NT - 18.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 10
 í\\' Föstudagur 18. maí 1984 10 LlI Min Róbert Bergmann Fæddur 18. júní 1956 Dáinn 2. maí 1984 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund, vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. V.Biiem. í dag 18. maí er borinn til hinstu hvíldar í Fossvogs- kirkjugarði, Róbert Bergmann, sem lést af slysförum í Kodiak í Alaska. Þegar mér barst sú hörmulega fregn, að systur- sonur minn, Róbert Bergmann hefði látist af slysförum, setti mig hljóða: Margar minningar þyrptust fram í huga minn. Efst bar þar minningu frá því fyrir tæpum 28 árum. Lítið barn er að fæðast á heimili foreldra minna, barn sem á eftir að fylla hugi foreldra minna og systkina, mikilli gleði og ánægju. Það ér elsta systir mín, Eva, sem er þarna að fæða sitt fyrsta barn, og það er móðir mín, Ingibjörg Kristmundsdóttir, sem er Ijós- móðir, að taka á móti sínu fyrsta barnabarni. Barnið er drengur, og honum er síðar gefið nafnið Róbert Bergmann, faðir hans er Hörður Bergmann. Róbert var alla tíð mikið hjá ömmu sinni og afa á Drangs- nesi, og var þeirra heimili, hans annað heimili, enda var Róbert okkur, systkinum Evu, sem litli bróðir okkar. Árið 1971 deyr faðir minn, Jón Guðmundsson, og um haustið það sama ár flytur móðir mín til Reykjavík- ur. Eva og fjölskylda hennar flytja líka, en þau flytja í Sand- gerði. Á þeim tíma er Róbert búinn að ljúka skyldunámi. Hann dvelur stopult heima hjá móður sinni og stjúpföður, Ár- manni Halldórssyni, og hann kynnist lítið hinum nýju heim- kynnum í Sandgerði. Róbert er til náms að Reykjaskóla í Hrútafirði veturinn 1971-1972 og lýkur þaðan landsprófi. Síð- an fer hann í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifast þaðan í rafeindavirkjun. Meðan á þessu námi stendur býr hann hjá ömmu sinni og Braga móð- urbróður sínum að Lunda- brekku 16 í Kópavogi. Þegar þessum áfanga er náð, lætur ævintýralöngunin á sér kræla. Leiðin liggur til Ameríku, þar sem Róbert og vinur hans ætla að víkka sjóndeildarhringinn. Þeir fara út í júní 1978. Róbert er ekki búinn að vera þar lengi, þegar hann kynnist þar stúlku Lucy að nafni sem síðar verður konan hans, þau gifta sig 16-1178. Þau hefja búskap í Kodiak í Alaska, og verður þeim tveggja barna auð- ið, þeim Evu Madronu og Ró- bert Hanry, sem nú hafa misst svo mikið, aðeins fjögra og tveggja ára gömul. Róbert kom hingað heirn, fyrir rúmu ári, tilefnið var merkisafmæli ömmu hans og ferming hálfsystur hans Ingibjargar Sigríðar, þetta var hans fyrsta för heim með konu og börn, og urðu miklir fagnað- arfundur, en viðdvöl þeirra var alltof stutt, því það var ósk okkar allra að þau yrðu kyrr, og settust hér að, en hugur þeirra, vildi út aftur og þau fóru fljót- lega aftur til Álaska. Hann stundaði sjó síðustu mánuðina sem hann lifði, sem vélstjóri, var hann nýbúinn að fá meist- araréttindi í rafeindavirkjun. Foreldrar Róberts bjuggu aldrei saman, móðir hans Eva er gift Ármanni Halldórssyni og eiga þau þrjú börn, sem eru Jón Heiðar, Halldór og Ingibjörg Sigríður, Hörður faðir Róberts er giftur Guðlaugu Þorsteinsd., og eru þeirra börn fimm, Kristín Ragna, Steinunn, Þorsteinn, Margrét og Lúðvík. Róbert hélt mikið upp á öll sín systkini, og er því mikill missir af honum fyrir allan systkinahópinn. Þær ritningagreinar sem hann valdi sér við fermingu urðu honum að góðu veganesti, á hans stuttu ævi, en þær voru, „Allt sem þú villt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra." Sólborg Hjálmarsdóttir Ijósmóðir frá Sölvanesi Far þú í fríði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V.Briem. Ég votta ykkur öllum að- standendum Róberts mínar innilegustu samúðaróskir og bið góðan guð að styrkja ykkur og blessa í ykkur miklu sorg. Inga Helga Jónsdóttir Fædd9. júní 1905 Dáin 28. mars 1984 ■ í þessari stuttu minninga- grein um ömmu mína, ætla ég ekki að segja ævisögu hennar eða frá öllu því sem hún afrek- aði á þeim tæpu 79 árum sem hún lifði hér á jörð. Mig langar hinsvegar að skrifa nokkur þakkarorð til hennar fyrir þau hlýju kynni sem ég varð aðnjót- andi af hennar hálfu. Amma á Króknum eins og við kölluðum hana gjarnan; var ákveðinn fasti í lífi mínu sem ég ætlaði að yrði alltaf til staðar. Og vissulega er hánn það. Minningin lifir að eilífu. Eins og hvassviðrið, sem ein- kenndi jarðarfarardaginn, gaf til kynna lifði amma ákaflega stormasömu lífi. f starfi sínu sem ljósmóðir gaf hún allt sem hún átti og var ákaflega farsæl. Hún var sterk persóna og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Viðkvæmni og væluskapur var ekki hennar fag og er mér það einkum hugstætt að aldrei heyrði ég hana kvarta yfir nokkrum sköpuðum hlut þó ástæða væri til. Júgóslav- neskt stórverk Miroslav Krleza: Bankett in Blitwien. Roman. Athenaum 