NT - 18.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 25
czechoslqvakíÁH^ ■"\X ÍeAST germány] / \\ JI ffpOLAWDH SOVIET UNION HUNGARY mongojíaI VIETNAM BULGARIA LAOS IRAN ÍAFGHANISTAN ......■ÉlWpi.. VVashington-Reuter ■ Samkvæmt nýrri Louis Harris-skoðanakönnun virðist mikill meirihluti bandarískra kjósenda vera á móti stefnu Reagans forseta í málefnum Mið-Ameríku. Skoðanakönnunin náði til 1.108 kjósenda. 61% þeirra sögðust vera á móti stefnu Re- agans í Mið-Ameríku, en aðeins 33% aðspurðra sögðust styðja hana. Það vakti sérstaka athygli að skoðanakönnunin var gerð eftir ræðu, sem Reagan hélt í sjónvarpi 9. maí, til að reyna að auka fylgi við stefnu sína í Mið-Ameríku. Svo virtist sem ræðan hefði haft lítil áhrif á almenning því að skoðanakann- anir sýna að svipað hiutfall var á móti stefnu Reagans fyrir og eftir ræðu hans. Yfirleitt virtust kjósendur mjög mótfallnir utanríkisstefnu forsetans, ekki aðeins í málefn- um Mið-Ameríku heldur almennt. 59% aðspurðra sögðust . vera ósammála stefnu Reag- ans í utanríkismálum en aðeins 38% studdu hana. Samt er Reagan sjálfur mjög vinsæll og meirihluti þeirra, sem tóku þátt í umræddri skoðan- akönnun, sögðust mundu kjósa hann. Líklegt er talið að vin- sældir Reagans stafi meðal ann- ars af efnaahagsbatanum í Bandaríkjunum. vVcV kw iwe ctrJcm Bandaríkjamenn: Utlönd Á móti Reagan í Mið-Ameríku --------...----J..!i ) Föstudagur 18. maf 1984 25 ■ Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að mikill meirihluti kjósenda þar sé á móti utanríkisstefnu Reagans forseta þótt hann njóti mikils persónufylgis. Þessi mynd sýnir Reagan á blaðamannafundi síðastliðinn mánudag þar sem hann varði stefnu SÍna. Símamynd-POLFOTO Mun EBE bjarga Sakharov? Stokkhólmur-Rcuter ■ Eins og komið hefur fram í fréttum er líf sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharovs nú talið í hættu vegna hungurverk- falls, sem hann hefur verið í frá því 2. maí. Forseti Frakklands, Mitterrand, sem nú er staddur í Svíþjóð í opinberri heimsókn, sagði í gær að hann teldi að Efnahagsbandalag Evrópu ætti að reyna að hafa áhrif á sovésk yfirvöld til að bjarga lífi Sakhar- ovs og eiginkonu hans, sem er við slæma heilsu. Sakharov hóf einmitt hugurverkfallið til að mótmæla því að sovésk yfirvöld skyldu ekki leyfa konu hans að fara úr landi til að leita sér lækninga. ■ Þessi mynd var tekin af sovéska Nóbelsverðlaunahaf- anum, Andrei Sakharov, áður en hann var sendur í útlegð til Gorky vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Sovétríkjunum. Mitterrand í Svíþjóð Stokkhólmur-Rcutcr Þessi hnöttur sýnir hvaða ríki hafa þegar hætt við þátttöku í Ólympíuleikunum í Los-Angeles í sumar. Ríkin, sem ekki taka þátt í leikunum, eru sýnd með svörtum. Pólland er einnig sýnt með svörtum lit því að almennt er búist við að Pólverjar tilkynni fljótlega að þeir muni fylgja fordæmi annarra Austur-Evrópuríkja. Hætt er við að Ólympíuleikarnir verði heldur daufir ef svona mörg ríki taka ekki þátt í þeim. Skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna að áhugi almenning fyrir Ólympíuleikunum hefur minnkað mikið að undanförnu vegna þessa. Aðeins 38% Bandaríkjamanna segjast nú hafa mikinn áhuga fyrir leikunum, en venjulega hafa um 69% þeirra fylgst með Óiympíuleikunum af miklum áhuga. Bólivía: Hungur- verkfall verka- lýðsfor- ingja La Paz-Reuter ■ Verkalýðsforingjar í Bólivíu hafa gripiö til þess ráðs að fara í hungurverk- fall til að mótmæla að- gerðum ríkisstjórnarinnar sem leitt hafa til mikilla verðhækkanna án tilsvar- andi launahækkanna. Hungurverkfall verka- lýðsforingjanna er enn eitt merkið um óstöðugleika í stjórnmálum í Bólivíu en landið án nú við mikla . efnahagsörðugleika að stríða. Fyrir átján mánuð- um var Hernan Siles Zu- azo kosinn forseti en