NT - 31.05.1984, Page 28
T uttugu ára stríðið
- í algleymingi á Akureyri
Stríðsöxin
grafin:
Myndbanda-
leigur leggja
fram sam-
starfsgrund-
völl við sam-
tök rétthafa
■ Nýstofnuð samtök
myndbandaleiga hafa lagt
fram tillögur um sam-
starfsgrundvöll við samtök
rétthafa myndbanda, en
oft hefur verið grunnt á
því góða á milli þessara
aðila.
Tillögurnar miða m.a.
að því, að pappírar með
öllum myndböndum verði
sendir til samtakanna og
þau muni síðan sjá um að
taka til hliðar þær myndir,
sem samtök rétthafa hafa
myndbandarétt á. Pá vilja
samtök myndabandaleiga
einnig fá upplýsingar um
þær myndir, sem eftir á að
sýna í kvikmyndahúsum,
þannig að hægt verði að
sneiða hjá árekstrum
vegna myndbandaspóla
með myndum, sem eftir á
aö sýna í kvikmyndahús-
unum.
Samtök rétthafa mynd-
banda halda fund á þriðju-
dagsmorgun, þar sem af-
staða verður tekin til til-
lagna myndbandaleig-
anna.
■ Um tuttugu ára gamalt stríð milli aldraðrar
konu á Akureyri og um tuttugu krakka hóps
stendur í hámarki þessa dagana. Málavextir eru
þeir að fast að húslóð konunnar liggur fótbolta-
völlur í eigu Akureyrarbæjar, sem krakkar hafa
leikið sér á gegn um tíðina, en konan telur sig
hafa orðið fyrir miklu ónæði af.
Upp úr sauð nýlega er bolti
frá krökkunum fór inn á húslóð
konunnar, yfir girðingu sem sett
hefur verið upp milli lóðarinnar
og vallarins. Nokkrir drengir,
sem hugðust sækja bolta sinn,
fengu neitun. Var þá tekið til
þess ráðs að kalla á lögeglu á
staðinn og fékkst þá boltinn
afhentur eftir nokkur orða-
skipti.
Að sögn foreldris eins krakk-
anna hefur konan haldiðuppi
aðgerðum með því að sprauta
vatni á völlinn og jafnvel einu
sinni á krakkana sjálfa.
„Ég hef aldrei sprautað á
krakkana - og dytti það ekki í
hug. Hins vegar sprautaði ég á
völlinn eina nóttina, því ein-
hvern tíma verður maður að fá
frið“, sagði konan, er NT bar
fullyrðingar foreldrisins undir
hana. Þegar þessi leikvöllur var
settur upp kvað hún því hafa
verið lofað að þetta yrði ekki
fótboltavöllur. Hún kvað marg-
búið að brjóta rúður í húsinu,
jafnframt því sem hún hefði
fyrir löngu gefist upp á að setja.
niður blóm eða annan gróður
þar sem hann væri strax eyði-
lagður. „Ég skil afstöðu bless-
aðra barnanna mjög vel, en
einhvern tíma verð ég líka að fá
frið“, sagði konan.
■ Kornið fyllir
mælinn, segir máltæk-
ið. í þessu tilfelli var
það bolti, sem sparkað
var inn á lóð gömlu
konunnar þrátt fyrir 3
metra háa varnargirð-
ingu um fótboltavöll
krakkanna.
NT-mynd Kolbeinn
Roksala á íslandsferðum í
Bretlandi og á Norðurlöndunum:
Bókanir haf a nú þeg-
araukistum 12-14%
■ Tólf til fjórtán prósent aukning er nú
fyrirsjáanleg á ferðamönnum frá Norðurlöndum
og Bretlandi í sumar. Þá er einnig um aukningu
að ræða frá Bandaríkjunum og Islendingar
munu ferðast meira í sumar en á umliðnum
arum.
Umdæmisstjórar Flugleiða á
Norðurlöndunum og Bretlandi
hafa borið saman bækur sínar
hér á landi undanfarið, og í
samtali við NT sagði Sigfús
Erlingsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða, að 12-
14% aukningværifyrirsjáanleg.
Stöðnun hefði ríkt undanfarið í
fjölda farþega frá Skandinavíu
og Danmörku, en aukning hefði
verið undanfarin tvö til þrjú ár
frá Bandaríkjunum og Bret-
landi og héldi hún áfram. Aðal-
málið væri nú hótelrými í
Reykjavík, en þar eru mjög
þétt setnar kojur um háanna-
tímann.
Aðpurður um áhrif verkfalls-
ins á bókanir sagði Sigfús að
nokkur stöðnun á bókunum
hefði orðið, þegar fréttir um
flugmannaverkfall bárust, en
það hefði farið í gang aftur.
Vegna mikillar eftirspumar
hefur verið bætt við tveim ferð-
um í viku til Noregs í sumar, en
Flugleiðir munu í sumar fljúga
sex ferðir í viku til Osló, 12
ferðir til Kaupmannahafnar, 4
til Stokkhólms, 6 til London, 3
til Glasgow, 1 til Gautaborgar,
2 til Frankfurt, 1 til Parísar og
eina til Grænlands.
Pá sagði Sigfús Erlingsson að
bókanir íslendinga út væru fleiri
en í fyrra, einnig jafnari og betri
dreifing yfir allt tímabilið, sem
stendur frá byrjun júní til loka
september.
Fuglaverndunarfélagið:
Krefur sýslu
mann rann-
sóknar á
gæsadrápi
■ Fuglaverndarfélag
íslands hefur sent sýslu-
mannsembættinu á Sauðár-
króki bréf þar sem farið er
fram á rannsókn á þeim
ummælum formanns Skot-
veiðifélags íslands í Morg-
unblaðinu, um síðustu
helgi, að feðgar frá Akur-
eyri hafi skotið hátt í þrjú
hundruð gæsir í Skagafirði
fyrir skömmu, en gæsir eru
alfriðaðar á þessum tíma.
Hjá sýslumannsembætt-
inu á Sauðárkróki fengust
þær upplýsingar, að þetta
mál yrði athugað og ef þetta
reyndist rétt myndi bréf
Fuglaverndarfélagsins gilda
sem kæra. Engar yfirheyrsl-
ur hefðu enn farið fram, en
málinu yrði væntanlega vís-
að til lögreglunnar á Akur-
eyri þar sem hugsanlegir
sakborningar eru þaðan.