NT - 18.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 12
 í ?»-m »'iV l’llt'^ Föstudagur 18. mai 1984* '• 12 I [lL Útvarp — — Sjónvarp Útvarpið föstudag kl.14.45: Nýtt undir nálinni - Sonur Bobs Marleys farinn að syngja inn á plötur ■ Nýtt undir nálinni heitir þáttur Hildar Eiríksdóttur, en þá kynnir hún nýútkomnar hljómplötur, sem útvarpinu hefur borist. Hildur sagði að yfirgnæf- andi væru popp-plöturnar, en hún léki líka úrval af annarri léttri músík, en klassískar plötur eru ekki í þessum þætti. - Þjóðlög og létt klassísk músík er það sem ég kemst næst klassíkinni, sagði Hildur, en ég kynni allar íslenskar plötursem komaút. Pátturinn er 45 mínútur, og ég kem svona um það bil 12 lögum fyrir í honum með smákynningum inn á milli. - Það sem mér þykir einna skemmtilegast að kynna í þættinum á föstudaginn, er lag sem sungið er af syni Bobs Marley, reggae-söng- varans fræga sem lést fyrir nokkru. Drengurinn er lík- lega ekki nema 12 ára þegar hann syngur inn á plötuna. hann heitir David, og lista- mannsnafnið hans er David „Ziggy" Marley. David þykir mjög efnilegur og er hann farinn að semja lög sjálfur, og flytur mjög skemmtilega. Annars fáið þið að heyra í honum á föstudaginn og dæma sjálf sagði Hildur, en mér finnst hann ægilega skemmtilegur. ■ Hildur Eiríksdóttir. (NT-mynd Arni Sæberg.) James Robertson Justice hressir upp á sjúkling. rx Sjónvarp föstudag kl. 22. Viskíflóð ■ Föstudagsmyndin Viskí- enzie.ogleikstjórier Alexand- Sagan gerist á einni af flóð (Whisky Galore) er bresk er MacKendrick. Suðureyjum vestur af Skot- gamanmynd frá 1948. Hún er Myndin var gerð 1948 og er landi. Þegar heimsstyrjöldin gerðeftirsöguComtonsMack- svart/hvít. síðari skellur á, sjá eyjar- skeggjar fram á það, að verða að sitja uppi þurrbrjósta. Það verður léttara yfir rnönnum þegar skip strandar þar með viskífarm! 1 aðalhlutverkum eru: Basil Radford, Joan Greenwood, Jean Cadell, Gordon Jackson (Hudson-í Húsb. og hjú) og James Robertson Justice. Þýð- andi er Jón O. Edwald. Utvarpið föstudag kl. 9.05: | Sjónvarp föstudag kl. 20.50: „Jakob“ Þröstur J. Karlsson flytur seinni hluta sögunnar ADOFINNI - einu sinni í viku allan ársins hring ■ Á fimmtudags- og föstu- dagsmorgun les Þröstur J. Karlsson frumsamda sögu sem hann kallar „Jakob“. Höf- undur segir aðsagan af Jakobi sé sjálfstætt framhald af „Snata-bókunum“en þærværu 12 talsins. - Um söguna Jakob get ég sagt það, sagði Þröstur, að hún fjallar um gamlan mann. Per- sónur í Snatabókunum voru eigöngu dýr, en nú er það gamall maður, sem „Snati gamli" segir frá. Gamli maður- inn er orðinn ellimóður og getur ekki hugsað um sig sjálfur, en svo skeður það - að gamli maðurinn fer að taka tennur, og kemur ýmislegt broslegt fyrir í sambandi við það, sagði höfundur. Þröstur J. Karlsson ætlar að gefa seinnaút bókina Jakob,og verður hún 19. bók hans. Aðal- lega hafa þær verið barnabæk- ur, en þó er þarna líka ein Ijóðabók, sem heitir Frálands- vindar. Þröstur sagðist nú vera með skáldsögu fyrir fullorðna í smíðum, - og það frekar tvær en eina. ■ Þröstur J. Karlsson. (NT-mynd Róbert) ■ I tvö eða þrjú ár hafa verið á föstudögum í Sjónvarpinu þættir, sem nefndir hafa verið „Á döfinni". Umsjónarmaður þáttanna er Karl Sigtryggsson og lesari Birna Hrólfsdóttir. - Meginefni þáttarins Á döfinni, segir Karl Sigtryggs- son, er unnið úr fréttatilkynn- ingum, sem berast hingað á Sjónvarpið. Aðallega í sam- bandi við listir og menningu. í þættinum eru kynntar list- sýningar ýmiss konar og tón- leikar, en ekki hefur verið pláss fyrir allt efni sem sent hefur verið hingað. Við verð- um því að sleppa mörgu, svo sem tilkvnningum um basara og dansleiki o.fl. Svolítið höfum við líka veriðmeðbóka- fregnir, aðallega fyrir jólin. Það má segja að þátturinn