NT - 10.08.1984, Síða 14
Útvarp í kvöld klukkan 22.35:
Rólyndur „Battle"
og sægur af fólki
Magnús Rafnsson les 3. lestur þýðingar sinnar á
útvarpssögunni „Að leiðarlokum“ eftir Agöthu Christie
■ „t>að er nú voðalega erfitt
að segja svona frá sögu, maður
gefur allt of mikið upp", sagði
Magnús Rafnsson, Bakka í
Strandásýslu, og ég sé strax
fyrir mér hvernig öll Stranda-
sýslan liggur á línunni til að
hlera hvað gerist næst í fram-
haldsögunni.
„í þriðja lestri er ennþá
meira og minna verið að kynna
persónurnar og eins og kannski
hefur komið fram í fyrstu
lestrunum, er þetta einskonar
æfing hjá Agöthu að búa til
morðsögu sem byrjar ekki á
morði. Hún leggur þarna
meira upp úr aðdragandum og
ástæðunum. Peir sem koma
við sögu er gríðarlegur hópur
af fólki, en sagan byggist mest
upp í kringum eina fjölskyldu,
og gerist að mestu leyti á
sveitasetri á Suður-Englandi.
megintemað í sögunni er
kannski hvernig ólíklegasta og
óskyldasta fólk dregst saman í
eina krísu sem verður að morð-
máli.
Það skeður lítið í byrjun
nema forsögur persónanna
sem eru margar. Þær eru tekn-
ar fyrir hver á eftir annarri og
kynntar í fyrstu lestrunum. Og
síðan kemur að því að þær
smám saman smalast saman og
eitthvað fer að gerast. Þeir
sem koma við sögu eru til
dæmis gömul hefðarfrú, Car-
lile, sem býr á þessu sveita-
setri. Þar er líka fóstursonur
hennar, fyrrverandi og núver-
andi kona hans og fleiri vinir
og kunningjar þessa fólks. Á
endanum kemur svo náttúr-
lega lögreglumaður við sögu.
Það er líka fylgst með honum
alveg frá byrjun, þó hann drag-
Föstudagur 10. ágúst 1984 14
■ „Tamarindfræið“ er mynd um ástarævintýri tveggja starfsmanna bresku og sovésku
leyniþjónustunnar. Aðalhlutverk leika Julie Andrews og Omar Sharif .
Sjónvarp í kvöld klukkan 21.05:
Ástarævintýri
á Barbados
■ Föstudagsmynd sjónvarps-
ins, „Tamarindfræið" („The
Tamarind Seed“), er bresk
bíómynd frá árinu 1974. Leik-
stjóri er Blake Edwards, en
aðalhlutverkin leika Julie
Andrews, Omar Sharif og Syl-
via Syms. Þýðandi er Kristrún
Þórðardóttir.
Judith Farrow (Julie
Andrews) starfsmaður bresku
leyniþjónustunnar hittir hátt-
settan sovéskan starfsbróður
sinn, Feodor Sverdlow (Omar
Sharif) í leyfi á Barbados í
Vestur-Indíum. Þau verða ást-
fangin og eyða leyfinu saman.
Á safni eyjanna heyrir Judith
söguna um Tamarindfræið,
sem hefur mikil áhrif á hana.
Sagan segir að fræ Tamarind
trésins líkist mannshöfði síðan
þræll, ásakaður um sauða-
þjófnað, var hengdur saklaus
í Tamarindtréi.
Eftir leyfið snýr Judith aftur
til London og Feodor fer til
Parísar þar sem hann starfar
undir því yfirskini að hann sé
sendiráðsstarfsmaður. Þá
kemur í Ijós að ástarævintýri
þeirra hefur vakið grunsemdir
um svik þeirra beggja.
■ Að vísu er meistari Þórbergur pípulaus á þessari mynd, en
hann er hinsvegar með ágætan staf.
