og þegar. Það er einnig reynd önnur leið til friðar. Hún lýsir sér í atferli tígrisdýra, sem þora hvorugt á annað að ráða. Stór- veldin sýna kjarnorkuvopnin eins og tígrisdýrin vígtennurn- ar. En þessi friður er ótryggur. Ef tölva bilar, ef slys vill til, - ef einhver er of seinn að hugsa, - eða mismælir sig, - þá geta fimm mínútur gert út um líf og dauða mannkynsins. Þá erhaf- in keðjuverkun, sem útilokar staðbundið atómstríð. En þeg- ar því stríði er lokið, verður lítið gaman að skreiðast út úr byrgjunum í Washington og Kreml. Þá er sams konar eldur á jörðu og sól. Allt þrefið um atómvopnin er því ekki um það, hver eigi að sigra heldur hve mikið verði afgangs, þegar hirðfífl helvítis hafa lokið sinni skemmtiskrá. Hvaða skref á þá að stíga til tryggingar friði? Auðvitað leggjum vér öll áherslu á að oddvitar þjóðanna hittist, þótt ekki sé nema til þess að átta sig á því, að allir eru skapaðir í Guðs ntynd. En ég legg ekki minna upp úr því, ■ Jakob Jónsson. NT birtir hér ávarp sem hann flutti á friðarpáskum í Norræna hús- inu. að fólk af öllum starfsgreinum fái að heimsækja hvað annað á víxl, t.d. 100 manns í einu. Og á mínum kompási er ekki aðeins austur og vestur, heldur norður og suður - og allt þar í milli.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.