NT - 10.08.1984, Page 27

NT - 10.08.1984, Page 27
Föstudagur 10. ágúst 1984 27 099 Knattspyrna á ÓL: Frakkar í úrslit - mæta Brasilíumönnum ■ Frakkar og Brasilíumenn munu leika til úrslita í knatt- spyrnukeppninni á Ólympíu- leikunum. Frakkar sigruðu Júgóslava 4-2 í undanúrslitum og í hinum leiknum unnu Brasi- líumenn ítali 2-1. Frakkar börðust síðast um gullverðlaunin í knattspyrnu á ÓL árið 1900, en í leiknum gegn Júgóslövum var aldrei spurning unt það hvort liðið mundi fara með sigur af hólmi. Frakkar komust í 2-0 snemma í fyrri hálfleik og í síðari hálf- leik var tveimur Júgóslövum vísað af leikvelli. Samt tókst þeim að jafna 2-2 fyrir leikslok, en í framlengingunni skoruðu Frakkar tvívegis. Áhorfendur á leiknum voru 97.451 fleiri en nokkru sinni fyrr á knatt- spyrnuleik í Bandaríkjunum. Leikur Brasilíu og Italíu var einnig harður og þar þurfti líka framlengingu áður en Brass- arnir tryggðu sér farseðilinn í úrslitin. Tugþraut á ÓL: Sigrar Thompson? - er efstur eftir fyrri dag ■ Eftir fyrri daginn í tug- þrautarkeppninni stefndi allt í það að nýtt heimsmet yrði sett í greininni. Bretinn Daley Thompson var efstur með 4633 stig, 114 stigum meira en skæð- asti keppinautur hans, V-í’jóð- verjinn Júrgen Hingsen, sem á heimsmetið 8.798 stig. f’riðji var landi Hingsen, Siegfiied Wintz með 4332 stig. Thompson sigraði í 100 in Karfa á ÓL: Kanarog Spanjólar ■ Það verða Banda- ríkjamenn og Spánverjar sem keppa til úrslita í körfuboltanum á Ólymp- íuleikunum. í undanúr- slitum unnu Bandaríkin Kanada 78-59 (43-26) og eru því enn ósigruð á ÓL. Spánverjar unnu sjálfa Ólympíumeistara Júgósl- avíu 74-61 (35-40). Spán- verjar hafa tapað einum leik á ÓL til þessa, þeir töpuðu fyrir Bandaríkja- mönnum með 33 stiga mun í riðlakeppninni. Flestir búast við að Bandaríkin muni endur- taka þann leik í úrslita- leiknum og Júgóslövum er síðan spáð þriðja sæt- ínu. ■ Tveir leikir voru í A-riðli 4. deildar í fyrrakvöld og eftir þá er ljóst að Ármann er sigurveg- ari í riðlinum. Hafnir unnu óvæntan sigur á Augnabliki úr Kópavogi 2-0. Það voru Sævar Pétursson og Annel Þorkelsson sem skoruðu fyrir Hafnir og var sigur þeirra nokkuð sanngjarn. Þá léku Víkverji og Drengur í A-riðli og sigruðu Víkverjar auðveldlega 2-0. Það var Tóm- as Sölvason sem gerði bæði mörkin. Staðan í A-riðli er nú þessi: Ármann ....... 11 9 1 1 27-10 28 AugnabUk .... 12 7 1 4 23-16 22 Aflurelding ... 12 7 0 5 23-19 21 Víkverji.... 12 6 2 4 19-12 20 Haukar...... 12 5 2 5 21-18 17 Árvakur .......11 4 1 6 16-15 13 Hafnir...... 12 2 2 8 11-26 8 Drengur ...... 12 2 1 9 14-33 7 Babers sigraði í 400 m ■ Alonzo Babers, Bandaríkjunum, sigraði í 400 m hlaupi karla á Ólympíuleikunum í fyrrakvöld. Hann náði af- bragðsgóðum tíma 44,27 sek., fjórða besta tíma sem náðst hefur í 400 m hlaupi. Babers var þó töluvert frá heimsmeti landa síns Lee Evans, 43,86 sek., sem hann setti í Mexíkó 1968. Babers háði mikla keppni við Gabriel Tiac- oh, Fílabeinsströndinni, en Bandaríkjamaðurinn náði að tryggja sér gullið á lokasprettinum. Tiacoh hlaut tímann 44,54 sek. og varð þar með fyrsti Fílabeinsstrandarbúinn tii að hljóta verðlaun á Ólympíuleikum. í þriðja sæti var Antonio McKay, Bandaríkjunum, á tím- anum 44,71 sek. McKay var fyrir hlaupið talinn líklegastur til að hreppa gullið, þar sem hann hef- ur náð bestum tíma í heiminum á þessari vega- lengd í ár. Heimsmeistarinn Bert- land Cameron, Jamaica, gat ekki tekið þátt í hlaupinu vegna meiðsla, en hann hafði þó unnið sér rétt til þess. II Carl Lewis og syslir hans Carol eru meðal besta frjálsíþróttafólks í heimi. Carl er fljótasti maður heims á þessari stundu. Hreint ótrúlegur íþróttamaður. Carl Lewis: hlaupi (10,44 sek.) langstökki (8,01 m ) og í 400 m hlaupi (46,97 sek.).