gegni svipuðu hlutverki og „dagbók“ í blöðunum. - Þetta var inni í fréttum á sínum tíma, sagði Karl, en varð svo víðamikið að við réðum ekki við þetta í frétta- tímanum, svo þannig varð þátturinn til. Þátturinn er einu sinni í viku allan ársins hring. ■ Karl Sigtryggsson dag- skrárgerðarmaöur. (Mynd GE) Föstudagur 18. maí 7.00 Veðurfregnír. Fréttir. Bsn Á virkum degi. 7.25 Leiktimi. Endurt. þáttur Marðar Ámasonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Gyða Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Jakob", smásaga eftir Þröst Karlsson, seinni hluti. Hötundur les. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. for- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Tónleikar 11.35 Heimaslóð. Ábendingar um ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar, seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (27). 14.30 Miðdegistónleikar Adelaide- sinfóniuhljómsveitin - og kórinn flytja atriði úr þriðja þætti óperett- unnar „Káta ekkjan“ eftir Franz Lehar, John Lanchbery stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleik- ar.16.20 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Heinz Holliger og Concertgebouw-hljóm- sveitin í Amsterdam leika Obó- konsert í C-dúreftir Joseph Haydn, David Zinman stj. TThomas Blees og Kammersveitin í Pforzheim leika Sellókonsert í G-dúr eftir Nicolo Porpora, Paul Angerer stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjómendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- urðardóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Það var hann Eggert Ólafsson Björn Dúason tekur saman frásöguþátt og flytur. b. Kammerkórinn syngur Stjórn- andi: Rut L. Magnússon. c. Lffið í Reykjavík Eggert Þór Bemharðs- son les hluta úr grein eftir Jökul Jakobsson, er birtist í tímaritinu „Llfoglist" 1953. 21.10 Frá samsöng Karlakórsins Fóstbræðra í Háskólabíói 26. apríl s.l. 21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn mannlegi þóttur“ eftir Graham Greene Endurtekinn II. þáttur: „Percival læknir telur sig hafa fest í fisk“ Leikgerð: Bernd Lau. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónassonar 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. Föstudagur ■VT 18. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Bylgjur Stjórnandi: Ás- mundur Jónsson. 17.00-18.001 föstudagsskaþi Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Stjórnandi: Ólafur Þóröarson. Rás- ir 1 og 2 samtengdar með veður- fréttum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. Föstudagur 18. maí 19.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum 2. þáttur. Þýskur brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 19.45 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Böm í bíl Fræðslumynd frá Umferðarráði um notkun bilbelta og örvggisstóla. 20.50 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna ■ Hrólfsdóttir. 21.05 í kjölfar Sindbaðs Fyrsti hluti. Bresk kvikmynd í þremur hlutm um óvenjulega sjóferð frá Óman við Arabíuflóa til Indíalanda og Kína. Farkosturinn var arabískt seglskip og tilgangur leiðangursins að kanna sagnirnar um ferðir Sind- baðs sæfar sem segir frá í Þúsund og einni nótt. Leiðangursstjóri var Tim Severin. Þýðandi Gylfi Pálsson. 22.00 Viskiflóð (Whisky Galore) Bresk gámanmynd frá 1948 gerð eftir sögu eftir Comton Mackenzie. Leikstjóri Alexander MacKendrick. Aðalhlutverk: Basil Radford, Joan Greenood, Jean Cadell, Gordon Jackson og James Robertson Justice. Þegar heimsstyrjöldin síð- ari skellur á sjá eyjarskeggjar á einni Suðureyja vestur af Skotlandi fram á aö verða að sitja uppi þurrbrjósta. Það léttist þvi á þeim brúnin þegar skip strandar með viskífarm. Þýðandi JónO. Edwald. Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.