NT - 21.08.1984, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 21. ágúst 1984
Spá fyrir Bandaríkin um aldamótin:
10% af öllu rafmagni
framleitt með vindmyllum
- sem yrði þá meira en öll kjarnorkuver þar í landi
framleiða nú
Boston-Reuter
■ Því er spáð að áríð 2000
verði um 10% af öllu rafmagni
í Bandaríkjunum framleidd með
vindmyllum en það er meira en
öll kjarnorkuver þar í landi
framleiða nú.
Þótt aðeins séu fjögur ár síð-
an fyrsta vindorkuverið hóf sölu
á rafmagni til almenningsveitna
í Bandaríkjunum var fram-
leiðslugeta vindmylla orðin 300
megawött í janúar á þessu ári.
Um 150 bandarísk fyrirtæki hafa
nú snúið sér að nýtingu vindafls-
ins. Sum þeirra sérhæfa sig í
smíði á vindmyllum en önnur
starfrækja svokölluð vindorku-
bú sem seija rafmagn til almenn-
ingsveitna. Rafmagnið sem
þessi bú framleiða dugar til þess
■ að lýsa upp 150.000 bandarísk
heimili.
Flestar vindmyllurnar eru í
Kaliforníufylki þar sem stjórn-
völd hafa gert mikið til að styðja
uppsetningu þeirra, m.a. með
skattaívilnunum fyrir vind-
orkubú. í ársbyrjun hafði um
3600 vindmyllum verið komið
upp í Kaliforníu með um 240
megawatta framleiðslugetu. í
árslok er búist við því að fram-
leiðslugeta vindmylla í fylkinu
verði komin upp í um 740
megawött sem er um 4% af
framleiðslugetu allra raforku-
vera þar. Orkunefnd Kaliforn-
íu gerði upphaflega ráð fyrir
því að um næstu aldamót yrðu
10% af öllu rafmagni í fylkinu
framleidd í vindorkubúum en
nú er allt útlit fyrir að því marki
verði náð mun fyrr. Vindorku-
væðingin hefur gengið mun
hraðar fyrir sig en menn áttu
von á og nú þegar er hún 7 ár á
undan áætlun orkunefndarinnar
Mörg önnur fylki í Bandaríkj-
unum hafa fylgt því fordæmi,
sem Kalifornía hefur gefið, við
Raforkuverð til iðnaðar:
Þrándur í götu
við iðnaðar-
uppbyggingu
- segir Þór Hagalín hjá
pönnusteypunni á Eyrar-
bakka en þeir fá fjórfalt
ódýrari orku í Danmörku.
þróun vindorkunnar. Þannig er
vindorka t.d. í örri þróun á
Hawai sem er sértaklega háð
innflutningi á olíu og vind-
orkubú hafa verið reist í ná-
grenni New York, í Nýja Eng-
landi og á fleiri stöðum.
Algeng tegund af vindmyllu
getur framleitt um 75 kw af
rafmagni við 93 km vindhraða á
klst. en hún getur hafið raf-
magnsframleiðslu við mun
minni vindhraða. Slík vindmylla
kostar um 160.000 dollara og
áætlaður stofnkostnaður við 30
mw vindorkubú er um 100 mill-
jón dollarar. Miðað við núver-
andi orkuverð í Bandaríkjunum
mun slíkt 30 mw orkubú greið-
ast upp á 10 til 15 árum en með
þeim skattaívilnunum, sem
vindorkubúin fá, getur sá tími
styst verulega.
■ Vindmvllan í Grímsey, sem reist var 1982 til að gera tilraunir
með upphitun íbúðarhúsa með vindorku sem breytt er í varma.
■ Á innfclldu niyndinni cr vindmylla af gamla taginu, cn hæpið er að þær cigi sér
cndurrcisnartímabil fyrir höndum, þótt vindmyllur vcrði í stórauknum mæli nýttar
til raforkuframleiðslu á komandi árum erlendis.
Þór Hagalín stjómarmaður
Vindmyllur út í
hött á Islandi
Nema í Grímsey - þar sem tilraunir eru í gangi
í Alpan.
