NT - 21.08.1984, Blaðsíða 21

NT - 21.08.1984, Blaðsíða 21
Flokksþing repúblikana hafið: „Velkomin til lands Ronalds Reagan<( Dallas-Reutcr ■ Flokksþing Republikana- flokksins hófst í gær; fjögurra daga leiksýning fyrir framan sjónvarpsvélarnar sem lýkur með fagnaðarlátum þegar Ron- ald Reagan verður einróma út- nefndur sem forsetaefni flokksins. Formaður landsnefndar flokksins, Frank Fahrenkoff, setti þingið nákvæmlega á rétt- um tíma meðan lúðrasveitir léku og þingfulltrúar veifuðu bandaríska fánanum. „Velkomin til lands Ronalds Reagan“ hrópaði William Clements ríkisstjóri Texas og fagnaðarlæti brutust út í salnum. „Velkomin íheimafylki George Bush.“ Andinn á þinginu fór ekki á milli mála. Fahrenkoff lýsti demókrötum sem „hrærigraut af þrýstihópum í leit að stjórn- málaflokki," meðan Steve Barlett, þingmaður frá Texas lýsti því yfir að rebúblikanar væru „hið raunverulega fólk.“ f>að bendir því allt til þess að fundurinn verði eins og til var stofnað: vel skipulögð „ástar- játning" til Reagans og Bush. Eitt óvænt atvik kom þó uppá í gær þegar Brian Wilson höfuð- paur hljómsveitarinnar The Be- ach Boys, var handtekinn í þinghúsinu þar sem hann var skilríkjalaus. Bæði Reagan og Bush halda mikið upp á þessa hljómsveit og Wilson sagðist vera þarna í sérstöku boði Bush. Wilson var samt ákærður fyrir að rjúfa friðhelgi þingsins á glæpsamlegan hátt, ásamt tveim félögum sínum sem einnig höfðu á sér fíkniefni. Þre- menningarnir voru síðan látnir lausir gegn tryggingu. Skrifstofa Bush sagði það vel líklegt að einhver hefði gefið Wilson leyfi til að heimsækja flokksþingið þar sem Bush væri góðvinur meðlima The Beach Boys. En talsmaður lögreglunn- ar í Dallas sagði að ef til vill hefðu verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna Wilson en þá hefði gleymst að láta vita af þeim. ■ Þing repúblikana í Dallas: vel skipulögð „ástarjátning“ til Reagans eins og þessi mynd ber reyndar með sér. Símamynd-POLFOTO Þriðjudagur 21. ágúst 1984 21 Grikkland: Tökum ekki þátt í stríðsleikjum með Bandaríkjamönnum Aþena-Reuter ■ Grikkir tilkynntu í gær 1 að þeir hefðu aflýst sameigin- legum stríðsleikjum með, Bandaríkjunum sem hafi verið árlegur viðburður í 20 ár. Stríðsleikir þessir eru í rauninni sameiginlegar her- æfingar Grikkja og Banda- ríkjamanna sem áttu að hefj- ast eftir tíu daga. Forsætis- ráðherra Grikkja, Andreas Papandreou, skipaði svo fyr- ir að Grikkir skyldu hætta við þátttöku í æfingunum. ■ Varaforsetaefni bandarískra demokrata, Geraldine Ferraro. Simamvnd-POLFOTO Eiginmaður Ferraro skuldaði 1.5 mill. kr. Washington-Reuter ■ Republikanar í Banda- ríkjunum hafa að undanförnu krafist þess að John Zaccaro eiginmaður Geraldine Ferr- aro, varaforsetaefnis demo- krata, gerði grein fyrir fjár- reiðum sínum en hann verslar með fasteignir. Hann var í fyrstu tregur til en lét svo að lokum undan í yfirliti sem birtist í gær í Bandaríkjunum yfir fjármál hans og kom í ljós að hann hefur skuldað skattayfirvöld- um rúmlega 50.000 dollara þ.e. meira en 1,5 milljónir ísl. kr. vegna ógoldinna skatta árið 1978. Ferraro heldur því fram að endurskoðandi sinn hafi gert mistök þegar hann áætl- aði skattana. Hjónin sendu skattayfirvöldum í gær ávís- un upp á 53.459 