1984 793 bls. ■ Sögusvið þessarar stóru skáldsögu er landsvæði, sem höfundur hefur gefið nafnið „Karabaltikum", og er ein- hversstaðar í Evrópu austan- verðri. í „Karabaltikum" eru tvö ríki, Blitvía og Blatvía. Viðfangsefni sögunnar er átök tveggja stjórnarforma, lýðræð- is og einræðis. í Blitviu er einræði, þar ríkir Barutanski ofursti, sem hefur tekið sér forsetanafn. Hann stjórnar landi sínu af hörku og grimmd, en þar kemur, að lærdóms- maður og blaðamaðurinn Niels Nielsen snýst gegn honum og hefur baráttu fyrir frelsi og mannréttindum, baráttu, sem allir voru sammála um að væri vonlaus frá byrjun. Á ýmsu gengur í samskiptum blaða- mannsins og harðstjórans, en þar kemur að lokum, að Niels- en sér ekki annars úrkosti en að flýja til nágrannaríkisins Blatvíu, þar sem lýðræði ríkir. Þegar þangað kemur kemst hann að raun um, að lýðræðið í Blatvíu er ekki annað en nafnið eitt. Valdstjórnin hefur þar einungis annað heiti, t'bú- arnir búa ekki við meira frelsi en Blitvíungar, nema síður sé. Vonsvikinn snýr Nielsen aftur heim og fréttir þá, að Barutanski hafi verið myrtur og einræðið sé hrunið. Þjóðin skorar á hann að taka sér forsetanafnbót, en eftir langa umhugsun hafnar hann veg- semdinni á þeim forsendum, að þjóðin sé enn ekki undir raunverulegt lýðræði búin. Þessi saga ber þess glögg merki, að hún var samin í Austur-Evrópu og í raun er hún spegill sögu þjóðanna á Balkanskaga, þar sem eitt form harðstjórnar tók við af öðru. Tveir fyrstu hlutar sög- unnar komu út í Júgóslavíu skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar, en hinn þriðji og síðasti ekki fyrr en tuttugu árum síðar. Miroslav Krleza (1893-1981) var júgóslavneskur og hefur MiroslavKrleia BankettinBlitwien Roman Alhenáum VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 almennt verið talinn merkastur þarlendra rithöfunda á þessari öld, ásamt þó með Nóbels- verðlaunahafanum Ivo Andric. Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld starfaði hann lengst af sem blaðamaður, en samdi bæði skáldsögur, greinar og leikrit, þar sem hann gagn- rýndi harðlega þann hernaðar- anda, sem honum þótti svo ríkjandi í landinu. Eftir valda- töku kommúnista í Júgóslavíu neitaði Krleza að fallast á þær forskriftir, sem flokkurinn setti rithöfundum og öðrum lista- mönnum og varð fyrir vikið að sæta hörðum árásum opin- berra aðila. Uppreisn æru fékk hann ekki fyrr en eftir að leiðir skildu með þeim Tító og Stalín. Krleza hefur skrifað fjölda margar skáldsögur, auk ann- arra verka og verður a.m.k. tveggja skáldsagna hans getið hér í þessum þáttum innan . skamms. Nú er sál þín laus úr því búri sem jarðneskur líkami býr henni hér á jörð. Þú hefur lokið starfi þínu, tekið út þann þroska sem jarðlífinu fylgir og ert frjáls. Við sem eftir lifum hér á jörð hugsum til þín með söknuði en jafnframt gleði og þakklæti fyrir samveruna. Mig langar að Ijúka þessum kveðjuorðum með því að vitna í orð Kahlil Gibrans þar sem hann segir eftirfarandi um dauðann í bókinni „Spá- maðurinn". Þií leilar að leyndardómi dauðans. En hvernig cettir þú að fmna hann, efþú leitar hans ekki í teðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtunni, ræður ekki gátu Ijóssins. Leitaðu að sil dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fijótið og sterinn. I djúpi vona þinna og langana felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu i draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er smalinn ekki glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Ogfmnur hann þó ekki mest til óttans? Pví hvað er það að deyja annað en standa nakinn í bltenum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann anhað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leita á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefia fjallgönguna. Ög þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa i fyrsta sinn. Sólborg Alda Pétursdóltir Sérstök áskrift að íslendingaþáttum - minningar- og afmælisgreinar birtar daglega. ■ Framvegis verða afmælis- og minningargreinar birtar í blaðinu daglega, en hætt verður vikulegri útgáfu Islend- ingaþátta eins og verið hefur. í stað þess hefur verið ákveðið að gefa út íslendingaþætti sjaldnar en efnismeiri, og bjóða þá í sérstakrí áskrift til þeirra sem áhuga hafa. Áhugafólk um íslendingaþættina er beðið um að láta skrá sig niður á afgreiðslu blaðsins, Síðumúla 15, Reykjavík, eða í síma 86300. ritstj. t Útför Björns Björnssonar frá Svínadal verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 19. maí kl. 14. Fyrir hönd vandamanna Snjófríður Jónsdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát bróður míns Helga Haraldssonar fyrrum bónda á Hrafnkelsstöðum Hrunamannahreppl Sigríður Haraldsdóttir Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.