NT - 31.05.1984, Page 16
Fimmtudagur 31. maí 1984 16
Listahátfð: Um helgin;
■ Magnús Pálsson NT-mvndir ah ■ Jón Gunnar Arnason
Magnús og Jón Gunnar í Nýlist asaf ninu
■ I Nýlistasafninu er nú verið
aó setja upp tvær sýningar í
tilefni af listahátíð. Það eru
cngir smákallar sem þar sýna,
þeir Jón Gunnar Árnason og
Magnús Pálsson. Jón Gunnar
er fæddur 1931, en Magnús
1929, og báóir eiga að baki
langan og litríkan feril í
myndlist. Þeir hafa m.a. báðir
sýnt á Ferieyjabíennalinum,
Magnús 1980 og Jón Gunnar
1982.
Niðri í Nýlistasafni er enn
einu sinni búið að mála, máln-
ingarlyktin lá í loftinu þegar
við NT-menn komum þangað.
Uppi á lofti er sýning Magnús-
ar, og þar var Eggert Péturs-
son, einn fyrrverandi nemenda
Magnúsar að setja upp sýningu
á kannslulist lians. Magnús
kom skömmu síðar, og við
tókum hann tali.
Hvað er að gerast hérna?
„Petta er sýning á verkum
sem ég hef unnið í kennslu, í
hópum. Þetta er bæði eftir mig
og hópinn. Þetta fer þannig
fram að ég legg fram hugmynd
eða ramma að verki, sem menn
vinna svo úr.“
Er þetta unnið í MHÍ? .
„Sumt af því. Líka í fjórum
skólum í Hollandi þar sem ég
hef kennt."
Hvers konar list er þetta?
„Ég þori ekki að skilgreina
þetta" (í sýningarskrá er þetta
kallað kennslulist).
Er þctta góð eða vond list?
„Mjög góð list, held ég."
Hvað er fengist við?
„Þarna eru nokkrar bækur,
einn útiskúlptúr, sem eingöngu
eru ljósmyndir af, hlutfeldi,
sem er mín þýðing á orðinu
multiples. Það er þegar hlutur
er fjöldaframleiddur, í þessu
tilfelli 100 eintök. Þarna eru
líka nokkur hljóðverk, og
kvikmvnd, sem er dokumenta-
sjón á uppákomum."
Hvað fæst þú við núna?
„Ég hef einkum verið að
gera leikrit, collage-leikrit.
Þetta er límt upp úr úrklippt-
um textum, en ekki skrifað.
Ég er núna að dunda við að
setja það upp."
Nokkrar sýningar í
vændum?
„Það er nokkuð langt síðan
ég var með einkasýningu. Við
vorum að vísu 4 eða 5 með
sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir
3-4 árum. Ég á ekki von á því
að ég haldi sýningu bráðlega.
Eins og þú sérð að þegar menn
vilja að ég haldi sýningu þá
svni ég verk annarra. Eg hef
gert frekar loftkennda hluti að
undanförnu, og verð alltaf loft-
kenndari og loftkenndari.
þetta hverfur svona.“
Og þar með lauk viðtalinu
við Magnús. En niðri í kjallara
er Jón Gunnar Arnason með
tvö verk. og þangað röltum
við. Þarna eru dularfullir
speglar og grjót hangandi yfir.
Við spurðum Jón Gunnar hvað
hann kallaði þessi verk.
,,Annað verkið heitir
Cosmos. Það skapast ákveðin
geim og speistilfinning, þegar
steinarnir hanga yfir speglun-
um. Hitt verkið heitir Gravity.
Það byggist á þyngdarlögmál-
inu og er svolítið ljóðrænt. Það
þarf ekki annað en að ganga
framhjá verkinu og þá skapast
súgur og verkið hreyfist. Þegar
maður stendur fyrir íraman
það þá virðist manni erfitt að
sjá það sem er upp og niður.
Ánnars er erfitt að segja frá
þessu.“
„Ég hef unnið mikið í um-
hverfisverkum. og svo bara
venjulegum skúlptúr, eins og
hjá Framkvæmdastofnun og
Broadwry. Ég hef unnið með
umhverfið sjálft sem hluta af
verkinu."
Ég var að vinna með 30
umhverfislistamönnum í Geilo
í Noregi. Það var um páskana.
Það var allt unnið úti, í snjó og
ís. Við vorum á gönguskíðum
í metersdjúpum snjó. Það er
síðasta sýningin sem ég hef
verið á. Ég var þar með 25
metra langt verk úr speglum
og trjárenglum, alveg
snjóhvítt." Það sást varla, var
svo snjóhvítt.
Hver er pælingin núna?
„Ég hef verið minnst að gera
núna. Ég er reyndar að fara til
Kaupmannahafnar á umhverf-
issýningu þar sem saman koma
listamenn frá öllum Norður-
löndum og vinna með stein-
steypu. Það verða tveir frá
hverju landi.“
Er mikið að ske í umhverfis-
list á Norðurlöndum?
„Það hefur verið það undan-
farin ár. Ég og Rúrí og einn
danskur listamaður stofnuðum
hópinn Experimental environ-
ment árið 1979, og 1980 var
stór umhverfislistasýning á
Korpúlfsstöðum eins og þú
kannski manst eftir. Síðan hef-
ur mikið verið að gerast á
Norðurlöndunum."