Útvarp klukkan 10.45:
Meistari Þórbergur
ogtóbakspípangóða
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli sér um þáttinn
„Mér eru fornu minnin kær“
■ Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli er rneð þáttinn
„Mér eru fornu minnin kær“
klukkan 10.45.
„Síðasti þáttur var úr „Ofvit-
anum" eftir Þórberg Þórðar-
son, og sagði frá því þegar
hann var að vinna á Tuliniusar-
bryggjunni hérna á Akureyri“,
sagði Einar.
„Þessi þáttur er frásögn Þór-
bergs af því þegar hann sá
ungan mann, spjátrung, lík-
lega kaupmannsson, standa
fyrir utan hús og reykja af
skósíðri tóbakspípu. Þórbergi
fannst að enginn gæti verið
alsæll og fullkominn maður,
nema hann ætti svona pípu,
svo hann fór í búðina daginn
eftir og keypti sér tóbakspípu.
En þar fékkst engin skósíð,
hún náði ekki nema niður á
hnéskelina. Og hún reyndist
nú engin sérstök lífsánægja
þegar fram í sótti. En það var
sama, hann lét þetta eftir sér,
þetta kostaði hann þrenn eða
tvenn daglaun. Félagar hans,
Þorleifur og Gunnar höfðu
hann að háði og spotti fyrir
þessa verslun.
Þá bjuggu þeir allir hérna
þar sem hét Landsbanki þá,
niðrí miðbænum, uppí risi í
herbergiskompum þar. Þeirra
vandamál var aðallega að losa
úr næturgagninu. Þeir gátu
ekki gert það nema fara niður
tröppurnar eða jafnvel út á
götuna og þeir áttu við þetta
að stríða þangaðtil þeir fengu
sér þernu til að gera þetta. Því
þetta var nú svolítið erfitt fyrir
unga menn að koma með kopp
í hendi út á götuna . Þórbergur
kunni að gera sér mat úr öllu,
og mjög smávægilegu efni eins
og þessi þáttur fjallar um.
Hann fjallar nær eingöngu um
þessa tóbakspípu sem er vafa-
laust frægust tóbakspípa á ísl-
andi.“
Rás 2, klukkan
»•
:lili
Átakalítil
tónlist í
vikulokin
Helgi Már
Barðason sér
um þáttinn
■ Á dagskrá Rásar 2 á föstu-
dögum klukkan 17 er þátturinn
„1 föstudagsskapi". Stjórnandi
er Helgi Már Barðason.
„í föstudagsskapi" er þáttur
sem byggður er upp á þægi-
legri, átakalítilli tónlist í viku-
iokin. Gjarnan eru rifjuð upp
lög sem að miklu leyti eru hætt
að heyrast, aðallega frá árun-
um 1972-1982. Tónlistinni fylgir
létt rabb um ýmislegt sem
henni tengist, og einnig er spjall-
að um föstudagstilveruna,
helgina framundan og annað
er snýr að vikulokunum.
Markmið þáttarins er að kynda
dálítið undir föstudags- og helg-
arskap hlustenda með vel völd-
um lögum og léttri tónlist,
enda vinnuvika flestra á enda
og framundan ofurlítil hvíld
frá daglegu amstri.
Þáttur þessi er á dagskrá
Rásar 2 vikulega og flytur sem
sé tónlist úr öllum hugsan-
legum og óhugsanlegum
áttum, en þó einkum afslapp-
andi og streitulosandi létt
rokk, sem naut vinsælda fyrir
fáum árum.
■ Agatha Chrístie, höfundur
leynilögreglusagnanna frægu.
ist ekki inn í málið alveg strax.
Það má kannski taka fram að
þetta er ekki einn af frægustu
lögreglumönnum Agötu þó
hann komi fyrir í nokkrum
öðrum bókum. Ég held að í
flestum þar sem hann kemur
fyrir sé hann aukapersóna en
hann er sem sagt aðalpersóna
í þessari. Hann heitir „Battle"
eða orrusta og er hinn full-
komni breski rólyndismaður."