Þá varð hann annar í kúluvarpi með 15,72 m og stökk 2,03 m í hástökki. Ár- angur Hingsen var þessi: í 100 m hlaupi hljóp hann á 10,91 sek., stökk 7,80 m í lang- stökki, kastaði kúlunni 15,87 m , stökk 2,12 í hástökki og hljóp 400 m á 47,69 sek. 4. deild: Ármann sigrar í A-riðli „Guð gaf mér hæfileika" ■ Thompson að fagna sigri. Skyldi hann hampa gulli? ■ „Guð gaf mér mikla hæfi- leika í vöggugjöf og svo lengi (sem Drottinn lætur mig hreyf- ast úr stað mun ég halda áfram að hlaupa,“ sagði Bandaríkja- maðurinn Carl Lewis eftir að hafa sigrað í 200 m hiaupi karla á Ólympíuleikunum í fyrrakvöld. Þriðju gullverðlaun Lewis á ÓL og fáir búast nú við því að hann nái ekíci að krækja í sitt fjórða gull í 4x100 m. hlaupinu og leika þar með eftir afrek Jessé Owens frá ÓL í Berli'n árið 1936. Lewis er óumdeilanlegur konungur spretthlaupanna í heiminum í dag og hann setti nýtt Ólympíumet í 200 m haupinu. Hljóp á tímanum 19,80 sek. og bætti eldra metið um 0,03 sek. Það met setti landi hans Tommei Smith í þunna loftinu í Mexícó borg á ÓL árið 1968. Lewis var þó nokkuð frá því að slá heims- metið, sem hann hafði fyrir hlaupið vonast til að gera. Það met á ítalinn Pietro Mennea og er það 19,72 sek. einnig sett í Mexícó borg árið 1979. Bandaríkjamenn unnu þre- faldan sigur í þessu hlaupi, í fyrsta sinn sem þeir ná þeim árangri á ÓL frá því í Mel- bourne árið 1956. KirkBaptiste varð annar á 19,96 sek. og Thomas Jefferson þriðji á 20,26 sek. Mennea varð hins vegar að láta sér nægja 7. sætið, hljóp á 20,55 sek;, enda orðinn 32 ára gamall. 400 m grindahl. kvenna: Einaóskin aðkomast í úrslitin ■ „Mín eina ósk var að komast í úrslitin en allir landar mínir vonuðu að ég mundi vinna,“ sagði Nawal El Moutawakel frá Marokkó, er hún hafði náð að kasta mæðinni eftir sigur sinn í 400 m grindahlaupi kvenna á; OL í fyrrakvöld. Fyrsta gull Marokkó á Ólympíuleikunum og mikil gleði ríkti í landinu eftir sigurinn. Sjálfur Hassan II., konungur landsins, hringdi í Moutawakel eftir hlaupið til að óska henni til hamingju með árangurinn. Sigur Moutawakel í hlaupinu var aldrei í hættu og hún gat meira að segja leyft sér þann munað að líta um öxl og gá að mótherjum sínum á síðustu metrunum. Tími hennar, 54.61 sek. þó ekkert sérstakur, meira en sekúndu frá heimsmeti sovésku stúlkunnar Margarita Ponomaryova. Stúlkn- anna frá A-Evrópu var sárt saknað í hlaup- inu, en þær urðu í Fimm af sex efstu sætunum á Heimsmeistaramótinu í fyrra. I öðru sæti í hlaupinu varð bandaríska stúlkan Judi Brown á 55,20 sek. og Cristina Cojocaru, Rúmeníu, hreppti bronsið á 55,41 sek. QUEEN hljómleikar í Feröaskrifstofan Ævintýraferðir býöur sex daga ferö til London þann 3. september fyrir kr. 14.380. Innifaliö er: Flug, gisting, rútuferöir, miöi á hljóm- leika Queen á Wembley og ísl. fararstjórn. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Uppl. í síma 12720.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.