NT - 31.05.1984, Qupperneq 6
■ Apple-2 tölvurnar sem allri úlfúðinni ollu
■ Atlantis tölvan sem einnig kom til álita
dýnustærð 200x90 cm.
Verð
kr. 12.600,
Cabina rúmsamstæðan
er komin aftur
Húsgögn og
. , . Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi 86-900
JOKER skrifborðin
eftirsóttu eru komin
Verð með yfirhillu
kr. 3.850.-
Eigum einnig vandaða
skrifborðsstóla á hjólum
Verð kr. 1.590.-
Húsgögn og
. > ., . Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar simi 86-900
Tölvuvæðing framhaldsskólanna:
Apple-tölvan úrelt hönnun?
Óánægja með að tilboði Radíóbúðarinnar skyldi tekið
■ Allt útlit er fyrir að geng-
ið verði að tilboði Radíóbúð-
arinnar vegna fyrirhugaðrar
tölvuvæðingar framhalds-
skólanna í landinu. Radíó-
búðin hefur Apple-tölvur á
boðstólum en mikillar ó-
ánægju hefur gætt vegna
þessarra fyrirhuguðu samn-
inga, m.a. hjá tveim aðilum
sem gerðu tilboð: Atlantis
og Þór h.f. Ekki hefur verið
gengið formlega frá samning-
um við Radíóbúðina.
Apple-2
úrelt hönnun
■ Oddur Einarsson, við Commodore tölvuna sem Þór hf.
bauð framhaldsskólunum. NT-mynd: Árni Bjarna.
Lcifur Steinn Elísson hjá
Atlantis, tjáði NT að hann
teldi að framhaldsskólar ættu
ekki að vera að tölvuvæða
sig með tölvum sem eru að
vcrða „úrelt hönnun.“
„Apple-2 tölvan var mjög
merkileg vél þegar hún kom
fram á sínum tíma", sagði
Leifur „en hún stenst ekki
kröfur tímans og er ekki af
þeim klassa sem t.d. PC
tölvan er og ekki næstum því
jafn öflug. Nemendur fram-
háldsskólanna eiga að hafa
aðgang að tölvum sem þeir
síðan kynnast úti í atvinnu-
lífinu en Apple tölvur eru
engin atvinnutæki. Þær eru
svo litlar að þær afkasta ekki
fyrirtækjum. Þær hafa ekki
sömu möguleika og okkar
tölvur á að tengjast stærri
tölvum þannig að skóli senr
fær Apple tölvur verð-
ur ekki með neitt annað.
Staðreyndin er sú, að öll
þróun í hugbúnaði sem á sér
stað um þessar mundir, hún
er fyrir tölvur, sambærilegar
við Atlantis tölvuna." Leifur
sagði að lokum að þessi kaup
væru óhagkvæm fyrir ríkið
þegar til lengdarléti. Apple-
2 tölvurnar eru, að Leifs
sögn, gömul hönnun og þess-
vegna jafn ódýrar og raun
ber vitni. „Það er verið að
undirbjóða, því gera má ráð
fyrir að fljótlega fari að draga
úr sölu þeirra. Atlantis tölv-
urnar eru hinsvegar ekkert
að fara af markaðnum."
Leifur bætti því við að At-
lantis tölvan sé dýrari vél en
hún er framleidd innanlands,
„þannig að mikið af þessu
verður til í landinu og skilar
sér aftur til ríkisins. Menn
■ Leifur Steinn Elísson:
öllumskilningi.
hafa greinilega tekið
peningahliðina fram yfir þá
hlið er snýr að gæðunum."
Illa staðið að þessu
Þá var haft samband við
Þór h.f. „Það hefur verið
mjög illa að þessu staðið",
sagði Oddur Einarsson í
tölvudeild Þórs h.f. „í fyrsta
lagi vegna þess að þeir sem
stóðu að þessu vali eru menn
sem lítið hafa kynnt sér þær
tölvur sem fyrir eru í skólun-
um og sennilega hafa þeir
lítið komið nálægt kennslu."
Oddur sagði jafnfram að Þór
hf. hefði verið afvegaleiddur
með illa gerðu útboði. 1
útboðinu hefði verið farið
franr á mun flóknari og
Þessi kaup eru óhagkvæm í
NT-mynd: Ámi Bjarna.
öflugri vélar heldur en þær
sem síðan voru valdar. „Við
buðum ranga tölvu vegna
rangra upplýsinga sem lagðar
voru fram í útboðinu. í
útboðinu var talað um við-
bótarörtölvur, lögð áhersla
á graffík og stækkunarmögu-
leika. Við vorum því afvega-
leiddir, enda hefðum við vel
getað boðið sambærilega
tölvu og Apple-2, jafnvel
ódýrari, hefði útboðið hljóð-
að öðruvísi. Þetta þýðir að
við sem höfum átt mjög stór-
an hluta af skólamarkaðn-
um, dettum upp fyrir. Það er
mjög. hæpið að velja aðeins
eitt merki í skólum landsins
og þetta getur ýtt undir á-
kveðna stöðnun því vissir
tölvuseljendur munu draga
sig frá skólamarkaðnum“
sagði Oddur að lokum.
Viðunandi
samningar
„Ég held að þessir samn-
ingar séu viðunandi fyrir
báða aðila" Sagði Grímur
Laxdal hjá Radíóbúðinni,
þegar NT hafði samband við
hann. „Það er ekki búið að
ganga frá neinum endan-
legum samningum um kaup
en það er verið að velja
Apple tölvur og senda til-
kynningu til skólanna þar
sem þeir eru beðnir um að
tilkynna um hvað þeir vilja
fá.“ Aðspurður sagði Grímur
allt benda til þess að þetta
þýddi Apple tölvur í alla
framhaldsskóla hér eftir.
„Þarna er valið ákveðið kerfi
og þá er erfitt að koma öðru
við.“
Hörður Lárusson, deildar-
. stjóri skólarannsóknardeild-
ar vildi lítið tjá sig um þessa
hlið málsins. Hann sagði það
mat manna að þetta tilboð
Radíóbúðarinnar væri hag-
stæðasta tilboðið þegar á allt
væri litið. „Ég get ekki tjáð
mig um hin tilboðin, það er
svo flókið mál og margþætt.“
Ekkihorftnema2ár
fram í tímann
„Þetta er gert samkvæmt
tillögum menntamálaráðu-
neytisins. Við göngum fyrst og
fremst frá viðskiptalegu hlið-
inni en forsendur valsins liggja
í menntamálaráðúneytinu,"
sagði Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Innkaupastofnunar.
„Það liggur ekki fyrir hversu
stór samningur þetta er, það
fer eftir fjármagni, en við
reiknuðum með að geta keypt
þarna allt að 120 tölvur á einu
til tveim árum, 30 til 40 tölvur
í fyrstu afgreiðslu. í þessum
áfanga er stefnt á Appel tölvur
en þetta er ekki langt tímabil"
sagði Ásgeir „það erekki horft
lengra fram í tímann en eitt til
tvö ár.“ Aðspurður sagði Ás-
geir að engin ákvörðun hefði
verið tekin í sambandi við það
hvað síðar gerist „Tölvur
breytast svo ótrúlega fljótt“,
sagði hann að lokum.