útvarp
Föstudagur
10. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fróttir. Bæn. í
bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn-
valdssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Frá Ólympíuleikunum.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð -
Arndís Jónsdóttir, Selfossi talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sumarævintýri Sigga" eftir
Guðrún Sveinsdóttur Baldur
Pálmason les (8).
9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn (RÚVAK).
11.15Tónleikar
11.35 „Agúrkuspretta nútíðar"
Geirlaugur Magnússon les eigin
Ijóð.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Við biðum“eftir J.M. Coutz-
ee Sigurlína Daviðsdóttir les þýð-
ingu sina (3).
14.30 Miðdegistónleikar Fantasía i
f-moll op. 49 eftir Frédéric Chopin.
Arturo Benedetti Michelangeli
leikur á píanó.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eir-
íksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fróttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
17.00Fréttiráensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Víð stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg
Thoroddsen kynnir
20.40 Kvöldvaka
21.10 Hljómskálamúsik Guðmundur
Gilsson kynnir.
21.35 Framhaldsleikrit: „Gilberts-
málið" eftir Frances Durbridge
Endurtekinn IV. þáttur: „Klúbb-
urinn La Mortola" (Áður útv.
1971). Þýðandi: Sigrún Sigurðar-
dóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson.
Leikendur: Gunnar Eyjólfsson,
Helga Bachmann, Benedikt Árna-
son, Steindór Hjörleifsson, Brynja
Benediktsdóttir, Jón Aðils, Pétur
Einarsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Þorleifur Karlsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagská
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöt-
hu Christie Magnús Rafnsson les
þýöingu sína (3).
23.00 Ólympi'uleikarnir íhandknatt-
leik: Úrslit Stefán Jón Hafstein
lýsir síðari hálfleikfrá Los Angeles.
23.45 Fréttir frá Ólympiuleikunum
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
én
Föstudagur
10. ágúst
10.00-12.00 Morgunþáttur Fjörug
danstónlist, viðtal, gullaldarlög, ný
lög og vinsældarlisti. Stjórnendur:
Jón Olafsson og Kristján Sigur-
jónsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf
frá hlustendum og spiluð óskalög
þeirra ásamt annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Bylgjur Framsækin
rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund-
ur Jónsson og Árni Daníel Júlíus-
son.
17.00-18.00 i föstudagsskapi Þægi-
legur músikþáttur i lok vikunnar.
Stjómandi: Helgi Már Baröason.
23.15-05.00 Næturvakt á Rás 2 Létt
lög leikin af hljómplötum. Stjórn-
andi: Þorgeir Ástvaldsson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00
og heyrist þá í Rás-2 um allt land).
Föstudagur
10. ágúst
18.00 Ólympíuleikarnir í Los Ange-
les. íþróttafréttirfrá ólympíuleikun-
um 1984. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson. (Evróvision - ABC og
Danska sjónvarpið)
19.35 Umhverfis jörðina á áttatiu
dögum. 14. Þýskur brúðumynda-
flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson.
20.45 Grínmyndasafnið 5. Chaplin
gerist innbrotsþjófur Skopmynda-
syrpa frá dögum þöglu myndanna.
21.05 Tamarindfræið. (The Tamar-
ind Seed) Bresk bíómynd frá
1974. Leikstjóri Blake Edwards.
Aðalhlutverk: Julie Andrews, Omar
Sharif og Sylvia Syms. Starfsmað-
ur bresku leyniþjónustunnar kynn-
ist háttsettum, sovéskum starfs-
bróður sínum í leyfi í Vestur-lndí-
um. Ástarævintýri þeirra vekur
grunsemdir um svik I herbúðum
beggja og stofnar Rússanum í
lífsháska. Þýðandi Kristrún Þórð-
ardóttir.
23.05 Ólympíuleikarnir í Los Ange-
les. Iþróttafréttir frá ólympiuleikun-
um 1984. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson. (Evróvision - ABC og
Danska sjónvarpiö)
00.20 Fréttir í dagskrárlok.