NT - 31.05.1984, Síða 3
4 -r.n I V
BB
Fimmtudagur 31. maí 1984
r? í !<!.
Söguleg stund við Búrfell:
Virkjunin stöðv
uð um helgina
Aðrennslisgöng og fleiri þættir skoðaðir í 1. sinn í 15 ár
■ „Tilgangurinn er fyrst og fremst að kanna breytingar, sem hafa
orðið á aðrennslisgöngunum, og hvort slit hefur orðið á gangnaveggj-
um. Þá verða kannaðar hugsanlegar sprungur í bergi og slit í
stálfóðringum fyrir ofan vélasamstæður í Búrfelli.“
Land og
synir og
Útlaginn á
myndbönd
■ Myndbandaeigendur,
aðdáendur íslenskrar
kvikmyndagerðar, geta
nú kæst, þar sem mynd-
bandaleigan Videosport
hefur gert samning við Is-
film sf. um dreifingarrétt
kvikmyndanna Útlagans
og Lands og sona á mynd-
böndum hérlendis. Það er
fyrirtækið Bergvík sf. sem
mun annast dreifinguna
fyrir hönd Videosports.
íslenskar kvikmyndir
hafa lítið sést á mynd-
böndum fram til þessa og
vonandi er þetta aðeins
fyrsta skrefið í stóraukinni
útgáfu þeirra mynda á
böndum.
Útlaginn og Land og
synir nutu mikilla vin-
sælda, þegar þær voru
sýndar á sínum tíma, og
hafa þær gert víðreist um
heiminn, m.a. var Útlag-
inn sýndur í franska sjón-
varpinu fyrir skömmu.
Þetta sagði Helgi Bjarnason
verkfræðingur hjá Landsvirkjun í
samtali við NT um stöðvun Búr-
fellsvirkjunar um helgina.
Bjarnarlón fyrir ofan Búrfell
verður vatnstæmt á föstudag og á
laugardag verður farið inn í að-
rennslisgöngin að virkjuninni og
þau skoðuð. Jafnframt verður lón-
botninn skoðaður, svo og að-
rennslisskurðir og fallpípur niður
að virkjuninni, og framkvæmt
eðlilegt viðhald á þeim.
Aðferðir sem þessar hafa aldrei
farið fram við Búrfell síðan virkj-
unin þar var tekin í notkun árið
1969, en hliðstæðar skoðanir hafa
verið gerðar við aðrar virkjanir.
Helgi sagði ástæðuna fyrir því,
að skoðun þessi færi fram einmitt
nú, vera þá, að nóg vatn væri til
fyrir aðrar virkjanir og einnig væri
álag lítið á þessum tíma árs.
Aðspurður sagði Helgi, að
nokkur eftirvænting ríkti meðal
starfsmanna Landsvirkjunar
vegna þessarar stöðvunar og
skoðunar. „Hér eru margir sem
unnu við Búrfellsvirkjun á sínum
tíma og þeir eru spenntir að kom-
ast þangað aftur til að skoða,"
sagði Helgi Bjarnason.
Búrfellsvirkjun verður svo
gangsett á ný aðfaranótt mánudags
eða á mánudagsmorgun.
■ Svona litlu göngin út fyrir 15 árum. Á morgun verður farið
inn í þau og kannað hvernig þau hafa staðist tímans tönn.
Hér verður „bólað“ í ár
■ Framkvæmdum miðar nú ört í Öskjuhlíðinni, þar sem verið er að byggja nýja íþrótta- og
heilsuræktarmiðstöð. Að sögn Jóns Hjaltasonar, eins af eigendum, er áætlað að fyrsti áfangi verði
tilbúinn á þessu ári. í þessum fyrsta áfanga verður fyrst og fremst aðstaða fyrir „bóling“ að sögn Jóns,
en í framtíðinni er ætlunin að byggja tvær hæðir ofan á þá sem rís af grunni í sumar. Áætlaður kostnaður
við byggingu fyrsta áfanga er rúmar tuttugu milljónir króna.
NT-rmnd: Arni Bjarnasun
Heimsókn:
329 dátar
í Reykjavík
■ ' Á föstudagsmorgun
koma til Reykjavíkur þrjú
skip frá hollenska flotanum í
kurtcisisheimsókn. Er hér
um að ræða eina freigátu,
kafbát og hafrannsóknar-
skip.
Áhafnir skipanna telja alls
329 menn.
Stærst er hafrannsóknar-
skipið, HNLMS Tydeman,
cða 2977 tonn. Síðan kemur
freigátan, HNLMS Evertsen
sem cr 2800 tonn og hefur
198 rnanna áhöfn. Kafbátur-
inn, HNLMS Tijgerhaai, cr
2350 tonn og áhöfnin er 69
menn.
Skipin koma klukkan áíta
á föstudagsmorgun en fara
aftur tíu á mánudaginn.
Skipin verða til sýnis almenn-
ingi milli 14 og 16 laugardag
og sunnudag.
Holland mun nú vera hið
sjötta í röðinni af viðskipta-
löndum okkar, miðað við
umfang verslunar. Verslun
við Holland hefur aukist
mjög að undanförnu að sögn
Árna Kristjánssonar, aðal-
ræðismanns Hollands á ís-
landi. Sagði Árni að mikið
hefði munað um Amster-
damflug Arnarflugs. Þá sagði
Árni að á íslandi byggju nú
milli 40 og 60 Hollendingar.
Áformað er að HNLMS
Evertsen taki olíu í Hvalfirði
þann 11. júní.
Nú byrjar símanúmerið á
WREVFL/ á SEX
V\REVF/LZ.Opið allan sólarhringinn