NT - 21.08.1984, Blaðsíða 2
Ólympíuliðið í
skák tilkynnt:
Það sterk-
asta til
þessa
■ Skáksamband tslands
hefur tilkynnt um sveit
íslands, sem mun keppa á
Ólympíuskákmótinu í
Grikklandi í nóvember og
desember n.k., með fyrir-
vara um hugsanlegar
breytingar, sem réðust eft-
ir úrslitum skákþings ís-
lands í landsliðs-
flokki, en keppni þar
hefst 2. september n.k.
Reglur segja fyrir um að
tveir efstu menn á skák-
þinginu skipi Ólympíulið-
ið.
Liðið, sem tilkynnt hef-
ur verið.er þannig skipað:
Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson, Jóhann Hjart-
arson, Jón L. Árnason,
allir alþjóðlegir meistarar
og Guðmundur Sigurjóns-
son stórmeistari, vara-
maður. Þessi röð gildir
með fyrirvara um breyt-
ingu að loknu skákþing-
inu. Kvennalandsliðið
hefur einnig verið tilkynnt
með sömu fyrirvörum og
skipa það Ólöf Þráinsdótt-
ir, Guðlaug Þorsteinsdótt-
ir og Sigurlaug Friðjóns-
| dóttir.
Liðsstjóri og fararstjóri
verður Kristján Guð-
mundsson skákmeistari og
sálfræðingur. Samkvæmt
nýjum skákstigaútreikn-
ingum er þetta sterkasta
skáksveit sem íslendingar
liafa átt á Ólympíumóti og
ein af 10 stérkustu sveitum
mótsins.
Seyðisfjörður:
Tollverðir
tóku smokk-
fiskakróka
■ Útgerðarmaður vest-
an af fjörðum varð fyrir
heldur óskemmtilegri
reynslu á dögunum, þegar
tollverðir á Seyðisfirði
tóku af honum króka, sem
hann ætlaði að nota til
smpkkfiskveiða.
Útgerðarmaðurinn á 12
tonna bát og var hann
búinn með kvótann. Hann
notfærði sér frí sitt í Fær-
eyjum til að kaupa veið-
arfæri fyrir smokkinn, en
slík apparöt voru ekki fá-
anleg á íslandi.
Tollverðir tjáðu mann-
inum, að krókarnir yrðu
sendir til Reykjavíkur til
rannsóknar. Útgerðar-
maðurinn mótmælti þar
sem hann taldi veiðarfæri
undanþegin tolli og sölu-
skatti. Ekkert hefur frést
af krókunum góðu og
rannsókninni fyrir
sunnan.
50-60 fcílóum
af dýuamíti
stolió
■ Um hélgina'var brotist
inn í sprengjcfnageymslu
á byggipgufsvæði við
Grafarvog og þ;óan stolið
verulegu magni af dýna-
míti. Var þar um að ræða
I þrjá kassa af sprengiefn-
inu en það eru á bilinu
50-60 kíló af dýnamíti auk
einhvers af hvellhettum.
Málið er í höndunt Rann-
sóknalögreglu ríkisins en
sökudólgurinn er enn ekki
fundinn.
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 2
Fjallabaksleið nyrðrí var lokað í gærkvöldi enda hefur Skaftá víða rofið veginn.
NT-rayndir: Árni BJaraa
Hlaupið í Skaftá vex enn:
Einn varnargarður brostinn
en brýr vart taldar í hættu
■ Hlaupið í Skaftá hélt áfram
að vaxa í allan gærdag og var
Kúðafljót, sem Skaftá rennur í,
orðið feikilega vatnsmikið um
kvöldmatarleytið í gær. Fjalla-
baksieið nyrðri var komin í
sundur við Rótarhólma,
skammt sunnan við Eldgjá og
var vcginum lokað fyrir allri
umferð. Þá hafði varnargarður
við bæinn Skaftárdal brostið og
sums staðar í Skaftártungu
flæddi áin upp á veginn. Brýr
voru þó ekki taldar í hættu.