liann er talinn vinstrisinnaður. Honum hefur samt ékki tekist að halda frið við verkalýðshreyfinguna og fyrir aðeins þremur dögum sagði fjármálaráð'- herrann í stjórn hans af sér embætti vegna þess að hann taldi ríkisstjórnina ekki koma nægjanlega til móts við verkamennina. Verkalýðsforingjarnir, sem hófu hungurverkfallið á miðvikudaginn, voru sjö talsins en búist var við að fieiri verkalýðsforingjar myndu fylgja fordæmi þeirra. Bretland: Minnkandi iðnaðar- framleiðsla London-Reutcr ■ Þrátt fyrir almennan efnahagsbata í Bandaríkj- unum og mörgum Evrópu- löndum heldur iðnaðar- framleiðsla í Bretlandi áfram að dragast saman. Samkvæmt tölum sem reiknisstofnun ríkisins birti í gær í Bretlandi minnkað iðnaðarfram- leiðsla þar um 1,4% í mars en í febrúar minnkaði hún um 1.7% ■ Forseti Frakklands, Francois Mitterrand, ræddi í gær við sænska ráða- menn og forystumenn í sænsku atvinulífi. Mitterand kom til Svfþjóðar. í fyrradag og murt þetta vera fyrsta heimsókn ríkisleiðtoga Frakka til Svíþjóðar frá því árið 1914. í gær hitti hann meðal annarra Olof Palme, forsætis- ráðherra Svía. Þótt þeir væru um margt sammála í mati sínu á heimsástandinu var samt greini- legur skoðanamunur hvað varð- aði samskipti Vesturveldanna við Austur-Evrópuríki og á sviði afvopnunarmála. Frakkar styðja uppsetningu bandarískra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evrópu og eyða miklu fé til að byggja upp eigin kjarnorkuvopn en sænskir sósíaldemokratar vilja að samið verði um almenna kjarnorkuafvopnun sem fyrst og hafa lagt til að stofnuð verði kjarnorkulaus svæði í Evrópu. Sænsku iðnjöfrarnir Pehr Gyllenhammar, yfirmaður Volvo, og Peter Wallenberg, sem stjórnar miklum fjölda fyrirtækja, voru einnig meðal þeirra sem Mitterand hitti í gær. ■ Franski forsetinn, Francios Mitterrand, er nú í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Hér sést hvar hann heldur ræðu við Konunglegu vísinda- akademíuna í Svíþjóð í fyrra- dag. Símamynd-POLFOTO Suður-Kórea: Grjótkast stúdenta ■ Stúdentar í Suður-Kóreu köstuðu í gær grjóti í lögregluna eftir að þeir höfðu horft á lcikrit í skólanum um uppreisn í Kwangju fyrir fjorum árum. Yfir 1000 háskölastúdentar tóku þátt í þessu uppþoti. Þeir fylltust ándúð á lögregluna og yfirvöldum eftir ð hfa séð sam- nemendur sýna í leikriti hvernig fjöldi manns lést í uppreisninni fyrir fjórum árum enþá er talið að næstum tvö hundruð manns hafi látið lífið í átökum við lögreglu og her. I Chonnam-háskóla í Kwangju, þar sem uppreisnin varð eru nú um 200 nemendur í hungurverkfalli sem þeir byrj- uðu fyrir fjórum dögum. Þeir krefjst þess að lýðræði verði komið á í Suður-Kóreu. í flestum öðrum löndum eru stúdentauppreisnir tiltölulega sjaldgæfar og þær fjara út á nokkrum árum eftir að forystu- menn stúdentanna útskrifast úr háskólunum. Ennþannig er það ekki í Suður-Kóreu. Stúdenta- uppreisnir og uppþot eru ár- legur viðburður og þar virðast aldrei lognast alveg út af þótt þróttur þeirra geti verið mis- mikill eftirárum. Stundum hafa þessar uppreisnir haft mikivæg áhrif á þróun stjórnmála í Kóru. Þannig var það t.d. árið 1960 þegar uppreisn stúdenta leiddi til þess að þáverandi forseti Syngman Rhee neyddist til að fara frá völdum, en hann hafði verið því sem næst einvaldur í Suður-Kóreu. Stúdentaupp- reisnirnar árið 1980 urðu líka til þess að núverandi stjórnvöld komust til valda. Stúendaupp- reisnir eru árvisst fyrirbæri í Suður-Kóreu. Átökiní ár hafa verið óvenjuhörð þótt yfirvöld hafi slakað nokkuð á eftirliti með starfsemi háskólanna. Á þessum myndum sést hvað suður-kóreskir stúdentar flýja undan táragasaárásum lögregl- unnar enþað er sú aðferð sem lögeglan notað nú hvað oftast til að leysa upp mótmælaaðgerðir stúdentanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.