NT


NT - 10.08.1984, Side 28

NT - 10.08.1984, Side 28
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringiran. Greiddar verða 10OO krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til ffréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu ffréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Námsstefna um sveigjanlega kennsluhætti: Nemendur skapa | sitt umhverfi og skipuleggja sína vinnu - eftir eigin þroska og getu ■ Jón og Hlín: “Það lifir enginn á einum kennaralaunum - og varla ívennum!" : ■ Umræður í fullum gangi á námsstcfnunni í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar um sveigjanlega kennsluhætti. I ■ Undanfarna daga hefur I staðið yfír námsstefna á vegum i Kennaraháskólans um sveigj- , anlega kennsluhætti í skólum. Þar hal'a komið saman kennar- , ar víðs vegar að af landinu til : að bera saman bækur sínar og miðla hver öðrum af reynslu i sinni og þekkingu á þessu sviði. NT leit við í Kennslumið- i stöð Námsgagnastofnunar og hitti að máli leiðbeinendur á námsstefnunni, Hlín Pálsdótt- i ur og Jón Guðmundsson, til að i forvitnast um í hverju þessir svokölluðu sveigjanlegu [ kennsluhættir fælust. „Við reynum að koma til móts við einstaklinginn, þetta er stundum kölluð ein- staklingsmiðuð kennsla sem sinnir þörfum hvers og eins“ svarar Jón spurningu NT og Hlín bætir við: „Sveigjanlegir kennsluhættir bera einkenni í opnaskólansþarsemnemend- ur hafa svigrúm til að vinna á sínum hraða, eftir eigin getu. Peir skipuleggja mikið til | sína vinnu sjálfir og það er horfið frá ýmsum hefðbundn- * um kennsluháttum, þar sem kennarinn var stýrandi og nemendurniróvirkir. Bekkjar- NT-myndir: Sverrir. kerfið gamla er með öðrum orðum lagt niður.“ „Þetta er framkvæmt á mjög mismunandi hátt“ bætir Jón við, „en m.a. er meðvitandi blandað saman aldurshópum og liggja þar að baki þau rök, að lífaldur barna segi ekki endilega til um þroska þeirra. Á nokkrum stöðum t.d. á Kópaskeri, hefur skólahús- næði beinlínis verið byggt með kennslu af þessu tagi í huga.“ Tilurð „Það var sumarið '82 sem fyrsta námsstefnan var haldin" segir Hlín, „og stóðu að henni sömu leiðbeinendur og‘ nú. Við höfðum sjálf farið út fyrir þessa hefðbundnu kennsluhætti í okkar skólum og vorum beðin um að leið- beina öðrum kennurum sem vildu kynna sér þessi mál. Það var mjög góð aðsókn að stefn- unni og síðan héldum við tvær slíkar í fyrra og þessi náms- stefna í sumar er einskonar framhald af því starfi." „Þetta cr gert til að koma þessu fólki saman“ skýtur Jón inrn', „það cr oft einangrað og fære.t.v. ekki þann stuðning sem það þarfnast í sínum skólurn," ■ Rósa Eggertsdóttir kennari við Grunnskóla Saurbæjarhrepps í Eyjafírði: „Trúi að þessi kennsluaðferð sé meira í samræmi við mannseðlið. Kennarinn verður liinn raunvcrulegi fræðari sem opnar möguleikana og hvcrfur frá því að vera í sviðshlutverkinu. Nemcnduin líður betur og agavandainál eru hverfandi því neinendur þurfa svo sjaldan að bíða, þeir eru ailtaf að og það skiptir sköpum." „Þetta hefur gefist mjög vel en spurningin er, - við hvað er miðað?" svarar Jón spurningu NT.„Við leggjum áherslu á hluti í náminu sem eru ekki eins auðmetnir og það sem áður tíðkaðist.“ Og Hlín bætir um betur: „Það er lögð áhersla á frumkvæði, ábyrgðartilfinn- ingu, sköpunargáfu og aðra þætti sem ekki reyndi svo mik- ið á áður fyrr. í reynd er mjög erfitt að meta þessa þætti í lok skólaárs uppá kommur." Hjá Jóni kom fram að þetta skap- aði vissa erfiðleika í sam- skiptum kennara og foreldra, sem eru vanir bekkjakerfinu af eigin raun og eiga stundum erfitt með að átta sig á opna kerfinu. Vinna „Vinnuaðstaðan er náttúr- lega að öllu leyti ólík. Skóla- stofunni eða vinnusvæðinu er skipt í afmarkaða reiti fyrir hvern verkþátt og börnin velja að sinna ákveðnum þáttum hvern dag en auðvitað er alltaf um visst staðreyndanám að ræða. Það er alltaf í öllu skóla- starfi og bein kennsla er alltaf fyrir hendi" segir Hlín og leggur áherslu á.orð sín. Jón bendir á, að allar stað- reyndir séu í eðli sínu afstæðar og hafi lítið gildi öðru vísi en að þær tengist einhverri hugsun. „Þaðerhelbervitleysa að hætt sé að kenna íslands- sögu" skýtur Hlín inní, „en bækurnar - guð minn góður!" Jón dregur saman þræðina og orðar nýjungarnar í starfinu þannig: „Við erum að bæta við skólastarfið, taka inn ýmsa nýja þætti í ljósi nýrrar þekk- ingar og reynslu af hefðbundnu bekkjakerfi, sem ekki gaf möguleika á ýmsurn mikilvæg- um þáttum í kennslunni." Breytt hlutverk kennara „Jú, kennarahlutverkið breytist með tilkomu þessara kennsluhátta“ svarar Hlín. „Kennarinn verður leiðbein- andi í stað þess að vera sá er miðlar þekkingunni beint. Hann bendir nemendunum á leiðir til þekkingaröflunar en vegna þess að þau námsgögn j? sem kennarar hafa við hendina ji í dag eru flest hver sniðin fyrir | hinn hefðbundna skóla, þá \\ lenda kennarar í því að búa til | ný kennslugögn og kennslu- bækurnar eru meira notaðar íj sem heimildir. Það kostar ; mikla vinnu fyrir kennara að , koma sér upp „kerfi“ til að fylgjastmeðhverjumnemanda |: í þessu kerfi, en árangurinn er líka mikill.“ Léleg laun „Þetta á eflaust framtíðina N fyrir sér í skólastarfi en það | fylgir þessu mikil vinnu- aukning og það er spurning, fj meðan launakjör kennara eru svona léleg, hversu lengi fólk | heldur út" bætti Hlín enn j fremur við. Benti hún á að fastakaup i kennara sem væri að byrja | væri í dag 14.800 kr. á mánuði og væru launamál með þvílík- 1 um eindæmum að þegar hefði fjöldi kennara hrökklast úr starfi vegna lélegs kaups. Sögðu þau Jón að nauðsyn- legt væri að lögvernda kennaratitilinn til að koma í veg fyrir að ómenntað fólk gengi inní kennslustörf, og í öðru lagi þýddi ekkert annað en að fara út í harðar aðgerðir í haust og væri full samstaða meðal kennara í Æfingaskóla KHÍ um uppsagnir í septem- ber. Eða eins og þau orðuðu það: "Það lifir enginn af einum kennaralaunum - og varla tvennum!".

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.