Hlaupið hófst á laugardag og
þá um kvöldið var Kúðafljót
orðið gruggugt á að líta. Vatns-
rennsli var þá orðið 150-160
m3/sek. og var á sunnudag kom-
ið í um 300 m3/sek. Oddsteinn
Kristjánsson á Hvammi, sem
hefur umsjón með vatnamæl-
ingum í Skaftá, sagðist ekki
hafa getað komist að mælinum
í gær vegna vatnavaxtanna, en
sagði að töluvert hefði hækkað
í ánni frá því deginum áður.
Síðasta stóra hlaupið í Skaftá
kom árið 1972, en minni hlaup
eru nálega árviss viðburður.
Sagðist Oddsteinn telja að
hlaupið nú væri jafnstórt og árið
1972. Yfirleitt hafa hlaupin
staðið í þrjá daga til viku og
bjóst Oddsteinn við að byrja
myndi að draga úr hlaupinu í
dag. Hann sagði þó að erfitt
væri að spá með vissu um gang
þessa hlaups.
Skaftá kemur undan Skaftár-
jökli, sem er skriðjökull og var
áin þar ófrýnileg að sjón, kol-
svört og illa lyktandi. Venjulega
rennur Skaftá í ótal kvíslum
sunnan við Fögrufjöll en í gær
var hægur vandi að villast á
vatninu Langasjó norðan fjall-
anna og ánni. Var krafturinn f
vatninu sums staðar svo mikill
að boðaföllin stóðu í allar áttir
og á einum stað var engu líkara
Slæmaðkoma
‘ ■ Honum hefur að líkindum
brugðið í brún eiganda þessar-
ar Lödu þegar hann kom að
vitja hennar þar sem hann
hafði skilið hana eftir á Hafn-
I arfjarðarveginum. Svo illa
j vildi til að steypubifreið var
ekið á bflinn og klessti hann
upp við Ijósastaur með þeim
afleiðingum að hann virðist
gjörónýtur hvort sem litið er
framan á hann eða aftan.
NT-mynd: Sverrir
■ Þótt aðeins einni leið hafi verið lokað er áin langt komin með
að grafa vegi víða í sundur.
Brýr eru ekki taldar vera í hxttu nú, þótt víða vanti h'tið upp á
að flaumurinn nái upp í þær.
NT-mynd: Brandur Guðjónsson
að fyrir allri umferð. Brýrnar
tvær við Skaftárdal virtust ekki
í beinni hættu þótt svo vegurinn
vestan við þær væri allur á floti
og varnargarðurinn þar hefði
brostið.
Stuttu neðar hafði línuvegur
rafmagnsveitunnar farið í sund-
ur og víða í Skaftártungu
lónaði vatn rétt við veginn.
Skaftá greinist í tvennt er
kemur niður að Sjónarhóli og
fellur önnur kvíslin og sú meiri
í Kúðafljót en hin fellur austar
og fram hjá Kirkjubæjarklaustri
niður að sjó.
Hlaupið nú er aðallega í
vestari kvíslinni, en þó hefur
vatn hækkað mikið í hinni.
Vatnavextir voru einnig miklir í
Árkvíslum, efst og austast í
Nýja Eldhrauni.
Kúðafljót minnti meira á
stöðuvatn en fljót en þar er áin
lygnari en ofar í tungunni. Síðan
kvíslaðist vatnið niður svartan
sandinn og út í sjó.
en að goshver spýtti jökulvatn-
inu upp úr sér.
Farvegur Skaftár þrengist
mjög milli fjallanna Kamba og
Uxatinda og þar beljaði áin
fram af miklum móði. Skammt
þar fyrir neðan er Rótarhólmi
og liggur Fjallabaksleið nyrðri
á kafla alveg við ána. Vegurinn
þar hafði rofnað á nokkrum
stöðum og sýndist með öllu
ófær, þótt svo ökumaður á
jeppabifreið gerði heiðarlega
tilraun til að brjótast suður yfir
Núpsheiðina til byggða. Var
ekki að sjá nema honum ætlaði
að takast ætlunarverk sitt, en
skömmu síðar var veginum lok-