NT - 18.05.1984, Blaðsíða 6

NT - 18.05.1984, Blaðsíða 6
Föstudagur 18. maí 1984 ■ Þegar maður skvettir úr bensínfötu inn í hús og fleygir svo inn logandi eldspýtu á eftir... ■ ...þá er ekki um annað að ræða en taka til fótan ■ En þegar maður er í slökkviliðinu, þá deyr maður ekki ráðalaus. Maður þrífur til brunaslöngunnar... .og slekkur eldinn. NT-myndir Sverrir. Ný vara: Ananda Granola ■ Hér er um íkveikju að ræða, á því leikur ekki nokkur minnsti vafi. Það voru nefni- lega slökkviliðsmenn- irnir sjálfir sem kveiktu í þessum hús- kofa, sem allt fram til 12. maí stóð fyrir neð- an DAS í Hafnar- firði.Að sjálfsögðu var hér um æfingu að ræða, nánar til tekið lokaæfingu á viku námskeiði sem Bruna- málastofnun ríkisins heldur árlega fyrir ný- bakaða slökkviliðs- menn hvaðanæva að af landinu. Að sögn Guðmund- ar Haraldssonar hjá Brunamálastofnun voru þátttakendur á námskeiðinu 18 að þessu sinni og komu frá einum 15 stöðum á landinu. Eins og sjá má á þessum myndum stóðu hinir nýbökuðu slökkviliðsmenn sig allvel, því þeim tókst að ráða niðurlögum eldsins löngu áður en húskofinn var full- brunninn. Hitt er svo annað mál, að síðan mun hafa verið kveikt aftur í, og allt látið brenna til kaldra kola. ■ Félagar í Ananda Marga hafa nýlega komið á markað vöru sem kallast Ananda Granola. Þetta er ristuð kornblanda í morg- unmatinn. Framleiðslan var hafin m.a. með það fyrir augum að fjármagna bygg- ingu leikskóla Ananda Marga. Sumarbúðir í Hlíðardalsskóla ■ Sjöunda dags aðventistar starfrækja sumarbúðir að Hlíðardalsskóla í Ölfusi í sumar eins og undanfarin sumur. 10 daga hópar, ætlað- ir bæði drengjum og stúlkum verða á tímabilinu 6. júní-8. júlí. Upplýsingar í síma 13899. Sumarbúðir á Vestmannsvatni ■ Nú er hafin innritun í sumarbúðirÆ.S.K. viðVest- mannsvatn í Aðaldal. Innrit- að er á skrifstofu Æ.S.K., Kaupangi, Akureyri milli kl. 13 og 16 hvern virkan dag. t>ar eru og veittar allar nánari upplýsingar, í síma 96-24873.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.