„Annars skilja þessar um-
hverfissýningar lítið eftir nema
dokúmentasjónina."
Hvað selja umhverfislista-
menn? Undirbúningsvinnuna?
„Það er aldrei þannig að
menn geri ekki plön og hluti á
undan umhverfisverkum, og
það geta orðið sýningargripir
og gefið af sér peninga. En
yfirleitt hugsar maður ekki um
peninga, maður hugsar um að
gleðja sjálfan sig og aðra."
Árni Daníel Júlíusson
Sunnudagur
3. júní
Sjómannadagurinn
8.00 Morgunandakt Séra Kristinn
Hóseasson prófastur, Heydölum,
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Hljómsveit
Helmuts Zacharias leikur.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. „Ládeyði
og leiði gott", torleikur op. 27 eftir
Felix Mendelssohn. Fílharmóniu-
sveitin í Berlín leikur; Frítz Leh-
mann stj. b. „Hafnarborgirvið Mið-
jarðarhaf", eftir Jacques Ibert. Sin-
tóníuhljómsveitin í Boston leikur;
Charles Miinch stj. c. „Ameríku-
maöur í París“, eftir George
Gershwin. Hátiöahljómsveitin í
Lundúnum leikur; Stanley Black
stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurtregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks
Páls Jónssonar.
11.00 Sjómannaguðsþjónusta i
Dómkirkjunni Biskup Islands,
herra Pétur Sigurgeirsson, prédik-
ar. Séra Hjalti Guðmundsson þjón-
ar fyrir altari. Organleikari: Mar-
teinn H. Friðriksson. Hádegistón-
leikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurtregnir. Til-
kynningar. Sjómannalög.
14.00 Frá útisamkomu sjómanna-
dagsins við Reykjavíkurhöfn
Fulltrúar frá ríkisstjórninni, útgerð-
armönnum og sjómönnum flytja
ávörp. Aldraðir sjómenn heiöraðir
með heiðursmerki sjómannadags-
ins.
15.00 Frá Vínarkvöldi Sinfóniu-
hljómsveitar íslands í Háskóla-
biói 12. jan. s.l. Stjórnandi: Her-
bert Mogg. Einsöngvari: Sieglinde
Kahmann. Flutt eru lög eftir
Strauss, Kalman, Ziehrer, Schön-
herr o.fl.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt-
ir. Umsjónarmenn: ÖrnólfurThors-
son og Árni Sigurjónsson.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Frá samsöng kirkjukors
Húsavíkur í Húsavíkurkirkju 14.
maí í fyrra. Stjórnendur: Sigríður
Schiöth og Siguröur Hallmarsson.
Organleikari: Ulrík Ólason.
18.00 Við stýrið Umsjónarmaður:
Arnaldur Árnason.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl-
un, tækni og vinnubrögð. Umsjón:
Helgi Pétursson.
19.50 „Misvísun" Janus Hafsteinn
les eigin Ijóð.
20.00 Dagskrá í tilefni sjómanna-
dagsins Umsjón: Guðmundur
Hallvarðsson.
21.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.40 Reykjavík bernsku minnar -
I. þáttur Guðjón Friðriksson
ræðir við Elías Mar rithöfund. (Þátt-
urinn endurtekinn í fyrramálið kl.
II. 20).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter
Boardman Ari Trausti Guðmunds-
son les þýðingu sínar (3). Lesarar
með honum: Ásgeir Sigurgestsson
og Hreinn Magnússon.
23.00 Kveðjulög skipshafna - Mar-
grét Guömundsdóttir og Sigrún
Sigurðardóttir.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
3. júní
18.00 Sunnudagshugvekja
18.10 Teiknimyndasögur 1. Dufan,
lirfan og kötturinn. Finnskur
myndaflokkur í fjórum þáttum.
Þýðandi Kristin Mántylá. (Nordvis-
ion - Finnska sjónvarpið).
18.25 Nasarnir lokaþátlur. Sænsk
teiknimyndasaga. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision
-Sænskasjónvarpið).
18.35 Börnin á Senju 2. Sumar.
Norskur myndaflokkur i fjórum
þáttum um leiki og störf á eyju úti
fyrir Norður-Noregi. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. Þulur: Anna
Hinriksdóttir. (Nordvision - Norska
sjónvarpið).
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku
20.50 „Stolt siglir fleyið mitt„.“ Ný
kvikmynd eftir Heiðar Marteinsson
um störf íslenskra togarasjó-
manna i bliðu og striðu. Kvik-
myndun: Heiðar Marteinsson.
Hljóð: Sigurður Grímsson.
Klipping: Jón Hermannsson.
Tónlist: Gylfi Ægisson. Textahöf-
undur og þulur: Magnús Bjarn-
freðsson.
21.40 Sögur frá Suður-Afriku Nýr
flokkur - 1. Lítill skiki lands.
Myndaflokkur frá Suður-Afríku í
sjö sjálfstæðum þáttum sem gerðir
eru eftir smásögum skáldkonunnar
Nadine Gordimer. Fyrsti þáttur
hefst með viðtali við höfundinn
sem hefur látið kynþáttamisrétti í
Suður-Afríku til sin taka eins og
sögurnar bera vott um. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
22.45 Dagskrárlok.