■ Raforkuverðið hér er
óheyrilega hátt og sjálfsagt
leitun að því hvar í heiminum
það er hærra. Það er hægt að
taka til viðmiðunar að lægsta
heildsöluverð Landsvirkjunar
hér er hærra en smásöluverð til
iðnaðar úti í Danmörku og
síðan bæta menn gráu ofan á
svart með því að leggja á
orkuna allan dreifingarkostnað,
álagningu frá RARIK, verð-
jöfnunargjald og söluskatt og þá
er verðið orðið 3-4 sinnum hærra,”
sagði Þór Hagalín stjórnarmað-
ur í Alpan hf., en fyrirtækið
vinnur um þessar mundir að
standsetningu pönnusteypufyr-
irtækis á Eyrarbakka. Alpan
hefur nú um nokkurt skeið rekið
samskonar fyrirtæki í Árósum í
Danmörku en raforkuverð sem
það nýtur þar er 90 aurar á
kílóvattstundina eða um 30 mill.'
„Iðnaðaruppbygging með
þessu raforkuverði er fásinna
og það er óskhyggja að halda að
það sé hægt að fá erlenda kaup-
endur að íslenskri vöru til þess
að borga fyrir verðjöfnunar-
gjald og söluskatt í raforkunni”,
sagði Þór ennfremur og benti
þar á samkeppnisstöðu íslensks
útflutningsiðnaðar. Aðspurður
um þýðingu þessa háa verðs
fyrir áætlanir þeirra um að hefja
pönnuframleiðslu á næsta ári
sagði Þór að þeir hefðu engar
sérþarfir í íslenskum iðnaði og
fyrri áætlanir hefðu í engu
breyst. „En við höfum rætt
þessi mál við Landsvirkjun og
erum bjartsýnir á að okkur
takist að leysa þau. Það er þegar
töluverður skilningur á að þjóð-
félagið getur ekki búið við þetta
orkuverð að minnsta kosti ekki
til iðnaðar þó menn vilji kannski
skattleggja heimilin í landinu
með þessu móti. Maður treystir
því bara að raforkuverðið sem
undirstaða iðnaðar lagi sig að
okkar þörfum - og við að því“,
sagði Þór að lokum.
■ „Staðan hérna heima er eins ólík og hugsast getur ef
ríð erum að miða okkur við þessi fylki í Bandaríkjunum.
ý'ið höfum kannski virkjað 10% af því sem við höfum í
atnsorku meðan að þessi svæði hafa enga meiri vatnsorku
)g eru snauð af kolum þannig að þau hafa í fá hús að venda
neð orkugjafa“, sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri
ijá Orkustofnun er NT innti hann eftir því hvort
vindmyllur og vindorka gæti orðið framtíðin í íslenskum
arkumálum, eins og nú virðist vera raunin í ýmsum
fylkjum Bandaríkjanna.
Laxá í Mývatnssveit
- Urridasvæðið
Góð veiði hefur verið í
Laxá í Mývatnssveit undanfar-
ið en þar er urriðaveiði eins og
flestir vita. Hólmfríður á Arn-
arvatni sagði að veiðin hefði
tekið mikinn fjörkipp, eftir að
áin tærðist, en hún var mjög
gruggug dagana í kringum 10.
ágúst. Veiðimenn fylla nú
kvótann trekk í trekk, en 10
urriðar er dagskvóti í ánni og
5 urriðar hálfs dagskvóti.
1450 urriðar eru komnir á
land en það er ívið betri veiði
en á sama tíma í fyrra. Sá
stærsti, sem hefur fengist, var
7,5pund. Núnasíðustu dagana
hafa veiðimenn verið að fá
sérstaklega fallegan og vænan
urriða og einnig hefur veiðst
nokkuð af bleikju, sem trúlega
hefur hörfað úr Mývatni
sökumætisleysis. Hefurbleikj-
an verið á stærðinni 1-2 pund
og alveg uppí 4 pund.
Hólmfríður sagði að ekki
væri mjög mikið slý í ánni um
þessar mundir en hins vegar
var það geysimikið síðast í júlí
og nánast óveiðandi á sumum
stöðum. En síðan hefur áin
náð að hreinsa sig út.