dollara til að greiða skuld sína ásamt vöxtum. Það er hætt við því að þessi skattayfirsjón eigin- manns varaforsetaefnisins geti haft áhrif á vinsældir hennar. Talsmaður ríkisstjórnar- innar, sem tilkynnti um þessa ákvörðun, sagði að þessar æfingar myndu ekki eiga sér stað í framtíðinni. Hann lagði áherslu á að eina ógn- unin við Grikki kæmi frá Tyrklandi. Argentína: Ætlar að draga úr verð- bólgu í 300 prósent Bucnos Aires-Reuter ■ Stjórn Argentínu byrjaði í gær að vinna að átælun þar sem stefnt verður að því að draga úr 600% verðbólgu á ári niður í um 300% í sam- ræmi við samkomulag sem stjórnin hefur gert við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Sjóðurinn setti Argent- ínumönnum það skilyrði að þeir yrðu að hefja skipulegar aðhaldsað- gerðir ef þeir vildu fá aðstoð við að fá ný lán sem ætlað er að fjár- magna afborganir af þeim 44 milljörðum banda- ríkjadala sem Argentína skuldar erlendis. Villtum hestum og kengúrum slátrað í Ástralíu ■ Kvikfjárbændur í Ástral- íu hafa að undanförnu kvart- að yfir ágangi villihesta sem þeir segja að eyðileggi girð- ingar og beitilönd auk þess sem þeir bera með sér ýmsa sjúkdóma. Stjórnvöld í Ástralíu hafa þess vegna gefið leyfi til að 300.000 villihestar verði skotnir nú í sumar. Ástralska stjórnin hefur enn fremur gefið leyfi til þess að um tvær milljón kengúrur verði skotnar til þess að vernda beitiland. Hestaveiðarnar byrjuðu í júní síðastliðnum í Queens- landfylki þar sem áætlað er að um 420.000 villihestar haldi sig ef folöld eru talin með. Bændur á svæðinu hafa ráðið skyttur sem fljúga um í þyrlum og skjóta hestana úr lofti með .303 kalibera rifflum. Hræin eru oftast skil- in eftir á víðavangi en hluti kjötsins er notaður í mat handa kjöltudýrum. Mörg náttúruverndar- samtök hafa mótmælt hesta- og kengúrudrápinu en yfir- völd halda samt ótrauð áfram þar sem þau segja að nauta- kjötsútflutningur Ástralíu- búa til Bandaríkjanna myndi stórskaðast ef sjúkdómum þeim, sem dýrin bera með sér, verður ekki útrýmt hið fyrsta. Kúbumenn byggja kjarnorkuver ■ Fidel Kastro, leiðtogi Kúbu- manna, skýrði frá því fyrir nokkru að verið væri að byggja kjarnorku- ver á Kúbu með aðstoð frá Sovét- ríkjunum. Þetta fyrsta kjarnorkuver Kúbu- manna er í Cienfuegos sem er um 240 km suðvestur af Havana. Fjór- ir kjarnakljúfar verða í verinu og mun hver þeirra geta framleitt um 417.000 kw. 5.500 Kúbumenn starfa við byggingu kjarnorkuvers- ins auk 188 sovéskra sérfræðinga og 82 Búlgara. Glæsilegt tilboð á eldavél sem stendur í ágúst meðan birgðir endast Vifta með sjálfvirkri stillingu fyrir eldavélina. Ljós, 2 hraðar, digitalklukka. 4 hellur af hentugri stærö. Ytri brún í sömu hæð og hellurnar. Upplýst rofaborð. Tvöföld ofnhurö með örygg- islæsingu. Stór 50 lítra sjálfhreinsandi bakara- og steikingarofn. Rafdrifinn grilibúnaöur. Fylgirhlutir: 3 bökunarplöt- ur, ofnskúffa og grind. Stór 38 lítra emeleraöur bökunar- og steikingaofn. Hægt aö baka í báöum ofnunum í einu. Stillanlegur sökkull. Eigum aðeins nokkur stykki á þessu hag- stæða ágústtilboði í gulu, grænu, rauðu og hvítu. Eldavél kr. 14.900.- Gufugleypir kr. 4.900.- Útborgun kr. 3.000.- eftirstöðvar á 6 mán. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.