„Black chost“ hefur verið
einna fengsælasta flugan í sum-
ar en einnig hefur veiðst vel á
svartar flugur sem eru
blandaðar skærum litum og þá
yfirleitt stórar nr. 2-4.
Reykjadalsá
og Eyvindarlækur.
Veiðihornið hafði samband
við Guðmund Guðjónsson
Húsavík og spurðist frétta af
Reykjadalsá og Eyvindarlæk.
Guðmundur sagði að veiðin
hefði byrjað snemma og farið
mjög vel af stað. Hefðu menn
bundið miklar vonir við þetta
sumar, en þegar á leið tók
veiðin að verða mjög treg og
hefur verið það síðan.
Um 100 laxar eru komnir úr
ánni og er það lakari veiði,
borið saman við sama tíma í
fyrra. En til viðmiðunar nam
heildarveiðin í fyrra 210
löxum, en þeim fjölda nær áin
trúlega ekki núna. Árið 1978
veiddust í Reykjadalsá og Ey-
vindarlæk 693 laxar en það er
geysimikil veiði í þessari litlu
á. Frá Vestmannsvatni og allt
niður að ármótunum við Laxá
í Aðaldal heitir hún Eyvindar-
lækur en fyrir ofan Vestmanns-
vatn heitir hún Reykjadalsá.
Laxinn gengur mjög
snemma á vatnasvæðið og er
það altalað að fyrstu laxar sem
ganga í Laxá í Aðaldal, taki
strikið, syndi hratt upp Laxá
og Eyvindarlæk, gegnum Vest-
mannsvatn og hægi ekki á sér
fýrr en efst í Reykjadalsánni og
eru þetta þá oft á tíðum mjög
vænir og fallegir laxar. En
þegar líða fer á sumarið fer að
veiðast neðar í Reykjadalsá
og niðri í Eyvindarlæk. Gróft
á giskað spannar þetta veiði-
svæði eina átta kílómetra og
hefur það komið fyrir að feng-
ist hefur lúsugur lax efst í
Reykjadalsánni en þá hefur
hann trúlega gengið eina 60
km á mjög skömmum tíma.
Á vatnasvæðinu er veitt á
fjórar stangir og hafa bændur
þar af eina stöng. Þess ber að
geta að veiði bænda er ekki
inni í þessum hundrað löxum
sem þegar hafa veiðst og má
því ugglaust bæta einum fjórða
við þá tölu.
Bætti Jakob því við að kjarn-
orkuver hefðu verið bönnuð í
þessum fylkjum, þannig að þar
hefði orðið að grípa til vind-
myllanna. Eins og málum væri
háttað í orkumálum okkar væri
ekki fyrirsjáanlegt að vindmyll-
ur gætu skipt hér sköpum á
þessari öld, né heldur í framtíð-
inni yfirleitt, því hér væri nægi-
lega mikið til af vatnsorku og
meira að segja ódýrri vatns-
orku. Gætu vindmyllur vart
keppt við hana í framleiðslu-
verði.
Tilraunir með vindmyllu eru
engu að síður í gangi hérlendis
og fara þær fram í Grímsey.
Benti Jakob á að staða orku-
mála þar væri e.t.v. miklu líkari
því sem gerðist í nefndum fylkj-
um Bandaríkjanna. Þar væri að
sjálfsögðu engin vatnsorka og
það væri of dýrt að leggja raf-
magn úr landi og þess vegna
hefði vindorka þar miklu betri
stöðu, en hún annars hefur á
íslandi. Það væri einnig ástæðan
fyrir því að menn hefðu valið
Grímsey og færu þessar tilraunir
fram á vegum Raunvísinda-
stofnunar og Rarik. Kvað Jakob
þessa vindmyllu vera sérstaka
að því leyti að hún ætti ekki að
framleiða rafmagn, heldur
varma sem nota ætti til húshit-
unar. Mætti vel vera að ef vel
tækist til.þá kynni svo að vera
að þar væri komin tækni sem
mætti flytja út og nýta á svæðum
sem væri svipað ástatt með og
Grímsey.